Tíminn - 03.04.1990, Qupperneq 5

Tíminn - 03.04.1990, Qupperneq 5
Þriöjudagur 3. apríl 1990 Tíminn 5 Verkfallið í álverinu í Straumsvík hefur veruleg áhrif á þjóðarhag. Gjaldeyristekjur snar dragast saman. Stöðvist álverið alveg þýðir það..: 500 milljónir á mánuði tapaðar Samningaviðræður milli ísal og starfsmanna álversins lágu niðri í gær en fundur hefst í dag hjá sáttasemjara kl. 14. Deilan var í hörðum hnút í gær og ekki búist við að hún leystist að sinni, þannig að áfram er haldið við að gíra starfsemi álversins niður. Fari það svo að rekstur álversins stöðvist er ljóst að umtalsvert tjón hlýst af. Ekki aðeins að starfsmenn í verkfalli verði án launa og ísal tapi, heldur verður þjóðarbúið af griðar- miklum gjaldeyristekjum. Arið 1988 nam útflutningur Isal 8.336 milljón- um króna en innflutningur 2.845 milljónum. Nettó gjaldeyristekjur urðu því 5.491 milljónir króna á nú- virði. Síðasta ár gekk rekstur ísal mjög vel og stendur deilan nú í raun um hvort túlka eigi umsamda hagnaðarhlut- deild sem samið var um í september í fyrra, sem eingreiðslu eða hvort hún eigi að standa áfram í nýjum samn- ingi. Gylfi Ingvarsson aðaltrúnaðarmað- ur starfsmanna sagði að ef semja ætti um svokallaða núllausn eins og aðil- ar vinnumarkaðarins hafi skuldbund- ið sig til, þá hljóti umrædd auka- greiðsla vegna góðrar afkomu að eiga að standa áffam í ffamlengdum samningi þar sem hún er tilgreind í einni grein kjarasamningsins. Jakob Möller starfsmannastjóri ísals sagði í gær að ffá sjónarmiði ísals væri það alveg ótvírætt að í septem- bersamningunum i fyrra hefði verið samið um eingreiðslur vegna sérstaks árangurs á því tiltekna ári. Þetta góða ár — 1989 nam útflutn- ingur álversins 10.290 milljónum króna en innflutningur 3.616 kr. Nettó gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af starfsemi álversins voru því 6.674 milljónir króna eða rúmar 556 millj- ónir á mánuði á móti um 458 milljón- um árið 1988 miðað við núvirði krónunnar. Að sögn Jakobs Möller er meðal- straumnotkun álversins við full af- köst 105,5 kílóamper. Á laugardag var straumurinn minnkaður niður í 102, á sunnudag í 100 og í gær niður í 98 kílóamper. Haldi deilan áffam verður haldið áffam að draga úr raf- straumnum stig af stigi með sama hætti og hægja þannig á ffamleiðsl- unni þar til hún stöðvast. Leystist deilan yrði straumurinn aukinn í svipuðum þrepum og hann er lækk- aður nú. Jafnffamt því ffamleiðslutapi sem verkfallið veldur sagði Jakob að menn byggjust við verulegu íjárhags- tjóni Isal vegna skemmda á kerjunum í álverinu. Kerin væru viðkvæm og þyldu illa þær hitabreytingar sem þessi niðurgírun og síðan uppgírun hefði í för með sér. Hversu miklum íjárhæðum tjón á keijunum gæti numið væri erfitt að meta í krónum enda færi það talsvert eftir því hve lengi verkfallið stæði. Stöðvaðist ffamleiðslan alveg vegna þess væri tæknilega mögulegt að koma ffam- leiðslunni aftur í fullan gang á um það bil þrem mánuðum Jakob sagði að alls væru tvær vikur til stefnu að ná samningum eða að kerin væru hreinlega ónýt og ekki hægt að gangsetja þau meir. Sá tími rynni út á miðnætti annan fostudag. Þá verður búið að lækka strauminn niður í lágmark og kerin taka að leita nýs varmajafnvægis. Hversu lengi væri hægt að halda kerjunum gang- andi eftir þann tíma væri ekki fylli- lega vitað. Ljóst væri að allar hita- breytingar hefðu mjög óheppileg áhrif á kerin og tjón á þeim yrði því meir, þeim mun lengur sem verkfall- ið stæði. —sá Nýr listi í Garðabæ Kosningabandalag sem kallar sig Einingu, mun bjóða ffam við bæjar- stjómakosningar í Garðabæ nú í vor. Þetta er bandalag fólks og félagasam- taka, sem vilja nýjar áherslur í bæjar- málum. Listann skipa: 1. Valgerður Jónsdóttir, hjúkrun- arfræðingur, Ægisgrund 14. 2. Hilmar Ingólfsson, skólastjóri, Hrismóum 13. 3. Ella Kristín Karlsdóttir, húsmóð- ir, Holtsbúð 41. 4. Hilmar Bjartmarz, sölustjóri, Smáraflöt 4 5. Sigurður Björgvinsson, kennari, Dalsbyggð 7. 6. Hafdís Bára Kristmundsdóttir, kennari, Löngumýri 24. 7. Eyjólfúr V. Valtýsson, vélífæðing- ur, Brekkubyggð 27. 8. Helga Guðjónsdóttir, fóstra, Faxa- túni 24. 9. Guðmundur H. Guðmundsson. skrifstofumaður, Hrismóum 1. 10. Ingibjörg Bragadóttir, kennari, Löngumýri 26. 11. Soffia Guðmundsdóttir, húsmóð- ir, Grenilundi 10. 12. Vilhjálmur Ólafsson, húsasmíða- meistari, Marargrund 2. 13. Albína Thordarson, arkitekt, Reynilundi 17. 14. Einar Geir Þorsteinsson, fúlltrúi, Móaflöt 45. Að listanum standa alþýðubanda- lagsmenn, ffamsóknarmenn og kvennalistakonur, auk margra ann- arra Garðbæinga sem vilja markviss- ari og metnaðarfyllri stjómun bæjar- mála. Fréttatilkynning Flugleiðir flugu til Amsterdam fyrir Amarflug um helgina á eigin flugnúmeri: Leiguflug á áætlunarleið Amarflug fékk enga flugvél um síð- ustu helgi en Loftferðaeftirlitið vildi ekki veita Boeing 707 vél sem Am- arflug hafði fengið vilyrði um, starfs- leyfi. Amarflug fékk því Flugleiðir til að fljúga með farþega sína beint til Amsterdam sl. laugardag. „Við fengum sérstaka heimild bæði islenskra og hollenskra yfirvalda til að fljúga á eigin flugnúmeri í leigu- flugi til Amsterdam í þetta eina sinn,“ sagði Einar Sigurðsson blaða- fúlltrúi Flugleiða. Flugleiðir munu ekki hafa treyst sér til að fljúga á flugnúmeri Amarflugs til Amsterdam af ótta við að vél fé- lagsins yrði kyrrsett vegna skulda Amarflugs í Hollandi. I gær hafði verið gengið frá því að farþegar Amarflugs til Amsterdam, sem áttu bókað far í dag, fæm með flugvélum Flugleiða til Kaupmanna- hafhar eða Glasgow og þaðan ætlaði Amarflug að sjá þeim íyrir áffam- haldandi flugi til Ámsterdam. í sam- tali við Einar Sigurðsson blaðafull- trúa Flugleiða kom ffam að ekki hef- ur verið gengið ffá samningum við Flugleiðir um morgundaginn og virðist sem Amarflug bjargi sér ffá degi dags. —sá B-USTINN Selfossi Framboðslisti Framsóknarflokksins á Selfossi í komandi bæj- arstjómarkosningum verður skipaður eftirtöldum mönnum: 1. Guðmundur Kr. Jónsson ffamkvæmdastjóri 2. Kristján Einarsson húsa- og húsgagnasmiður 3. Ása Líney Sigurðardóttir húsmóðir 4. Guðmundur Búason fjánnálastjóri KÁ 5. Kristin Fjólmundsdóttir skrifstofumaður og húsmóðir 6. Sólrún Guðjónsdóttir fúlltrúi 7. Vilborg Helgadóttir ffamhaldsskólakennari 8. Gylfi Guðmundsson húsasmiður 9. Páll Guðmundsson landpóstur 10. Bergur Pálsson vélvirki 11. Svanur Kristinsson lögregluþjónn 12. Ingibjörg Stefánsdóttir fóstra 13. Jón Ó. Vilhjálmsson verkstjóri 14. Jón G. Bergsson ff amkvæmdastj óri 15. Hákon Halldórsson trésmiður 16. Guðbjörg Haraldsdóttir húsmóðir 17. Þorvaldur Guðmundsson ffamhaldsskólakennari 18. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir fóstra Islandsmeistarar krýndir íslandsmeistarar i vaxtarrækt voru krýndir á Hótel Islandi á sunnu- dagskvöld. Sigurvegari í opnum flokki karla varð Guðmundur Bragason, sem sést hér að ofan. Sigurvegar í opnum flokki kvenna varð unnusta hans, Inga S. Stein- grímsdóttir. í öðru sæti í karla flokknum varð ívar Hauksson og þriðji varð Hreinn Vilhjálmsson. I öðru sæti í opnum flokki kvenna varð Auður Hjaltadóttir og þriðja sætið vermdi Þórdís Anna Péturs- dóttir. Sigurvegaramir sjást hér hrósa sigri, eftir jafha og spennandi keppni. Tímamynd Laufey STEINBÍTSVEIÐI TREG TIL ÞESSA Frá Einari Harðarsyni Flateyri Loksins þegar gefúr á sjó eftir nær tveggja vikna landlegu vegna veðurs, lætur landsins fomi fjandi á sér kræla og minnir okkur óþyrmilega á hvar á jarðarkringlunni við búum. Undan- fama daga hefur ís verið útaf ísa- fjarðardjúpi og lokað eða torveldað siglingaleið. Aðfaranótt laugardags þurftu bátar ffá Isafirði að landa hér á Flateyri vegna þess að þeir komust ekki inn tii Isafjarðar. Áflanum var ekið þangað. Ekki hafði verið opið yfir Breiða- dalsheiði í um hálfan mánuð, en áætl- un kveður á um að heiðin skuli opnuð þrisvar í viku, sé hún teppt. Þegar Isafjarðarbátar þurftu á opnun að halda var opnað, en það hafði ekki verið á áætlun þann daginn. Það veit- ir okkur ánægju og öryggiskennd að vita af því að hægt sé að opna heiðina þegar mikið liggur við. Bátar þurfa að sækja alla leið suður undir Látra- röst eða vestur á Blakk til að forðast ísinn, en jafnffamt virðist steinbítur- inn ekki vera kominn norðar. Afli hefúr verið þokkalegur þegar gefið hefur á sjó, en enn vantar allan kraft í steinbítsvertíðina segja skip- stjórar. Að sögn Einars Magnússonar skipstjóra á Vísu, sem er 80 tonna bátur héðan ffá Flateyri og var 1 gær staddur um 11 mílur vestur af Látra- bjargi, er afli þolckalegur eða 200- 250 kiló á balla.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.