Tíminn - 03.04.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.04.1990, Blaðsíða 16
AUGLVSINGASÍMAR: 680001 — 686300 'i *ruoM&r ^ __ fiárrr&l en^ u RÍKiSSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR © VEíVDBRÉFAUtBSKIPTf Hafnorhúsinu v/Tryggvagölu, SAMVINNUBANKANS S 28822 SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 PÓSTFAX TÍMANS 687691 Tíminn ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 „Fuglaóvinafélagið á Keflavíkurflugvelli“ varði á síðasta ári miklum tíma og 2.900 skotum í baráttunni við fugla innan vallarsvæðisins: Baráttan við fuglana stóð í 2.300 stundir Fuglaóvinafélag Keflavíkurflug- vallar" skaut rúmlega 1.400 fugla á síðastliðnu ári. Ovinir fuglanna á Vellinum hleyptu þó af jafn mörg- um skotum sem ekki hæfðu, en samtals var hleypt af2.882 skotum. Til þessarar iðju vörðu þeir tæplega 2.300 vinnustundum, sem aftur þýðir að rúmlega einu skoti hefur verið hleypt af á hverjum klukku- tíma. Undanfarin sex ár hefur starfað nefnd á Keflavíkurflugvelli, sem með það markmið að reyna að stemma stigu við umferð fugla á vallarsvæðinu. Aðilar að nefndinni eru Vamarliðið, Öryggisnefnd Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna og Flugmálastjóm. Flún gengur í daglegu tali undir nafninu „Fugla- óvinafélag Keflavíkurflugvallar“. Það em starfsmenn flugvallar- slökkviliðsins sem annast sjálfa framkvæmdina og sinna bæði veið- um og fælingu fuglanna. Síðast liðin fimm ár er vitað um 123 árekstra, sem orðið hafa á milli fugla og flugvéla við Keflavíkur- flugvöll. Með þessum aðgerðum flugvallaryfirvalda hefur dregið úr árekstmm af þessu tagi til muna, úr 45 árið 1985 í 6 árið 1989. „Mávurinn hcfur viljað verpa héma á milli brauta," sagði Harald- ur Stefánsson, hjá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar í samtali við Tímann. „Með því að spila segul- bönd með örvæntingarhrópum þeirra og hleypa af gasbyssum, sem gera mikinn hávaða, hefúr okkur gengið nokkuð vel að halda þeim frá á varptímanum í apríl og maí. Að vísu læra fuglamir fljót- lega á þessi hljóð og þá veðmm við að fara að skjóta þá. Við geram út á þetta, ég er héma með menn sem em þjálfaðir í skotfimi og þeim era skaffaðar byssur og skot.“ „Fuglaóvinir" skutu áberandi mest af sílamáv á síðasta ári, eða 1.198 fúgla. Þá vora skotnir 151 svartbakur og 90 kjóar. Kerfis- bundin skotveiði á flugvallarsvæð- inu hófst fyrir Ijóram áram og hef- ur borið góðan árangur, en að sögn kunnugra era byssur hlaðnar al- vöra skotum eina aðferðin sem skilar árangri í baráttunni við fugl- inn. Aðspurður um hvort að ekki væri varið miklum tíma og mörgum skotum til þess að bana þó ekki fleiri fuglum benti Haraldur á að starf „Fuglaóvinafélagsins" væri ekki einungis að skjóta fuglanna og fyrir utan að fjarlægja hræin, færi mikil tími í að fæla fúglana frá. Til viðbótar drápi „fúglaóvina“ skutu starfsmenn veiðistjóra rúm- lega þúsund máva á Suðumesjum, utan flugvallarsvæðisins. Ekki kemur fram í heimild Tímans, Flugheimild fréttablaði Flugmála- stjómar, hve mörgum skotum starfsmenn veiðistjóra eyddu á mávana. Þó verður að telja líklegt að nýtnin hafi verið betri þar sem veiðistjóri var fenginn til þess að þjálfa starfsmenn slökkviliðsins, í kerfisbundnum útrýmingum varg- fugls innan vallar með haglabyss- um. - ÁG mmm Von á aust- lægum áttum Hafis er cnn landfastur frá Aðal- vík að Kögri og er tveggja sjó- milna isbelti með landi fyrir Hom, þar fyrir utan er Isinn þéttari. Þór Jakobsson deildarstjóri hafis- deildar Veðurstofnunnar sagði ( samtali við Tímann að til allrar hamíngju værí von á hraustlegum austlægum áttum á miðvikudag og fimmludag. Það ætti að hefla frekari frarorás hafiss frá Græn- landssundí og einnig að ýta þeim hafis frá sem kominn er að landi. Siglingaleiðin fyrír Hom er lok- uð, en um isinn gæti losnað með austlægu vindunum á miðviku- dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF- Sif fór í ískönnunarílug i gær og kom þá i Jjós að ísjaðarinn úti fyr- ir Vestfjörðum markast af eftir- töldum punktum, 11 sjómílur norðvestur af Kópanesi, 5 sjómil- ur norðvestur af Barða og 4 sjó- mílur norðvestur af Deild og það- an liggur hann í átt að Aðalvík. Á þessu svæði voru ísrastír með lænum á milli, cn um 5 sjómilum uúir sást i þéttari is. Landfost is- röst vor við Galtorvita að Deild, en greiðfært var þar fyrir utan, um eina sjómilu frá iandi. Á sigling- arleiðinni frá Bjargtöngum að Galtarvita voru stakir jakar og sundurlausar ísrastir og okkcrt sem hindraðí siglingar með að- gæslu. Landfastur fs var firá Aðal- vík að Kögri og teygði sig út til norðvesturs og þaðan t norðaust- ur. Tveggja sjómflna ísbelti var með landi frá Kögri austur fyrir Hom og suður undir Geirólfs- gnúp, þar fyrir utan var fsinn þétt- ari ABÓ. Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir fundaði um Þjóðleikhúsið í gær og frestaði af- greiðsíu þar sem enn hefur ekki verið sýnt fram á að framkvæmdir verði innan fjárlaga: Vilja sannanir áður en grænt Ijóst fæst Alþingismenn lögðu leið sína í Þjóð- lcikhúsið í gær, þar sem þeim var boðið upp á leiðsögn um húsið og jafnframt kynningu á fyrirhuguðum endurbótum. Ekki cra allir á eitt sátt- ir um hvemig að þeim skuli staðið og fyrir Alþingi liggur frumvarp um að leikhúsið verði friðað og þingsálykt- unartillaga um að Þjóðleikhúsið skuli varðveitt í upphaflcgri mynd. Menn velta því einnig fyrir sér hvort kosmaður við endurbætur og rekstur leikhússins standist áætlun á fjárlög- um. Samstarfsnefnd um opinberar framvæmdir fundaði um málefni Þjóðleikhússins í gær. Afgreiðslu málsins var frestað, en ekki hafa enn verið lagðar fram sannanir fyrir því að framkvæmdir rúmist innan þess ramma sem þeim er ætlaður á fjár- lögum. „Okkur hefur ekki verið sýnt ffam á að framkvæmdimar verði innan þeirra fjárveitinga, sem fyrir hendi era og á meðan það verður ekki af- greiðum við ekki rnálið," sagði Alex- ander Stefánsson, fulltrúi fjárveit- inganefndar Alþingis í nefndinni, í samtali við Tímann í gær. Eins og skýrt var ffá í Tímanum fyr- ir nokkram vikum, hefúr samstarfs- nefndin vald til þess að hleypa ekki af stað opinberum framkvæmdum. Nefndin krafðist þess í byijun febrú- ar að lagðar yrðu fram áætlanir þar sem sýnt yrði fram á hvemig halda ætti rekstri og endurbótum á Þjóð- leikhúsinu innan ramma fjárlaga. Þessar áætlanir hafa enn ekki borist. Og það era fleiri en samstarfsnefnd- in sem hafa áhyggjur af málefnum Þjóðleikhússins. I gær var Guðrúnu Helgadóttur, forseta sameinaðs þings afhent áskoran ffá 122 arkítektum, þar sem skorað var á alþingismenn á að beita sér fýrir því að sal og sviði Þjóðleikhússins yrði ekki breytt í tengslum við endurbætur á húsinu. - ÁG Myndatexti: Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson og menntamálaráðherra um, þar sem fyrirhugaðar breytingar eru sýndar. T\LAY0UT\MYND1N.AG Svavar Gestsson skoða líkan af saln- Tfmamynd Ámi Bjama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.