Tíminn - 03.04.1990, Qupperneq 7

Tíminn - 03.04.1990, Qupperneq 7
Þriöjudagur 3. apríl 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Sigurður Kristjánsson: Eru samvinnufélögin nánast gjaldþrota? Fyrír viku var í sjónvarpinu fréttaþáttur með forstjóra Eim- skips og einum kunnum alþingismanni Sjálfstæðisflokksins. Þessi viðtalsþáttur fjallaði um breytta eignaraðild almennings að Eimskipafélagi íslands og varð alþingismanninum Eyjólfi Konráði Jónssyni tíðrætt um það að Eimskip hefði veríð raun- verulegt almenningshlutafélag á árunum áður en þar hefði orðið áberandi samþjöppun valds á síðari árum sem Eyjólfur taldi mjög neikvætt Það verður að viðurkennast að braut- ryðjendastarf Eimskips er mikið og merkilegt en menn geta auðveldlega deilt um leikreglur í harðri samkeppni viðskiptalífsins. þeir stóru og sterku græða ef til vill ekki alltaf á því að neyta aflsmunar því slíkt er ekki til vinsælda fallið. Markmiðin að baki rekstri skipafélaganna þurfa í ffekari mæli að tengjast atvinnulífinu á lands- byggðinni en ekki eins og nú horfir að vera með sjónpípuna fasta á einum bletti, akri steinsteypunnar við Faxa- flóa. Astæða undirritaðs fyrir athugasemd við fyrmefhdan fréttaþátt sjónvarps er þó ekki nein löngun til þess að tengjast umræðu um starfsemi Eimskipafélags Islands. Þátturinn þróaðist hins vegar þannig að Eyjólfúr Konráð fór að bera saman efhahagslegt útlit Sambandsins og samvinnufélaganna við það gæfu- samlega félagsform sem helst var í þættinum til umræðu. Ef ég hef náð að greina orðaflaum Eyjólfs rétt var hans staðhæfing að samvinnufélögin væru nánast gjaldþrota. Við heyrum í þessu þjóðfélagi of oft talað um greiðsluþrot og gjaldþrot og mál að slíku ástandi linni þvi það er ástandið sem skiptir máli en ekki talsmáti einstakra manna og þeirra rétt eða rangt maL Eg kemst þó ekki hjá því að lýsa undrun minni á þessum ummælum og mótmæli þeim harðlega. Landsmenn kunna að vísu að þekkja hug þingmannsins sem oft hefur komið ffam í ræðu og riti varð- andi íslenska samvinnuhreyfingu og út ffá því sjónarhomi má Ieiða líkur að þvi að Eyjólfur rugli hér saman veru- leika og persónulegum væntingum. Sem betur fer eru meðal íslenskra samvinnufélaga nokkur traustustu fyr- irtæld landsins sem tæplega geta búið undir slíkum ummælum. Fyrstu upp- Sigurður Kristjánsson Við heyrum í þessu þjóðfélagi of oft talað um greiðsluþrot og gjaldþrot og mál að slíku ástandi linni því það er ástandið sem skiptir máli en ekki tals- máti einstakra manna og þeirra rétt eða rangt mat. lýsingar um rekstur kaupfélaganna á árinu 1989 benda til þess að mörg þeirra hafi snúið halla i hagnað, þrátt fyrir það að víða séu enn erfiðleikar. Alhæfing um gjaldþrot samvinnufé- laganna er því ekki einungis ósmekk- leg heldur alröng. Stjómmálaályktun 6. stjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna laugardaginn 17. mars 1990 Samband ungra ffamsóknarmanna vill hvetja þjóðina alla til að halda þá sátt sem tókst með kjarasamningunum sem undirritaðir vom nú á dögunum. Haldi þessir samningar er fyrirsjáanlegur meiri bati í efhahagslífi þjóðarinnar cn náðst hefhr í áraraðir. Slíku má alls ekki kasta fyrir róða. Þegar efhahagslífið tekur upp- sveiflu á ný verður þjóðin að hafa vit á að „standa á bremsunum“ svo að ekki fari aftur í sama farið og 1986 og 1987 með tilheyrandi verðbólgubáli. Slíkt má m.a. gera með því að styrkja verðjöfhun- arsjóð sjávarútvegsins og gera nauðsyn- legar skipulagsbreytingar á honum til þess að hann geti gegnt sínu hlutverki sem sveiflujöfnunaisjóður. Uppbygging stóriðju er nauðsynleg til að tryggja þau lífskjör og það velferðar- kerfi sem Islendingar hafa byggt upp undanfama áratugi undir forystu Fram- sóknarflokksins. Líklegt er að samningar takist nú um byggingu nýs álvers. Sam- band ungra ffamsóknarmanna leggur höfhðáheislu á að þetta álver veiði reist við Eyjafjörð. Nýtt álver við Hafnarfjöið myndi auka enn á tilflutning fólks af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðis- ins. Sá tilflutningur er þegar oiðinn allt of mikill og hefur kostað þjóðfélagið ómældar fjárfúlgur. Gæta veiður þess að öllum umhverfisvemdarkröfum verði fullnægt til hins ýtrasta við uppbyggingu hins nýja álvers, því í umhverfismálum höfurn við ekki efhi á að spara. Hreint og ómengað ísland er því miður liðin tíð, því mengun og óvirðing við landið heftir víða náð yfirhöndinni. Þess- ari þróun verður að snúa við. Stofnun umhverfisráðuneytis er fyrsta skrefið í þá átt. Samband ungra ffamsóknarmanna fagnar stofnun umhverfisráðuneytisins, enda hefhr það verið stefha SUF að um- hverfismálum veiði fhndinn einn staður í stjómkerfinu svo að stjóm þeirra verði markvissari og árangursríkari. Sá pólit- íski hrossakaupaþefur sem af stofnun umhverfisraðuneytisins leggur gerir það mál þó ekki jafnánægjulegt og ella hefði oiðið. SUF hvetur hér effir sem hingað til alla stjómmálamenn að láta ekki eftír- sókn eftir völdum og valdastólum hlaupa með sig í gönur. Umhverfismál eru málefni ffamtíðar- innar og Samband ungra framsóknar- manna er baráttuvettvangur umhverfis- vemdarsinna. SUF vill að umhverfis- málum sé ávallt sýnd tilhlýðileg viiðing. Aðdragandinn að stofhun umhverfis- raðuneytisins bar þess ekki vitni. Hafa ber í huga að stofnun umhverfis- ráðuneytis ein og sér leysir ekki þá kreppu er ríkir í umhverfismálum. Allir þegnar þessa lands verða að líta í eigjn bann, huga að náttúrunni og umhverfis- málum og leggja sitt af mörkum til að gera Island að þeirri hreinu og ómeng- uðu paradís sem lesa má um í erlendum ferðabæklingum. Um þessar mundir fer ffam mikil um- ræða um sameiginlegt evrópskt efna- hagssvæði, hver veiði afstaða Islendinga til þess og með hvaða hætti Islendingar tengist þvi. Nauðsynlegt er að vel takist til í samn- ingum EFTA við EB því hagsmunir þjóðarinnar í þessu máli em gífurlegir. SUF lýsir því stuðningi við stefnu rikis- stjómarinnar í þeim samningum og hvet- ur jafnframt sjávarútvegs- og forsætis- ráðherra til að halda áfhun viðræðum við samraðherra sína í löndum EB um hags- muni okkar. Sveitarstjómarkosningar sem ffamund- an em geta raðið miklu um hið pólitíska andrúmsloft næstu ára. Tilvistarkreppa Alþýðubandalags og Alþýðuflokks, sem kristallast hefur í undirbúningi sveitar- stjómaikosninganna í Reykjavík að und- anfomu, undirstrika að Framsóknar- flokkurinn er forystuflokkur andstæð- inga íhaldsins í Reykjavík, auk þess að vera driíkraftur ffamfara í sveitarfélög- um víðs vegar um landið. I Framsóknar- flokknum em engir armar, sérhópar eða klíkur. Þar vinna menn saman sem ein heild Ungir ffamsóknarmenn hafa víða verið kallaðirtil við uppstillingu framboðslista, þannig að útlitið er bjart hvað Framsókn- arflokkinn vaiðar í kosningunum í vor. Það gefur til kynna að hið pólitíska and- rúmsloft næstu ára verði hreinna og ffísklegra en nú er. BÓKMENNTIR Hvort mun lýsa af myrkum stjörnum? í STJÖRNUMYRKRI Höfundur: Ari Gísli Bragason Myndskreyting: Haukur Halldórsson Útgefandi: AGB, Reykjavík 1989 Það er von að spurt sé hvort virkilega muni lýsa af stjörnu- myrkri. Það erögrun við orðaforða minn að tala um stjörnumyrkur þegar alla jafna er aðeins talað um að kvöld eða nótt geti verið stjörnubjört. Trúlega er það ætlan höfundar að ýta við lesanda sínum og er það vel að tekist hefur að vekja athyglina. Einhver myndi þó segja að heldur tæki að dimma yfir Betlehem, en hitt, þessa hinu síð- ustu daga. Titill bókarinnar, og þar með samheiti ljóðanna, er sem sagt í lagi og hæfilega svartsýnislegur eins og tíðkast meðal hinna yngri skálda vorra tíma. Gallinn er sá að erfitt er í fljótu bragði að átta sig á því í þeim tveimur til tveimur ljóðum, sem orðið „stjörnumyrk- ur“ er notað, hvað það merkir. Þrátt fyrir dimmbúinn titil er ekki laust við að nokkurrar kímni gæti í Ijóðum Ara Braga. Dæmi um það er úttekt á samskiptum hugans við skugga sinn í Ijóðinu Fylgifiskur. Spjallaði við skugga minn hann setti upp svip en sagði mér svörin. Hlustaði vandlega á hann en gafhonum síðan spark í afturendann. Honum líkaði ekki við nýja jakkann minn Hér er einnig hægt að sjá hvernig Ari Gísli freistar þess að nota óbeislað formið til að koma boð- skap sínum til skila. Ekki ætla ég að dæma um það hvernig til hefur tekist, en Ijóst er að en-in hafa einhverja sérstaka merkingu hér í þessu Ijóði - hver svo sem hún annars er. Einna best tekst Ara Gísla upp að mínu mati í stysta ljóðinu sínu, Sandkorni efans. Það hefur allt til að bera sem eitt gott Ijóð þarf að skarta. Það er stutt, hnitmiðað og sjálfstætt. Það býr yfir augljósu myndmáli og það fjallar um tilvist- arspurningu, sem herma má upp á hvern mann. Það hefur með öðrum orðum yfir að búa sammannlegum þætti, sem er nauðsynlegur ef gefa á ljóð út á prenti eða í bók. Eitt slíkt ljóð getur vissulega réttlætt bókaútgáfuna, þótt ég sé ekki að segja að ekki sé annað bitastætt í bókinni í STJÖRNUMYRKRI. Eins mörg sandkorn og fínnast í eyðimörkinni eru taugar mínar til efans. Þá er einnig að finna aðra mannlega þætti eins og vera ber. Það er líka í tísku núna að fjalla helst um aðskiljanlegustu nátturu mannsins í einni og sömu bókinni, þótt í eina tíð Ari Gísli hafi verið haft á orði að ekki verði allt sagt í einni prédikun. Þess vegna verður skáldinu á að yrkja um ástina, efann, öfund, virðingu, söknuð, heimþrá, stoit, ástríður, sigur og dauða í einni ög sömu bókinni. Þætti mörgum í nokkuð ráðist, en hér er stutt dyggilega við hvern þátt af drátthögum samstarfsmanni, Hauki Halldórssyni. Honum tekst vel til í flestum sinna mynda við Ijóðin og eru þær verk út af fyrir sig. Ljóðið Þóreyjarnúpur er merki- legt dæmi um það hvernig höfund- ur þorir að gefa sjálfan sig í Ijóðagerðina og sýna af sér ein- lægni sem allt of sjaldgæf er orðin í nútíðinni. Þráin eftir snertingu náttúrunnar, sem einu sinni var, kemst merkilega vel til skila í nokkuð hnitmiðuðu ljóðinu. í heild var bókin skemmtileg aflestrar og koma ljóðin víða við. Það getur vel verið að þema-stýrð ljóðaútgáfa sé búin að vera vegna leiðindanna sem fylgja lestri slíkra bóka. Það getur líka verið að það henti ekki óþreyjufullum yngri skáldum að hengslast í afmörkuð- um efnisflokkum. Kristján Björnsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.