Tíminn - 04.04.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.04.1990, Blaðsíða 3
Miövikudagur 4. apríl 1990 Tíminn 3 Frumvarp til nýrra laga um náttúrurann- sóknir og Náttúru- fræðistofnun íslands: Náttúruhús í Vatns- Nefhd sem menntamálaráðherra skipaði sl. sumar til að semja drög að frumvarpi til nýrra laga um náttúru- rannsóknir og Náttúrufræðistofnun íslands hefúr lokið vinnu sinni. Nefndinni var jafnframt falið að kanna möguleika á byggingu nátt- úrufræðihúss á höfúðborgarsvæðinu og að athuga stöðu náttúrugripasafna í öðrum landshlutum. I skýrslu nefhdarinnar um Náttúruhús í Reykjavík er mælt með að húsið verði byggt í Vatnsmýrinni, austan Norræna hússins, vegna nábýlis við háskólann. Gert er ráð fyrir að frumvarpið sem nefndin samdi komi í stað gildandi laga um almennar náttúrurannsóknir og Náttúrufræðistofnun Islands. Helstu nýmæli í frumvarpinu eru að Náttúrufræðistofnun er skilgreind sem landsstofnun og geta setur henn- ar verið á allt að fimm stöðum í land- inu. Samkvæmt bráðabirgðaákvæð- um er þó aðeins gert ráð fyrir einu setri utan Reykjavíkur á næstu fimm árum, þ.e. á Akureyri. Heimild er til að veita náttúrustofúm í kjördæmum tiltekinn fjárhagsstuðning frá ríkinu. I ákvæðum til bráðabirgða er kveðið á um að heimild verði veitt fyrir tveimur slikum náttúrustofum innan fimm ára frá gildistöku laganna, í Neskaupstað og í Vestmannaeyjum. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að uppbygging og rekstur náttúrusýn- ingasafna verði aðskilin frá rann- sóknum og verða verkefhi sérstakra félaga. Einnig er í frumvarpinu kveð- ið á um tengsi Náttúrufræðistofnunar við aðrar rannsóknarstofnanir og samstarf hennar og náttúrustofa. I skýrslu nefndarinnar um Náttúru- hús í Reykjavík kemur fram að gerð er sú tillaga stofnað verði um það sérstakt félag og að eigendur þess verði ríki, Reykjavíkurborg, Háskóli íslands og ef til vill fleiri aðilar. í Náttúruhúsi verði Náttúrufræðistofn- un íslands í Reykjavík, Náttúrusafn í Reykjavik i nánu sambýli við rann- sóknir og kennslu Háskólans á sviði líffræði og jarðfræði. Byggingar þessar yrðu í Vatnsmýrinni austan Norræna hússins, en milli þeirra og Hringbrautar yrði friðland til að vemda fúglalíf og aðrennsli vatns í Tjömina. I heild yrði fyrsti áfangi Náttúm- húss um 5700 fermetrar og er áætlað- ur kostnaður um 550 milljónir króna. Þar af væri húsnæði Náttúmsafns í fyrsta áfanga um 3300 fermetrar og 2400 fermetrar fæm undir Náttúm- fræðistofnun. I skýrslu nefndarinnar kemur fram að miðað við þær undir- tektir sem stofnun slíks Náttúmhúss fékk hjá hlutaðeigandi aðilum. telji nefndin raunhæft að Náttúmhús verði risið síðla árs 1994 og gæti því Náttúmsafn tekið til starfa í ársbyij- un 1995. —ABÓ vsMgi Reitur A: Skattskyld velta, þ.m.t. úttekt til eigin nota, sala rekstrar- fjármuna og innborganir fyrir afhendingu. Fjárhæðin færist án virðisaukaskatfs. Reitur B: Undanþegin velta. Hér er m.a. átt við útflutning, sölu dagblaða og aöra sölu sem ber „núllskatt". Ekki skal færa hér upplýsingar um undanþegna starfsemi. . ( Reitur C: Útskattur, sá skattur sem a uppgjörs- tímabilinu hefur fallið á skattskylda veltu, þ.e. reiknaður útskattur af allri sölu eða afhendingu skv. reit A. Reitur D: Innskattur, sá skattur sem á uppgjörs- tímabilinu hefur fallið á kaup eða eigin innflutning á vörum eða þjónustu til nota í rekstrinum, þ.e. aðföng sem varða sölu á vöru, vinnu eða þjónustu skv. reitumAogB. ReiturE: Fjárhæðtil greiðslu eða inneign. Ef útskattur, skv. reit C, er hærri en innskattur, skv. reit D, skal merkja við í reitinn „Til greiðslú' en ef innskattur er hærri en útskattur skal merkja við í reitinn „Inneign". Athygli skal vakin á því að ef skilafjárhæð er núll eða engin starfsemi hefur farið fram á tímabilinu ber samt að fylla skýrsluna út og skila henni. Fyrirfram áritaðir gíróseðlar iröisaukaskattsskýrslan er í formi gíróseðils. Gjaldanda ber aö nota þá skýrslu sem honum berst árituð. Berist skattskyldum aðila ekki árituð skýrsla skal hann nálgast hana hjá skattstjóra eða innheimtumanni í sínu umdæmi og árita hana. Hvenær á að skila skýrslu? jalddagi virðisaukaskatts er 5. apríl. Til að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á gjalddaga. Athygli skal vakin á því að ekki nægir að póstleggja greiðslu á gjalddaga. Hvar má greiða? * kýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má skilatil banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má greiða hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, sýslumenn og bæjarfógetar kaupstöðum, bæjum og sýslum, og lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli. Athygli skal vakin á því að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við skýrslum sem áritaðar hafa verið af skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun verður að skila henni til innheimtumanns ríkissjóðs. Inneignarskýrslur Mm f innskattur er hærri en útskattur, þ.e. gjaldandi á að fá endurgreiðslu á virðisaukaskatti, skal skila skýrslunni til skattstjóra í viðkomandi umdæmi. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI MtLCJÓNA-HAPPDRÆTTl HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.