Tíminn - 03.04.1990, Page 10

Tíminn - 03.04.1990, Page 10
10 Tíminn Þriðjudagur 3. apríl 1990 DAGBÓK List um landið: Hringur sýnir í Borgarnesi Sunnud. 1. apríl var opnuð sýning á málverkum eftir Hring Jóhannesson í húsi Verkalýðsfélags Borgarness í Borg- arnesi. Nýlega kom út bók um listamann- inn á vegum Listasafns ASl og Lögbergs. Bókin um Hring er skrifuð af Aðalsteini Ingólfssyni listfræðingi. Sýning Hrings hefur sem „List um landið'1 verið á Akureyri, Egilsstöðum og á Selfossi. Hringur Jóhannesson er fæddur í l laga í Aðaldal 1932. Hann nam við Handíða- og myndlistaskólann í Reykjavík 1949- '52. Hringur hefur haldið tugi einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum heima og erlendis. Aðgangur að sýning- unni í Borgarnesi er ókeypis. Spilaðhjá Kvenfélagi Kópavogs Spilað verður í kvöld, þriðjud. 3. apríl, í Félagsheimili Kópavogs. Byrjað verður að spila kl. 20:30. Allir velkomnir. Háskólatónleikar í Norræna húsinu á miðvikud. kl. 12:30 Miövikudaginn 4. apríl veröa Há- skólatónleikar í Norræna húsinu kl. 12:30. Aö þessu sinni koma fram flautuleikar- arnir Bernharöur Wilkinson, Guörún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau. Þau hafa hvert um sig veriö virkir tónlistar- menn í Reykjavík á undanförnum árum, bæöi sem hljóðfæraleikarar og kennarar. Þau hafa spilað saman í ýmsum kammer- hópum og hljómsveitum, en þetta eru fyrstu tónleikar þeirra sem flaututríó. Á efnisskránni eru verk eftir Joseph Bodine Boismortier (1691-1755), Gasp- ard Kummer (a795-1870), Martial Narde- au (f. 1957) og Henri Tomasi (f. 1901). Verk Martial Nardeau, Pastorale, er í þremur köflum og veröur frumflutt á tónleikunum. Páskaferðir Ferðafélags íslands 1. Snæfellsnes - Snæfellsjökull 3 dagar (12.-14. apríl og 14.-16. apríl). Svefn- pokagisting að Görðum í Staðarsveit. Sérherbergi (kojur), góö setustofa og eldhús. Gengiö á Jökulinn, en einnig skipulagöar fjölbreyttar ferðir um fjöll og strönd. Kvöldvökur. Stutt í sundlaug. Fararstjóri: Kristján M. BaIdurssono.fi. 2. Snæfellsncs - Snæfellsjökull 5 dagar (12.-16. apríl) í Snæfellsnesferöirnar er tilvaliö aö hafa meö gönguskíði, en er ekki skilyrði. 3. Þórsmörk, 5 dagar (12.-16. apríl). Góö gisting í Skagfjörösskála, Langadal. Skipulagöar gönguferðir. 4. Þórsmörk 3 dagar (14.-16. apríl) 5. Landmannalaugar, skídagönguferö, 5 dagar (12.-16. apríl) Fararstjóri Jón Gunnar Hilmarsson. 6. Ný skíðagönguferö fyrir noröan, 5 dagar til og frá Reykjavík ( 12.-16. apríl), en 3 daga ferö frá Akureyri. Farin er Tungnahryggsleiö meö gistingu í Bauga- seli og Tungnahryggsskála ef veöur leyfir, annars tvær nætur í Lamba á Glerárdal. Fararstjóri: Bjarni Guöleifsson. Nánari upplýsingar um feröirnar á skrifstofu F.í. Pantiö tímanlega. Breyttur afgreiðslutími í GRANDAÚTIBÚI Borgarbókasafns í apríl lengist afgreiðslutími Granda- útibús aö Grandavegi 47. Pá veröur opiö á mánudögum samfleytt kl. 11:00-19:00 og þriöjudaga til föstudaga verður opiö kl. 15:00-19:00 til almennra útlána. Sögustundir fyrir börn hefjast einnig í apríl. Pær veröa á þriöjudögum kl. 14:00. Leiðrétting í síðari hluta greinar um legstaö Jónas- ar Hallgrímssonar eru þessar prentvillur, sem rétt er aö leiðrétta: Á bls 11 stendur Magnús Þórðarson - í staö Matthias Þórðarson. í greinarlok stendur „ofar í kirkjugaröinn“ í staö ofan í kirkjugarð- inn. Fundur Kvenfélags Háteigssóknar Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund í kvöld, þriðjudaginn 3. apríl kl. 20:30 í Sjómannaskólanum. Gestur fundarins er Ebba Sigurðardóttir biskupsfrú. Hún seg- ir frá ferðalagi þeirra hjóna sl. haust til Brasilíu. Kaffiveitingar. Minningarkort Áskirkju Eftirtaldir aðilar hafa minningarkort Safnaðarfélags Áskirkju til sölu: Þuríður Ágústsdóttir, Austurbrún 37, sími 681742 Ragna Jónsdóttir, Kambsvegi 17, sími 82775 Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27 Helena Halldórsdóttir, Norðurbrún 1, Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími 681984, Holtsapótek, Langholtsvegi 84, Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27, Verslunin Rangá, Skipasundi 56. Þá gefst þeim, sem ekki eiga heiman- gengt, kostur á að hringja í Áskirkju, sími 84035 milli kl. 17:00 og 19:00 og mun kirkjuvörður annast sendingu minningar- korta fyrir þá sem þess óska. Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga - eftirtaldir staðir hafa minningarkortin til sölu. Keykjavík: Skrifstofa Landssamtaka hjartasjúklinga, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, sími 25744, Bókaverslun ísafoldar, Austurstræti og Bókabúð Vest- urbæjar, Víðimel. Seltjarnarnes: Margrét Sigurðardóttir, Mýrarhúsaskóli eldri Kópavogur: Veda bókaverslanir Hamraborg 5 og Engihjalla 4 Hafnarfjörður: Bókabúðir Böðvars, Strandgötu 3 og Reykjavíkurvegi 64 Selfoss: Apótek Selfoss, Austurvegi 44 Grundarfjörður: Halldór Finnsson, Hrannarstíg 5 Ólafsvík: Ingibjörg Pétursdóttir, Hjarðartúni 3 ísafjörður: Urður Ólafsdóttir, Brautar- holti 3 Árneshreppur: Helga Eiríksdóttir, Finnbogastöðum Blönduós: Helga A. Ólafsdóttir, Holtabraut 12 Sauðárkrókur: Margrét Sigurðardóttir, Birkihlíð 2 Akureyri: Gísli J. Eyland, Víðimýri 8 og Bókabúðirnar á Akurcyri Húsavík: Bókaverslun Þórarins Stef- ánssonar, Garðarsbraut 9 Egilsstaðir: Steinþór Erlendsson, Laufási 5 Höfn, Hornafirði: Erla Ásgeirsdóttir, Miðtúni 3 Vestmannacyjar: Axel ó Lárusson skóverslun, Vestmannabraut 23 Sandgerði: Póstafgrciðslan, Suðurgötu 2-4 Keflavík: Bókabúð Keflavíkur, Sól- vallagötu 2 Aðalfundur Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks, verður haldinn í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, þriðjudag- inn 10. apríl 1990 kl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með fimmtudeginum 5. apríl n.k. Kaffiveitingar - félagar fjölmennið. Stjórn Iðju. Pennavinir í Ghana Fjögur ungmenni í Ghana á árunum 23-25 ára hafa skrifað og óskað eftir pennavinum á Jslandi til að kynnast landi og bjóð. Áhugamálin cru lík hjá þeim: Iþróttir, bréfaskipti, og skiptast á minjagripum og kortum, tónlist, dans, bækur o.fl. Utanáskrift er: Miss Esther Quarm, co Mr. Theophilus Boham, Box 1112, Cape Cost Ghana (Áhugamál hennareru lestur, bréfaskrift- ir, kvikmyndir og íþróttir) Miss Josephine M. Sutterland, co Mr. Theophilus Boham, Box 1112, Cape Cost Ghana (Hefur áhuga á trimmi, gjafaskiptum, tónlist og menningarmálum) Mr. Theophilus Wulenbel, co Mr.Theophilus Boham, Box 1112, Cape Cost Ghana (Hann hefur áhuga á hestamennsku, músík og að skiptast á minjagripum) Miss Michel M. Whitney co Mr. Theophilus Boham, Box 1112, Cape Cost Ghana (Hefur áhuga á bréfaskriftum, kvikmynd- um og fylgjast með fréttum frá öðrum löndum). Magnús Kjartansson sýnir í Nýhöfn Magnús Kjartansson opnar málverka- sýningu í Nýhöfn, Hafnarstræti 18, laug- ardaginn 31. mars kl. 14:00-16:00. Magnús er fæddur í Reykjavík árið 1949. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1969. Árin 1969- 1972 stundaði hann nám við Myndlista- og handíðaskóla Jslands og var síðan í þrjú ár nemandi prófessors R. Morten- sens í Konunglegu dönsku Listaaka- demíunni. Magnús hefur haldið fjölmargar einka- sýningar, síðast árið 1988 í Galleri Boj í Stokkhólmi og auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Á sýningunni í Nýhöfn verða vcrk. máluð á striga, frá sl. tveimur árum. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og kl. 14:00- 18:00 um helgar. Lokað verður á föstu- daginn langa og annan í páskum. Sýning- unni lýkur 18. apríl. List um landið: Síldarævintýrið - Sýning Sigurjóns á Sigluflrði Laugardaginn 31. mars var opnuð sýn- ing á verkum Sigurjóns Jóhannssonar leikmyndateiknara og málara, í bæjar- stjórnarsalnum á Siglufirði. Sigurjón á að baki langan listferil, fyrst sem málari og síðan sem leikmyndateikn- ari hjá Þjóðleikhúsinu. Sýningin sem hér kemur fyrir sjónir almenninas er byggð á lífsreynslu Sigur- jóns sjálfs frá bernskuárunum, en Sigur- jón er fæddur og uppalinn á Siglufirði. Sýningin er opin daglega kl. 16:00- 21:00. Á sýningunni verður seld bókin Svartur sjór af sfld (síldarævintýrin miklu á sjó og landi) eftir Birgi Sigurðsson, útgefandi er Forlagið. Listasafn ASÍ, Siglufjarðarkaupstaður og Verkalýðsfélagið Vaka á Siglufirði bjóða til þessarar sýningar, Frá sýningu Sigurjóns Jóhannssonar: Sfldarævintýrið Ný bók frá Vöku-Helgafelli: HEIMSLJÓS Halldórs Laxness - gefið út í kiljuformi Bókaforlagið Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina Heimsljós eftir Halldór Laxness í kiljuformi, en þetta víðkunna skáldverk hefur til þessa einungis verið til í hefðbundinni útgáfu í ritsafni Nóbels- skáldsins. Fyrstu tvö bindi þessa mikla sagnabálks birtast á þessari bók, Ljós heimsins (sem kom út 1937) og Höll sumarlandsins (1938). Hér er um að ræða þá tvo hluta Heimsljóss sem fluttir hafa verið í Borgar- leikhúsinu í vetur í leikgerð Kjartans Ragnarssonar. Þessi nýja útgáfa Vöku-Helgafells af Heimsljósi er fimmta útgáfa verksins. Kápumynd bókarinnar er cftir Jón Reykdal listmálara. Prentvinnslu annað- ist G. Ben. Prentstofa Hf. Heimsljós er 314 blaðsíður. Útsöluverð bókarinnar með virðisaukaskatti er 1.286 kr. Listasafn Reykjavíkur Kjarvalsstaðir Laugard. 31. mars opnar í vestursal Kjarvalsstaða yfirlitssýning á verkum Guðmundu Andrésdóttur. Á sýningunni eru olíu- og vatnslitamyndir frá árunum 1958 til 1988. í austursal opna Jón Axel og Sóley Eiríksdóttir sýningu á olíuverkum og skúlptúr. Sýningarnar standa til 15. apríl. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 11:00-18:00 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Sýningin „ERÓTÍK“ í Gallerí Borg Mikil aðsókn hefur verið á sýninguna „Erótík" sem nú stendur yfir í Gallerí Borg við Austurvöll. Á henni sýna 10 listamenn 64 verk, en af þeim höfðu selst 24 verk á sunnudag. Sýningin er opin kl. 14:00-18:00, laug- ardag og sunnudag. Sölustaðir Gallerís Borgar í Austur- stræti 3 og Síðumúla 32 eru opnir á laugardag kl. 10:00-14:00. Illlllllllllllllllll■l MINNING i:'TIIIIIIHI7 :|T!^l:;:mi|!lll!llllllllii!i.:;/ ■:l!'|!|l||||||||||||,|:;,;, ''i^iiiiiiiiihiiii^,; ■ ■ ...... ........................ Móðurminning Jóhanna Pétursdóttir Fædd 8. október 1888 Dáin 29. mars 1990 Litið yfir liðna daga lífsins kraftur ævisaga brot úr ævisögu á blað bara til að geyma það í nótt ég ætla hjá þér mamina að vera ég skrifa því ég hef ekkert að gera við rúm þitt sit ég mamma mín það er nótt og máninn skín þú sefur óskaplega rótt og allt í kringum þig er hljótt megi guð einn um það fást að þú þurftir ekki að þjást minningar í huga mínum streyma eitt vorið er við áttum hvergi heima við áttum ekki annars kostar völ en flytja í tjald þótt nóttin væri svöl á undirsængum sváfum við í tjaldi saman hlið við hlið þá raulaðir þú móðir góð við fuglasönginn fögur ljóð og sögur oft þú sagðir þá um huldufólk og álfa smá já sex við sváfum öll í sama tjaldi sjö mánuði og svo kom sunnankaldi heppnin var með okkur þetta haust húsnæði við fengum sem var laust seinna reisti pabbi hús á lóð 1 þar sem forðum tjaldið okkar stóð öllum stundum vann hann hörðum höndum saman batt það okkur sterkum böndum fyrir fáum árum pabbi dó sýndir þú þá sanna ró. Pú gafst okkur börnum þínum yl því þú veist að annað líf er til dætur þrjár og soninn áttir einn til Ameríku fluttist þessi svein þó lífið hafi stundum verið grátt gastu alltaf verið við það sátt já alltaf varstu sátt við allt og alla ávallt áttir hugmynd góða og snjalla með brosi þínu bræddir klakaböndin alltaf var hún útrétt hjálparhöndin já móðurhöndin miðlaði og gaf alltaf hafði nógu að taka af börn þín fjögur fengu trú og traust og barnabörnin öll svo hraust nú er þrek þitt senn á þrotum allt kominn vetur allt orðið svo kalt þá er sælt að svífa sæl á braut þar sem enginn þarf að líða þraut þú kvaddir þennan heim með bros á brá og bráðum færðu annan heim að sjá og við þér tekur guð í hæðum háum við uppskerum svo öll því sem við sáum sjálfsagt færðu föður þinn að sjá sem þú aldrei sást hér jörðu á og móður sem þú misstir allt of fljótt og ömmu þína misstir líka skjótt ég veit það vel að pabbi stendur næst við gullna hliðið þó það verði læst við englasönginn opnast hliðið hljótt mamma mín ég býð þér góða nótt. Sigriður Hannesdóttir /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.