Tíminn - 03.04.1990, Side 15

Tíminn - 03.04.1990, Side 15
Þriöjudagur 3. apríl 1990 Tíminn 15 llllllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR lllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll KA vann KR KR-ingar máttu þola ósigur fyrir KA-mönnum nyrða í VÍS-keppninni 22-19, en í leikhléi voru heimamenn yfir 11-10. Mörkin KA: Erlingur 7/2, Pétur 5, Friðjón 4, Karl 3, Jóhannes 2 og Sigurpáll 1. KR: Páll 7/1, Stefán 7/1, Sigurður2, Konráð 1, Þorsteinn 1 og Guðmundur 1. BL Staðan í 1. deildinni í handknattleik FH ....... 15 13 1 1 400-335 +75 27 Valur.... 15 12 1 2 401-340 +61 25 Stjarnan... 15 9 2 4 345-324 +21 20 KR ....... 15 7 3 5 323-319 4 17 KA ....... 15 6 1 8 340-358 -18 13 ÍBV...... 15 5 3 7 347-350 - 3 13 ÍR....... 15 5 2 8 325-339 -14 12 Grótta .... 15 4 1 10 326-360 -34 9 Víkingur . . 15 2 3 10 329-362 -33 7 HK ....... 15 2 3 10 310-360 -50 7 Knattspyrna: (sland gegn Bermuda í dag íslenska knattspyrnulandsliðið er nú statt í vesturheimi og leikur í dag landsieik gegn Bermuda. Lið Berm- uda er þekkt fyrir ákaflega hættulegt þríhyrningsspil, svokallað „Berm- uda þríhymingsspil“ en hvort ís- lenska liðið á svar við því kemur í Ijós í kvöld. íslenska liðið er í dag án atvinnumannanna og nokkrir nýlið- ar eru í landsliðshópnum. BL Vinningstölur laugardaginn 31. mars ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 2.816.008 2. 4a7#fSg 4 143.975 3. 4af5 173 5.742 4. 3af 5 5.392 429 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.514.450 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 -'LUKKULÍNA 991U02 Kristján Ársælsson sigraöi í -80 kg flokki í B-hluta íslandsmótsins í vaxtarrækt sem fram fór á Akureyri fyrir rúmri VÍkll. Tímamynd Halldór Ingi. Guðmundur marði sigur A-hluti ísiandsmótsins í vaxtar- rækt fór fram á Hótel íslandi á sunnudaginn og var hart barist um sigur í flestum flokkum. í opnum flokki kepptu þeir ein- staklingar sem sigrað höfðu í þyngd- arflokkunum. Guðmundur Braga- son sigraði í opnum flokki karla. Hann marði þar sigur gegn ívari Haukssyni, en ívar hafði borið sigur úr bítum í þyngsta flokknum. Priðji í opna flokknum varð Hreinn Vil- hjálmsson. í opnum flokki kvenna sigraði unnusta Guðmundar, Inga S. Stein- grímsdóttir, en hún hafði nokkra yfirburði. í öðru sæti varð Auður Hjaltadóttir og í þriðja sæti varð Pórdís Anna Pétursdóttir. BL Glæsileg vaxtarrækt- arkeppni á Akureyri Frá Halldóri Inga Asgcirssyni fréttaritara Tímans Sunnudaginn 25. mars sl. fór fram ■ Sjallanum íslandsmeistaramótið í vaxtarrækt og var keppt í B-flokki karla og kvenna og unglingaflokki. Keppnin var gífurlega jöfn og spenn- andi og munaði oft hársbreiddum á keppcndum. Einna hörðust var keppnin í kvennaflokknum en þar börðust þær um sigurinn Auður Hjaltadóttir frá Akureyri og Inga Steingrímsdóttir úr Reykjavík. Hafði Auður betur í hörku keppni. Einnig var um hörku tvísýna keppni að ræða +80 kg flokki karla, en þar marði Guðmundur Marteins- son sigur gegn ívari Haukssyni. Var þar greinilegt að dómararnir mátu meira betri skurð og lögun, fremur en mikinn vöðvamassa, en þar hafði Ivar vinninginn. í heildarkeppni unglinga sigraði Magnús Bessason frá Hafnarfirði, en glæsilegustu pósur keppninnar komu þó frá Kristjáni Ársælssyni í á Akureyri: — 80 kg flokki karla en þær voru hreint frábærar. Sigurvegarar í einstökum flokkum á mótinu voru: Kvennaflokkur, opinn flokkur: 1. Auður Hjaltadóttir Akureyri. 2. Inga Steingrímsdóttir Reykjavík —80 kg flokkur karla: 1. Kristján Ársælsson Reykjavík 2. Sveinn Geirsson Reykjavík +80 kg flokkur karla: 1. Guðmundur Marteinsson Akureyri 2. ívar Hauksson Reykjavík Unglingaflokkur -70 kg: 1. Jóhann Gunnarsson Akureyri 2. Elmar Diego Reykjavík Unglingaflokkur —80 kg: 1. Páll Valdimarsson Reykjavík 2. Kristján Jónsson Reykjavík Unglingaflokkur +80 kg: 1. Magnús Bessason Hafnarfirði 2. Óskar S. Barkarson Reykjavík Heildarkeppni unglinga: 1. Magnús Bessason Hafnarfirði 2. Óskar S. Barkarson Reykjavík 3. Páll Valdimarsson Reykjavík JB/BL Handknattleikur-VIS keppnin: HK-MENN K0MA ENN Á ÓVART HK-menn hafa komið mjög frískir til leiks eftir hléið sem varð á íslandsmótinu í handknattleik og ekkert lið getur nú fyrir fram bókað sigur gegn þeim. Stjörnumenn úr Garðabæ höfðu þó heppnina með sér á laugardaginn er þeir fengu Kópavogspiltana í heimsókn, sigr- uðu með marki úr vítakasti í síðustu sekúndu 20-19 og HK er því enn í neðsta sæti deildarinnar. Stjarnan hafði yfir í fyrri hálfleik og leiddi t leikhléi 12-9. f síðari hálfleik jöfnuðu HK-menn 12-12, en misstu Stjörnuna aftur fram úr sér 15-12. Þeir voru ekki af baki dottnir og jöfnuðu 16-16 og aftur 19-19. Einum færri tókst Stjörnumönnum að fiska vítakast á lokasekúndunni og úr því skoraði Einar Einarsson sigurmark Garðbæinga 20-19. Mörkin Stjarnan: Einar 5/3, Haf- steinn 4, Gylfi 3, Hilmar 3, Sigurður 3, Sigurjón 1 og Skúli 1. HK: Óskar 4, Magnús 4/1, Eyþór 3, Róbert 2, Rúnar 2, Ásmundur 2, Ólafur 1 og Gunnar 1. Öruggt hjá Val Valsmenn unnu öruggan sigur á ÍR-ingum í Seljaskóla 20-26, eftir að hafa haft yfir í leikhléinu 8-11. Valsmenn gerðu út um leikinn þegar í upphafi með því að skora 5 fyrstu mörkin í leiknum og lengst af eftir það var 4-6 marka munur. Einar Þorvarðarson fór á kostum í marki valsmanna og varði um 20 skot og var hann besti maður vallar- ins. Dómarar leiksins þeir Egill Már Markússon og Kristján Sveinsson vöktu athygli fyrir furðulega dóma. Mörkin ÍR: Ólafur 6/3, Frosti 5, Matthías 3, Jóhann 2, Magnús 2, Róbert 1 og Sigfús Orri 1. Valur: Jakob 6, Valdimar 5/2, Brynjar 5, Jón 4, Finnur 3, Júlíus 2 og Sigurjón 1. FH sigur í slökum leik Það var fátt um fína drætti þegar FH vann Víking 19-21 í Laugardals- höll. í leikhléi voru Hafnfirðingarnir yfir 8-12. f síðari hálfleik náðu Víkingar að jafna 16-16, en FH-ing- ar voru sterkari á endasprettinum og sigruðu öruggiega. Mörkin Víkingur: Birgir 5/3, Bjarki 4, Siggeir 4, Guðmundur 3, Einar 1, Karl 1 og Ingimundur 1. FH: Óskar 6/2, Guðjón 4, Gunnar 4, Héðinn 4/2, Jón Erling 1, Þorgils Óttar 1 og Hálfdán 1. Grótta af botninum Gróttumenn unnu mikilvægan sig- ur á fBV á Nesinu 29-23, eftir að staðan í leikhléi 16-14 Gróttu í vil. Með þessum sigri tókst Gróttu- mönnum að komast upp úr fallsæt- inu, en þar sitja nú eftir HK og Víkingur. Gróttumenn eru þó engan vegin sloppnir við falldrauginn. Mörkin Grótta: Halldór 10, Will- um 7/5, Svafar 6, Stefán 3, Páll 2 og Davíð 1. ÍBV: Sigurður G. 7/3, Guðmundur 5, Guðfinnur 3, Þor- steinn 3, Sigurður F. 3 og Jóhann 2. BL íslandsmótið í vaxtarrækt

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.