Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 12
24 Tíminn ö@er g'ism AT mr.fihia-v-p': Laugardagur 17. mars 1990 Framboðslisti Framsóknarflokksins í Borgarnesi Framsóknarfélag Borgarness ákvaö á fundi í haust að hafa þann hátt við uppröðun á framboðslista flokksins fyrir kosningarnar 1990 að láta fara fram forkönnun meðal félagsmanna um hverja þeir vildu sjá á framboðslistanum. Þessi forkönnun fór fram í nóvember í framhaldi af því var rætt við það fólk sem fékk tilnefningu. Að því loknu var algjör samstaða um að kjósa síðan um röð þeirra sem skipa efstu 7 sæti listans. 1. Guðmundur Guðmarsson, kennari, Klettavík 7 2. Kristín Halldórsdóttir, húsmóðir, Kveldúlfsgötu 9 3. Sigrún Ólafsdóttir, bankastarfsm., Kjartansgötu 11 4. Ingimundur Ingimundarson, kennari og framkvstj. UMSB Dílahæð 1 5. Guðrún Samúelsdóttir, deildarstjóri, Berugötu 2 6. Sædís Guðlaugsdóttir, garðplöntufræðingur, Réttarholti 5 7. Eiríkur Ingólfsson, framkvæmdastj. Borgarvík 17 8. Skúli Ingvarsson, fjármálastj., Böðvarsgötu 8 9. Halldór Bjarnason, húsasmiður, Berugötu 28 10. Sveinbjörg Stefánsdóttir, bankastarfsmaður, Hrafnakletti 2 11. Hildur Þorsteinsdóttir, kennari, Helgugötu 13 12. Eiríkur Baldursson, mjólkurfræðingur, Klettavík 15 13. Gísli V. Halldórssón, framkvæmdastj., Þórunnargötu 6 14. Indriði Albertsson, mjólkurbússtjóri, Skúlagötu 9 A Eru íslendingar B-þjóð í umferðarmálum Fræðslufundur um umferðarmál í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands fimmtudaginn 22. mars n.k. kl. 21.00. Framsögumenn verða: Óli H. Þórðarson, framkvst. umferðarráðs. Hergeir Kristgeirsson, lögregluþjónn. Páll Guðmundsson, landpóstur. Sigurður Helgason, fulltrúi Klúbbs 17. Að loknum framsöguerindum verða fyrirspurnir og frjálsar umræður. Allir velkomnir. FUF-Árnessýslu. Akurnesingar - Borgnes- ingar - Nærsveitamenn Námskeið á Hvanneyri laugardaginn 17. mars frá kl. 9.00-17.00 í almennum fundarsköpum. Leiðbeinandi Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. Öllum heimil þátttaka, konum og körlum. Upplýsingar gefur Gerður, Hvanneyri. • L.F.K. Framsóknarfélag Seltjarnarness Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 19. mars n.k. í húsakynnum félagsins að Eiðistorgi kl. 20.30. Á dagskrá verða framboðsmál. Áríðandi að allir mæti. Stjórnin. Tækjamenn Viljum ráða vana tækjamenn með réttindi til starfa á ýtum, hjólaskólfum og gröfum við Blöndufram- kvæmdir í vor. Nánari upplýsingar á skrifstofutíma í síma 91- 622700 á mánudag eða í 95-24963 eftir hádegi á þriðjudag. Fossvirki sf. Skúlatúni 4 |jj ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Rafmagnsveitu Reykjavík- ur, óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna undirstaða og stagfesta fyrir 39 möstur í 132 kV háspennulínu: Hamranes - Hnoðraholt. Verkið felst einnig í að steypa niður bergbolta og staðsteypa undirstöður fyrir endamöstur. Áætlað magn á uppgröfnu efni: 1750 m3 og aðfluttu efni 1050 m3. Áætlaður verktími: 30. apríl - 25. júlí 1990. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 10. apríl 1990, kl. 11.00. ARNAÐ HEILLA Sjötugur Gísli Pálsson Einn af öndvegishöldum Húna- þings, Gísli Pálsson á Hofi, verður sjötugur á sunnudaginn. Gísli er fæddur í Sauðanesi í Torfalækjar- hreppi 18. mars 1920. Foreldrar hans voru Páll bóndi Jónsson af Flata- tunguætt og Sesselja Þórðardóttir frá Steindyrum í Svarfaðardal. Páll var fæddur í Sauðanesi en bjó fyrst á Smyrlabergi á móti Stefáni bróður sínum en síðar í Miðhópi. 1906 skipti hann á jörð og búi við bóndann sem þá var í Sauðanesi. Þessi skipti voru einstæð að því leyti að nær ekkert var flutt milli jarðanna nema fólkið. Sesselja kom sem bú- stýra í Sauðanes 1913 og giftust þau Páll vorið eftir. Aldursmunur þeirra var 13 ár. Páll missti heilsuna á góðum aldri og lést 1932. Þá stóð ekkjan Sesselja ein uppi með 12 böm, það elsta 18 ára en hió yngsta var skírt við útför föður síns. Sesselja var mikil mann- dómskona og kom bömum sínum öllum vel til manns og er margt þeirra þjóðkunnugt, svo sem Páll S. lögmaður og Hermann lektor í Edin- borg. Gísli er fimmti í röð systkina sinna og kom það í hans hlut að sinna bústörfum í Sauðanesi og gerðist hann þar bóndi að loknu búffæði- námi á Hólum í Hjaltadal. Ég man Gísla fyrst þegar hann var póstur í Svínavatnshreppi. Ók hann vikulega um sveitina og var mikill aufúsugestur á heimili okkar, enda fylgdi honum alltaf hressileiki og gleði, enda maðurinn ekki málstirður en þróttmikill og hvatlegur. Gísli stundaði með búskapnum um- ferðavinnu með dráttarvélum og jarðýtum hjá bændum í héraðinu. Þar kom að Gísli festi ráð sitt og gekk að eiga Vigdísi Ágústsdóttur á Hofi í Vatnsdal. Hof er landnámsjörð héraðsins og hefur væntanlega þótt álitlegasti staður þess undir bú þegar Ingimundur gamli kom í ónumið hér- að. Á Hofi hefur ætíð verið stórbýli síðan. Gísli og Vigdís hófu búskap á móti Ágústi Jónssyni, föður hennar, en hann hafði þá misst Ingunni konu sína. Ágúst var allra manna skemmtileg- astur, bráðgreindur og orðsnjall. Tókst með þeim tengdafeðgum gott samstarf með vináttu. Greindi þá þó á um sumt, svo sem stjómmál. Ágúst var einn af áhrifamönnum Sjálfstæð- isflokksins en Gísli í forystusveit ffamsóknarmanna. Þá voru iðulega Hofi mikil átök á milli þessara flokka og einhvem tíma komu þeir tengdafeðg- ar sér saman um að sitja báðir heima á kjördegi og vinna búinu ffemur en fara á kjörstað og jafna út hvors ann- ars atkvæði. Vigdís og Gísli urðu fljótlega um- svifamikil við búskapinn. Vigdís er ákaflega dugleg kona og fjármaður frábær svo sem faðir hennar var. Gísli er affur á móti nýjungagjam og framkvæmdasamur. Það orð lék á að Gísli safnaði vélum og tækjum og keypti flest sem hann sá auglýst. Ennfremur var hann og raunar þau bæði hugvitssöm við búskapinn og brydduðu upp á ýmsum nýjungum til hagræðis svo sem í húsaskipan og tækni. Gísli er félagsmálamaður og mann- blendinn. Vill hann hafa áhrif á sam- félag sitt og er óbágur að segja mein- ingu sína. Hefur hann komið víða við í félagsmálum héraðsins en sjaldan setið lengi á friðarstóli. Gísli hefúr valist til forystu á ýmsum sviðum og látið margt til sín taka. Fonnaður var hann í Búnaðarfélagi Torfalækjar- hrepps, í stjóm veiðifélags Laxár í Ásum, Sögufélags Húnvetninga og Búnaðarfélags Áshrepps. I hrepps- nefnd Áshrepps í 20 ár, þar af 6 ár oddviti. I fyrstu skólanefnd Húna- vallaskóla og formaður byggingar- nefndar skólans. Fonnaður Veiðifé- lags Vatnsdalsár um skeið og var Búnaðarþingsfúlltrúi Austur- Hún- vetninga 1982-1986. Þá er ótalið það félagsmálastarf sem halda mun nafni hans lengst á lofiti en það em afskipti hans af málefnum Hólastaðar. Gísli vann við bænda- skólann á Hólum og festi tryggð við staðinn. Hafði hann mikla forystu um endurreisn Hólastaðar. Hann kom þar upp veiðistöð veiðifélaganna á Norð- urlandi vestra, stóð fyrir Hitaveitu Hjaltadals um árabil og hefúr verið formaður skólanefndar Bændaskól- ans síðan 1979. Þarna nutu sín vel forystuhæfileikar Gísla, óþrjótandi fjör og fram- kvæmdaþróttur ásamt með baráttu- vilja og bjartsýni sem var þó raunsæ. Þá vom einnig Hólaframkvæmdimar þess eðlis að Gísli fékk að hafa þar forystu í friði, aðrir sóttust ekki eftir henni, enda verkið torvelt og tíma- frekt. Gísli sparaði hvorki tíma sinn né talanda og nú er Hólastaður aftur í blóma og Norðurlandi til sóma. Ekki hefur Gísli staðið einn að þessu verki, þar hafa fleiri mætir menn komið að, en hans hlutur er stór. Á síðustu ámm hefúr Gísli snúið sér að ritstörfúm og ffæðimennsku. Hann safnaði og gaf út 1988 niðjatal afa síns og ömmu að Steindyrum og 1989 átti hann hlut að útgáfú fallegr- ar bókar um hina gjöfúlu Laxá á Ásum. Gísli hefúr verið gæfumaður í lífi sinu. Vigdís er skömngur og mikil- hæf. Þau eiga fjögur myndarböm. Þau em Ingunn, kennari og verslun- arstjóri á Blönduósi, gift Grétari Guðmundssyni smið. Páll, verkfræð- ingur og framkvæmdastjóri Icecon, giftur Amffíði Gísladóttur, Hjördís, bóndi og ráðunautur, gift Sigurjóni Pálmasyni, búa þau í Hjarðarhaga í Skagafirði, og Jón, bóndi á Hofi. Kona hans er Selma Svavarsdóttir. Vigdís og Gísli hafa nú dregið nokk- uð saman seglin við búskapinn og er hann nú að mestu i höndum Jóns son- ar þeirra. Þau eftirlétu Jóni og Selmu íbúðarhúsið á Hofi og byggðu sér nýtt hús þar í túni á síðasta sumri. Það lýsir Gísla nokkuð að nýja húsið er kúluhús, ekki með hefðbundnu sniði. Ég áma Gísla allra heilla sjötugum og þakka honum fyrir löng og skemmtileg kynni. Leiðir okkar hafa víða legið saman og oftast höfum við verið samherjar. Ég met Gísla mikils fyrir þrótt hans og hreinskiptni og vona að þau hjón eigi eftir mörg og góð ár í kúluhúsi sínu á Hofi. Gísli og Vigdís taka á móti gestum í Félagsheimilinu á Blönduósi í kvöld. Páll Pétursson Það er þetta með L bilið milli bíla... Gód rád eru tilad fara eftir þeim! Eftireinn -ei aki neinn Slys gera ekki boð á undan sér! OKUM EINS OG MENN! Pfflf ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í eftirfarandi: I. Malbiksviðgerðir A. Áætlað magn: Sögun 11.000 m Malbikun á grús 9.500m2 Verklok eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi. Tilboð opnuð miðvikudaginn 4. apríl kl. 11.00. II. Malbiksviðgerðir B. Áætlað magn: Sögun 4.800 m Malbikun á grús 4.000m2 Verklok eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi. Tilboð opnuð miðvikudaginn 11. apríl kl. 11.00. III. Viðgerðir á hellulögðum gagnstéttum. Áætlað magn: 10.000 m2 Verklok eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi. Tilboð opnuð fimmtudaginn 5. apríl kl. 11.00. IV. Viðgerðir á steyptum gangstéttum. Áætlað magn: 10.000 m2 Verklok eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi. Tilboð opnuð miðvikudaginn 11. apríl kl. 14.00. Útboðsgögn verða opnuð á sama stað samkvæmt ofangreindum tímum. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 - Simi 25800 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.