Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 9
imi í ) r •*vff 1 V r í r ri j*.c. r-i’i ■ Laugardagur 17. mars 1990 Tíminn 9 LEIKHÚS •Ijfllfiffllllg? ; : <s "í1 '.v... . . .s •.>s Týnda te- skeiðin í Keflavík Leikfélag Keflavikur Týnda teskeiðin Höfundur Kjartan Ragnarsson Leikstjóri Halldór Bjömsson Leikfélag Keflavíkur frumsýndi síð- astliðinn fostudag leikrit Kjartans Ragnarssonar, Týndu teskeiðina, í Félagsbíói í Keflavík. Týnda teskeiðin er leikverk sem er uppfullt af þjóðfélagslegri ádeilu, án þess þó að vera eitthvert menningar- legt prump, eins og flest leikverk Kjartans eru sem betur fer laus við. Kannski er það skýringin á því hvers vegna hann er svo vinsæll sem raun ber vitni. Ekki sakar það heldur að í verkinu er þessi fini „svarti húmor“ sem Islendingar eru manna hrifnastir af. I þessu verki er hið fúllkomna „morð“, sem var þó bara slys, tekið til umfjöllunar. Auðvitað þarf svo að fela glæpinn til að vemda mannorð- ið, en smátt og smátt fara svo taug- amar að bila en sumir eru sterkari en aðrir, eða var bara meira í húfi fyrir þá, eins og kemur fram í verkinu. Það má segja að hafi verið dirfska hjá Leikfélagi Kefiavíkur, að fá til liðs við sig ungan leikstjóra, Halldór Bjömsson, til að setja upp þetta leik- rit. Ekki veldur árangur hans neinum vonbrigðum, því uppsetningin er svo til hnökralaus og má hann vera stolt- ur af þessari sýningu. Þetta er fyrsta leikstjómarverkefni Halldórs og von- andi á hann eftir að halda áfram á þessari braut, byrjunin lofar góðu. Honum hefúr tekist vel að ná því besta út úr leikurunum, sem sést best á því að þeir halda persónum sínum vel út alla sýninguna, en oft vill það brenna við í áhugaleikhúsi að leikar- ar detta út úr „karakter“ þegar þeir eru á sviði, en ekki í atriði. Til ham- ingju, Halldór. Hafi það verið dirfska hjá leikfélag- inu að fá ungan mann til að leikstýra, þá var það ekki síður áræðni að í hlutverk skipuðust ungir Ieikarar sem margir hverjir em að stíga sín fyrstu spor á sviði hjá leikfélaginu, þó hafa sumir komið við sögu áður með góð- um árangri. Fyrstan skal telja Hafstein Gíslason í hlutverki hins upptrekkta bisniss- manns Boga, hann fer hreinlega á kostum og er langt síðan ég hef séð svo góðan leik hjá áhugaleikara, hann stelur senunni oft á tíðum og skilar góðri persónusköpun. Guðný Kristjánsdóttir leikur Astu konu hans og gerir henni mjög góð skil, hún hefúr sérstaklega góða framsögn. HólmgeirHólmgeirsson Ieikur Agga, húsbóndann og „kjötiðnaðarmann- inn“, hnökralaust og náði sér vel á strik í þeim atriðum sem hann þurfti að æsa sig upp. Súsanna Fróðadóttir leikur konu hans Júlíönu, hún er að leika hér í sínu fyrsta verki hjá félag- inu. Súsanna er ung að árum og þarf þess vegna að leika verulega upp fyr- ir sig í aldri. Það hefúr mörgum reynst erfitt, en henni tókst bara nokkuð vel upp, þó henni hætti stundum til að tala fúllhratt. Hún var sérstaklega góð í fyllibyttunni. Rakel Garðarsdóttir leikur vinnukonuna og eiginkonu hins „myrta" og tókst henni að búa til mjög góða persónu og sannfærandi. Jóhann Smári Sæv- arsson leikur hinn „myrta", blind- fúlla boðflennu, sannfærandi. Ómar Ólafsson og Sigrún Sævarsdóttir leika unga parið og skila þau bæði hlutverkum sínum með prýði. Gísli Gunnarsson skilaði litlu hlutverki lögregluþjóns eins og til var ætlast. Ekki verður skilið svo við þessa sýningu að ekki sé minnst á hlut Jó- hanns Smára Sævarssonar, sem auk þess að Icika eitt hlutverkið, hanna og teikna plaköt og forsíðu leikskrár, stígur hér sín fyrstu spor í að hanna leikmynd, leikmynd sem er frábær í alla staði. Er greinilega mikið efni hér á ferð og kæmi mér ekki á óvart þótt hann ætti eftir að láta meira að sér kveða á þessu sviði í ffamtíðinni. Eitt er það sem ég er ekki alveg sátt- ur við í sýningunni, en það er lýsing- in, hún hefði mátt vera betri. En að öðru leyti er þetta góð sýning og vil ég hvetja Suðumesjamenn til að koma og sjá hana, það er sannarlega þess virði. Leikhúsgestir skemmtu sér greinilega vel þetta frumsýning- arkvöld og klöppuðu leikumm og leikstjóra lof í lófa. Eg þakka Leikfélagi Keflavíkur fyr- ir frábæra sýningu og vona að ég eigi eftir að sjá margar svona góðar í framtíðinni. Ómar Jóhannsson Didó og Aeneas íslenska hljómsveitin, Langholtskirkja 6. mars 1990: Didó og Aeneas Ópera í þremur þáttum eftir Henry Purcell og Nahum Tate Stjórnandi: Guðmundur Emílsson Við töldum það vel til fundið hjá íslensku hljómsveitinni að setja upp óperu Henrys Purcell (1652-1715), Didó og Aeneas, vegna þess hve prýðilegt og skemmtilegt tónskáld Purcell er - og fáheyrt hér á landi að auki. Enda gekk það eftir, að tónlist- in var bráðskemmtileg og iðulega fallega flutt. Uppfærslan, sem Sig- urður Pálsson sá um, var næstum því eins einföld og kostur er án þess þó að vera konsertuppfærsla; lítið var lagt upp úr sviðsmynd og búningum - t.d. var Sigurður Bragason í hlut- verki Aeneasar klæddur í slopp aðstoðarlæknis á einhverjum ríkis- spítalanna. Samt var hafður þarna einhvers konar ballett, líklega til að gefa þremur frekar en tveimur list- formum tækifæri, og var Hlíf Svav- arsdóttir dansahöfundur. Því miður er það svo með ballettinn, að sé hann minna en nánast fullkominn f hreyfingum og samhæfingu dansar- anna, verður hann að engu, litlu betri en frúarleikfimi. Og þannig fór að þessu sinni. Eins og nafn óþerunnar bendir til, eru Didó og Aeneas aðalpersónurn- ar. Þau sungu Elín Ósk Óskarsdótt- ir, hin bráðefnilega sóperansöng- kona, og Sigurður Bragason barýt- ón, sem skilaði sínu hlutverki vel. Hins vegar söng Elísabet F. Eiríks- dóttir stórfallega litla aríu sína í 1. þætti, en hún, ásamt Emu Guð- mundsdóttur, vom hirðmeyjar Di- dóar. Önnur söngkona, sem athygli vakti með leik og söng, var Jóhanna V. Þórhallsdóttir í gervi seiðkonu. Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson sungu minni hlutverk, og frá munni þess síðast- nefnda komu þau fimm orð eða svo sem ég skildi af öllum textanum, sem þó var á ensku. Ég er að vísu sérlega slæmur í því að skilja sungna texta, en þó sýnir þetta ennþá einu sinni hvílíkt þing textavél fslensku ópemnnar er - hún á ekki minnstan þátt í því hve skemmtilegar upp- færslumar í Gamla bíói em. Að öðmm ólöstuðum galaði samt söngflokkurinn Hljómeyki fegurst þetta kvöld, 14 manna kór með fögur hljóð og kurteisleg. Þarna var líka ofurlítil strengjasveit, að mestu skipuð kvenfólki og útlendingum, en Anna Magnúsdóttir semballeik- ari og Haukur F. Hannesson hnéfiðl- ari sáu um grunnbassaleik með ein- söngvurunum. Pmcell fékk semsagt prýðilegan flutning í flesta staði. í stuttu máli er efni óperunnar það, að Aeneas prins kemur víg- móður frá Trójuborg til Karþagó og þau Didó, ekkjudrottning þar, fella hugi saman. Nomir skýra Aeneasi frá því að Júpíter ætli honum að sigla til Ítalíu og endurreisa Tróju. Eins og sannur höfðingi, og studdur af Didó, kýs hann að fórna ástinni fyrir guðinn og skylduna. Hann siglir á braut en Didó, harmi slegin, fórnar sér á bálkesti. Nornirnar höfðu að vísu ætlað sér að sökkva fleyi Aeneasar á leiðinni til Ítalíu, en það vita þeir, sem eitthvað vita, að þeim tókst ekki. Þó ekki ég, fyrr en guð sendi séra Kolbein, neftóbaksmann og fræða- sjó, á tónleikana til að gefa mér snúss og fræða mig um Aeneas. Því þessi prins er lykilpersóna í höfð- ingjaættum Evrópu; hann stofnaði Rómarborg og varð forfaðir allra konungsætta. Sonur hans Brútus stofnaði kóngsríki á Englandi, Júlíus Caesar var afkomandi hans eins og Júlíusarættin öll - Mennirnir frá Ilíon - allir sem á blað komast eru afkomendur Trójumanna en enginn kominn frá Grikkjum, sem þó sigr- uðu Trójuborg svo sem Hómer skýr- ir frá. Jafnvel Óðinn og hans fólk var Trójumenn, frændur Aeneasar. ís- lenskir miðaldafræðimenn, Björn á Skarðsá og Jón lærði, voru mjög uppteknir af Aeneasi - m.a. skýrði hinn fyrmefndi Völuspá út frá örlög- um hans - og það hefur kaþólska kirkjan jafnan verið. Aeneasarkviða, sem ópemtextinn er byggður á hluta úr, var meginverk rómverska skáldsins Virgils. Öperan Didó og Aeneas segir þannig frá miklum örlögum, þótt höfundurinn leggi að listamannshætti mesta áherslu á hinn mannlega þátt - elskendur hittast en er skapað að skilja. Fyrir nútímamennm, nema þeir séu þeim mun lærðari, vantar samt hinn örlögfulla undirtón. En það breytir því ekki að þeir geta haft gagn og gaman af því að hlusta á hina fallegu tónlist Purcells, jafnvel þótt þeir skilji ekki orð af textanum. Sig.St. „Fimmtíu embættismenn sungu fyrir þjóðina“ Sinfóníuhljómsvei íslands fagnaði fertugsafmæli sínu með tónleikum í Háskólabíói 9. mars, sem líklega verða tónleikar ársins. Petri Sakari leiddi mjög-styrkta hljómsveitina til stórsigurs í 2. sinfóníu Mahlers, sem aldrei hafði verið flutt áður hér á landi. Og hálflandi vor Erling Blönd- al Bengtson spilaði knéfiðlukonsert Jóns Nordal (1983) af djúpri snilld. Meðal baráttumanna fyrir stofnun S.í. voru Jón Þórarinsson tónskáld og Ragnar Jónsson smjörlíkisfram- leiðandi í Smára, og fór vel á því að Smjörlíki-Sól hf. gaf hluta af blóma- skreytingu á sviðinu. Fyrir 40 árum var efnahagur þjóðarinnar þrengri en síðar varð, enda töldu ýmsir þá, og telja reyndar enn, að ríksirekin hljómsveit af þessu tagi væri fulldýr lúxus fyrir íslendinga. Einn þeirra var afi minn Jónas Jónsson, sem raunar elskaði aðrar listir meira en tónlistina, og í einhverri grein mun hann hafa sagt að „Jón Þórarinsson vilji ráða 50 embættismenn til að syngja fyrir þjóðina“. Síðan hafa þessir syngjandi embættismenn reyndar orðið snöggtum fleiri en fimmtíu, og á þessum afmælistón- leikum telst mér til að í hljómsveit- inni hafi verið 107 spilarar auk þess sem tveir einsöngvarar og kór ís- lensku óperunnar tóku þátt. En sjaldan hafa sést glaðari andlit í fordyrinu í tónleikalok en þetta kvöld - embættismennirnir hafa unnið gott starf þessi 40 ár, og mættu gjarnan vera 100 að staðaldri. Sellókonsert Jóns Nordal er tals- vert heillandi verk. Hann er í mörg- um smáþáttum, sem taka óslitið hver við að öðrum. Knéfiðluröddin er samfelld og heldur sínu striki. Hún gæti lýst manni, t.d. Basil fursta í tilefni dagsins, sem lendir í ýmsum ævintýrum, sem hljómsveitin túlkar. Og Erling Blöndal Bengtsson spilaði þetta fágætlega vel. Sinfónía Mahlers, hálfur annar tími að lengd, er stórkostleg og ævintýraleg, enda dugðu ekki færri en 11 horn og 8 trompetar en 6 menn í slagverkinu til að gera henni skil, auk þess sem önnur hljóðfæri voru tvöfölduð í það minnsta. Þegar nálg- aðist niðurlagið hlutu menn að spyrja sig hvernig tónskáldið ætlaði sér að ná nýjum hápunkti í lokin. En það var leyst með voldugum og djúpunt orgelhljómum frá Jóni Stef- ánssyni, sem sat bakvið runna á sviðinu við ofurlítið rafmagns- hljómborð - fyrir daga rafeindabylt- ingarinnar hefði þurft að flytja sinfr óníuna í kirkju með stóru pípuorgeli ef vel hefði átt að vera. Rannveig Bragadóttir og Signý Sæmundsdóttir sungu sín einsöngs- hlutverk með ágætum, og ekki þarf að spurja að óperukórnum. Fyrir utan Mahler sjálfan var Petri Sakari samt hinn stóri sigurvegari kvöldsins - það er mikill akkur í því að hafa slíkan mann til að leiða hljómsveit vora þessi árin. Sig.St. Skrifstofu- húsnæði óskast Fangelsismálastofnun ríkisins óskar eftir að taka á leigu nýlegt 250-300 fermetra skrifstofuhúsnæði mið- svæðis í Reykjavík. Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast snúi sér til stofnunarinnar, Sölvhólsgötu 4, Reykjavík, fyrir 24. mars nk. Lýsing á húsnæði fylgi og upplýsingar um staðsetningu, aldur, verðhugmyndir o.fl. sem máli kann að skipta. Fangelsismálastofnun ríkisins, 15. mars 1990. + Haukur Þorleifsson, fyrrverandið aðalbókari er látinn Ásta Björnsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.