Tíminn - 31.03.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.03.1990, Blaðsíða 6
14 Tíminn Laugardagur 31. mars 1990 Laugardagur 31. rriárs 1990 Tíminn 15 Hefur Arnarflug fellt flugfjaðrirnar? Kristinn Sigtryggsson forstjóri: Þrotlaus barátta Krístinn Sigtryggsson, forstjóri Amarflugs, er í helgarviðtalinu í dag. Erfiðleikamir hjá félaginu hafa veríð í sviðsljósi fjölmiöla í vikunni þeg- ar félagið stóð skyndilega uppi flugvélaríaust og bankinn búinn að loka ávísanareikningnum. í gær leit út fýrír að áætlunarflugið væri nú að komast í samt lag aft- ur því tekin hafði veríð á leigu vél af gerðinni Boeing 707 Vél þessi var tekin á ieigu hjá Phoenix Aviation í Bretlandi. Loftferðaeftiríitið vildi hins vegar ekki veita vélinni starfsleyfi nema að undangenginni skoð- un. í gærkvöldi var því ekki útséð með hvort orðið gæti af því að vél- in færí í áætlunarflug í morgun en ætlunin var að nota vélina á áætl- unarflugleiðum Amarflugs til 1. maí en þá kemur til landsins flugvél sem félagið hefur tekið til langtímaleigu. Við spurðum fyrst hvort endalokin væru ekki komin og hvort nokkuð þýddi annað en hætta og gera félagið upp? „Ekkert ffekar í dag en fyrir þrem árum þegar ég tók við stjóm. Maður hefði kannski þá átt að spyija sig þessarar spumingar. Þá var að koma í ljós svo miklu verra dæmi en reiknað hafði verið með. Þar munaði rúmum 200 milljónum og ég tók við félaginu með neikvæða eiginfjárstöðu um 300 milljónir. Það em 500 milljónir á núvirði. —Hver er hún nú? „Svipuð. Hins vegar ef tekst að koma sam- an fjármögnunarpakkanum sem nú er í gangi og felur í sér innborgun 200 milljón króna hlutafjár sem þó er háð skilyrðum að takist að semja við lánardrottna þ.á m. ríkissjóð. Takist þetta heildarfjármögnunardæmi þá er félagið í fyrsta sinn í minni tíð hér komið með eiginfjárstöðu sem er í jafhvægi. Það er þó munur að hafa hana á núlli eða að vera með hana neikvæða.“ —Hafa menn ekki sífellt verið að reyna að bjarga þessu og alltaf sótt í sama farið aftur? Ekki er langt síðan veruleg hluta- fjáraukning var gerð sem ekki virðist hafa dugað langt. Er nokkur rekstrar- grundvöllur undir Arnarflugi? „Það er tvennt í þessu. Allar aðgerðir hafa verið tímafrekar og viljað við brenna að drægist hafi að ná inn viðbótarhlutafé vegna ýníissa erfíðleika í kerfmu. Nýtt hlutafé hef- ur því verið brunnið upp þegar það hefur loks innheimst. I öðm lagi vóg þungt að eft- ir að við höfðum þegið aðstoð sérfræðinga KLM og fleiri og í kjölfar hennar tvöfaldað afkastagetuna og bætt við annarri vél sem var stórt stökk — þá varð efnahagsleg koll- steypa í þjóðfélaginu þannig að tímasetning breytinganna reyndist eins óheppileg og frekast var mögulegt. Þetta leiddi af sér verulegt tap fyrir utan það að fjármögnunin var aldrei næg.“ —Efnahagsástandið á síðasta ári fór líka illa með Flugleiðir. Segir þetta okkur ekki bara það að ekki er rúm fyrir tvö milli- landaflugfélög í þessu Iandi efnahags- sveiflna? „Ut af fyrir sig er markaðurinn lítill. Það er rétt. Það þýðir þó ekki endilega að ekki sé pláss fyrir báða. Markaðurinn er miklu stærri en Island eitt og spumingin er um hvemig hann verði sem best nýttur. Höfuðatriði er að við höfum reynslu af því hér um níu ára skeið, frá 1973—1982, að hafa einn aðila til að sjá um allt flug til og frá landinu. Sú reynsla er ákaflega döpur. A ár- unum fyrir 1973 fjölgaði ferðamönnum til Islands. Þeim fjölgaði síðan ekkert á sam- keppnislausu árunum milli 1973 og 1982. Eftir að Amarflug byijar fjölgar ferðamönn- um hins vegar mjög. Þá segja mér allir sem ferðuðust á þessum níu árum að þjónustunni hafi hrakað vem- lega. Þetta segi ég ekki til að tala illa um Flugleiðir. Hér er aðeins um að ræða al- mennt viðurkennda staðreynd að þegar aðili er einn á markaði og enginn til að keppa við hann dalar allt.“ —Eftir síðustu atburði: Þið eruð flugvél- arlausir og búið að loka ávísanareikningi ykkar. Er ekki öll viðskiptavild rokin út í veður og vind bæði erlendis og heima? Kaupir sér einhver farmiða með Arnar- flugi? „Amarflug hefur út af fyrir sig átt i erfið- leikum í langan tíma og vandamál þess af og til verið mjög básúnuð í fréttum. Það sér- staka við að stjóma þessu félagi er að það sem ekki þykir nein frétt hjá fyrirtækjum úti í bæ er stórffétt ef hún varðar okkur. Þegar við emm í erfiðleikum þá tvöfaldast þeir vegna fréttaflutnings.“ —Bankareikningnum var varla lokað vegna fréttaflutnings? „Nei, en lítum á lokunina fyrst: Hún var slæmt mál. Ég ætla ekki að rekja aðdraganda hennar í smáatriðum en þannig var að við áttum von á ákveðinni fyrirgreiðslu sem átti að vera ömgg} en tafðist. Þá vom gefhir hér út tékkar og við fórum yfir á okkar reikningi. Það tók talsverðan tíma að leysa úr fyrir- greiðslumálinu og bankinn hafði ekki bið- lund á meðan. Bankinn hafði hins vegar all- an tímann fullar tryggingar fyrir öllum okkar skuldum. Því þótti okkur aðgerðin hörð mið- að við það að viðskipti okkar við hann hafa alla tíð verið með ágætum og tryggingar í fullkomnu lagi. Ég harma að þetta skyldi þurfa að gerast svona. En það er verið að koma hlutunum af stað aftur. Nýir hluthafar em að koma inn og þeir þurfa tíma til að koma með það fé sem þeir munu koma með. Það er því miður óþekkt í íslensku viðskiptalífí að menn eigi peninga undir koddanum sem þeir geta reitt fram samstundis. Menn þurfa sinn tíma.“ —En koma þeir með féð eftir síðustu at- burði? „Já, það held ég og ég vona að takist með aðstoð bankans að vinda ofan af þessum hlutum þegar öll mál em skýrð og liggja ljós fyrir. Það er kannski mjög sérstakt með fyr- irtæki, sem stendur eins illa og Amarflug, að allir bankar sem félagið er í viðskiptum við em svo tryggðir í bak og fyrir að ég sé ekki eina einustu smugu að þeir geti tapað krónu neins staðar.“ —Hvernig geta þeir verið tryggðir hjá eignalausu félagi? „Þó að félagið sé með neikvæða eiginfjár- stöðu þá er það ekki eignalaust. Það á bæði fasteignir og skuldabréf.“ —En eru ekki allar eignir veðsettar upp fyrir „skorsteininn“ og er því nokkrar tryggingar að hafa? „Það tryggingamat sem ég er að segja þér frá er ffá bönkunum sjálfum. Það er ekki mitt mat. Það er áreiðanlegt að bankamir fara mjög varlega í þessum efhum. Ef eitt- hvað er í sambandi við íslandsbanka þá er hann oftryggður að mínu mati.“ —Það er þá sérkennilegt að þeir skuli loka reikningnum. „Já. Þeir vom vissulega búnir að bíða nokk- uð eftir því að okkur tækist að leysa málið. Það var þó ekki um stórar upphæðir að ræða og ég verð því að segja það sama að ég var hissa á svo hörðum aðgerðum af hálfu bank- ans miðað við að viðskipti okkar hafa alltaf verið mjög góð. Hvað lýtur að flugvélamálum okkar þá urð- um við að skila sænsku vélinni, sem við vor- um með, öllu fyrr en við reiknuðum með. Við leigðum hana að vísu dag ffá degi þann- ig að leigumálið var mjög opið og því hættu- legt að þessu leyti. Málið er þó að leysast og við fáum vél til leigu til eins mánaðar en þá kemur vél sem við höfum gert langtíma- samning um.“ —Það hlýtur að mæða mikið á þér sjálf- um í starfi þínu. Hvernig hafa síðustu vik- urnar verið hjá þér? „Maður hefiir fengið talsvert þykkan skráp eftir þessi þijú ár, þannig að nú orðið þarf talsvert til að á mann bíti. Strax á fyrsta degi mínum hér fyrir þrem árum uppgötvaði ég að hafa tekið við stjóm félags með neikvæða eiginíjárstöðu svo skipti hundruðum millj- óna í stað félags sem átti að standa nokkum veginn í jámum. Síðan þá hefur þetta verið mjög erfitt og geysileg átök allan tímann. En eins og ég segi; maður lærir að lifa með þessu og skrápurinn myndast smám saman.“ —Því verður víst ekki á móti mælt að samkeppnisstaða ykkar hefur ekki verið of góð og nánast flogið ofan í áætlunar- Ieiðir ykkar æ ofan í æ. Hvernig stendur á að ekki hefur tekist að breyta því og þýðir eitthvað að halda áfram nema þetta breytist? „Þetta er góð spufning og við höfum velt henni mikið fyrir okkur. Við höfum verið í stöðugu sambandi við alla þá samgönguráð- herra sem verið hafa í minni forstjóratíð: Matthías Bjamason sem stuðlaði að forsend- um endurfjármögnunar árið 1986 sem tím- inn leiddi síðar í ljós að var allsendis ófull- nægjandi. Það gat þó hvorki hann né aðrir séð fyrir á þeim tíma. Síðan kom Matthías A. Mathiesen og nú síðast Steingrímur J. Sigfússon. Við höfum fjallað stöðugt við alla þessa menn um flugsvæðaskiptinguna en einhvem veginn er það svo að þeir hafa ekki treyst sér til að taka nægilega á þessum málum. Það er alltaf verið að visa til hluta sem gerðust árið 1973 sem mér finnst ffáleitt. Það em orðin 16 ár síðan hlutafélagið Flugleiðir var stofn- að og flest hefur breyst, t.d. hafa flutningar til og ffá landinu margfaldast þannig að það er engu saman að jafna. Þá var gengið út frá því að hið nýja félag fengi víðtæk réttindi og héldi þeim um ein- hver ár. Ut af fyrir sig hlaut það að vera ljóst að slíkir hlutir geta ekki gilt til eilífðamóns. Sú staða sem er í dag réttlætir það engan veginn að þessi ójafna skipting gildi áffam. I gildi er kvótaskipting, — mjög óvenjuleg. Það hefur verið litið svo á að Flugleiðir hafi út af fyrir sig Bretlandseyjar og Norðurlönd- in sem em um 70% af öllu Evrópufluginu. Við höfum hins vegar ákveðna staði í Evr- ópu og þar em Flugleiðir allt í kringum okk- ur að vild sinni. Þar við bætist að þeir hafa einkaleyfi til allrar afgreiðslu í flugstöðinni og þar er samningsaðstaða okkar gersamlega vonlaus — við höfum engan valkost. Þá em Flugleiðir undanþegnir — bæði samkvæmt lögum auk þess sem þeir taka sér sjálfdæmi í skjóli ónákvæmt orðaðra laga — eldsneytisskatti sem sparar þeim tugi eða hundmð milljóna á ári. Þannig er að ríkið leggur skatt á allt elds- neyti sem tekið er í Keflavík. Leiðin frá Is- landi til BNA er síðan undanþegin þessum skatti. Þegar vél kemur ffá BNA til Kefla- víkur og heldur síðan áffam til Luxemborgar þá tekur hún eldsneyti í Keflavík og hvemig á að mæla hvaða eldsneyti er brennt á hvorri flugleið? Ég nefni þetta tvennt sem dæmi um ýmis sérréttindi sem þetta félag er búið að hafa gegnum tíðina og svo virðist sem mönnum þyki orðin svo sjálfsögð að einhver óhæfa þurfi að koma til skjalanna áður en tekið er á þessum málum.“ —Er eitthvert vit í að endurljármagna Arnarflug áður en flugsvæðamálin eru viðunandi? Hafa nýju aðilarnir sem eru að koma inn í fyrirtækið sett einhver skil- yrði um slíkt áður en þeir láta fé af hendi rakna? „I þeim samningi sem í gildi er milli þeirra og stjómar Amarflugs er ekki kveðið á um neitt slíkt. Skilyrði í honum lúta eingöngu að fjármálalegum þáttum. Það verður þó eitt- hvað að gera til að fá stjómvöld til þess að skilja þetta. Ég veit ekki hvað þarf að ganga langt til þess að svo verði. Við höfum reynt mikið til þess en ekkert virðist duga.“ —Hve langan tíma býstu við að það taki að leysa þau vandamál sem nú er brýnast að leysa og að endurfjármagna félagið? „Samkvæmt samningnum sem gerður var milli þessa nýja hóps og stjómar Amarflugs þá vom sett sex mánaða tímamörk á að ljúka málinu. Ég vildi sjá þessu lokið á skemmri tíma.“ —Hafið þið einhverja eða eitthvað að flytja meðan stoðum er skotið undir fyrir- tækið? Nú spyrjast erfiðleikar fljótt út. Fælir það ekki viðskiptavini frá? „Bókanir em allgóðar fyrir næsta mánuð og erlendi markaðurinn virðist lofa góðu í sum- ar. Þá getum við ekki mælt það hve miklu við töpum vegna erfiðleikanna nú. Það hlýt- ur þó alltaf að verða tjón. Við höfum þó fengið slæman fréttaflutning á okkur áður og við höftim gert því skóna að við höfurn orð- ið fyrir tjóni en slíkt er aldrei hægt að mæla nákvæmlega. I sumar verðum við nánast ekkert á leiguflugmarkaðnum. Farið verður hægt í sakimar og verið aðeins með eina vél svo að lítið svigrúm verður til leiguflugs." —Nú er Eimskip orðið stærsti einstaki hluthafi Flugleiða. Er að verða til flutn- ingahringur sem er að leggja allan mark- aðinn undir sig og að drepa af sér alla samkeppni? „Þetta er háalvarleg spuming sem við höf- um oft varpað fram. Þótt allt sé gott um það að segja að íslensk fyrirtæki nái að verða sterk þá er hringamyndun yfirleitt bannorð í siðuðum þjóðfélögum. Því miður er sú staða að koma upp hér að Eimskip á orðið stóran hlut í Flugleiðum. Flugleiðir em smám sam- an að kaupa upp allar ferðaskrifstofur. Eim- skip er að fara út í hótelrekstur sem Flugleið- ir stunda þegar í stómm stíl og svona má lengi telja. Ég held að tvennt þurfi að gera: I fyrsta lagi þarf að setja lög sem hindra hringamyndun. Itarleg löggjöf af því tagi er t.d. til í BNA sem hægt væri að sfyðjast við þótt aðstæður okkar séu út af fyrir sig ólíkar. I öðm lagi þarf að ljúka þvi sem þegar er farið af stað; að opna íslenskum fyrirtækjum betur leiðir til að íjárfesta erlendis þannig að það fé sem losnar hjá félögum eins og Eim- skip eftir góð ár, það geti farið í aðra farvegi. Fyrirtæki gætu þannig dreift áhættu sinni meir, íjárfest erlendis og komið upp aðstöðu þar sem orðið gæti mikilvæg síðar. Það er ljóst að þegar fyrirtæki ganga vel er sjálfsagt að þau fari í fleiri en einn farveg með fé sitt til að dreifa áhættu sinni. Vegna þess hve þjóðfélag okkar er lítið þá verður mjög fljótt um hringamyndun að ræða að öðrum kosti. Þess vegna held ég að það verði til bóta að frelsi til fjárfestinga er- lendis verði sem mest, helst algjört." -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.