Tíminn - 05.04.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.04.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 5. apríl 1990 Samdóma álit þeirra er leigja út fundaraðstöðu í Reykjavík að hverskyns ráðstefnu- og fundarhöld hafi vaxið hröðum skrefum síðari ár: Sækja mörg hundruð manns ráðstefnur í hverri viku? Ljóst virðist að allskonar ráðstefnur og fundahöld hafa aukist gífuriega hér á landi á undanfömum ámm, samkvæmt upplýs- ingum þeirra sem sjá um leigu fundarsala á stærstu hótelum borgarinnar. Tugir fundar- og ráðstefnusala em um þessar mundir í notkun flesta daga. Virðist því Ijóst að hundmð og oft þúsundir manna sitja jafnan á fundum samtímis í höfuðborginni, oft daglangt og margir dag eftir dag. Þetta má m.a. ráða af þeim fjölda fréttatilkynninga sem blöðunum ber- ast daglega um allskonar fundi, ráð- stefnum og námsstefnur. Forvitnilegt væri að vita hve mörgum ársverkum hin „vinnuþjakaöa" þjóð íslendingar, eyðir á fundum ef allt væri talið. Lítum á eitt dæmi: I þeim bunka fréttatilkynninga um fimdi og ráð- stefnur sem blöðunum hafa borist undanfama daga er m.a. ein frá Fóstrufélagi íslands, sem gengst fyrir opinni ráðstefnu á Loftleiðum dag- ana 5. 6. og 7. april, um uppeldi og menntun forskólabama og hlutverk leikskóla. Fram kemur að rúmlega 400 manns (m.a. fulltrúar 40 sveitar- félaga) muni sitja ráðstefnuna í heild og auk þess margir hlusta á einstaka fyrirlestra, sem em alls 23 undirbúnir af um 35 manns samkvæmt dagskrá. Leikum okkur nú að tölum: Áætla má samkævmt áðurgreindu að um 500 manns veiji að meðaltali 3 dög- um í ráðstefnuna, þ.e. undirbúning hennar, störf við hana og fundarsetur. Samtals em það þá um 1.500 „dags- verkum“. Að frádregnu sumarleyfi og helgidögum lætur nærri að vinnu- dagar séu í kringum 225 á ári, þannig að samtals veija menn nær 7 fullum ársverkum (mannámm) í þessa einu ráðstefnu, sem haldin er af stéttarfé- lagi sem telur nokkur hundmð fé- lagsmenn (stöðugildi fóstra í landinu vom 423 árið 1986). Þetta dæmi er eingöngu tekið hér vegna þess að tölulegar upplýsingar vom meiri og betri í í fréttatilkynn- ingu Fóstmfélagsins en öðmm sam- svarandi tilkynningum sem borist hafa síðustu daga. Hversu margir munu veija „dagsverki" og borga fyrir það 23.300 kr. að hlýða á dr. Warren Bennis á námsstefnu Stjóm- unarfélagsins kemur t.d. ekki fram í tilkynningu frá því félagi. Tíminn leitaði sem áður segir upplýsinga um þróunina hjá nokkmm þeirra sem leigja út fundarsali. „Það er alveg ljóst að fundahöld hafa aukist gífúr- lega mikið á undanfomum ámm“, sagði Wilhelm Wessmann á Holiday Inn sem hefur áralanga reynslu af leigu fundarsala á hótelum borgar- innar. Hjá honum em nú einn, tveir og jafúvel þrír fúndir og ráðstefnur flesta daga. „Fyrir svona áratug vom þetta aðal- lega þessir hefðbundnu aðalfundir fyrirtækja og félaga. Nú hins vegar em þetta miklu meira allskonar fund- ir og ráðstefnur um hin ólíkustu mál- efni sem menn halda á hótelum borg- arinnar. Jafnframt má taka með í reikninginn að mörg stærri fyrirtækj- anna eiga nú sjálf orðið svo fína að- stöðu að þau halda alla sína fúndi í eigin fundarsölum. Sum fýrirtæki sem ég man að vom mikið með stærri fundi á hótelunum fyrir nokkr- um ámm em nú alveg horfin af þeim markaði“, sagði Wilhelm. „Við emm með 14 sali fyrir fúndi og ráðstefnur sem taka frá tug og upp í um 250 rnanns", sagði Haukur Ragn- arsson á Hótel Loftleiðum. Þessa sali, m.a. þá stærstu, sagði hann meira og minna f notkun hvem ein- asta dag, sem gefúr til kynna að tugir og hundmð manna sitji fúndi og ráð- stefnur daglega í þessu eina húsi. At- hyglivert er að þótt fjöldi nýrra fund- arsala hafi bæst við s.l. tvö ár (m.a. á Hótel Sögu, Holiday Inn og Hótel Örk) hafa Loftleiðamenn ekki merkt samdrátt í innlendri eftirspum eftir fúndarsölum. „Ég held að Islending- ar séu mjög fúndaglaðir og virkir í félagsstörfúm yfirleitt. Það er stöðug aukning í fúndahöldum og ráðstefú- um og ólíklegustu fyrirtæki, félög og starfshópar farin að standa fyrir fúnd- um og ráðstefnum“, sagði Haukur. Hið sama var að heyra hjá Halldóri Skaftasyni á Hótel Sögu, þar sem fúndarsölum fjölgaði fyrir tveim ár- um. Fundir og ráðstefnur em þar upp á hvem dag, stundum margir í einu og allt fúllt. Hann sagði þetta ganga svolítið í bylgjum. Þegar t.d. hið op- inbera gerði einhveijar ráðstafanir sem koma þarf á framfæri fylgi slíku oft mikil fúndahöld. Kom fram að Saga hefúr t.d. fengið mikila fúndar- sókn út á virðisaukaskattinn undan- fama mánuði. „Við emm vitanlega ósköp ánægðir með þegar menn finna hjá sér þörf til að halda fúndi og ráðstefnur og helst þá hjá okkur", sagði Halldór kan- kvíslega. í Borgartúni 6 á rikið eina 8 sali og herbergi til fúndahalda. Frá byijun febrúar og fram í apríllok em þeir meira og minna í notkun alla daga, en miklu minna á öðmm tímum ársins, samkvæmt upplýsingum umsjóna- manns. - HEI REGLUGERÐ SETT UM UNNINN FERSKAN FISK Sjávarútvegsráðuneytið setti í gær reglugerð um meðferð, frágang og geymslu og flutning á unnum fersk- um fiski. Með unnum ferskum fiski er átt við fisk sem er hausaður, flatt- ur, flakaður eða unninn á annan hátt. Meginatriði reglugerðarinnar er ákvæði um síðasta söludag á unnum ferskum fiski með svipuðum hætti og gildir um önnur fersk matvæli. Reglugerðin öðlast gildi mánudaginn 9. april nk. Til þessa hafa ekki gilt reglur hér á landi um hámarksgeymslutíma á ferskum fiski, áður en hann er seldur á markaði eða tekinn til verkunar. Samkvæmt fyrstu grein reglugerðar- innar verða ferskar fiskafúrðir sem að ofan greinir að vera komnar til viðtakanda á vinnslu- eða dreifingar- stað áður en sjö dagar eru liðnir frá því að fiskurinn er veiddur. Auk þess kveður reglugerðin á um nokkur al- menn skilyrði um meðferð frágang, geymslu og flutning ferskra fiskaf- urða. Þá er kveðið á um tilkynninga- skyldu til Ríkismats sjávarafúrða um útflutning, en með því er allt eftirlit Æfing hjá Víkingasveitinni og lögreglunni í Kópavogi: Gíslataka í Smárahvammi Lögreglan f Kópavogi og Sérsveit lögreglunnar, Víkingasveitin voru með æfingu í Smárahvammi síð- degis í gær. í húsi gamallar röra- steypu sem þar er, höfðust þrír menn við með einn gísl og var talið að mennimir væm vopnaðir og var því Víkingasveitin kölluð til. Um- sátrið hófst á sjöunda tímanum. Um klukkan hálf átta í gærkvöldi hafði engin krafa komið frá gísla- tökumönnunum önnur en sú, að fjarlægja ætti bíl sem var í vegi þeirra til undankomu. Gíslatöku- mennimir höfðu bíl til umráða og biðu færis að komast undan. Þegar Tíminn hafði tal af lögreglu klukk- an hálf átta, vora tveir gíslatöku- mannanna utandyra, en sá þriðji innandyra með gíslinn. Var helst talið að þeir væm að leita undan- komuleiða. Hins vegar vom fáar leiðir um að velja til undankomu á bíl, þar sem vegarslóðar er þama em, vom á kafi í snjó og því erfitt að átta sig á hvar þeir lægju. Um hálf níu hafði Víkingasveitin fikrað sig nær húsinu með það að markmiði að loka öllum undan- komuleiðum, áður en ákvörðun yrði tekin um að gera áhlaup og frelsa gíslinn. —ABO auðveldað og flýtt fyrir útgáfú út- flutningsvottorða sem fylgja þurfa vömnni þegar hún fer úr landi. Reglugerð þessi kemur ekki í veg fyrir að fiskur sé flattur og fluttur ferskur á erlendan markað til frekari vinnslu. I fféttatilkynningu frá ráðu- neytinu segir að hins vegar telji það engu að síður að slík meðferð sam- ræmist engan veginn góðum verk- lagsreglum í fiskiðnaði og væntir þess að útflytjendur fari eftir viður- kenndum verklagsreglum í þessu efni, því annars er hætt við að þeir skaði eigin hagsmuni þegar til lengri tíma er litið. Á sama hátt væntir ráðu- neytið þess að nýstofnuð Aflamiðlun taki tillit til þessara sjónarmiða við veitingu útflutningsleyfa. —ABÓ Tveir efstir úr M.R. Alls bámst 60 smásögur í sam- keppni menntamálaráðuneytisins og Vöku- Helgafells, sem efnt var til í tilefni 70 ára rithöfúndarafmæl- is Halldórs Laxness. Verðlaun vom afhent í húsi Menntaskólans í Reykjavík í gær, en fyrstu verðlaun 25.000 kr. auk safns helstu verka skáldsins hlaut Kristján Leósson, M.R. Kristján er lengst til vinstri á myndinni, en við hlið hans er Dag- ur B. Eggertsson, einnig úr M.R., sem hlaut önnur verðlaun, ásamt Þorkatli Óttarssyni, Verkmennta- skóla Austurlands, sem hlaut þriðju verðlaun. - ÁG Fyrsta Boeing 757 afhent Flugleiðum Fyrri Boeing 757 flugvélin af tveim- ur, sem Flugleiðir festu kaup á var af- hent félaginu formlega kl. 16.00 í gær í Seattle í Bandaríkjunum. Flug- vélin kemur hingað til lands að morgni 10. apríl nk. og mun hún hljóta nafnið Hafdís. Kaupverð vél- arinnar er tæplega 50 milljónir doll- ara eða um 3 milljarðar króna. Nú eiga Flugleiðir tvær vélar í smíð- um hjá Boeing verksmiðjunum, önn- ur er af sömu gerð og sú sem afhent var í gær, en hin er af gerðinni Bo- eing 737-400, en með tilkomu henn- ar verða þijár vélar af þeirri tegund komnar í þjónustu Flugleiða. Flug- vélamar tvær verða afhentar félaginu á næstu vikum. Þá verða 5 nýjar þot- ur í flota Flugleiða. Nýjar Boeing 757 flugvélamar taka við af DC8-63 flugvélum Flugleiða sem þjónað hafa á Norður Atlants- hafsflugleiðum félagins. Auk flugs milli Luxemborgar og Bandaríkjanna taka Flugleiðir upp beint flug með nýjum flugvélum milli Stokkhólms og Washington með millilendingu í Keflavík og verður nýja flugleiðin opnuð 7. maí nk. Þá hafa Flugleiðir undirritað samn- ing um kaup á tveim nýjum Boeing flugvélum til viðbótar einni af hvorri gerð og verða þær afhentar næsta vor. —ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.