Tíminn - 04.04.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.04.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 4. apríl 1990 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gislason Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstolúr Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning ogumbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Mánaöaráskrift í kr. 1000,-, verö í lausasölu í 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 ísland og Evrópa Aukinn áróður danskra ráðherra og fleiri stjóm- málamanna þar í landi um að íslendingar gangi í Evr- ópubandalagið ásamt Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, þurfti í sjálfu sér ekki að koma á óvart. Þessi afstaða danskra stjómmálamanna, einkum forystumanna þríggja stærstu stjómmálaflokkanna þar í landi, íhaldsflokksins, miðflokksins Venstre og sósíal- demókratanna, hefur lengi verið augljós og lítill mun- ur á skoðun þeirra í þessu efni. Helstu áhrifa- og valdaflokkar Danmerkur em sem ein blökk i vissunni um ágæti Evrópubandalagsins. Um margra ára skeið hafa danskir stjómmálafor- ingjar opinberað þá skoðun sína við ýmis tækifæri að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Norðurlönd væru öll gengin í Evrópubandalagið. Hins vegar hef- ur enginn beinn áróðurskeimur verið að þessum yfir- lýsingum danskra stjómmálaforingja fyrr en með endurteknum ræðuhöldum og skrifum danska utan- ríkisráðherrans, Uffe Ellemanns-Jensens, upp á síð- kastið. Þótt skrif hans og ræður hefðu á sér svip hrein- skilninnar, sem síst ber að lasta, er þar einnig að fínna þekkingarskort á aðstæðum í öðmm löndum, ekki síst á Islandi. A þetta var bent í forystugrein Tímans 28. mars sl., og sagði að ákall danska utanríkisráðherrans um að allar Norðurlandaþjóðir fæm í fótspor Dana í Evrópu- málum, lýsti slíkri vanþekkingu á íslenskum stjóm- málum, að íslensk stjómvöld ættu að nota tækifærið til þess að ítreka skýrt og skorinort stefnu sína um að Island muni hvorki nú né síðar ganga í Evrópubanda- lagið. Til þessarar afstöðu liggja bæði efnahagsleg og pólitísk rök, sem nauðsynlegt er að forystumenn Evr- ópubandalagsins og einstakra aðildarríkja þess geri sér grein fyrir. I rauninni hefði það verið eðlilegt framhald af blaðagrein Uffe Ellemanns-Jensens, sem birt var samtímis í Kaupmannahöfn, Helsingfors, Stokk- hólmi, Osló og Reykjavík, að íslenski utanríkisráð- herrann hefði svarað henni í sömu blöðum með þeim skýrleika um höfúðatriði málsins sem grein danska ráðherrans gaf tilefni til. Höfúðatriði þessa máls af hálfú íslendinga var ekki hvort Uffe Ellemann-Jensen mæti rétt samningsstöðuna milli EFTA og EB um sameinað evrópskt efnahagssvæði, heldur sá mis- skilningur hans að stíflur í samningaviðræðum yrðu til þess að Islendingar teldu sig nauðbeygða að breyta grundvallarstefnu sinni í Evrópumálum. Sannleikurinn er sá, að þótt af formsástæðum væri rétt að íslendingar tækju þátt í EFTA — EB viðræð- um þeim, sem nú eiga sér stað, hefúr aldrei verið fúll- vissa í nokkurs manns hug um að þessar viðræður gætu fullnægt þörfúm íslendinga eins og þær birtast í margvíslegum fyrirvörum um efni slíkra samninga. Islendingar hafa fyrirvara um svo að segja alla þætti samningaviðræðnanna nema að því er tekur til gagn- kvæms viðskiptafrelsis með sjávarvörur og almennan iðnvaming. Hvernig þessu reiðir af í núverandi samn- ingalotu veit enginn. En fyrirvarastefnan er eftir sem áður nauðsynleg. Það verða leiðtogar Evrópubanda- lagslanda að skilja, þ.á m. danskir ráðherrar, en fyrst og fremst Islendingar sjálfir. GARRI Hómópatar gegn nikótíni Menn þurfa ekki að vera fram- leiðendur á tóbaki til að finna hjá sér þörf tíl að rísa upp og and- mæla þeirri hömlulausu skerð- ingu á rétti einstaklingsins til að reykja, sem nú fer um landið eins og eldur í sinu undir forustu laekna, sem halda að þeir geti upphafið dauöann i skjótri svip- an. Herferðin um siðustu helgi tókst vel. í henni safnaðist á Ijórða tug miUjóna til varnar- starfs gegn einum sjúkdómi og er aUt gott um það að segja. Hins vegar fylgir einhverskonar reyk- ingageðveiki i kjölfarið, þar sem gengið er fram með oddi og eggju og undirbúið að taka upp fleiri reyklausa staði en nú eru fyrir og miða að þvi að gera landið reyk- laust um aldamótin. Banameinum fjölgar Ástæðulaust er að hamla ámóti því að menn hætti að reykja. En herferðir gegn reyk- ingum undir þvi yfirskyni að ver- ið sé að verjast krabbameini hef- ur þann keim af mannkynsfrelsun, að það er ekki nema fyrir heilsufrík að ástunda þann áróður í atvinnuskyni. VarJa standa menn að þessu reyk- lausa æði öðruvisi en fá borgað fyrir það. Nú er i tisku að koma sér upp dögum. Og í gær var svo- nefndur streitudagur með tilheyr- andi kjaftæði i sjónvarpi, i leik- mönnum i greininni eða hálfgerðum leikmönnum. Og svo var blaðrað og blaðraö, án þess nokkur yrði einhvers nær um streitu. Enda var það ekki til- gangurinn. Menn fóru hins vegar nokkuð nærri um það, að leik- menn i læknisfræðinni telja streitu lifshættulega, svo bana- meinum er alltaf að fjölga. Gott er á meöan einhverjir hafa kaup fyr- ir að fjölga þeim. Fjölmiðlar verða alltaf mjög uppteknir af svona dögum og reykingabanni, fituáti, mjólkur- drykkju og sætindum. En þeir eyða litlu púðri í áfengið. Þegar bjórinn kom ætluðu tjölmiðlar að rifna og er jafnvel enn að rifna út af bjór. Þannig er áfengið hinn fini og hlutlausi banamaður í fjöl- miðlum. Það er ekki efnt til brennivinsdaga i fjölmiðlum og ekki talað um að banna að bera fram áfengi í flugvélum. En þar er bannað að reykja að einhverjum eða öllum hluta. Samt er vitað að áfengi er bráðdrepandi. Það er eins og læknavisindin hafi ákveð- ið að allt sé i lagi með að drepast úr áfengissótt, en fái menn krabbamein þá skal skrifa það á nikótin. Bandamenn dauöans í gær heyrðist í útvarpsfrétt- um skelfilega há tala um dauðsföll af völdum krabbameins vegna reykinga. Var nefnd talan tuttugu og flmm milljónir manna um næstu aldamót. Já, einmitt. Hvað verður mannijöldinn í heiminum mikill á næstu aldamótum? Hvað ætli áfengið eyðileggi mörg mannslíf um aldamót? Enginn spyr aö því. Meðferð á tölum er varasöm og meðferð itarefna meðal al- mennings er lika varasöm. Maður sem hættir að reykja, sem hann gerir kannski vegna þess að hann vUI sanna fyrir sjálfum sér að hann sé ekki háður níkótini, deyr kannski nokkru seinna úr alit öðru en afleiðingum reykinga Samt er hann kominn í talna- dæmi heilsufríkanna um reyking- ar og dauða með hjálp lækna sem eru duglegir að tenga saman or- sakír og afleiðingar. Læknisfræð- ín hefur opnast upp á gátt fyrir svonefndum fyrirbyggjandi að- gerðum. Þannig hafa hómópatar fengið löggildingu í fjölmiðlum, eins og þeir sem voru í sjónvarp- inu f gærkveldi. Kominn er upp hópur fólks, sem hefur Iiflbrauð sítt af þessu hómópati. Þeir slást jöfnum höndum við nikótin og streitu. En af því þeir eru hómó- patar taka þeir aldrei allt dauös- fallasviðið fyrir. Það yrði þeim um megn, en þó öllu heldur; það gerði þá atvinnulausa. Ilið versta er að læknar gefa þessum hómópötum einskonar löggildingu. Dauðsfollin um aldamót verða nokkru meiri en tuttugu og fimm milljónir á einu ári. Þau verða fleiri einfaldlega vegna þess að fólki eru búin þau óskaplegu ör- lög að deyja. Og fólk deyr úr ein- hverju. Læknar og hómópatar eru orðnir sammála um það, að banna eitt og annað undir kjör- orðinu: Annars deyrð þú. Maður sem hefur hætt að reykja í gær getur orðið undir bíl i dag. Samt banna þessir hómópatar ekki bíla. Þannig er tilgangslaust að tclja fólki trú um að það muni lifa að eilífu aðcins ef það hættir aö reykja. Slikur áróður byggir á ótt- anum við dauóann. Læknar og hómópatar hafa þannig gert dauð- ann að sinum sterkasta banda- manni. I nafni hans ganga þeir fram, þessir krossfarar nútimans, blaörandi um tölur og hlutfóll á meðan mannkynið deyr og endur- nýjast án þess að hlusta á röflið. Fyrirbyggandi aðgerðir hómópata byggjast á staðhæfingum um að við séu dauðans matur. Garri Óbærilegur léttleiki Fádæma vinsældir Morgunblað- isins byggjast ekki hvað síst á því hve grínagtugt það er. Léttleiki í efnisvali og skrifum gerir lesendum glatt í geði og laðar allt þetta þá markaðsfróðu sérfræðinga auglýs- ingakontóra að hinu vel upplýsta stórveldi skoðanamyndunar, eins og mölflugur að ljósi. Þama er búið að gangsetja þá eilífðarvél sem svo marga dreymir um að smíða, en hana þarf aðeins að smyija nokkuð þykkt með afli þeirra hluta sem gera skal og þá malar hún settilega. Eitt álitlegasta skemmtiefni Morgunblaðsins eru viðskiptasíð- umar og sérstök viðskiptaútgáfa. Færist þessi efnisflokkur sífellt í aukana og ber þar margt skondið fyrir augu. Þama er rætt um íslensk pínufyrirtæki af öllu því viti sem kennt er í bandarískum viðskiptahá- skólum og á þessum vettvangi emm við nú aldeilis þjóð meðal þjóða og íslensku fyrirtækin bjóða alþjóðleg- um auðhringum birginn. Mikið er skrifað um að við verð- um að varast að dragast ekki aftur úr í þeirri guðfræði þar sem markaðs- þekking er æðsta boðorðið. Japanir senda gáfaða unglinga í svona skóla til að læra hvemig þeir eiga ekki að haga sér í viðskiptum, enda gengur þeim bærilega við sína auðsöfnun. En Ameríkanar em sárir og reiðir vegna þess að farið er að kvisast að synir sólarinnar nota frjálshyggjuna sér til framdráttar í útlöndum, en láta sér eðlilega ekki detta í hug að innleiða þá hjáfræði alla í sitt eigið þjóðlff A uppleið Margt er skondið í þessu saman- safni markaðsfróðleiksins þar sem grafalvarlegir uppar viðra áhyggjur af því að frelsið til viðskipta sé hvergi nærri nóg og að efnahagslegt umvherfi sniði hugumstórum at- hafnamönnum þröngan stakk og það er þess vegna sem þeir rúlla hveiju fyrirtækinu af öðm á haus- inn. Fiskeldi, tölvuvogir, flugrekstur og ávöxhinarfirmu em fastur liður i skemmtiprógramminu þar sem allt er alltaf á uppleið; verðið, lánin, rentan og gjaldþrotin. En svo fór í gær, að gamanið tók að káma á viðskiptasíðum Mogga og varð allt í einu einni grímunni færra á því eldfjömga grímuballi sem þama er slegið upp að minnsta kosti tvisvar í viku. Dálkahöfúndurinn Bjami Sig- tryggsson, sem hefúr próf upp á vas- ann í markaðsspeki, er farinn að skrifa um ráðþrota menn í við- skiptalífinu og að messur þeirra séu séu ekki aðeins saklaust uppagrín, heldur jafnvel stórskaðlegar versl- un, viðskiftum og rekstri fyrirtækja yfirleitt. Messumar em slímsetur á fúndum, sem em flótti ráðvillingana undan því oki að stjóma fyrirtækj- um og taka ákvarðanir. Klikkt er út með þeim gömlu vísdómsorðum að því verr gefist heimskra manna ráð sem fleiri koma saman. Fundir og ráðstefnur era ein af plágum nútímans, tefja menn frá vinnu og hafa jafnvel enn óþarfari tilgang. Ráð- og námsstefnur er léttfríkað samkvæmislíf þeirra sem þurfa að komast að heiman eða úr vinninni. Þar láta menn sá sig í hópi sammerktra. Svo tekur steininn úr þegar Bjami missir alla kímnigáfú og slengir eftirfarandi inn á sjálfa við- skiptasíðu Morgunblaðisins: „Þann- ig láta ungu Bossfrakkaklæddu uppastrákamir með ektaleður- stressarana sig ekki vanta þegar nafntogaðir hálfguðir úr heimi stjómunarffæðanna kynna guðspjall sitt.“ Maður veit barasta ekki hvað maður á að hugsa þegar maður les svona ólundarsskrif í Morgunblað- inu, og það á sjálfri viðskiptasíð- unni, sem alltaf er svo glaðlynd og bjartsýn fyrir hönd þeirra sem þora að velja sér frelsið til athafna og sækja stjómunarstefnur og verja til þess dýrmætum tíma frá slítandi viðskiptaönnum og setum á biðstof- um lánastofnana. Með góðum vilja má ef til vill heimfæra svona ósniðug mddaskrif undir óbærilegan léttleika Morgun- blaðisins og gera gott úr öllu saman. En það er ekki sama í hvaða fjólu- breiður blaðsins svona illgresi er sáð. Manni getur nú sámað og ef Morgunblaðið þykist þurfa að vera með einhver leiðindi í garð bisnisss- uppa ættu þau í hæsta lagi að fá inni í Velvakanda. Viðskiptasíðumar eiga að vera sprenghlægilegar og uppbyggilegar eins og hingað til. Þá mun við- skiptalífinu vel famast og fógetar fitna eins og púkinn á fjósbitanum. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.