Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 17
Laugardagur 17. mars 1990 Tíminn 29 ei awccta r E rkvmxuii ■ Mnr Aðalfundur F.F.K. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík heldur aðalfund laugardaginn 17. mars kl. 15.00 að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Borgarstjórnarkosningarnar 3. Önnur mál. Mætið vel. Stjórnin Sigrún Magnúsd. Kópavogur - Opið hús Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin. Framsóknarvist verður haldin sunnudaginn 18. mars n.k. í Dans- höllinni (Þórscafé) kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna. Hallur Magnússon blaðamaður flytur stutt ávarþ í kaffihléi. Framsóknarfélag Reykjavíkur BHH esBm mB JBm Hallur Magnusson Námskeið fyrir ungt fólk á erlendri grund Samband ungra framsóknarmanna stendur til boða að tilnefna ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára á námskeið sem haldin eru víðs vegar í Evrópu. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þennan möguleika eru beðnir að hafa samband við Egil Heiðar á skrifstofu Framsóknar- flokksins í síma 91-24480. Framkvæmdastjórn SUF. Opinn stjórnarfundur SUF Samband ungra framsóknarmanna heldur stjórnarfund laugardaginn 17. mars n.k. í húsakynnum FramsóknarÍFIokksins Nóatúni 21 í Reykjavik. Fundurinn hefst kl. 10.00 og er opinn öllum ungum framsóknarmönnum. Framkvæmdastjórn SUF Rangæingar - Spilavist Komum saman og spilum félagsvist í Hvolnum sunnudagskvöldið 18. mars kl. 21.00 Góð kvöldverðlaun. Framsóknarfélag Rangæinga. Borgarnes - Félagsvist Félagsvistinni sem vera átti 9. mars hefur verið frestað. Þriggja kvölda keppni hefst 23. mars kl. 20.30 í Félagsbæ. Framsóknarfélag Borgarness Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Norðurland eystra Skrifstofa Framsóknarflokksins Hafnarstræti 90, Akureyri er opin alla virka daga frá kl. 16-19, sími 96-21180. Guðmundur G. Þórarínsson Keflvíkingar - Suðurnesjamenn Hádegisverðarfundur um stóriðju verður hald- inn laugardaginn 17. mars á Glóðinni og hefst kl. 12.00. Frummælandi verður Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður. Mætið stundvíslega og takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Björk, félag framsóknarkvenna í Keflavík og nágrenni Kim Basinger segist ætla að giftast Prince - en sagt er að „Rokk-Prinsinn“ kæri sig ekkert um að ganga í hjónaband um. Prince er lítill og pervisinn, en konur eru hrifnar af honum og Kim vill ólm eignast hann fyrir eiginmann Kim Basinger segir: „Hann hefur allt til að bera sem eina konu getur dreymtuml" Það var víst heilmikill órói í kring- um fegurðardísina Kim Basinger, þegar verið var að gera hina ffægu mynd um Leðurblökumanninn, eða Batman. Sagt var að flestallir leikar- amir - og tæknimenn með - hafi orðið skotnir í leikkonunni, og hún hafi haft gaman af. En Kim sjálf varð síðan ástfangin upp yfir haus í Prince, rokkaranum fræga sem sá um músíkina í Batman-myndinni. Kim Basinger er 35 ára og þykir með glæsilegri leikkonum í kvik- myndum. Prince, sem er 31 árs, er aftur á móti ekki mikill fyrir mann að sjá, — en eitthvað hefúr hann við sig, þar sem kvenfólkið hefúr elt hann á röndum, og hann hefúr t.d. verið í sambúð með fallegu söng- konunni, Sheena Easton, en þau slitu sambandinu fyrir tveimur ár- Kim flutti heim til Prince í stórhýsi hans í Minneapolis og er upptekin af því að „halda hús og hafa það huggulegt," eins og hún segir ný- lega í viðtali. Hún segist ekki ætla í bráð aftur til Hollywood. Þar losaði hún sig úr samningum frá umboðs- mönnum sínum „Creative Artists“ og ansar ekki lögfræðingum fyrr- verandi eiginmanns síns, Rons Brit- ton, sem vill fá helming eigna henn- ar. Prince hefúr sagt vinum sínum, að þó hann hafi oft orðið ástfanginn og verið með mörgum konum, hafi hann aldrei orðið eins hrifinn af neinni eins og Kim. „Hún er falleg- asta kona í heimi, hæfileikarík og skemmtileg og skilur mig vel,“ sagði hann. En hann bætti við: „Við Kim erum ástfangin, en ég er ekki æstur í að ganga í hjónaband. Það er eins og þá fjúki ástin út í veður og vind. Og svo þegar skilnaðarsér- fræðingar og lögftæðingar eru komnir í spilið verður ekkert eftir nema leiðindi og rifrildi um pen- inga.“ En Kim sagði í sama blaði: „Ég vil ekki bara vera ein af vinkonunum hans Prince. Ég hef séð hvernig hann kemur fram við „vinkonur" sínar. Ég vil giftast og að hjónaband okkar endist alla ævi!“ Þau hafa gefíð út plötu saman með músik eftir Prince. Platan heitir „Scandalous: The Love Suite“. Það er nokkurs konar dúett, þ.e.a.s. Prince syngur en Kim talar og styn- ur. Hann leikur Elvis Presley — og aðdáendur látna rokk-kóngsins flykkjast að honum Ungur leikari, Michael St. Gerard að nafni, var ráðinn til að leika hinn látna rokk-kóng Elvis Presley í ABC-mynd í Bandarikjunum. Hann þykir mjög líkur söngvaranum, nema það, að augu Michaels eru brún, en Elvis var bláeygður. Fram- leiðendur myndarinnar vildu fá Mi- chael St. Gerard til að nota bláar augnlinsur í myndinni, en hinn ungi leikari harðneitaði því. Hann sagðist ekki vera í neinum „eftirhermuleik" heldur væri hann að sem leikari að túlka sitt hlutverk eins og hann best gæti, en þar með væri ekki sagt að hann ætti að reyna sem mest að líkj- ast Elvis. Reyndar sagðist hann hafa orðið var við það, að aðdáendur Presleys ætluðust til þess, því þeir vildu hafa sig sem ímynd átrúnaðargoðsins. Michael St. Gerard varð heldur óþægilega var við þessa Presley- aðdáendur, þegar hann kom að Reg- istry hótelinu í Los Angeles þar sem kynning á myndinni átti að fara fram. Hann mætti þama fyrir utan hótelið hópi af fólki sem varð æst og hrifið að sjá hann og hrópaði „Elvis, Elvis!“. Flestir reyndu að fá eigin- handaráritanir leikarans. Michael þykir mjög líkur Elvis Presley ung- um og verður gaman að sjá hvemig honum tekst að leika hinn dáða rokksöngvara. Michael St Gerard á að leika Elvis Presley en lögin 1 myndinni verða af gömlu plötunum. Hann þykir sláandi líkur Elvis og verður illilega fyrir barðinu á aðdáendum rokkkóngsins sáluga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.