Tíminn - 31.03.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.03.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 31. mars 1990 HELGIN 11 Möðruvellirí Hörgárdal. uðust þetta allir er á hlýddu." Veitingar voru fram reiddar í „kon- ungshúsinu" (ráðherrabústaðnum) að jarðsetningu lokinni. Að því er rithöfundana varðar, þá skiptust þeir í tvö félög um þetta leyti eftir stjómmálaviðhorfum og neitaði annað félagið, Rithöfundafélag Is- lands, að taka þátt í jarðsetningarat- höíninni á Þingvöllum. Var því m.a. borið við að stjóm félagsins teldi að öll framkvæmd málsins hefði verið óviðurkvæmileg og að engar sönnur hefðu verið færðar á að um jarðnesk- ar leifar Jónasar Hallgdmssonar væri að ræða. Frægasti rithöfundur Islend- inga stóð álengdar og virti íyrir sér hvemig menn fóm að því að endur- taka útfór þjóðskáldsins. Vigfús Sigurgeirsson tók stutta lit- kvikmynd af athöíninni á Þingvöll- um og er hún í eigu Gunnars sonar hans. Hann á einnig örstutta kvik- mynd ífá útför Einars Benediktsson- ar. Kveöskapur Það varð fleimm ljóð í munni en Jakobi Thorarensen í sambandi við „beinamálið". Olafúr Briem menntaskólakennari kvað: Bjuggu menn engan bautastein bragarins æðsta þjóni, hvorki bar lauf né heldur grein haugurinn illa gróni. Löngu seinna menn sóttu hans bein, sendu þau heim að Fróni. Standa þau nú í stofu ein stolin af Sigurjóni. Páll á Hjálmsstöðum kvað: Tímarnir liðu, öld og ár, til útlanda ferð var hafin. Þjóðskáld i Danmörku dvaldi nár draumlaus og moldu kafinn. Beinin komust i kistur þrjár köldum náblœjum vafin. Við Lögbergs helgu hamragjár Hómer Islands var grafinn. Skáldið til moldar margur bar minnst sem að liktist honum, reifarasmiðir, rímpjakkar, roggnir af bókmenntonum, brýndu raustina biskupar, bragðdaufa þó að vonum. Skínandi óður Skjaldbreiðar skýldi þar minningonum. Þórarinn Helgason kvað: Þjóðskáld er enn á grœnni grein, gamla hrífur og unga, listin af guðs náð geymist ein, göfgar og eyðir drunga. Andinn hófstyfir mannleg mein og meistarans lifir tunga hvort stórmennis eða stafkarlsbein steininum feigjast þunga. An alls efa höfðu þeir, sem stóðu að upptöku og heimflutningi líkamsleifa Jónasar Hallgrímssonar, í huga að sýna minningu hans sóma. En fram- kvæmdin tókst hörmulega, allt frá því að bein hans vora send Þjóð- minjasafni í kassa á farmskírteini eins og hver annar vamingur. En þó kastaði tólfúnum þegar beinin vora tekin i óleyfi um nótt og flutt á annað landshom af manni sem taldi sig „eiga“ þau af því að hann hafði lagt út fé fyrir kunningja sinn til utanfarar í sambandi við upptöku beinanna. Þá var beinamálinu óspart blandað í pól- itískar stórdeilur, ekki síst til þess að ná sér niðri á Jónasi Jónssyni ffá Hriflu, þáverandi formanni Þing- vallanefndar. Eins og nefnt var hér að ffaman, var því varpað fram í sambandi við heimflutning beinanna að ósannað væri að þar væri um að ræða líkams- leifar Jónasar Hallgrímssonar. Er það af sama toga og Bjöm Th. Bjömsson tæpti á í sjónvarpsþætti sínum. Ekki verður annað séð en að Matthí- as Þórðarson hafi fúndið og flutt heim Iíkamsleifar skáldsins eins og hann var sjálfúr sannfærður um. Því hefúr verið hreyft í Tímanum nýlega að rétt væri að flytja heim lík- amsleifar þeirra Fjölnismanna sem hvíla í Assistentskirkjugarði. Þetta er ekki aðlaðandi hugmynd, en aftur á móti ætti ætti að setja grafhellur á þau leiði þeirra sem einkennalaus era. Hver átti frum- kvæðiö? Hinn 13. febrúar 1947 ritaði Magn- ús Þórðarson Siguijóni á Álafossi bréf. Segist Matthías hafa þráfald- lega en árangurslaust reynt að fá Sig- urjón til þess að veita viðtöku endur- greiðslu þeirrar fjárhæðar (2.842,35 kr.) er hann hafi lagt út á sl. ári vegna ferðarinnar til Kaupmannahafnar. Kveðst Matthías hafa lagt þá fjárhæð i sparisjóð Landsbankans á nafh Sig- urjóns samkvæmt fyrirmælum Stjómarráðsins, sem haföi sent Matt- híasi þessa fjárhæð í ríkissjóðsávís- un. Fól Matthías nú stefnuvottunum Páli Bóassyni og Eggert Eggertssyni að færa Sigutjóni bréfíð og spari- sjóðsbókina. Segjast stefhuvottamir hafa birt Siguijóni bréf Matthíasar 15. febrúar 1947 í skrifstofú hans að Þingholtsstræti 2, afhent honum eft- irrit þess og boðið honum sparisjóðs- bókina en hann neitaði að veita henni viðtöku. Siguijón sendi sakadómaranum í Reykjavík kæra 19. febrúar 1947 vegna „beinamálsins". Telur hann sig aðalhvatamann þess að bein þjóð- skáldsins vora flutt heim. Dóms- málaráðuneytið leitaði umsagnar for- sætisráðherra, Ólafs Thors, um kærana með bréfi 19. maí. Ráðherr- ann svaraði 3. júní og segir Siguijón ekki hafa verið framkvöðul málsins, Þingvallanefnd hafí vakið máls á því löngu áður og vísar um það til bréfs nefhdarinnar frá 1943, fíumvarpsins á Alþingi 1945 og bréfs nefndarinnar 1945, en gögn þessi era öll nefnd hér að framan. Auk þess segir forsætis- ráðherra að Jónas Jónsson hafi í einkabréfi til sín í maí/júní 1946 skorað á sig að ákveða heimflutning beinanna. Siguijón Pétursson og Ás- mundur Jónsson frá Skúfsstöðum hafi því einungis áréttað það sem vit- að var að Þingvallanefnd hafði fyrir löngu lagt til að framkvæmt ýrði. Kveðst forsætisráðherra hafa í ágúst- mánuði falið Matthíasi að fara ptan og annast upptöku og heimflutning líkamsleifa Jónasar Hallgrímssonar. Jafhframt hafi sendiráðinu í Kaup- mannahöfh verið falið að útvega leyfi og greiða kostnað. Það séu með öllu staðlausir stafir, segir ráðherr- ann, að hann hafi fallist á að Siguijón kostaði heimflutninginn og einnig sé staðhæfúlaust að hann hafi samþykkt að beinin skyldu grafin að Bakka- kirkju í Öxnadal. Engum hafi getað komið til hugar að Siguijón Péturs- son væri aðili þessa máls, þótt sér heföi verið vel kunnugt um rikan áhuga hans á því. Eftirmál Ekki var þó enn lokið öllum bréfa- gerðum vegna málsins. Jónas Jóns- son ritar mér persónulega bréf, dag- sett 4. júní 1952, þar sem hann sem fyrrverandi formaður Þingvalla- nefndar spyrst fyrir um nokkur atriði varðandi heimflutning líkamsleifa Jónasar Hallgrímssonar. Segir Jónas að alkunna sé að gröf skáldsins hafi verið algerlega vanrækt. „I heila öld var ekki sett svo mikið sem kross- mark úr tré á leiði hans. Þessi van- ræksla var sameiginleg synd félaga hans og stallbræðra, íslendinga í Kaupmannahöfh, frænda hans og samvistarmanna á íslandi og raunar allrar þjóðarinnar. Eftir að við Har- aldur Guðmundsson og Sigurður Kristjánsson höfðum, á vegum Al- þingis, stofnsett á Þingvöllum graf- reit vegna íslenskra afreksmanna og ráðið því að líkami Einars skálds Benediktssonar var jarðsettur þar, sneri nefndin sér hvað eftir annað skriflega og munnlega til ríkisstjórn- arinnar og óskaði eftir að hún léti flytja til íslands jarðneskar leifar Jón- asar Hallgrímssonar svo að þær gætu hvílt í þessum helgireit. Átti enginn íslendingur jafnmikinn rétt á þessum heiðri og Jónas Hallgrímsson. Auk hennar áhrifa á stjómina um þetta áhugamál var það gert almenningi kunnugt með öðram hætti. Svo eftir að þessu heimflutningsmáli var lok- ið, hefúr komið fram efi um hvort ríkisstjómin hafi fyllilega gert skyldu sína í þessu efhi. „Leyfi ég mér þess vegna,“ segir Jónas, „að snúa mér til yðar sem hafíð á vegum ríkisstjómar- innar haft með höndum yfiramsjón með þessu máli í Stjómarráðinu, um svör við eftirfarandi spumingum: 1) Lagði ríkisstjómin formlega fyrir Matthías Þórðarson að annast fram- kvæmdir í þessu heimflutningsmáli? 2) Lagði ríkisstjómin fyrir Jakob Möller sendiherra að aðstoða þjóð- minjavörð við þessa framkvæmd? 3) Heimilaði ríkisstjómin þjóðminja- verði ákveðna fjárhæð í þessu skyni?“ Að höfðu samráði við Ólaf Thors, sem þegar bréfið barst var atvinnu- málaráðherra í stjóm Steingríms Steuiþórssonar, svaraði forsætisráðu- neytið bréfi Jónasar 6. september 1952. í stuttu máli sagt var spuming- um 1 og 2 svarað játandi í samræmi við það sem rakið hefúr verið hér að framan og 3. spumingu var svarað þannig að sendiráðinu heföi verið falið að greiða allan nauðsynlegan kostnað, þ. á m. dvalarkostnað þjóð- minjavarðar, auk þess sem ráðuneyt- ið greiddi ferðakostnað. Matthías Þórðarson áætlaði kostnaðinn um þrjú þúsund krónur en forsætisráð- herra (Ó.T.) heimilaði að greiða fjög- ur þúsund. I bréfi þessu leynist greinilega von um að unnt sé að koma einhverju af vandræðum Þingvallanefndar yfir á Stjómarráðið. í endurminningum sínum segir Bemharð Stefánsson alþingismaður: „Enn vora á lífi töluvert náin skyld- menni Jónasar, þótt langt væri liðið frá andláti hans: Ólafúr Thorlacius læknir — var Jónas ömmubróðir hans — og Sigtryggur Þorsteinsson, starfsmaður hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga, sem var bróðursonarsonur Jón- asar. Hafði víst ekkert samráð verið haft við þessi nánustu skyldmenni skáldsins, sem sjálfsagt virðist þó vera.“ „Mér grömdust mjög þessar aðfarir," segir Bemharð, „enda vora þær til skammar. Fannst mér að leita hefði átt leyfis nánustu ættingja til að grafa bernin upp og þeir ættu að ráða hvað við þau yrði gert. Átti ég tal um þetta við Ólaf Thorlacius lækni, en hann vildi ekkert í þessu gera. Eins vissi ég að var um Sigtrygg Þor- steinsson og var hann þó sárgramur yfir þessu." Bemharð gerði svo fyrirspum utan dagskrár í Sameinuðu Alþingi 12. október 1946 um það hverjir hefðu leyfi til þess að grafa dauða menn upp án samþykkis nánustu vanda- manna. Nefndi hann ekki nafn Jónas- ar Hallgrímssonar í þessu sambandi, en sagðist hafa borið fyrirspumina ffam vegna ættingja dáins manns sem vildu fá að vita hver réttur þeirra væri í slíku tilfelli. Sagðist Bemharð einungis hafa fengið skammir sem svar. Finnur Jónsson dómsmálaráðherra sagði að Bemharð skyldi leita svara við fyrirspum sinni hjá lögfræðingi. Ólafúr Thors forsætisráðherra sagð- ist sammála því að nánustu ættingjar ættu að hafa mestan rétt i þessu efni, jafnvel þótt um alþjóðareign væri að ræða eins og slíkan andans jöfúr sem hér sé um að ræða. Það muni ekki hafa verið rannsakað hvort um slíka nána ættingja sé að ræða. Segist hann náttúrlega telja það mjög miklu máli skipta hvort öld eða meira sé liðin frá andláti eða nokkur ár. Það muni e.t.v. skiptar skoðanir um það, hvað megi telja nána ættingja og telur að ekki sé hér um slika að ræða, þar sem svo langt sé um liðið. I bréfi ffá sendiráðinu í Kaup- mannahöfn 10. mars 1947 segir að því hafi borist reikningur að fjárhæð d.kr. 11.25 fyrir viðhald á grafreit Jónasar Hallgrímssonar í Assistents- kirkjugarði. Þar sem bein Jónasar höfðu verið flutt heim taldi sendiráð- ið ekki rétt að greiða reikninginn án fyrirmæla að heiman. Forsætisráð- herra, Stefán Jóh. Stefánsson, ákvað að „láta niður falla umhugsun um þetta fyrrv. leiði". Var utanríkisráðu- neytinu skýrt frá í bréfi 26. s.m. að ríkisstjómin teldi „eigi ástæðu til annars en afhenda kirkjugarðsstjóm- inni aftur umráðarétt graffeitsins, þar eð líkamsleifar þjóðskáldsins hefðu verið fluttar heim.“ Þessi ákvörðun var tekin til þess að ýta ekki undir þá sögu, sem komið hafði verið á kreik að það væra e.t.v. ekki bein Jónasar sem flutt hefðu verið heim, heldur annars manns. Af sögulegum ástæðum væri æski- legt að auðkenna staðinn þar sem Jónas var jarðsettur í Assistents- kirkjugarði laugardaginn 31. maí 1845 „í góðu veðri og blíða sólskini“. Hann andaðist á Friðriksspítala 26. maí úr lungnabólgu. Þá haföi hann átt heima nokkrar vikur í St. Pederstræ- de, en næst á undan í Lille Lars- bjömsstræde 181. „Allir þeir íslend- ingar sem þá vora i Kaupmannahöfn og nokkuð þekktu hann til muna, fylgdu honum og bára kistuna ffá lík- vagninum til grafarinnar; hörmuðu þeir forlög hans og tjón ættjarðar sinnar, hver sá mest er honum var kunnugastur og best vissi hvað í hann var varið ... Það sem eftir hann liggur mun lengi halda uppi nafni hans á ís- landi og bera honum vitni, betur en vér eram færir um, en svo ágætt sem margt af því er, má þó fúllyrða, að flest af því komst í engan samjöfnuð við það, sem í honum bjó, og að það geti ekki sýnt til hlítar, hvilíkur hann var sjálfur í raun og vera. Það sann- aðist á honum eins og mörgum öðr- um íslendingi, að annað er gæfa en gjörvileiki. Samt ber þess hins vegar að geta að slíkir menn lifa margar sælustundir, sem þorri manna þekkir ekki...“ Svo mælti Konráð Gíslason að Jónasi látnum. Menntamálaráðuneytið fól þjóð- minjaverði, Þór Magnússyni, að gera líkan af húsinu sem Jónas Hallgríms- son bjó í síðast, St. Pederstræde 22, og einnig stiganum sem fótbraut skáldið. Líkanið af húsinu var gert og er geymt í Þjóðminjasafni. Stiginn var þannig að hann gat fótbrotið hvem sem var. í bók sinni Þingvellir, sem út kom 1984, gerir Bjöm Th. Bjömsson að tillögu sinni að leiðin tvö í þjóðar- graffeitnum (Einars Benediktssonar og Jónasar Hallgrimssonar) verði með steinum sínum færð ofar í kirkjugarðinn sjálfan, en þjóðargral- reiturinn gerður að safnaðar- og út- sýnisstað. Af þessari tillögu er ljóst að Jónas Hallgrímsson getur enn átt von á ófriði og ferðalok óviss. Bakki í Öxnadalshreppi. Hér var haldin minningarathöfn aö ósk Sigurjóns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.