Tíminn - 31.03.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.03.1990, Blaðsíða 16
1 AUOLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Holnarhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS PÓSTFAX TÍMANS 687691 ÞRÖSTUR 685060 VANIR MENN Tímiim LAUGARDAGUR 31. MARS 1990 Kynningardagur Stýrimannaskólans í dag: lal Fna li ista ral le nt ■ II r Nemendur Stýrimannaskólans í Reykjavík efndu til flot- gallasunds í Reykjavíkurhöfn í gær til að vekja athygli á kynningardegi Stýrimannaskólans sem verður í dag, laugar- daginn 31. janúar. Þá vildu nemendur með þessu sundi einnig vekja athygli ráðamanna á nauðsyn þess að felldur verði niður virðisaukaskáttur á vinnuflotgöllum. Að því tilefni afhentu sjómannskonur úr Vestmannaeyjum og frá Siglu- firði Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráðherra undirskrífta- lista með nöfnum um 20 þúsund íslendinga, þar sem farið er fram á við Alþingi og ríkisstjóm að virðisaukaskattur verði felldur niður af vinnuflotgöllunum. Alls tóku 40 þátttakendur úr Stýrimannaskólanum og Vélskól- anum þátt í sundinu og skiptu nemar sér í tíu fjögurra manna lið. Keppendur í hverju liði áttu fyrst að hlaupa 47 metra vega- lengd, klæða sig þar í flotgalla á bryggjusporðinum, stökkva í sjó- inn og synda aðra fímmtíu metra að gúmmíbjörgunarbát sem var í höfninni. Það lið sem vann keppnina var 2,27 mínútur að komast í björgunarbátinn. Sjávarútvegsráðherra var afhent bréf sem hann var beðinn um að koma til fjármálaráðherra og í framhaldi afhenti Ingveldur Gísladóttir frá Vestmannaeyjum Halldóri undirskriftalista með um 20 þúsund undirskriftum. Undir- skriftalistar frá Vestfjörðum voru ókomnir og er búist við að þar bætist 5000 nöfn við. Ingveldur sagði að þessi góða þátttaka sýndi hug þjóðarinnar og hvatti hún ráðamenn að sýna fólkinu í land- inu þá virðingu að fella nióur virðisaukaskatt á vinnuflotgöll- um. Halldór Asgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagði að sér væri ljúft að taka við undirskriftunum. Hann sagði mikilvægt að virðis- aukaskatturinn væri sem einfald- astur og sem fæstar undanþágur. „Það er hins vegar svo að ýmsar undanþágur eru í lögunum og það ber að skoða þetta mál eins og önnur,“ sagði ráðherra og lagði áherslu á að virðisaukaskatturinn mætti ekki standa í vegi fyrir að þessum búnaði væri komið á herðar sem flestra. Hann minnti á að útgerðir fái þennan skatt end- urgreiddan og með góðu sam- komulagi milli sjómanna, útgerð- armanna og yfirvalda, mætti leysa málið án þess að skattalögunum væri breytt. Ef það reyndist hins vegar útilokað þá væru lögin um- breytanleg. —ABÓ Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra tekur við um 20 þúsund undirskriftum ffá Ingveldi Gísladóttur úr Vestmannaeyjum, þar sem skorað er á ríkisstjómina að felldur verði niður virðisaukaskattur á vinnuflotgöllum. Halldór er klæddur flotgalla sem lögbundinn er um borð í öllum fiskiskipum og því ekki virðisaukaskattsskyldur. Eftir nemendakeppnina synti ráðherra ásamt þremur öðrum um 50 metra vegalengd í höfninni og vakti það mikla kátínu meðal við- staddra. Timamynd Ámi Bjama Galdurinn við góðan dag er að byrja hann með hollum og góð- um mat, Skólajógurt er kjörin fyrir þó, sem vilja nó órangri í leik og starfi, Fóðu þér skólajógurt alltaf þegar þig langar f eitthvað gott. Skólajógurt er ekki bara bragð- góð heldur líka nœrandi og styrkjandi. Þú getur valið um skólajógurt með súkkulaði- og jarðarberja- bragði eða ferskjum, allt eftir því hvað heimilisfólkið þitt vill. Settu skólajógurt efst ó innkaupa listann. * Namm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.