Tíminn - 31.03.1990, Side 1

Tíminn - 31.03.1990, Side 1
LEGSTAÐUR JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR Fyrir víku birtum við fýn ráðuneytisstjóra, af aðdr neskra leifa Jónasar Ha Þar sagði frá fýrstu uppá i hluta frásagnar Birgis Thorlacius, fýrrum aganda og framkvæmd heimflutnings jarð- llgrímssonar, skálds og náttúrufræðings. stungum um stofnun þjóðargrafreits bestu sona og dætra landsins, um Jónasar Jónssonar, c fossi og fleiri að ranns áhuga ýmissa þingmanna á málinu, eink- >g frumkvæði Sigurjóns Péturssonar á Ála- ókn á legstað Jónasar Hallgrímssonar í Kaupmannahöfn. Síðari hÁrAnrcAnar hiÁAmíniai hlutinn hefst að lokinni ferð Matthíasar HUi Udl bUI lul j pjUUI IIII IJct' heimflutningi þeirra. rdfUui j LiB íiciTíidir, uppyreun UvinQnnd oy „Kassinn með beinunum var svo sendur heim með Brúarfossi, sem kom til Reykjavíkur 4. október 1946, og hafði sendiráðið greitt Direktora- tet for Köbenhavns Begravelsesvæ- sen 178 danskar krónur vegna kostn- aðar við upptöku beinanna. Hinn 31. maí 1945 samþykkti Þing- vallanefhd eftirfarandi: „Þingvalla- neíhd ályktar að skora á ríkisstjóm- ina að gera nú þegar ráðstafanir til þess að leifar Jónasar Hallgrímsson- ar, seni fyrir réttum hundrað árum var jarðsettur í erlendri mold, verði svo fljótt sem unnt er fluttar til ís- lands og jarðsettar í grafreitnum á Þingvöllum.“ Og eins og getið er um hér að fram- an hafði Þingvallanefnd ályktað um sama efni 13. apríl 1943. Forsætisráðherra barst bréf 24. sept. 1946 frá Þingvallanefnd, er þannig hljóðar: „Á fundi Þingvallanefndar í dag var bókað eftirfarandi: Formaður skýrði frá því, að forsætisráðherra hefði, samkvæmt ósk nefndarinnar, saman- ber fundargerð 31. maí 1945, gert ráðstafanir til þess, að leifar Jónasar Hallgrímssonar yrðu fluttar heim og væri þeirra von eftir ca. mánaðar- tíma. Kvað hann forsætisráðherra hafa ákveðið í viðtali við sig að leifar Jónasar Hallgrímssonar skyldu jarð- settar á Þingvöllum, ef nefhdin gæti á það fallist. Féllst nefndin á þetta og fól formanni nauðsynlegar fram- kvæmdir." Þessu bréfi nefhdarinnar svaraði forsætisráðuneytið með bréfi 1. októ- ber 1946 og ákvað að jarðneskar leif- ar skáldsins skyldu hvíla í þjóðar- grafreitnum á Þingvöllum og fól Þingvallanefhd að annast nauðsyn- legar framkvæmdir í því sambandi. Það er því ljóst að mál þetta var al- gerlega falið Þingvallanefnd, enda hafði hún hvað eftir annað lýst áhuga sínum á málinu. Ekki voru allir á þeirri skoðun að jarðsetja skyldi á Þingvöllum. Gunn- ar Gunnarsson skáld nefndi Hraun, aðrir Bakka. Þegar Matthías Þórðarson kom úr utanförinni innti ég hann m.a. eftir hvort ekki væri einhver kostnaður ógreiddur vegna ferðarinnar og hefði ég fyrirmæli forsætisráðherra um að greiða honum það sem sendiráðið í Kaupmannahöfh hefði ekki þegar goldið, ef eitthvað væri. Kvaðst þjóð- minjavörður enga peninga hafa þurft að fá því að Sigurjón Pétursson hefði lagt út fyrir kostnaðinum í bili. Bað ég þjóðminjavörð að senda reikning- inn til greiðslu þegar ffarn hefðu far- ið reikningsskil milli hans og Sigur- jóns. Það reyndist örlagaríkt að Matthías þjóðminjavörður þáði að Sigurjón Pétursson greiddi til bráðabirgða kostnað við för hans til Kaupmanna- hafnar í stað þess að fá þegar í stað greiðslu úr ríkissjóði. Á þeim grund- velli m.a. hélt Siguijón því fram að hann „ætti“ beinin. Óvæntir atburðir Þegar Brúarfoss kom til Reykjavíkur tók Matthías Þórðarson á móti kass- anum, sem beinin voru í, og hafði með sér Siguijón Pétursson og Ás- mund frá Skúfsstöðum. Flutti Matt- hías beinin í húsið nr. 14 við Laufás- veg, sem Sigurjón hafði umráð yfir, og var þar búið um þau í líkkistu. En þegar Matthías var horfinn af vett- vangi urðu óvæntir atburðir. Sigurjón Pétursson tók kistuna aðfaranótt 5. október og ók með hana norður að Möðruvöllum í Hörgárdal og kom þar um klukkan tíu um kvöldið. Fór hann ffarn á að sr. Sigurður Stefáns- son jarðsetti beinin í kyrrþey að Bakka í Öxnadal næsta dag kl. 13.00. Sr. Sigurði mun hafa þótt erindið annarlegt og féllst ekki á skyndijarð- arför. Frá Möðruvöllum var kistunni ekið næsta dag að göngubrú á Öxna- dalsá, skammt frá Þverá en nær Bakka varð þá ekki komist með bíl. Voru fengnir menn til þess að bera kistuna yfir göngubrú á ánni en hest- vagn fenginn ffá Bakka til að flytja hana heim á staðinn. Sigurjón mælti fyrir um hvar í kirkjugarðinum skyldi taka gröf. Lagði Siguijón ríkt á við bændur að fara í öllu að fyrirmælum sínum og afhenda kistuna ekki úr kirkjunni undir neinum kringum- stæðum. Kvaðst hann greiða allan kostnað er af framkvæmdum leiddi. Meðan Siguijón var á leiðinni norð- ur hringdi síminn hjá sóknarprestin- um á Möðruvöllum í Hörgárdal, sr. Sigurði Stefánssyni. Rödd í símanum sagði formálalaust: „Hann stal þeim. Hann stal þeim.“ Var þar kominn Jónas Jónsson og var svo mikið niðri fyrir að hann kom beint að kjama málsins, án þess að kynna sig. Var i fyrstu dálítið erfitt fyrir sr. Sigurð að átta sig á hver hefði stolið hveiju. Það er af Sigurjóni að segja að hann kvaddi Jónas Hallgrímsson í Bakka- kirkju með svofelldri ræðu: „Vinur, Jónas Hallgrímsson, skáld! Þar sem við erum hér staddir — ég til þess að kveðja þig, en þú til þess að dvelja hér um ókomin ár — þá langar mig til þess að þakka þér fýrir öll þín unaðslegu ljóð, er þú orktir og gafst öllum íslendingum, sem eftir þig lifa. — Það er fyrir ást mína á þessum þínum fögru ljóðum um ættjörðina, að ég hefi flutt þig hingað heim og fýrir það, að ég trúði þér, þegar þú komst til mín og baðst mig að hjálpa þér heim úr útlegðinni. — Ég fann þrá þína til heimkynna þinna — til þinna bemskuheimkynna — hingað þar sem þú fæddist — hingað þar sem þú sleist þínum bamsskóm — hingað heim þar sem þínir bemsku- draumar era — hingað, þar sem for- eldrar þínir hvíla. Vertu velkominn, vertu hjartanlega velkominn. Hér á þessum stað vona ég að bein þín fái að hvíla í friði og sameinast þeirri mold sem þú þráðir — og hefúr þráð í 101 — eitt hundrað og eitt ár. Ég veit það, að það er hvergi nema hér, sem þú getur unað þér til fúlls. Það er aðeins hér á þessum stað, sem þú nýt- ur þess unaðar, er hin langþráða mold getur veitt þér um ókomin ár og aldir. — Með þökk fýrir allt sem þú hefúr gert fýrir mig — og það sem sem þú hefúr gert fýrir íslensku þjóðina, fýr- ir öll ljóðin þín — sem allir sannir ís- lendingar elska. Þeir hafa flestir drakkið þau í sig með móðurmjólk- inni. — Ég flyt þér hér mitt dýrasta þakklæti og bið guð að blessa þig um ókomin ár og aldir. Friður guðs sé með þér að eilífú. Amen.“ „Að lokinni þessari kveðjuræðu las ég faðirvorið,“ segir Siguijón, „en sr. Sigurður hélt stutta ræðu og þakkaði mér afhendingu kistunnar, en við- staddir bændur í Öxnadal vottuðu að þeir hefðu veitt henni viðtöku. Þá var klukkan ellefú. Drakkum við síðan Birgir Thorlacius tók saman Hinn landskunni íþróttagarpur, Sigur- jón Pétursson, olii miklu uppnámi er hann lét flytja kistu Jónasar norður í land, án samráðs viö yflrvöld. kaffi og virtust mér bændur glaðir. Við sr. Sigurð sagði ég: Þú átt að kasta rekunum á Jónas Hallgrímsson — þú ert prestur á þessum stað. Að svo búnu kvaddi ég og hélt til Reykjavíkur." Frá sjónarhóli Sigurjóns Pétursson- ar horfði málið þannig við sam- kvæmt því sem ffarn kom í blöðum: „I Þingvallanefnd mun eitthvað hafa verið rætt um heimflutning beinanna. Formaður Þingvallanefndar bar í fyrra fram á Alþingi tillögu um heim- flutninginn, en hlaut lítinn byr. Til- lögunni var stungið undir stól. Það þótti mér hæpin meðferð, þegar einn af okkar útlögum vildi komast heim og fá að hvíla í íslenskri mold. í maí- Síðari hluti mánuði í vor flutti skrifstofustjóri í Stjómarráðinu málið við mennta- málaráðherra fýrir tilstilli Matthíasar Þórðarsonar og spurðist fýrir um það, hvort hann vildi aðstoða við heim- flutning beinanna. Hann kvað nei við því. Leit ég þá þannig á að þing og stjóm væru búin að vísa málinu frá sér. Ég hafði hins vegar haft samband við Jónas Hallgrímsson," segir Sig- urjón, „og fleiri dána menn í mörg ár. Maður ræður ekki hver kemur til manns og talar við mann. Og Jónas spurði mig, hvort ég ætlaði að láta það verða, að hann hvíli áfram í danskri moldu.“ Þá segir Siguijón ennfremur í skýr- ingum sínum: „1 byrjun ágústmánað- ar hitti ég Matthías Þórðarson og spurði hann: Ertu tilbúinn að fara til Danmerkur með næsta skipi og sækja bein Jónasar Hallgrímssonar, ef ég legg þér til far og farareyri og undir- bý málið að öðra leyti? Varð það úr að Matthías tókst þetta á hcndur. Hinn 15. ágúst afhenti ég Matthíasi kr. 2.842,35, sem hann kvittaði fyrir. Þegar þetta var komið í kring gekk ég á fúnd forsætis- og utanríkismálaráð- herra og bað hann að senda íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn fýrir- mæli um að leita leyfis kirkjumála- ráðuneytisins danska fýrir uppgreftr- inum. Sagði ég honum þá strax að mitt framlag og forganga væri bund- ið við það, að beinin yrðu grafin að Bakka í Öxnadal. Því lofaði hann svo framarlega sem hann réði við Þing- vallanefnd. Og skeytið til sendiráðs- ins var sent.“ Og enn segir Siguijón: „Þegar Matt- hías hafði fúndið beinin sendi hann mér símskeyti um það en hvorki Stjómarráðinu né Þingvallanefnd. — Upphaflega haföi verið ætlast til að beinin kæmu heim með Lagarfossi, en þegar heimför hans dróst sendi ég skeyti út og mælti svo fýrir að þau skyldu koma með Brúarfossi. Þá var ég búinn að undirbúa málið, tala við Pál ísólfsson, útvega lúðrasveit, panta kistu og fleira. Þingvallanefnd kom ekki nærri neinu fýrr en hún ffétti að beinin væra á Brúarfossi. Þá rauk hún upp til handa og fóta. Ég var ekki að stela eða ræna,“ segir Sigur- jón, „ég haföi öll umráð yfir beinun- um. Og ég gerði þetta til þess að hindra það að Þingvallanefúd tæki þau af mér og svipti mig þeim rétti, sem ég tel mig eiga.“ Siguijón skildi kistu skáldsins eftir við grátumar í Bakkakirkju og ók suður heiðar til Reykjavíkur ásamt bílstjóra sínum. Ægileg martröð Matthíasi Þórðarsyni, hinum grand- vara heiðursmanni, brá í brún þegar Sigurjón var horfinn út í nóttina með bein skáldsins. Það sem Þingvalla-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.