Tíminn - 31.03.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.03.1990, Blaðsíða 8
Laugardagur 31. mars 1990 GETTU NÚ „Hvað ert‘ aðéta?!“ Svo sem máske var að vænta er nú komið í ljós að agasamt mundi verða með ýmsum snauðum lýðum er Iokið væri við að slíta ofan plusstjöld í húsum sællífiskarla og babýlonshóra, er létust ætla að leiða þjóðir sínar til ævarandi veisluborðs á ódáinsvöllum sameignar og bróð- urþels. Þannig hafa Rúmenar, eftir að hafa starfað á skrokki Chausescu að vild sinni, farið að líta í kring um sig eftir öðrum óuppgerðum sökum, sem hlotið höfðu að liggja í láginni á dögum ofríkisins, en voru engan veginn gleymdar. Þeir hafa nú eign- ast óaldarflokka, sem fara um sem urrandi rakkar og hafa í höndum spýtukefli og lagvopn. Drepa þeir Úngverja, sem hjá þeim eru ígildi Armena meðal Azera og eru þær aðfarir allar mjög hroðalegar að vonum. Þetta er ekki fyrsta dæmið um að ekki er allt sem sýnist í fyrstu. Svona meiri frelsanir eru víst ckki neinn tertubardagi, þar sem menn sieikja af sér rjómaklessurnar á eftir, heldur kosta þær járn og fer og margur má súpa blóð. Hefur farið um ýmsa, sem talið höfðu að í Rúmeníu væri þetta Ifka elskulega fólk, sem ekki gerði flugu mein og væri alsælt í nýja frelsinu og baðaði sig í bjarma sjón- varpskamera heimsbyggðarinnar. En hvorki frelsi né frægð virðist óbrigðul formúla til að hafa fólk í Rúmeníu ánægt og til friðs. Það má víst vera Ijóst héðan af. Málin eru sýnilega flóknari en svo. Ekki er oss kunnugt um hvað Ungvcrjar hafa á hluta þeirra gert, en kannske er það eitthvað, sem yrði skiljanlegra, ef við fengjum það útskýrt af óvilhöll- um aðila. Kannske sú skýring bíði síns tíma. En meðal annarra orða: Ein er sú hrelling sem vel er skiljanlegt, svo ekki þarf að bíða skýringar á, að Rúmenar muni ekki geta sætt sig við til lengdar. Þar er átt við ofsóknir íslenskra sjónvarpsmanna á hendur þeim. Makalaus eltingarleikur þeirra við freðskrokka þá sem héðan voru sendir og heimtað var að eldaðir yrðu á tilteknum geðveikra- hælum var hrein fádæmi að sjá. Myndavélar þeirra virtust elta um- skipunarflokka og flutningatrukka um landið þvert og endilengt, uns leikurinn barst inn í mötuneyti hjá verksmiðju nokkurri í matartíma verkafólksins. Myndvélarauganu var beint ofan á diskana hjá vesal- ings manneskjunum og lá spurning- in íloftinu: „Hvaðert'að éta?!“ Það er sagt að sælla sé að gefa en þiggja. Hins vegar er komið í illt efni þegar sæla gefandans fer svo úr böndunum að vesaling þiggjandinn hlýtur að missa lystina. Hver íslenskur sjón- varpsmaður, sem nokkurs er annt um líf sitt, getur varla þorað að láta sjá sig innan landamæra Rúmeníu á næstunni. Rúmenar munu áreiðan- lega vera til alls vísir fyrir minni sakir en að svo ósmekklegt grín sé gert að þrengingum þeirra. Það var kirkjan i Laufási, sem spurt var um í síð- ustu getraun okkar. Staðurinn sem nú er um spurt er kunnur vegna náttúrufegurðar, þar sem einn fegursta reit landsins er að finna í skjóli sér- kennilegra hamrabelta. IWBCT EEBEieiEE BB m m s? E 5>e'X KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.