Tíminn - 03.04.1990, Síða 13

Tíminn - 03.04.1990, Síða 13
Þriðjudagur 3. apríl 1990 Tíminn 13. Bandaríkin, perestrojka og breytingarnar í Austur-Evropu í kjölfar hins vel heppnaða fundar um Sovétríkin, perestrojku og breytingarnar í Austur-Evrópu heldur Félag ungra framsóknarmanna fund um Bandaríkin, perestrojku og breytingarnar í Austur- Evrópu. Richard Rogers, stjórnmálafulltrúi í sendiráði Bandaríkjanna mun halda framsögu og svara fyrirspurnum. Fundurinn verður haldinn á efri hæð veitingastaðarins Punktur og pasta Amtmannsstíg 1, fimmtudaginn 5. apríl kl. 20.30. Allir velkomnir FUF í Reykjavík Skrifstofa kjördæmissambands framsóknarmanna á Vestfjörðum Skrifstofa kjördæmissambands Framsóknarmanna á Vestfjörðum, Framsóknarfélags ísafjarðarog ísfirðings að Hafnarstræti 8 á Isafirði verður fyrst um sinn opin frá mánudegi til föstudags frá kl. 13 til kl. 17. Síminn er 94-3690. Keflavík - Fram-orðið Frambjóðendur f lokksins til bæjarstjórnarkosninganna verða til viðtals á hverju kvöldi fram að kosningum að Hafnargötu 62, Keflavík. Keflvíkingar eru hvattir til að koma og kynna sér stefnu flokksins og ræða málin. Frambjóðendur Hafnarfjörður - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Hverfisgötu 25 alla virka daga milli kl. 17 og 19, laugardaga frá kl. 10 til 13.00. Sími 51819. Allir velkomnir, alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin Kópavogur - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið er í fullum gangi. Opið hús alla virka daga frá kl. 10.00-19.00 laugardaga frá kl. 10.00-13.00. Sími 41590. Framsóknarféiögin í Kópavogi REYKJANES Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR. Norðurland eystra Skrifstofa Framsóknarflokksins Hafnarstræti 90, Akureyri eropin alla virka daga frá kl. 16-19, sími 96-21180. Framkvæmdastjórn LFK Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna heldurfund miðvikudaginn 4. apríl n.k. kl. 17.30 í Nóatúni 21, þar sem konur í efstu sætum á framboðslista til sveitastjórna eru hvattar til þess að koma og ræða málin. LFK Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Breyttur afgreiðslutími Frá aprílmánuöi 1990 veröur afgreiösla vor í Tryggvagötu 28 opin frá kl. 8.15 til 15.00 daglega. TRYGGINGASTOFNU RÍKISINS SPEGILL Besta eftirherman sem Marilyn Monroe er karlmaður! Það er ótrúlegt en satt, að sú eftir- herma, sem hefúr tekist best upp í gervi hinnar látnu stjömu Marilyn Monroe, er karlmaður og heitir Jimmy James. Hann er Ameríkani af mexíkönskum ættum frá San An- tonio í Texas. A einum og hálfum klukkutíma bregður hann sér í Marilyn-gervið og hann hefur leikið þetta á nætur- klúbbum úg skemmtistöðum í nokkur ár. ' „Þetta byrjaði þannig, að ég var boðinn á grímuball þegar ég var í menataSkóla, og áö^allir að mæta klæddir sefn gamlar kvikmynda- stjömur,“ .segir Jimmy James í við- tali. Síðan segir hann frá því að hann hafi skoðað bók með leikara- myndum til að velja sér fyrirmynd á grímuballið. Sér til mikillar undranar komst hann að raun um, að hann hafði mjög líkt andlitsfall og Marilyn sál- uga, meira að segja fegurðarblettur- inn á efri vörinni var á sínum stað! Hann fékk fyrstu verðlaun á grímuballinu, og var hann síðan beðinn að koma fram og skemmta í klúbbi á staðnum. Síðan gekk þetta þannig um tíma, að Jimmy kom ein- stöku sinnum fram í Marilyn- gerv- inu. Svo var það 1983 að hann fast- réð sig til að leika Marilyn í nætur- klúbbum. Jimmy segist byrja á að bera „meik“ vel og vandlega á andlitið, og hressa svo upp á fegurðarblett- inn, en síðan tekur hann til við munninn. Það er mikið vandaverk, en hann teiknar hann fyrst vel upp með rauðum blýanti og fyllir svo upp i með varalit og setur „gloss“ yfir. Síðan lýsir hann því hvemig úkogum augun og setur s'g fölsKxFHlhhMÍn. Hárkollu hefur hann sjálfúr buic „Við Marilyn emm jafnhá, erT ég verð að láta fylla upp í kjólana sem ég klæðist, því vöxturinn er I heldur betur ólíkur,“ segir Jimmy, I en hann lætur stoppa upp brjóst og mjaðmir innan í kjólana og síðan verður hann að gæta sín að haida mittismálinu í lagi. James að krulla hárkolluna á efri myndinni, — en á þeirri neðri er hin raunverulega Marilyn. Á efri myndinni er Jimmy James bú- inn að bera á sig andlitsfarðann, en ekki farinn að mála sig,—en á neðri myndinni er hann að Ijúka við að mála á sig varir leikkonunnar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.