Tíminn - 31.03.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.03.1990, Blaðsíða 4
HELGIN Laugardagur 31. mars 1990 12 W veiðum Áttatíu og sex ára gamall er Guðjón Sigurðsson maður enn beinn í baki og hinn snöfurmannlegasti, þótt hann sé ekki hávaxinn. Röddin er sterk og það vottar fyrir erlendum hreim þegar hann talar, enda hefur hann alið mestan hluta aldurs sín utanlands. Ræðu sína kryddar hann gjarna heimspekilegum athugsemdum Um tilveruna og það má taka mark á því sem hann segir, því hann hefur margt reynt og lent í fleiri ævintýrum um dagana en flestir landar hans. Ungur að árum fluttist hann til Kanada þar sem hann dvaldist langt fram á sextugsaldur og stundaði ótal störf, þar á meðal dýraveiðar. Við fundum Guðjón að máli og báðum hann að segja okkur sitthvað frá æviferlinum og spurðum fyrst um uppruna hans. arnir um gólfið með hana við grammófónundirspil. Nú, við gerðum okkur bækistöð í gömlu fjósi, sem tilheyrt hafði veiðiútgerðarstöð, sem hafði „Ég er fæddur á Hömrum á Mýrum við Hornafjörð þann 26. apríl 1903,“ segir Guðjón. „For- eldrar mínir voru þau Runólfur Sigurðsson, fæddur á Svínafelli í Öræfum og Steinunn Jónsdóttir. Þótt faðir minn væri kominn af léttasta skeiði er ég fæddist, þá afréð hann um þetta leyti að flytjast til Kanada og þangað fóru þau foreldrar mínir er ég var aðeins hálfs mánaðar gamall. Mig skildu þau eftir. Þess vegna man ég ekki eftir móður minni, því hún lést aðeins ári eftir að þau komu vestur. Mér er þó sagt að hún hafi verið vel gefin kona og til dæmis skrifaði hún upp bækur, sem hún hafði mætur á. Ég ólst upp við venjuleg sveita- störf, en ákvað 22 ára gamall að halda í fótspor pabba og mömmu og flytja til Kanada. Þetta varð úr og um sumarið 1925 sá ég föður minn í fyrsta sinn. Hann hafði unnið um tíma við trésmíðar, en var nú farinn að búa í Saskatchev- an. Þessi búskapur var mesta basl, enda var pabbi aldrei hraustur, hafði fengið beinkröm í herðar og var með herðakistil. Bróðir minn, Jón að nafni, hafði verið honum til hjálpar við búskapinn, en hafði nú verið við störf annars staðar um tíma. Er hann vissi af komu minni hraðaði hann sér þó heim - hélt víst að ég mundi leggja undir mig eignirnar! En ég hafði engan áhuga á búinu, þetta var basl, eins og ég sagði og allt í skuld. Ég sneri mér því að öðru og réðst árið á eftir vinnumaður hjá skoskum bónda og líkaði þar vel, þar sem ég hafði gaman af að umgangast skepnur, einkum hesta og þeir urðu hændir að mér. En ég hafði einhvern veginn tekið það í mig að mest framtíð mundi vera í búskap og tók því 160 ekrur lands hjá stjórninni í Norður - Sakatc- hevan. Ég hafði í hyggju að veiða refi og sléttuúlfa á þessu svæði, því oft fékkst gott verð fyrir skinnin. En þessar veiðar gengu illa, því það var ekki mikið um þessi dýr þarna. Þá var einn granni minn, Svíi, ekki hrifinn af að fá mig, því hann stundaði sjálfur veiðar og sá að nú yrði minna til skiptanna. Hann lést þó hinn vinsamlegasti og bauðst til að kenna mér að egna gildrurnar. Sagði hann að þegar búið væri að spenna þær, væri gott að pissa yfir þær. En þegar úlfarnir finna lykt af manni, koma þeir ekki nálægt þeim stað! Ég var nú fljótur að sjá við þessu. En hvorugur okkar veiddi neitt sem heitið gat og um jól hafði sá sænski ekki fengið nema einn eða tvo úlfa. Ég hafði verið við fiskveiðar fyrsta veturinn minn í Kanada nærri Big River í Saskatchevan. Þar mundi ég að hafði verið fullt af úlfum og lagði ég nú til við þann sænska að að við færum á þessar slóðir og reyndum að veiða þar. Honum leist vel á þetta og klædd- um við okkur nú upp og héldum til Big River, þar sem við gistum á góðu hóteli. En þá kom babb í bátinn: Ég hafði talið að Svíinn, samferðamaður minn, mundi hafa næga peninga, en hann hélt að ég væri með peninga. Báðir voru hins vegar blankir! Skorti okkur því fé til að kaupa útbúnað og flutning á veiðislóðirnar, sem voru um 80 mílur frá járnbrautinni. Ég hélt nú á fund tveggja ís- lenskra fiskkaupmanna og bað þá um lán, 20 dali. En viðtökurnar voru kuldalegar: „Hvað ætli þú veiðir, nýkominn frá íslandi!“ sögðu þeir og kváðust heldur henda peningum sínum í sjóinn. Nú var komið í illt efni. Ég vissi af þýskum kaupmanni þama og ákvað að reyna við hann fremur en landa mína. Tók hann mér ekki illa, en kvaðst vilja sjá Svíann, félaga minn. Ég fór til Svíans, sagði honum að steinþegja og láta mig um að tala. Þetta gerði hann og það fór svo að sá þýski lánaði okkur peningana. Við fengum að vera samferða nokkrum Frökkum sem voru á sömu leið. Á leiðinni man ég að við stoppuðum hjá heljarmiklum indí- ana, sem átti þrjár gjafvaxta dætur og hina myndarlegustu konu. Þarna var slegið upp balli, því frúin dansaði ágætlega og snerust Frakk- brunnið. Er ekki að orðlengja það að eftir fjóra daga vorum við búnir að veiða fjóra úlfa. Við veiddum þá í snörur, sem komið var fyrir milli trjáa í mátulegri hæð. Frakk- arnir tóku af okkur skinnin og fengum við 19 dali fyrir hvert. Borguðu þeir þeim þýska fyrir okkur og áttum við drjúgan afgang samt og gátum keypt talsvert af matföngum. Við fórum þrjá túra þennan vetur og áttum við 300 dali hvor, þegar við hættum. Þá hafði tónninn breyst í þessum íslensku fiskkaupmönnum og þeir vildu fá mig heim til sín í kaffi. En ég sagði þeim að drekka sjálfir sitt ands... kaffi, því þeir hefðu ekki reynst mér svo vel. Nú var komið sumarið 1927 og fékk ég þann starfa að byggja kornhlöður hér og þar í N - Saketchevan. Þærvoru gríðarháar, enda safnhlöður fyrir kornkaup- menn. Ég vann við þetta í þrjú sumur, en hafði lítt fyrir stafni á vetrum. Svo skall kreppan á og henni fylgdi þrúgandi atvinnuleysi. Ég taldi mig því heppinn er ég árið 1932 fékk vinnu við járnbrautirnar. Ég starfaði við málningarvinnu á þeirra vegum fram á árið 1933 og var á stöðugum þeytingi, allt norð- ur að Hudsonflóa. En kaupið var lágt, og veturinn 1932 - 1933 Guðjón Sigurðsson, trésmíð- ur, dvaidi 46 ár í Kanada og lifði ævintýraríku lífi- Þeir Shorti og Slim voru tryggir vinir Guðjóns. Stundum fannst honum þeir sínir einu vinir. byrjaði ég að stunda dýraveiðar, sem áttu eftir að verða mín aðalat- vinna allt til ársins 1939. í Thieced Portage Ég settist að í bænum Thieced Portage í Manitoba og tók nú að leggja leið mína út í óbyggðirnar og lærði smám saman veiðar. Ekki voru eftirtekjurnar alltaf miklar framan af og bar ýmislegt til þess. Til dæmis var einn þessara fyrstu vetra mjög mildur og það hafði þau áhrif á feldi refanna, sem ég var á höttunum eftir, að þeir voru verð- lausir. Löngu hárin komu ekki út og því litu þeir út eins og illa rúnar kindur. Þann veturinn hafði ég ekki nóg upp úr þessu til að geta borgað fyrir fæðið og gildrurnar, sem ég þurfti. Samt voru loð- skinnakaupmenn alltaf tilbúnir að gera mig út. Veiðarnar fóru aðeins fram að vetrinum og því ekkert við að vera á sumrin. Þá tóku menn lífinu létt, margir skemmtu sér við að brugga öl í stórum glerbrúsum, sem látið var gerjast í runnum nærri húsunum. Mátti þá stundum heyra sprengingar, þegar gerjast hafði um of í þessum ílátum. Kóli Framan af átti ég enga hunda og það var bagalegt fyrir mig. En svo kynntist ég bæjarstjóranum í borg- inni The Paz í Manitoba, sem á íslensku kallast Gíðengur. Hann var slunginn kaupmaður og vildi nú endilega gera mig út. Lagði hann fram 500 dali og auk þess fé til að kaupa hunda af karli, sem elti uppi flökkuhunda og seldi. Fékk ég nú tvo þessara skepna. Ég vissi ekkert um hunda og meðferð þeirra, en er sleðafæri kom í október 1933, ákvað ég að reyna greyin. Reyndist annar þeirra alveg ónýtur, enda var hann fullur af bandormum og því þrótt- laus. En hinn, sem hét Kóli', reynd- ist mér vel, þótt hann væri ekki mikilll sleðahundur. Hann var ákaflega góðlyndur og vinalegur og ljómaði af ást og tryggð við mig. Ég lét hann draga lítinn sleða þennan vetur og nokkra hunda í viðbót fékk ég hjá granna mínum, Ben Larson, sem bjó sextán mílur norðan við mig. Þeir hundar voru ekki mjög góðir, enda vildi Ben aðeins losa sig við þá. Endalok Kóla urðu sorgleg. Það var á mjög köldum degi árið 1934 að ég lenti í krapa og vatni við læk og leit út fyrir að fæturnir á Kóla hefðu frosið. Var þá eina ráðið að skjóta hann. En þegar ég ætlaði að fara að hleypa af sneri hann sér við og horfði á mig. Það varð til þess að ég hæfði ekki, heldur særði hann aðeins. Það er ekki auðvelt að skjóta hundinn sinn, síst þegar hann er kannske eini vinurinn sem maður á, og mér hefur liðið illa út af þessu alla ævi. Hundunum fjölgar En svo fór að rætast úr þessum hundamálum hjá mér. f Thieced Portage bjó góður veiðimaður, Georg Evens að nafni. Hann bauð mér hvolpafulla tík og vildi fá einn dal fyrir hana, því hann sagði að það væri ólánsmerki að gefa hund. Nú, ég fór um jólin með tíkina út á mína veiðilínu, eins og við kölluðum veiðisvæðin, sem hverj- um var úthlutað. Mín veiðilína var 78 mílur frá Thiced Portage. En í febrúar var tíkin orðin býsna sver. Var það er við Larson, granni Ódi -fljótið var straumþungt og vatnsmikið. En við bakka þes ;arð mönnum vel til fanga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.