Tíminn - 03.04.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.04.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 3. apríl 1990 FRETTAYFIRLIT HÖFÐABORG — F.W. de Klerk forseti Suður-Afríku sendi hermenn og lögreglu inn i hverfi blökkumanna í landinu til að bæla niður pól- itiskt ofbeldi sem þar hefur riðið húsum. Þá kynnti hann hugmyndir sem ætlaöar eru til þess að auðvelda ein- hverja valdayfirfærslu til blökkumanna. Meðal ann- ars gerir De Klerk ráð fyrir sakaruppgjöf til handa skæruliðum blökkumanna sem barist hafa gegn að- skilnaðarstefnunni. De Klerk staðfesti að hann myndi funda með Nelson Mandela leiðtoga Afríska þjóðarráðsins síðar í vik- unni. LONDON — Nokkuð verð- fall varð á verðbréfamörk- uðum í kjölfar gífurlegs verðfalls sem varð á verð- bréfamörkuðunum í Japan, en þar varð næst mesta verðfall á einum degi í sög- unni. WASHINGTON — Bandaríkjamen og Japanir hófu viðræður er miða að afnámi gagnkvæmra við- skiptahindrana, en Japanir saka Bandaríkjamenn um að beita viðskiptahindrun- um til að draga úr innflutn- ingi japanskra afurða til þess að jafna viðskiptahall- ann. MONTELIMAR — Forset- ar fimm ríkja Mið-Ameríku hittust til að ræða afvopnun Kontraliða og nýjar friðar- viðræður í El Salvador. I San Salvador höfuöborg El Salvador varð hins vegar öflug bílasprengja fjórum að fjörtjóni auk þess sem 27 særðust. BÚKAREST — Yngri bróðir Nicolae Ceuasescu fyrrum forseta Rúmeníu sem tekinn var af lífi fyrir rúmum þremur mánuðum, neitaði kærum um að hann hefði myrt sjö manns í des- emberuppreisninni. Bróðir- inn er nú fyrir herrétti vegna þessa. PARÍS — Franskir emb- ættismenn segja að bann bandaríkastjórnar við inn- flutningi á vínum er inni- halda algengan sveppa- gróður gæti leitt til hatramms viðskiptastríös. BÚDAPEST — Hinn ung- verski Lýöræðislegr vett- vangur, sem að öllum líkind- um mun leiða næstu ríkisstjórn Ungverjalands, hét því að flýta fyrir sölu rík- isfyrirtækja. Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands læturekki bilbug á sérfinna þó blóöug átök brjótist út vegna illræmds kosningaskatts hennar og fylgi íhaldsflokksins rjúki út í veður og vind. Upp úr sýður vegna kosningaskatts og slæms aðbúnaðar í fangelsum: BLOÐUG ATOK í BRETLANDI Blóðug átök urðu á tveimur stöðum í Bretlandi á laugardag og í gær. Þó ástæður að baki átakanna hafi verið ólíkar þá beind- ust þær gegn bresku ríkisstjórninni, annars vegar vegna að- gerða hennar, en hins vegar vegna aðgerðarleysis hennar. Grimmdin var meiri í átökum sem brutust út í einu elsta fangelsi Bret- lands þegar fangar gcröu þar upp- reisn til að mótmæla slæmum aðbún- aði í fangelsinu. Ostaðfestar fregnir henna að allt að tólf fangar hafi verið drepnir, en seinni partinn í gær höfðu uppreisnarfangar enn fimm af níu álrnum Strangeways fangelsisins norður af Manchester á valdi sínu. Hin átökin urðu i hjarta Lundúna- borgar þegar reiðir mótmælendur lentu saman við lögregluna utan við Downingstræti 10. Um fjörtíuþúsund manns höfðu safnast saman á West End til að mótmæla hinum illræmda nýja kosningaskatti sem allir Bretar verða hér eftir að greiða, án tillits til eigna eður tekna, til að fá að kjósa. A fimmta hundruð manns slösuðust í átökunum, þar af um þrjúhundruð lögreglumenn. Þrjúhundruð manns voru handteknir og mun einhver hluti þeirra verða dreginn fyrir rétt sakaðir um ofbeldi. Lögreglan og Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands fúllyrða að um þrjúþúsund „stjómleysingjar" hafi komið átökunum af stað. Hún lét engan bilbug á sér fínna þrátt fyrir fylgishmn íhaldsflokksins, Ijölda- mótmæli víðs vegar um land og blóð- ug átök, því kosningaskatturinn skal standa hvað sem tautar og raular. Hefur Thatcher fyrirskipað sérstaka rannsókn á átökunum á laugardag. I fangelsinu í Strangeways sauð hins vegar uppúr vegna slæms aðbúnaðar, eins og áður segir, en fangelsið var byggt á 19.ö!d og ætlað 970 föngum. Nú dúsa um 1600 fangar í þessu gamla fangelsi. Um þúsund fangar náðu fangelsinu á sitt vald og einhverjir þeirra kveiktu elda er loguðu glatt á tíma- bili. Hins vegar hafði stór hluti fang- anna gefist upp með því fororði að þeir yrðu fluttir í önnur fangelsi. Meint tengsl austur- þýskra stjórnmálamanna við hina illræmdu örygg- islögreglu Stasi verður mörgum að falli: For- maöur jafnaðar- manna segir af sér Ibrahim Böhme formaður austur- þýska Jafnaðarmannaflokksins sagði af sér embætti í gær í kjölfar ásakanna um að hann hafi tengst hinni illræmdu öryggislögreglu Stasi. Böhme hefúr hins vegar neitað staðfastlega öllum ásökun- um. Hann haföi sagt af sér tíma- bundið í síðustu viku á meðan rannsókn stæði, en tók við emb- ættinu að nýju á föstudaginn. Hins vegar kom nafn Böhmé upp í skjölum Stasi sem könnuð voru um helgina og er ljóst að ekki er hægt ganga úr skugga um það á skönmmum tíma hvort hann hafi starfað fyrir Stasi eður ei. Því seg- ist Böhme hætta formennsku nú þó saklaus sé, af virðingu við hið unga lýðræði í Austur-Þýskalandi, sem ekki megi fella skugga á. Fáeinum klukkustundum eftir að Böhme hafði lýst yfir afsögn sinni skýrðu aðrir leiðtogar Jafnaðar- mannaflokksins frá því að flokk- urinn vildi ekki í samsteypustjóm með Kristilega lýðræðisflokknum. ■ Jafnaðarmannaflokkurinn sem er næst stærsti flokkur Austur- Þýskaland hefur átti í stjómar- myndunarviðræðum við Kristi- lega lýðræðisflokkinn, sem er stærsti flokkur landsins. Vonir stóðu til að samkomulag næðist um stjómarmyndun og að mynduð yrði ríkisstjóm á breiðum grund- velli með mikinn meirihluta á bak við sig. Þær vonir virðast nú brostnar. Böhme er annar háttsetti stjóm- málamaðurinn í Austur- Þýska- landi sem segir af sér vegna meintra tengsla við Stasi. Fyrsta fómarlambið var Wolfgang Schnur formaður hægriflokksins, Lýðræðisleg vakning. írakar færa sig upp á skaftið: Hussein hótar efnavopnaárás á ísraelsríki Saddam Hussein forseti írak hótar að lcggja hálft ísrael í auðn með efnavopnaárás ef Israelar reyni að gera árás í Irak. Fullyrðir Hussein að máttur Iraka í efnavopnum sé slíkur. Greinilegt er að Hussein vill koma í veg fyrir að leikurinn frá því árið 1981 endurtaki sig, en þá gerðu ísra- elar loftárást á kjamorkuver sem var í byggingu til þess að koma í veg fyrir að Irakar gætu komið sér upp efna- vopnum. Eftir að upp komst um til- raun íraka til að smygla tæknibúnaði í kjamorkusprengju frá Bandaríkjun- um til írak, þá er ekki vafi um að Ir- akar óttast svipaðar árásir. Reyndar vísaði Hussein á bug ásökunum um að írakar væru að smíða kjamorku- vopn. Hussein sagði í ávarpi sínu í gær að einungis efnavopnabúr Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna væri sam- bærilegt við efnavopnabúr íraka. -Eg sver það við Allah að við mun- um láta eld okkar éta upp hálft ísra- elsríki ef það reynir að ráðast á írak, sagði Hussein í ávarpi sínu til þjóðar- innar. -Halda þeir að sprengjuvakar að verðmæti 10,500 dollara sé nægilegir til að framleiða kjamorkusprengju? Hvílík vitleysa. Við þurfum ekki kjamorkusprengju, því við höfúm efnavopnin, sagði forsetinn. Þing Lithaugalands ítrekar sjálfstæði Sovéska ríkisstjórnin hyggst stöðva útgáfu fjögurra stærstu blaða í Lithaugalandi, en þau styðja sjálfstæðishreyflngu Lit- hauga af alefli. Er þetta Iiður í auknum þrýstingi á Lithauga í því skyni að fá þá til að afturkalla sjálfstæðisyfírlýsingu sína frá því ll.mars. Þing Lithauga hafnaði öðru sinni kröfu sovéskra stjórn- valda um að afturkaila sjálfstæð- isyfírlýsinguna, en hins vegar var mýkri tónninn í svari þingsins nú en áður. Vytautas Landsbergis forseti Lithaugalands sagði í gær að Lit- haugar hafi ekki gert ráð fyrir að hljóta viðurkenningu Sovét- manna á sjáifstæði sínu þegar í stað. Er þetta túlkað sem skrefi í átt til viðræðna og hugsanlegs samkomulags milli Lithauga og ríkisstjórnar Sovétríkjanna um málefni Eystrasalts. I svari sinu til sovéskra stjórn- valda fór þing Lithaugalands fram á það að viðræður hæfust milli Lithauga og sovésku stjórn- arinnar um það hvenær og hvern- ig hátta skuli valdaframsali sov- éskra yfirvalda til ríkisstjórnar og þings Lithaugalans. Þá hafa Lithaugar tekið boði Tékka um að Tékkar verði milligöngumenn í samningum Lithaugalands og Sovétríkjanna. Þá er litið á yfirlýsingar Jedinst- vo, samtaka rússneska minnihlut- ans í Lithaugalandi, sem merki um þíðu. Samtökin höfðu áður hvatt sovésk stjórnvöld um að brjóta sjálfstæðishreyfingu Lit- hauga á bak aftur, en nú hvetja samtökin til samningaviðræðna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.