Tíminn - 04.04.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.04.1990, Blaðsíða 13
Miövikudagur 4. apríl 1990 Tíminn 13 ei awccta rnm rkviii\^g ■ m nr Bandaríkin, perestrojka og breytingarnar í Austur-Evrópu í kjölfar hins vel heppnaöa fundar um Sovétríkin, perestrojku og breytingarnar í Austur-Evrópu heldur Félag ungra framsóknarmanna fund um Bandaríkin, perestrojku og breytingarnar í Austur- Evrópu. Richard Rogers, stjórnmálafulltrúi í sendiráöi Bandaríkjanna mun halda framsögu og svara fyrirspurnum. Fundurinn verður haldinn á efri hæð veitingastaðarins Punktur og pasta Amtmannsstíg 1, fimmtudaginn 5. apríl kl. 20.30. Allir velkomnir FUF í Reykjavík Skrifstofa kjördæmissambands framsóknarmanna á Vestfjörðum Skrifstofa kjördæmissambands Framsóknarmanna á Vestfjörðum, Framsóknarfélags ísafjarðarog isfirðings að Flafnarstræti 8 á ísafirði verður fyrst um sinn opin frá mánudegi til föstudags frá kl. 13 til kl. 17. Síminn er 94-3690. Keflavík - Fram-orðið Frambjóðendur flokksins til bæjarstjórnarkosninganna verða til viðtals á hverju kvöldi fram að kosningum að Hafnargötu 62, Keflavík. Keflvíkingar eru hvattir til að koma og kynna sér stefnu flokksins og ræða málin. Frambjóðendur Hafnarfjörður - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Hverfisgötu 25 alla virka daga milli kl. 17 og 19, laugardaga frá kl. 10 til 13.00. Sími 51819. Allir velkomnir, alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin Kópavogur - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið er í fullum gangi. Opið hús alla virka daga frá kl. 10.00-19.00 laugardaga frá kl. 10.00-13.00. Sími 41590. Framsóknarfélögin í Kópavogi REYKJANES Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR. Framkvæmdastjórn LFK Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna heldurfund miðvikudaginn 4. apríl n.k. kl. 17.30 í Nóatúni 21, þar sem konur í efstu sætum á framboðslista til sveitastjórna eru hvattar til þess að koma og ræða málin. LFK Norðurland eystra Skrifstofa Framsóknarflokksins Hafnarstræti 90, Akureyri er opin alla virka daga frá kl. 16-19, sími 96-21180. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Borgnesingar - Nágrannar Spilum félagsvist í Félagsbæ föstudaginn 6. apríl kl. 20.30. Annað kvöldið í þriggja kvölda keppninni. Framsóknarfélag Borgarness. Þau eiga metið: GIFT I 81 AR! Gömlu hjónin Andrew Jackson Po- well og Willie Anna Powell hafa verið í hjónabandi í 81 ár,— lengst allra hjóna í Bandaríkjunum. Það er staðfest af Michelle McCarthy, út- gefanda amerisku útgáfúnnar af Heimsmetabók Guinness. Hann er 101 árs en eiginkonan 98 ára. Þau voru gefin saman árið 1909, eða sama árið og William Howard Taft varð forseti Bandaríkjanna, en þau hafa lifað stjómartímabil 15 forseta. — Eftir öll þessi ár ætti ég erfitt með að sofna ef konan væri ekki við hliðina á mér,“ sagði Powell í blaða- viðtali. Hann sagði, að þau hefðu aldrei verið aðskilin öll þessi ár. Þau sáust fyrst við kirkju og urðu strax ástfangin. Þá var Willie Anna 17 ára en Andrew tvítugur. Þau giftu sig fljótlega og fóm að búa á fjölskyldujörð Powells í Grenada í Missisippi. Þar stunduðu þau baðm- ullar- og komrækt og eignuðust 8 böm. „Við vomm aldrei rík, en. fjöl- skyldan var stór og við ánægð hvort með annað og okkur búnaðist vel. En lífið var ekki alltaf dans á rósum. Við misstum fjögur af bömum okk- ar á þessum ámm og þau em grafin hér. Það vora erfiðustu stundir lífs okkar, en þá var gott að standa sam- an og styðja hvort annað,“ segir A. J. (Hann er alltaf kallaður A.J.) Þegar Willie Anna var spurð um forskriftina að svo löngu og góðu hjónabandi eins og hjá þeim Po- well- hjónum svaraði hún því til, að það væri um að gera að fara aldrei að sofa frá misklíðarefnum. „Reynið að ræða málin og helst að sættast fyrir svefninn. Hlustið á rök- semdir hins aðilans og hugsið málið líka frá hans hlið.“ Hún segir, að það sé ekki alltaf tek- ið með í reikninginn nú til dags, að Þau em enn ástfangin og hafa aldrei verið aðskilin (einn dag í 81 ár. Hann er 101 árs og hún 98 og þau Powell-hjónin eiga nú 92 af- komendur ekki sé allt fengið með fínum húsum og nýjum bílum. „Unga fólkið verð- ur að læra að virða maka sinn og taka tillit hvort til annars.“ Þama em þau nýgift árið 1909 þau A.J. Powell og Willie Anna Kannski er stærsti kosturinn við kvikmynd Eddies Murphy „Prinsinn frá Zamunda" að handritshöfundur er grinistinn Art Buchwald, þó að Eddie eigni sjálfum sér heiöurinn. Eddie Murphy í vondum málum Eddie Murphy á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann hefur gert sig sekan um þjófnað, eða a.m.k. stælingu á hverju hugverk- inu á fætur öðm og á nú yfir höfði sér málshöfðanir úr ýmsum áttum. í byrjun janúar á þessu ári tapaði kvikmyndafyrirtækið hans, Par- amount máli sem grínistinn Art Buchwald höfðaði fýrir ritstuld og tókst að sanna að kvikmynd Eddies, „Prinsinn frá Zamunda" væri byggð á hans verki. Buchwald vom dæmdar skaðabætur, 19% af ágóð- anum af myndinni. Og nú hefur rithöfundurinn Mi- chael Greene krafist 35 milljóna dollara skaðabóta frá stjömunni, handritshöfundinum og leikstjóran- um Eddie Murphy og þykja miklar líkur á að hann vinni málið. Greene hafði undið sér í bíó til að sjá nýj- ustu mynd Eddies, „Harlem Nights“, sem nú er sýnd í Háskóla- bíó, og kom út í taugalosti. Reyndar hefur myndin ekki fúndið náð fyrir augum gagnrýnenda, en það breytir því ekki að Greene segist hafa séð a.m.k. 100 atriði sem vom tekin beint upp úr bók hans „A Hallowe- en to Remember".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.