Tíminn - 03.04.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.04.1990, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 3. apíríí' 1990 Tíminn 9 myndu fagna sérhverri lausn á vanda þeirra, jafhvel þó að lausnin væri að loðdýrarækt yrði hætt í landinu. „Við viljum að einhver taki af skarið og segi það sem segja þarf," sagði einn bóndi. Fóðurstöðin á Dalvík er nú lokuð vegna vangreiddra opinberra skulda. Loðdýra- bændur, sem hafa átt í viðskiptum við stöð- ina, segjast ætla að skera dýrin verði ekki búið að finna lausn á vanda stöðvarinnar fyr- ir morgundaginn. Símon Ellertsson, fram- kvæmdastjóri Fóðurstöðvarinnar, var spurð- ur hyernig hann teldi að bændur myndu taka því ef ríkisvaldið ákvæði að hætta loðdýra- rækt á íslandi. „Mitt mat er að ef ríkisvaldið segði jafn- framt við bændur, við skulum hjálpa ykkur við að hætta þessu, þá myndu flestallir fagna þeirri ákvörðun. Núverandi ástand er óþol- andi. Þetta óvissuástand hvílir eins og mara yfir mörgum heimilum. Skuldir bænda hlað- ast hratt upp. Bankarnir hafa ákveðið að ganga ekki að mönnum meðan er verið að skoða hlutina, en vextirnir hrúgast upp." Einar E. Gíslason, bóndi á Syðra- Skörð- ugili og formaður Félags loðdýrabænda, segir loðdýraræktina alls ekki vera gjald- þrota. „Þó að dæmi séu til um menn sem standa mjög illa eru einnig, til allrar guðs lukku, til menn sem standa vel. Ég hef trú á að með þeim aðgerðum sem nú er verið að grípa til verði staða allflestra viðunandi." Skuldirnar aukast stöðugt Eru skuldir bænda orðnar það miklar að verðhækkun á skinnum dugi ekki til að koma fjármálum þeirra í viðunandi horf? „Það þarf örugglega mörg góð ár til að bændur geti komist út úr núverandi vanda," sagði Símon Ellertsson. „En það hljóta allir að skilja að vonir bænda dofna þegar menn sjá engan árangur eftir margra ára erfiði. Menn horfa einkum á það núna áð fram- leiðsla á refaskinnum er orðin minni en eftir- spurnin. Hvenær verðhækkunin kemur og hversu mikil hún verður veit maður ekki." Heldur þú að margir bændur hætti loð- dýrarækt í haust? „Ég veit að það hafa tveir lögfræðingar á vegum bændasamtakanna verið á ferð um landið í þeim tilgangi að aðstoða bændur í sambandi við skuldbreytingar. Þeir hafa ráð- lagt sumum að hætta loðdýrarækt. Bændur standa hins vegar frammi fyrir því að þegar þeir hætta eru þeir sumir hverjir með millj- ónatugi króna á bakinu. Sumir hafa líka fengið veð hjá sínum nánustu. Það sem þarf að gera er fyrir það fyrsta, að ákveða hvort menn vilja halda þessari at- vinnugrein áfram eða ekki og síðan þarf að gera ákveðnar ráðstafanir í samræmi við þá stefnumörkun. Menn eru endalaust að gera einhverjar skammtímaráðstafanir sem oftar en ekki koma of seint. Fólk heldur að það sé verið að ausa í þetta peningum, en pað er ekki. rétt. Þeir skila sér a.m.k. ekki til bænda." Velferðarkerfiö á að sjá um að fólk svelti ekki Fjölmiðlar hafa að undanförnu verið að segja frá skelfilegum dæmum um fólk sem rambar nú á barmi gjaldþrots. Verða stjórn- völd ekki að taka á máli þessara einstaklinga með einhverju móti? „Eg hef nú reynt að komast hjá því að draga hörmungar einstaklinga, sem eru illa á sig komnir, inn í þessa umræðu," sagði Steingrímur landbúnaðarráðherra. „Það vita sennilega fáir betur um það en einmitt ég, hvernig ástandið er hjá þessum einstakling- um. Að sjálfsögðu höfum við og erum með það í huga að liðsinna þessum fjölskyldum og tryggja að þær hafi framfærslu. Ut af fyrir sig má segja að þegar málin eru komin á það stig að það varðar orðið framfærslulöggjöfina, þá erþað viðfangsefhi sveitarfélaganna og félagsmálaráðuneytis að taka á vandamálinu. Það mæðir hins vegar mest á okkur í landbúnaðarráðuneytinu vegna þess að við höfum upplýsingarnar undir höndum og vitum hvernig ástandið er orðið hjá mjög mörgum. Við vitum ósköp vel að það eru þarna einstaklingar sem því miður hafa nánast misst aleiguna og standa nú uppi eignalausir og atvinnulausir. Slíkt gerist reyndar því miður víðar í okkar þjóð- félagi. Þá er sem betur fer séð fyrir því í okk- ar velferðarkerfi að menn svelti ekki. Fjárhagsstaða loðdýrabænda erbreytileg, en hjá stórum hópi manna er staðan afar slæm. Maður hefur m.a. notað það sem vopn í baráttunni við að knýja fram aðgerðir og stuðning við greinina, að í henni háttar þann- ig til að þetta eru fjölskyldur en ekki fyrir- tæki sem eru að fara á höfuðið. I mörgum til- fellum þýðir gjaldþrot allsherjargjaldþrot viðkomandi fjölskyldu og vegna uppáskrifta vina og vandamanna geta fleiri fjölskyldur lent í erfiðleikum. Ég verð þó að segja, vegna þeirra frétta sem verið hafa í fjölmiðlum síðustu daga, að það er sérkennilegt að það skuli vera sömu fjölmiðlar sem greina frá hörmungum þess- ara einstaklinga, sem hafa á undanförnum misserum hneykslast hvað mest á tilraunum mínum til að fá menn til að styðja við loð- dýraræktina. Núna gera þessir sömu fjöl- miðlar sér veislu úr óförum þessara einstak- linga og eru þá að sjálfsögðu fullir af heilagri vandlætingu yfir því hvað stjórnvöld dragi mikið lappimar við að styðja við bakið á þessu fólki."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.