Tíminn - 04.04.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.04.1990, Blaðsíða 8
Kolbrún Eva Sigurðardóttír, liðsstjóri Austurbæjarskóla Þorvarður Jón Löve, frummælandi Austurbæjarskóla Magnús Sveinn Helgason, Austurbæjarskóla LJsa Kristjánsdóttir, Austurbæjarskóla Sigríður Dröfn Jónsdóttir, liðsstjóri Foldaskóla Benedikt Ingi Tómasson, frummælandi Foldaskóla KrisQana Þorbjörg Sigurbjömsdóttír, Foldaskóla Eria Skúladóttir, ræðumaður dagsins og keppninnar Foldaskóla Austurbaejarskóli sigraöi Foldaskóla í ræöukeppns grunnskóla Reykjavíkur: Skiptar skoöanir um skólamáltíöir Ræðukeppni grunnskóla Reykjavíkur var haldin í íjórða sinn í gær. Að þessu sinni kepptu til úrslita elsti grunnskóli Reykjavík- ur, Austurbæjarskóli, og sá yngsti, Folda- skóli. Austurbæjarskóli vann keppnina í fyrra og hafði þvi titil að verja. Keppnin var afar spennandi og tók langan tíma fyrir dóm- arana að skera úr um hvort liðið hefði unnið. Niðurstaðan var að Austurbæjarskóli sigraði, fékk 1488 stig. Foldaskóli fékk 1486 stig. Munurinn gat ekki verið minni, enda sagði dómarinn þegar hann tilkynnti úrslitin. „Hér kepptu tvö jafnsterk lið.“ Foldaskóli átti hins vegar ræðumann dags- ins, Erlu Skúladóttur, en hún var jafnframt kjörin ræðuskörungur keppninnar. Það vakti athygli að stúlkur voru í meirihluta í keppn- isliðunum. Hugsanlega er það merki um það sem koma skal. Tólf skólar hófu keppnina eftir áramót og var keppt eftir útsláttarfyrirkomulagi. í und- anúrslitum kepptu annars vegar Hólabrekku- skóli og Foldaskóli. Hólabrekkuskóli lagði til að skattur yrði lagður á fólk, 16 ára og eldri, yfir kjörþyngd. Hins vegar kepptu Austurbæjarskóíi og Arbæjarskóli. Arbæjar- skóli fullyrti að líf væri eftir dauðann, en því mótmælti Austurbæjarskóli. Á að taka upp skóla- máltíðir í grunnskólum? Úrslitin fóru fram í Háskólabíói og ríkti mikil spenna á keppnisstað. Nemendur beggja skólanna hvöttu sína liðsmenn dyggi- lega svo vægt sé til orða tekið I liði Foldaskóla voru: Sigríður Dröfn Jóns- dóttir liðsstjóri, Benedikt Ingi Tómasson frummælandi, Kristjana Þorbjörg Sigur- bjömsdóttir og Erla Skúladóttir. I liði Austurbæjarskóla voru: Kolbrún Eva Sigurðardóttir liðsstjóri, Þorvarður Jón Löve frummælandi, Magnús Sveinn Helgason og Lísa Kristjánsdóttir. Umræðuefni dagsins var: „A að taka upp skólamáltíðir í grunnskólum?" Austurbæjar- skóli var eindregið fylgjandi skólamáltíðum, en Foldaskóli lýsti algem frati í skólamáltíð- ir. Austurbæingar sögðu að alls staðar meðal siðmenntaðra þjóða þætti sjálfsagt og eðli- legt að gefa nemendum að borða í skólunum. Þeir vísuðu sérstaklega til Norðurlandanna í þessu sambandi. Foldaskóli varaði eindregið við því að apa þennan sið upp eftir Svíum. Þeir sögðu alla vita að Svíar væru sérlega leiðinlegt fólk og reynslan ætti að hafa kennt mönnum að fara varlega í að gleypa allt hrátt sem Svíum dettur í hug. Þar að auki segðu sænsk böm að matur í sænskum skólum væri einhæftir og vondur. Austurbæjarskóli benti sérstaklega á for- dæmi Kópavogsbúa, en nemendur þar í bæ hafa fengið máltíðir í skólunum um nokkurra ára skeið. Þeir sögðu augljóst að böm í Kópavogi væru betur útlítandi en önnur böm. Þau væru ekki horaðir aumingjar eins og meirihluti reykvískra bama. Þessu vísaði Foldaskóli á bug og sögðu þetta hina mestu firru. Lið skólans sagði að nær væri að gera þjóðfélagið þannig úr garði að foreldrar gætu verið meira heima hjá bömum sínum og gef- ið þeim hollan og góðan mat. „Mömmumat- ur“ er betri, en skólamáltíðir,“ sögðu liðs- menn Foldaskóla og töldu það ranga stefhu að láta skólana fara að fæða nemenduma því að þar með væri verið að færa einn mikil- vægasta þátt fjölskyldulífsins frá heimilun- um. Lið Foldaskóla lagði mikla áherslu á að skólamáltíðir væm allt of dýrar. Þeir lögðu ffam reikningsdæmi sem sýndi svart á hvítu að það kostar um 20 milljarða að gefa öllum gmnnskólanemendum að borða í tíu ár. Aust- urbæingar gagnrýndu þessa útreikninga harðlega og sögðu lið Foldaskóla hugsa ein- göngu um peninga i stað þess að hugsa um það sem máli skipti, soltna og horaða nem- endur. Umræðumar vom fjömgar og málefnalegar. Rök beggja lið vom sannfærandi. Fullyrða má að alþingismenn verða að hafa ræður nemendanna til hliðsjónar, næst þegar þeir taka til við að karpa um skólamáltíðir i gmnnskólum. Verið að kenna nemend- um reglur lýðræðisins Það er Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavík- ur sem gengst fyrir keppninni í samvinnu við skólana. Gunnar Öm Jónsson, hjá íþrótta- og tómstundaráði, sagði í samtali við Tímann að keppnin hefði mælst ágætlega fyrir og tekist vel í alla staði. „Við vom dálítið hrædd við að fara af stað með þetta til að byija með. Sumir sögðu að með þessu væri verið að draga ákveðna ein- staklinga upp á stall og síðan væri ætlast til að allir dýrkuðu þá. Mér hefur sjálfúm fúnd- ist að krakkamir hafi lært mikið á þessu, ekki bara þeir sem kepptu fyrir hönd skólanna, heldur einnig allur fjöldinn. Flestir krakk- anna upplifa þama í fyrsta skipti fund og fúndarstjómun og gera sér grein fyrir að á fúndi er farið eftir ákveðnum reglum. Ég lít á þetta sem mikilvægan þátt í uppeldi einstak- linga sem vilja taka þátt í lýðræðislegu sam- félagi. Þessu uppeldismarkmiði eiga skólam- ir að sinna samkvæmt lögum.“ Keppnin er góð íslenskukennsla Guðmundur Sigurpálsson, yfirkennari í Austurbæjarskóla, sagði keppnina hafa margar jákvæðar hliðar. „Nemendumir læra margt á þessu. Ég álít t.d. að keppnin sé mjög góð kennsla í íslensku. Nemendumir leggja mikla vinnu í að semja góðan texta og þá er ímyndunaraflið virkjað til hins ýtrasta. Einn af íslenskukennurum skólans hefúr verið með námskeið í ffamsögn í nokkur ár. Upp- haflega var þetta valfag, en í vetur hefur, að ég held, allur áttunda bekkurinn verið í þessu námskeiði. Ahugi á framsögn er mjög mikill og hann má að miklu leyti þakka ræðukeppn- inni. Við höfúm í mörg ár látið alla nemendur skólans, frá sex ára aldri til tólf ára aldurs, koma ffam á sviði á jólaskemmtun. Þar hafa bömin þjálfast í ffamsögn og söng. Ræðu- keppnin er gott framhald á þessu starfi.“ Það er stundum talað um að ýmis vandamál í sambandi við unglinga megi rekja til að þess að þeir kunni ekki að tjá sig. Er ræðu- keppnin ekki einn þáttur í að kenna ungling- um að tjá sig? „Jú, hún er vafalaust einn þáttur í því að kenna unglingum tjáningu, þannig að þeir þurfi ekki að tjá sig eins og ffummenn," sagði Guðmundur að lokum. Klapplið Foldaskóla var mjög áberandi í keppninni. Klappliðið stóð sig vel, ekki síður en ræðuliðin. Tímamyndir Ami BJama *.......................... — 8 Tíminn Miövikudagur 4. apríl 1990 Miðvikudagur 4.’ ápríl 1990

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.