Tíminn - 04.04.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.04.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miövikudagur 4. apríl 1990 llllllllllllllllllllllll aðutan IIHIIIIIIIIIIIIIII;MT!!:: :! i'l IU! I lilllllllllllllllllllllllllllllllll!IJ:l.l I;.: : ITI'IíI'I'IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHiIiIíIm.íi ; : l'!Tll!lllllHHHIHIHIHIHIIIIIIll:i I i; ^"1 !!;l!l'H'llH!IIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIilil;l;l.i.:.:" l'lTI!|!|;illl|llll||lllllllllilli!iii:!,; |ll'|i||||||||||||||||||||||||||||||||i|;|l Ný bók eftir bandarískan prófessor: Bandaríkin ekki eins ilia á vegi stödd og haldið hefur verið fram Að undanförnu hafa verið uppi háværar gagnrýnisraddir um að valda- og blómaskeið Bandaríkjanna sé senn á enda runnið og önnur þjóð taki sér forystuna í alþjóðamálum sem Bandaríkin hafa haft eftir síðari heimsstyrjöld. Hámarki náði þessi gagnrýni í bók eftir Paul Kennedy, breskan sagnfræðing við Yale, sem kom út 1987 undir nafninu „The Rise and Fall of Great Powers“. En nú hefur loks einhver tekið málstað Bandaríkjanna. Frægur prófess- or við Harvard hefur sent frá sér á bók greinargóða ádeilu á tískukenninguna um að Bandaríkin séu í óafturkallanlegri afturför og er greint frá innihaldi bókarinnar í The Sundav np» * Times. Nú í aprílmánuði kemur út bók, „Bound to Lead: The Changing Nature of American Power" (Skuldbundin til forystu: Breyti- legt eöli valds Bandaríkjanna), eftir Joseph Nye, scrfræðing í al- þjóðasamskiptum og fyrrverandi ráðgjafa Jimmys Carter forseta. I föfundurinn heldur |rví þar fram að Bandaríkin sé cina risaveldið sem eftir er og leggur í rúst mar- gvíslegar ranghugmyndir um að Bandaríkjunum cigi að vera að fara aftur. Nye bendir á að enn séu Banda- ríkin fremst í llokki að efnahags- styrk, í hernaðarmætti, tækni- dirfsku og hvað varði menningar- legt aödráttarafl á aðrar þjóðir. Hann rekur tölur til að sýna að afstæð efnahagsleg hnignun Bandaríkjanna hafi verið ýkt, vísar á bug samanburði við Bretland á síöari hluta 19. aldar og hafnar þeim hugmyndum að Japan og Vestur-Pýskaland séu í þann veg- inn að verða jafnokar Bandaríkj- anna á heimsvísu. „Bandaríkin eru áfram mesta og auðugasta ríkið“ „Bandaríkin cru áfram mesta og auðugasta ríkiö nteð mesta getuna til aö hafa áltrif á framvinduna," segir hann. „Ekkert ríki er nú í góðri aðstöðu til að skora Banda- ríkin á hólm um heimsforystuhlut- verkið." Bók Nyes er mikilvæg afsönnun á fjölda lærðra greina og bóka þar sem Italdið er fram að völd Banda- ríkjanna fari dvínandi, sérstaklega bók breska sagnfræðingsins Pauls Kennedy sem kom út 1987, „The Rise and Fall of Great Powers". Paö verður áreiðanlega oft grip- ið til ívitnana í bók Nyes, Skuld- bundin til forystu, í almcnnri um- ræðu unt hlutverk Bandaríkjanna í heimi þar sem kommúnisminn er liðinn undir lok. Nýlegir atburðir í Austur-Evrópu og efnahagsleg út- þensla Japans hafa orðið til þess að margir stefnumarkandi menn og alvitrir í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að bandarísk áhrif, virðing og vald sé allt á hröðu undanhaldi. Skoðanakannanir sýna að bandarískur almenningur hefur áhyggjur af mörgum þessara atriða líka. Aðeins einn af hverjum fimm Bandaríkjamönnum hefur trú á því að efnahagsveldi þeirra lands sé það mesta í heinti. Yfir helming- ur heldur að þar sé Japan í fyrsta sæti. Hin víðfræga bjartsýni nýja heimsins sé að láta undan síga. Nýleg skoðanakönnun sýndi af fleiri Bandaríkjamcnn halda að ástandið fari versnandi næstu tíu árin en þeir sem halda að það fari batnandi. Frávikið eftir síðari heimsstyrjöld ruglar fólk í ríminu Að sögn Nyes er stórum hluta þessarar svartsýni beint að röngum atriðum. Nye cr prófcssor í Harvard, á vegum Ford-sjóðsins, í alþjóðlegu öryggi og scgist sjálfur vera „miðjudemókrati". Hann vann í utanríkisráðuneytinu á for- setaárum Carters og var ráðgjafi Michaels Dukakis i hinni lítt heppnuöu forsetakosningabaráttu 1988. Hann heldur því fram að margt af því sent viröist fara hnignandi í stöðu Bandaríkjanna sé í raun afturhvarf til þess sem eðlilegt er eftir frávikiðeftir síðari heimsstyrj- öld, þegar völd Bandaríkjamanna voru ýkt vcgna þess að önnur þróuð ríki voru þá í rúst. Jósepht Nye prófessor segir lórystii Itandaríkjanna ekki í hættu. Hrakspármennirnir benda á aö hlutur Bandaríkjanna í efnahag heimsins liafi fallið úr 33% 1950 í 24% nú. Nye minnir þá á að bandarískur efnahagur sé enn risa- vaxinn, meira en tvisvar sinnunt meiri en Japans og fimm sinnum meiri en Vestur-Pýskaland. Harvardmaðurinn Itafnar líka þeirri fullyrðingu að hlutur Amer- íku í heimsframleiðslu fari minnk- andi og bendir á að talan nú, 24%, sé svipuð og hún var 1939, 25%. Nyc vitnar líka til rannsókna CIA sent sýni að sú afturför sem megi segja aö hafi átt sér stað hafi orðið nrilli 1945 og 1973, á sama tíma og Evrópumenn og Japanir cndurreistu stríðshrjáðan efnahag. Eftir 1973 hefur hlutur Bandaríkj- anna í hcimsframleiðslunni verið stöðugur eða jafnvel aukist nokkuð, skv. CIA. Engin „heimsveldisofþensla“ Nye hafnar hinni mjög svo áhrifamiklu kenningu Kennedys um „heimsvcldisofþenslu", þar sem haidið er fram að, eins og önnur fordæmd heimsveldi áður, eyði Bandaríkin of miklu fé í varnarmál og grafi þar með undan efnahagsmálum heima fyrir nteð geigvænlegum afleiðingum. „Staðreyndirnar falla ekki að kenningunni," skrifar Nye. Það fé sem Bandaríkjamenn verja til varnarmála samsvarar 6% af þjóð- arframleiðslu. Á sjöunda áratugn- unt, á árum Víetnamstríðsins, var hlutfallið 10%. Hermálayfirvöld í Pentagon hafa 27% bandarískra skattpeninga til umráða. Önnur hnignandi heimsveldi sem Kennedy nefnir, þ.á m. Frakkland Lúðvíks 14., Rússaveldi Péturs mikla og Spánn Filippusar annars, eyddu öll meira en 75% af því fé sem þeir höfðu til skattlagningar til hermála. Til að hrinda annarri tískukenn- ingu úr stóli sýnir Nye af hvaða ástæðu samanburður á Bandaríkj- unum nú og Bretlandi fyrir einni öld sé út í hött. Burtséð frá þeim augljósa sannleika að Bandaríkin eru meginland, en Bretland aftur á móti lítil eyja, bendir Nye á að Bandaríkin þurfi ekki að halda uppi dýru heimsveldi og eigi enga trúverðuga keppinauta um foryst- una í heimsmálum. Um aldamótin voru Þýskaland. Bandaríkin og Rússland að þjarmg að Bretlandi. En að sögn Nyes éf a.m.k. einn meiri háttar ókostur i hverju því ríki sem gæti ógnað bandarískri forystu nú á döguni. Ekkert ríki ógnar forystu Bandaríkjanna Japan er hcrnaðarlega veik- burða, án náttúruauðæfa og óvin- sælt meðal granna sinna. Sovétrík- in eru að leysast upp fyriraugunum á okkur og Kína er aftur komið undir einræðisstjórn. Bæði komm- únistaríkin skortir nauðsynlcgan sveigjanleika til að blómstra á upplýsingaöldinni, segir hann. Nye viðurkennir að möguleiki sé á að Evrópa geri tilkall til foryst- uhlutverksins, en gallinn sé að þar skorti leiðtoga og sífelldir pólitískir flokkadrættir komi í veg fyrir ein- ingu. „Ef ekki tckst að koma á evrópskri einingu eru vangaveltur um Evrópu sem forystuveldi á 21. öld líka ýkjur," segir hann. Nye heldur því ekki frarn að allt sé rósrautt í Bandaríkjunum. Hann fellst á að landar hans verði að takast á við alvarleg ntál heima fyrir eins og t.d. minnkandi frani- leiðsluaukningu, lélega menntun, stórvaxandi skuldir og klofna pólit- íska forystu. En hann bendir á að bandarískur iðnaður sé enn sá afkastamesti í heimi ogduglegastur að taka upp nýjungar, og hann fullyrðir að landið hafi tekist á við „jafnstór eða stærri vandamál áður". Ekki nóg að vera fremst í flokki Nyc heldur því fram aö þó að Bandaríkjamenn haldi áfram að fara með aðalhlutverk á heimssvið- inu verði þeir að hafa meira sam- starf við aðrar þjóðir í því skyni að leysa vandamál sem snertir fleiri þjóðir, s.s. hryðjuverkastarfsemi, hitnun jarðar, eiturlyf og skuldir. „Það er eitt að vera fremst í flokki, en það er allt annað að segja að það sé nægjanlegt að vera fremst í flokki. Það nægir ekki," hefur hann sagt í blaðaviðtali. Til að halda áfram að vera risaveldi segir Nye að Bandaríkja- ntenn ættu að „fylgja þeirri stríðs- tækni að cndurbyggja heimaundir- stöður bandarísks styrkleika á sama tíma og þeir koma ár sinni „Bandaríkin eru enn fremst í flokki,“ segir Nye. fyrir borð í úrræðum til að halda áfram áhrifum sínum á alþjóða- vettvangi". Honum er sérstaklega umhugað um að vísa frá sífellt háværari kröfum um að Bandaríkin taki upp varnarstefnu og einangrunar- stefnu, sent mörg koma frá félög- um hans, demókrötum. Hann er ákveðinn stuðningsmaður frjálsra viðskipta og þess að viðhalda bandarískum herstyrk um allan heim, þar sem hann heldur því fram að aðalhættan sem horfi við Ameríku felist í því ef skorið yrði á alþjóðlegar skuldbindingar vegna þeirrar röngu trúar að veldi Banda- ríkjanna fari hnignandi. „Hugmyndin um að búa um sig í skotgröfunum er ótímabær og, það sem kaldhæðnislegra er, gæti hún einmitt orðið til þess að draga máttinn úr veldi Bandaríkjanna, þveröfugt við það sem ætlunin er,“ segir hann í aðvörunartóni. Bók Kennedys vakti upp ofsa- fengnar umræður á sínum tíma og það á bók Nyes áreiðanlega líka eftir að gera. íhaldssami dálka- höfundurinn David Gergen, sam- skiptayfirmaður í Hvíta húsinu undir stjórn Reagans, hefur þegar lýst hrifningu sinni og segir bókina „lækningu á minnimáttarkennd Bandaríkjanna". Búast má við að ekki verði allir aðrir jafnhrifnir, þ.á m. Kennedy sem vinnur nú að ritdómi um bókina. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.