Tíminn - 03.04.1990, Síða 14

Tíminn - 03.04.1990, Síða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 3. apríl 1990 Sumarhátíð Framsóknarfélaganna í Árnessýslu verögr haldin í Hótel Selfoss, síöasta vetrardag, 18. apríl og hefst með borðhaldi kl. 20.30 stundvíslega. Sigrún Magnúsdóttir Heiöursgestir kvöldsins verða Sigrún Magnúsdóttir og Páll Pétursson. Sönghópurinn Snæfríöur og Sníparnir úr Þorlákshöfn skemmta. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. Þátttaka tilkynnist fyrir sunnudagskvöldið 15. apríl í síma 33686, Bjarnþór, 68896, Brynjar, 21025, Sigurbjörg, 21720, Svanlaug, 63307, Þórey. Miðaverð fyrir þríréttaða máltíð og dansleik kr. 3.000,-. Miðavarð á dansleik kr. 1.400,-. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Allir velkomnir. Nefndin Páll Pétursson Stokksevri JónHelgason Guðni Ágústsson Unnur Stefansdóttir Árlegur stjórnmálafundur og viðtalstími alþingismanna Framsóknar- flokksins verður haldinn í barnaskólanum Stokkseyri, fimmtudaginn 5. aþríl kl. 21.00. Akranes - Bæjarmál Undirbúningsfundir fyrir mótun stefnuskrár verða Framsóknarhús- inu, Sunnubraut 21, sem hér segir. 1. Skipulags- og umhverfismál 5. apríl 2. Félagsleg þjónusta 9. aprí. 3. Mennta- og menningarmál 10. apríl 4. Hafnarmál 17. apríl 5. íþrótta- og æskulýðsmál 23. apríl 6. Atvinnumál 24. apríl 7. Eldri borgarar 26. apríl Við vonumst til að sjá þig á sem flestum fundum. Vertu með í stefnumótun bæjarmála. Allir áhugamenn velkomnir. Ingibjörg, Steinunn og Jón. Gissur, Oddný og Soffía. ÍÞRÓTTIR Ciuðni Guðnason átti mjög góðan leik í síðari hálfleik gegn ÍBK í gærkvöld. Sigurður Ingimundarson Keflvíkingur kemur engum vörnum við á myndinni hér að ofan og Guðni skorar 2 af 14 stigum sínum í leiknum. Tímamynd Pjciur. Selfoss - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Oþið hús að Eyravegi 15, alla virka daga kl. 16.00-19.00, laugardaga kl. 10.00-13.00. Sími 22547. Allir velkomnir. - Heitt á könnunni. Framsóknarfélögin Selfossi + Móðir okkar Arndís Baldurs andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi 31. mars. Theodóra Berndsen Johann Baldurs + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför Guðrúnar Valdimarsdóttur fyrrverandi Ijósmóður Sérstakar þakkir færum við þjónustuheimilinu á Dalbraut og Vífils- staðaspítala fyrir hjúkrun og vináttu, þegar hún mest þurfti með. Fyrir hönd ættingja og tengdabarna. Christina Kjartansson Körfuknattleikur - Úrslitakeppnin: Bakvarðaeinvígi BÍLALEIGA með útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis interRent Europcar Páll Kolbeinsson átti stórleik fvrir KR-inga í gærkvöld, þegar liðið sigraði íslandsmeistara Keflvíkinga 81-72 í fyrsta leik liðanna um íslands- meistaratitilinn i körfuknattleik. Leikið var á Seitjarnarnesi fyrir fjölmenni. KR-ingar og Keflvíkingar mætast öðru sinni í Keflavík á fímm- tudag, en það sem fyrr sigrar í þremur leikjum verður íslandsmeist- ari. Leikurinn í gærkvöld er mjög fjörugur og í hnotskurn var sem um einvígi bakvarðanna Páls Kolbeins- sonar KR og Guðjóns Skúlasonar ÍBK, væri að ræða. Páll kom betur út úr þessu einvígi, þrátt fyrir að Guðjón skoraði meira. Þarna eru tvímælalaust á ferðinni langbestu bakverðir landsins. Keflvíkingar hittu illa fyrstu mín. leiksins í gær, léku sterka vörn, en tóku síðan heldur betur við sér og náðu góðu forskoti 6-17. Þá fannst Páli Kolbeinssyni nóg komið og 8 stig frá honum og 2 frá Birgi Mikaels- syni, ásamt aðeins 4 stigum ÍBK, breyttu stöðunni í 18-19. Leikurinn hélst í jafnvægi fram að leikhléi, liðin skiptust á um að leiða, en hléinu var staðan 36-33 KR í vil. Þeir Guðjón og Páll, sem gert höfðu 16 og 15 stig í fyrri hálfleik, hófu þann síðari með þriggja stiga körfum. KR-ingar náðu fljótlega undirtökunum og munaði þar mest um að varamenn þeirra komu mun sterkari inná en Keflvíkinga. Sér- staklega lék Hörður Gauti Gunnars- son vel. Þegar 9 mín. voru liðnar af hálfleiknum voru KR-ingar 10 stig- um yfir 60-50. Pressuvörn Keflvík- inga slóg KR-inga nokkuð út af laginu, en munurinn hélst áfram nokkurn vegin sá sami. Lokatölur voru 81-72. Auk Páls áttu þeir Guðni og Axel mjög góðan leik fyrir KR, Kovtoum lék og vel ásamt Gauta í síðari hálfleik. Hjá ÍBK var Guðjón stór- góður, Sandy Anderson var sterkur en aðrir náðu sér ekki á strik í sókninni. Liðið lék góðan varnarleik og kom það í veg fyrir enn stærra tap. Leikinn dæmdu þeir Helgi Braga- son og Bergur Steingrímsson og áttu þcir ágætan dag. Stigin KR: Páll 25, Guðni 14, Axel 12, Birgir 10, Kovtoum 8, Gauti6,Lárus3ogMatthías2. ÍBK: Guðjón 32, Anderson 12, Sigurður 8, Falur 5, Nökkvi 5, Magnús 4, Einar 4 og Ingólfur 2. BL

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.