Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 17. mars 1990 Tíminn 25 MINNING Eyjólfur Guðnason Fæddur 4. janúar 1931 Dáinn 29. janúar 1990 Engum er Ijóst hvaðan lagt var af stað né hver lestinni miklu ræður Við sláumst í förina fyrir það, jafnt fúsir og nauðugir, brœður Og hœgt hún fer, en hún færist um set, þessi fylgdyfir veginn auðan. kynslóð af kynslóð ogfet fyrir fet ogferðinni er heitið í dauðann. Tómas Guðmundsson Hér beinir ekki skáldið sjónum sín- um út yfir gröf og dauða að stjömu- veröld endalausra víðema. Heldur sýnir i einfoldum og látlausum orð- um hvað allra bíður á okkar vegferð á þessari jörð. Sumir halda starfskröft- um og þrótti fram á elliár en aðrir falla í valinn langt um aldur fram. Slíkar hugleiðingar vekja þær spum- ingar við fráfall Eyjólfs í Bryðju- holti, hvers vegna lögð er á fólk svo þjáningarfúll líðan sem hann mátti þola ámm saman, mann sem mátti segja að ávaxtaði pund sitt svo sem Ritningin býður. Eyjólfur Guðnason var fæddur sem fyrr segir 4.1. 1931 í Landakoti á Vatnsleysuströnd og vom foreldrar hans Guðni bóndi og hreppstjóri Ein- arsson í Landakoti, f. 1881, og síðari kona hans, Guðríður Andrésdóttir, f. 1891, frá Hlöðversnesi á Vatnsleysu- strönd. Guðni bóndi var upprunninn úr Holtahreppi og bjó um langt skeið í Haga þar í sveit. Hann var söng- maður'mikill og organisti í sinni sveit og einnig suður á Vatnsleysuströnd. En árið 1926 veiktist fyrri kona hans, svo að hann flutti með fjögur böm sín til Reykjavíkur og síðar að Landakoti. En árið 1928 giftist hann seinni konu sinni, Guðríði Andrés- dóttur. Þeirra böm urðu tvö, Margrét, prófessor í veimfræði við Háskóla Is- lands, og Eyjólfur sem íyrr er getið. Eyjólfúr ólst þama upp við sjóinn þar sem brimaldan brotnar við hijóstmga strönd og inn til landsins getur að líta endalausar hraunbreiður. Grasnyt er þama, sem gefúr að skilja, mjög lítil, jarðvegur gmnnur og því erfitt til allrar ræktunar. Flestir áttu þó jafnan kýr þama og sumir kindur. En frá ómunatíð hafði fólk þama sótt björg í bú til hafsins sér til lífsviður- bóndi væris. Það vom einkum hrognkelsa- veiðar. Frá blautu bamsbeini ólst Eyjólfur upp við þær veiðar og stundaði á meðan hann átti heima þar suður ffá. Eins og fleiri ungum mönnum datt Eyjólft í hug að fara í skóla og þá helst Stýrimannaskólann, enda hefði hann ekki skort gáfur til þess. En þar sem foreldrar hans vom orðnir aldraðir sá hann sig knúinn til þess að vinna heimilinu og sjá því farborða. Liðu nú svo nokkur ár að hann stundaði búskap og sjávarfang á heimili foreldra sinna. En svo breytt- ust hagir hans, þáttaskil urðu í lífi hans þegar hann kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Helgu Magnúsdótt- ur frá Bryðjuholti í Hrunamanna- hreppi, f. á Sólheimum 1937. Þau gengu í hjónaband 1958 og hófu þá búskap í Landakoti. Árið 1938 fluttu foreldrar Helgu, þau Magnús Sigurðsson og Sigríður Guðmundsdóttir, frá Sólheimum að Bryðjuholti. Þau vom bæði mjög áhugasöm um búskap og bám mikinn metnað í brjósti að hann færi sem best úr hendi. Þeim varð líka að trú sinni, bæði skepnumanneskjur og hún mikil hannyrðakona. Magnús dó árið 1968 en árin á undan hafði hann kennt þess sjúkdóms sem varð hon- um að aldurtila. Það varð því að ráði að þau Eyjólfúr og Helga flyttu þang- að og tækju þar við búi. Og vorið 1967 fluttu þau frá Landakoti að Bryðjuholti. Bryðjuholt er meðalstór jörð, frem- ur vel í sveit sett. Þar hefur verið gott undir bú, snjólétt og nær oftast til jarðar. Bærinn stendur hátt og íjalla- sýn mikil til norðurs og vesturs. Ræktunarmöguleikar miklir eftir að framræsla mýra komst á. Mesti gall- inn var að lækur rennur eftir túninu sem lömb vildu dmkkna í á vorin. Veiðiréttur er í Hvítá en erfítt er að nýta hann. Eyjólfúr og Helga keyptu þama jörð og gróið bú. En þau héldu ekki að- eins í horfinu heldur settu markið hærra. Búið höfðu þau ekki stærra en svo, að vel yrði við það ráðið en af- urðir sem mestar. Búskapur þeirra og umbúnaður allur var rómaður. Sýnir best að þangað hefúr búfræðinemum frá búnaðarskólum verið valinn stað- ur til verknáms undanfarin ár. Mun það ekki hafa verið venja þar sem ekki vom búlærðir bændur fyrir. Var það viðurkenning sem Eyjólfúr mátti vel við una. Og hér skal ekki gleymt garðinum hennar Helgu sem frægur er orðinn og hefúr hlotið verðlaun. Eyjólfúr lét ekki sitt eftir liggja að styðja hana og styrkja í því sem öðm. Eitt af því sem sauðfjárbúskap fylg- ir, þar sem ekki er nóg landrými fyr- ir, er að reka til Qalls og fara aftur á fjall á haustin. Féð var alltaf rekið frá Bryðjuholti. Eyjólfúr fór jafnan í aðra leit (eftirsafn). Hann hafði ánægju af þeim ferðum. Það verður alltaf erfiðara, þarf lengri tíma til fyr- ir þá sem ekki fara ungir í leitir á af- rétt að kynnast og þekkja fjallaheim- inn. Eyjólfur gerði sér far um það eft- ir fóngum að kynnast leiðum og kennileitum. Sá er þetta ritar á góðar minningar í fjallferðum með honum. Oft var rætt um búskaparhætti sem honum vom hugleiknir. Ekki vomm við þar alltafá sama máli en skildum þó hvor annan. Allir höfðu ekki ann- að en gott af honum að segja og hvar- vetna kom hann bætandi fram í þeint ferðum. Ég held að Eyjólfur hafi ver- ið þeirrar gerðar að hann hafi lítt bor- ið sinn innri mann á torg. En annar maður bar mér þau orð hans að hon- um hafi verið okkar kynni mikils virði og með þakklæti fyrir það er hann vel að þessum minningarorðum mínum kominn. Það hefur verið sagt um íslenska bændur fyrr á tímum, öfugt við danska bændur, að þeir töluðu um allt annað fremur en búskap. Þetta má vera orðum aukið en segir nokkuð þó. Eyjólfur kunni skil á þessu og hann mat það og virti. En hann var fljótur að semja sig að nýjum aðstæðum og tileinka sér í öðru umhverfi en hann sá vankanta þess að ganga klofinn til verka sinna. Hann var mikill áhuga- maður um ræktun og naut nú þess að taka þar til hendi sem ekki hafði ver- ið unnt á æskustöðvum hans. En það var e.t.v. ekki þess að vænta að sjó- fangari af Suðumesjum yrði sá bóndi sem raun bar vitni. Eyjólfúr og Helga eignuðust þrjú böm en þau eru: Guðríður Gyða, f. 1959, er við nám i Ameríku; Magnús Eiríkur, f. 1961, búsettur í Reykjavík, kona, Ema Þórsdóttir úr Reykjavík: Samúel Unnsteinn, bóndi í Bryðju- holti, kona Þómnn Andrésdóttir, ætt- uð af Skeiðum. Veikindum sínum tók Eyjólfur með LESENDUR SKRIFA Aforkun og áorkun Orkan fór af Norðurlandaráði um leið og það hvarf að því óráði að haida áfram ofsóknum sínum gegn hvítu þjóðinni í Suður-Afríku og er þetta beint í kjölfar þess að ræðis- maður íslendinga í því landi Iifir af átta hnífstungur Afríska þjóðarráðs- ins en það em samtök svertingja gegn hvítum þar í landi, grundvölluð á stjómmálastefnu sem sumir telja aldauða. Mótsagnarununa mætti rekja endalaust; en staðreynd er að rafmagnið fór af og rafmagn virðist oss löngum vera viðkvæmt fyrir því sem gerist á sviði lífs og hugsunar; mætti því ætla að rafmagnsbilunin hafi ekki við án sambands við hina röngu hugsun í ráðinu, en ekki rek ég þann feril lengra. Lengra ætla ég frá almannahugsun en þetta; til eru sambönd í efni og lífi sem eðlisfræð- in vissi ekkert um fyrir svo sem tveim áratugum, en munu nú því meir viðurkennd sem menn vita betur í þeim fræðum; geta þeir sem vel hafa íhugað draumkenninguna íslensku nú hælst um og eflt sinn eigin hug, þvf að treysta má að þarna er um viðurkennd fræði að ræða. Að tala um hraðsambönd um himin- geiminn rekst ekki lengur á neinn vísindavegg eins og það gerði í æsku vorri meðan kennisetningin um Ijóð- hraðann sem hin endanlegu takmörk alls var í blóma sínum. Við erum ekki lengur kúgaðir á þann hátt sem lengi sýndist að verða mundi enda- laust. Þess vegna segi ég við hina ýmsu fylgjendur draumakenningar- innar, foma og nýja, réttum úr okkur og grípum tækifærin sem hinar nýju aðstæður bjóða! Vilji maður hafa áhrif á þessum leiðum hjá jafnhelsjúku mannkyni og þetta er þýðir aldrei, eða ekki lengur, að snúa hug sínum beint að því sem við blasir, heldur að hlið- stæðum á svipuðum frumlífshnött- um og má þó aldrei gleyma því að sjónir framlífsmanna á ýmsum full- komnunarstigum hvíla á frumlífs- þróuninni. Trúmenn, sem eru miklu merkilegri menn en þeir gerðu sér grein fyrir, sem skynsamastir þóttu hafa löngum haft veður af því að ekki máttu þeir halda að sjálfur gerðu þeir „kraftaverkin“ heldur er þetta líkt og með gervihnattasjón- varpið; sendingar fara ekki beint frá landi til lands, heldur út í himingeim- inn og svo á viðtökustað, er þetta miklu greiðari leið þótt hún sé mun lengri. Og trúmennirnir sendu bænir til forsjónar sinnar, sem síðan fram- kvæmdi máttarverkin - en forsjónin er reyndar staðsett í öðrum sólhverf- um. Á líkan hátt sendum við hug okkar, með tilsjón lengra kominna, til mannfélags á öðrum hnetti, þar sem vandamálin virðast nærri því, en ekki alveg, jafnóviðráðanlleg og hér til „Suður-Afríku“ þar, með þeirri ósk að hvítum mönnum þar, lengra komnum í menningarátt, tak- ist að hitta þau ráð sem forða frá hinum mestu vandræðum. Um leið og þeim vegnar betur þar kemur endurkastið hingað til jarðar og betur fer í Suður-Afríku en menn trúa nú að orðið gæti. Gerum þessa tilraun tugum og hundruðum saman. Á meðan geta hinir haldið áfram að mæla höggin og hátíðnihreyfingarnar á Laugavegi 178. Þorsteinn Guðjónsson stöku æðruleysi, karlmcnnsku og ró. Hann vissi að örlög hans voru ráðin. En hann naut þess sem ekki verður metið, nærveru og aðhlynningar Hclgu konu sinnar, sem naumast vék frá hvílu hans síðustu vikumar þar til yfir lauk. Það er enginn til frásagnar um þá reynslu. En nú þegar Eyjólfúr er allur, kom- inn yfir landamæri þessa lífs, sem engum er ætlað að þekkja með vissu, stendur mynd hans eftir. Eyjólfur Guðnason var maður í hærra lagi og vel á sig kominn, bein- vaxinn og bar sig vel. Hátt ennið gaf yfirbragði hans heiðan svip og vissa reisn. Blá gáfuleg augu hans stöfuðu frá sér gamansemi og hlýju. Hann fékk orð fyrir geðprýði, en var hrein- skiptinn, sagði meiningu sína, en undir niðri bærðist viðkvæmur strengur. Hann þoldi engan órétt hvorki við sjálfan sig né aðra. Hann hafði yndi af söng, enda í hávegum hafður á heimili hans í æsku. Hann gekk því fljótlega í kór Hrunakirkju þegar hingað kom austur. Hann lét ekki sitt eftir liggja að mæta við kirkju á sínum stað á meðan kraftam- ir leyfðu. Og skýrust verður ntynd hans í minningunni þegar hann gekk inn kirkjugólfið með blik í augum og reisn í fasi. Sigurður Sigurmundsson VÁTRYGGIINGAFÉLAG ÍSLANDS HF Útboð í ilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Austin Metro Fiat Uno 70 Nissan Praire 4x4 Toyota Tercel 4x4 Susuki Swift Skoda 105 Lada station Toyota Camry Mazda 323 BMW 524 Turbo D Audi 100 cc Mercedes Benz 190 BMW 735 I Volvo 244 Gl árgerð 1988 árgerð 1988 árgerð 1988 árgerð 1987 árgerð 1986 árgerð 1986 árgerð 1986 árgerð 1986 árgerð 1986 árgerð 1985 árgerð 1983 árgerð 1983 árgerð 19æ82 árgerð 1981 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfða- bakka 9, Reykjavík, mánudaginn 19. mars 1990. kl. 12-17. Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslans h.f. Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 17, mándudag- inn 19. mars 1990. Vátryggingafélag íslands h.f. - ökutækjatryggingar - Tilboð óskast í viðgerðir og viðhald utanhúss á „Lækna og stjórnarbyggingu" Kópavogshælis. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri í Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð skulu berast á sama stað fyrir kl. 11.00 f.h. þann 2. apríl 1990 merk: „Útboð 3572“ þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INIMKAUPASTOFiMUN RÍKISIIMS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.