Tíminn - 05.04.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.04.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 5. apríl 1990 iTíminn 9 Óttast íslenskir lyfjaframleiðendur nú samkeppni sem þeir voru lausir við í tvo áratugi? FENGU TUGA MILLJONA GJAFIR ÚR RÍKISSJÓÐI lenskt eða erlent. Aftur á móti greiðir hann minna íyrir ódýrastu lyfin. Það þýðir að nú verða menn að fara að keppa í verði við erlend eftirlikingalyf sem nú eiga auðveldari leið inn á markaðinn. Með því að fara fram á að erlendum eftirlíkingalyfjunum verði haldið úti eru menn í raun að fara ffam á að þeir fái áfram að selja sín lyf á hærra verði heldur en samsvarandi erlend lyf. Síðan tala þessi menn um að hefja útflutning. Eg spyr þá á hvaða verði ætla þeir að keppa þar? Varla geta þeir selt sínar eftirlíkingar á hærra verði heldur cn þær sem þar eru fyrir á markaðnum? Með öðrum orðum; þeir eru að fara fram á það að fá áfram gjafafé frá ríkissjóði. Mundu það ekki kallast útflutningsbætur ef t.d. væri um útflutning á kindakjöti að ræða?“. Tíðkast slíkt ekki líka í öðrum lönd- um? „Jú menn vísa til þess að í öðrum löndum sé framleiðendum leift að selja á hasrra verði í heimalandi en það sem flutt er út. En þá er alltaf um að ræða grundvallariðnað, frumlyf, sem ára- löng rannsóknarstarfsemi liggur að baki, en ekki eftirlíkingar — sem er allt annað mál“. Oft hægt aö semja betur... Heilbrigðisráðherra á fúlla samúð Einars Bimis í boðuðum áformum um að lækka lyfjakostnaði ríkisins. I gróf- um dráttum hljóti þar að vera um þrennskonar markmið að ræða: a) Að hafa góð lyf b) Að þau séu á réttlátu verði c) Að þjónustan við dreifingu þeirra sé sem best og ódýrust. Einar segist sann- fasrður um að oft á tiðum sé hægt að semja betur við erlenda lyfjaffamleið- endur um verð. í öðm lagi telur hann að mál hljóti að þróast þannig að hér verði það aðeins einn til tveir aðilar sem sjái um innflutning og dreifingu lyfja (svipað og í Norcgi og Svíþjóð) í stað þess að þeir em nú annan tug. Er- lendir framleiðendur geti síðan haft hér sína umboðsmenn sem sjá um að kynna vörumar og koma þeim á ffam- færi. Kostnað af því eigi hins vegar ekki að greiða af innlendri dreifingar- álagningu. Langtum hærri álagning út í hött „1 öðm lagi er það alveg út í hött að álagning, bæði í heildsölu og smásölu, sé langtum hærri hér á landi heldur en í nágrannalöndum okkar". Einar telur t.d. ffáleitt að heimila 12 apótekum sem sitja að meira cn helm- ingi allrar lyfsölu í landinu um 65% smásöluálagningu undir því yfirskyni að hún sé nauðsynleg til þess að álíka mörg apótek sem aðeins hafa um 8% lyfsölunnar geti borið sig. Stærri apótekin kæmust prýðilega af þótt smásöluálagning yrði lækkuð í 45%. Það mundi hins vegar spara rík- issjóði hundmð milljóna króna útgjöld. Aðeins lítill hluti af þeim spamaði nægði til þess að tryggja afkomu minnstu apótekanna. Benda má á að skoðanir Einars virð- ast raunar fara hér saman við niður- stöður nefndar þeirrar sem leita átti leiða til lækkunar lyfjakostnaðar. En þar segir m.a.: „Nefndin er þeirrar skoðunar að rekstrarskilyrði apótekanna séu óeðli- lega ójöfn. Það getur ekki talist eðli- legt, að sumir einstaklingar fái milljón- ir í hagnað umffam eðlilegan kostnað í skjóli leyfisbréfs, ekki síst þegar haft er í huga að opinberir aðilar greiða fyrir meginhluta lyfjanna og ákveða álagn- ingarprósentur og þar með rekstrarskil- yrðin“. -HEI íslenskt áhrifavald Hafi mér rétt heyrst ætlar ríkis- stjóm Islands að viðurkenna Litháen og ef svo er þá er það afar mikils virði, þvi að ffiðarganga Gorbatsjovs undanfarin 3 og hálft ár hefúr verið gengin í íslands nafni. Á hverjum stórfúndinum eftir annan hefúr hann sagt: í Reykjavík vora línumar lagð- ar svona, á Islandi hófst ffiðarsókn- in, í Reykjavík vom hin fýrstu þýð- ingarmiklu skref stigin. Og í hvert sinn sem Reykjavík var nefnd urðu andmælendur hljóðir því þetta var eins og töfraorð sem svæfði hemað- arhróka og morðtólameistara. Auð- vitað var sagt ýmislegt rökrétt og málefnalegt um leið, töfraorð duga naumast nema eitthvað slíkt fylgi — en því verður ekki neitað að býsna oft var gripið til nafnanna ísland og Reykjavík sem engir verða eins aumingjalegir af að heyra og sumir íslendingar. Enginn sem hefúr augun opin mun geta neitað því að hreyfing sú sem varð í Austur-Evrópu í fyrra var þjóðahreyfing. Hvemig sem reynt er að breiða yfir það kemur hið þjóð- emislega fram í allri þessari þróun. Þróunin í Þýskalandi t.d. er í átt til þjóðlegrar einingar, ekki til „Evr- ópueiningar“ eða slíks, hvemig sem látið er í vestri eða austri. Dæmi Eystrasaltsþjóðanna er þó athyglis- verðast og þar er háskinn mestur og þörfin brýnust á stuðningi. Það væri afar mikilsvert ef Islendingar yrðu þeim drengir í raun. Erfitt mundi Gorba að ganga gegn íslandsgæf- unni. Með áhrifúm Ruperts Sheldrake á líffræðingana hefúr aflsvæðishugtak breiðst út á sviði líffræðinnar. Og auðvitað em þjóðfélögin ekkert ann- að en líffræðieiningar. Þegar Rússar fóm að slaka á klónni efldust þjóða- aflsvæðin. En nú eru Rússar líka þjóð og þola illa að minni þjóðimar lítilsvirði þá. Þess vegna er svo mik- ið undir því komið að þeir stilli sig nú í sambandi vió Litháen. Takist þeim það munu þeir verði af því ein hin ágætasta þjóð. En hvort þeim tekst veltur á Islendingum. Þora þeir að hugsa til Gorbatsjovs, að hann verði að muna fundina í Höfða? Þora þeir að taka fmmkvæðið eða verður sagt um þá líkt og stendur um eina þjóð í Biblíunni: „Hvað hafast Gyðingamir að, þeir aumingjar?" Þorsteinn Guðjónsson. „Bestukaupalistinn" nýjasta úrræði heilbrigðisráðuneytisins til þess að hvetja til frekari notkunar ódýrustu lyfja í hverjum flokki virðist valda álíka viðbrögðum og fjaðrafoki meðal innlendra (eftirlíkinga) lyfjaframleiðenda og minkur í hænsnahúsi. Stærsta fýrirtækið, Delta, „gleypti" snariega helsta samkeppnis- aðilann Toro (sem dæmi sýna að hefur leyft sér að bjóða mun ódýrari lyf en Delta). En björninn er ekki þar með unninn. Deltamenn vara nú mjög við hættu af að erlendum „kóbiufyrir- tækjurn" verði hleypt hér inn á markað með ódýr, léleg og jafn- vel fölsuð eftiriíkingalyf. Fram hefur komið hjá bæði land- lækni og aðstoðarlandlækni að eftirlík- ingalyf framleidd á íslandi ættu að geta verið miklu ódýrari en erlend frumlyf en em hins vegar aðeins litlu ódýrari. Þrátt fyrir það hafa ódýrar erlendar eft- irlíkingar selst illa til þessa. í þessu sambandi má t.d. benda á niðurstöðu „Lyfjaspamaðamefndar“ ffá s.l. hausti: „Athygli vekur ákveðin tilhneiging til að velja ný og þá jafnan dýrari lyf hér á landi" en á hinum Norðurlöndunum. Innlendar eftirlík- ingar ekkert betri Til að fá frarn fleiri sjónarmið í þess- um efnum leitaði Tíminn til Einars Bimis fJamkvæmdastjóra G. Olafsson- ar h.f. sem unnið hefúr við lyfjaheild- sölu í tvo áratugi og er því flestum málum kunnugur á lyfjamarkaðinum. ,AHt þetta fjas um hættu á ódýrum, ómerkilegum erlendum eftirlíkingum er tómt slúður. Skráð erlend eftirlík- ingalyf þurfa að ganga í gegn um alveg sama próf til þess að fá skráningu. Staðreyndin er raunar sú, að það tók innlenda lyfjaframleiðendur oft ekki nema 3 til 6 mánuði að fá sín lyf skrað, auk þess að fá í áraraðir nánast sjálf- dæmi um alla verðlagningu. Hins veg- ar tók það erlendu lyfin jafnan ein 2 til 3 ár að komast á skrá. Um hættu á ómerkilegum erlendum „kóbíum" vísa menn til þess að ein- hversstaðar í Bandaríkjunum hafi fúndist dæmi um að einhver fyrirtæki hafi falsað skráningargögn. En þetta tíðkast ekki í Evrópulöndum, sem við skiptum hvað mest við. Eftirlíkingar þaðan em alveg jafn góðar og þær sem framleiddar em hér á landi. Áöur lausir við samkeppni En af hverju virðast ffamleiðendur hér nú allt í einu telja okkur stafa ógn af ódýr- um erlendum eftirlíkingalyfjum? Em þetta einungis áhrif „bestukaupalistans“? Að sögn Einars á „bestukaupalistinn“ þama hlut að máli, þótt hann á hinn bóginn spái því að auðveldlega verið farið í kringum hann — enda þar um meingallaða smíð að ræða. Á hinn bóginn komi til sú breyting sem gerð var á greiðsluhluta sjúklinga í lyfja- kostnaði fyrir rúmu ári. Eftir þá breyt- ingu geti innlendir ffamleiðendur farið að búast við aukinni samkeppni er- lendra eftirlíkingalyfja, sem þeir hafi hins vegar verið lausir við í nær tvo áratugi. Það kom til af þvi, að allt ffá 1971 til síðla árs 1988 var í gildi sú regla að sjúklingur þurfti að borga helmingi meira fýrir erlent sérlyf en innlent — alveg án tillits til þess hvað lyfin kost- uðu raunvemlega. „Þetta þýddi í raun, að í nær tvo áratugi gátu erlend sérlyf ekki keppt við þau innlendu", sagði Einar. Frumlyfin segir hann óhjákvæmilega alltaf dýr vegna þess að ffamleiðendur þeirra verða að ná inn gífurlegum rannsóknarkostnaði sem þeir hafa lagt í áður en lyfin komast á markað. Og raunar hafi þessi lyf alltaf orðið dýrari og dýrari vegna þess að tíminn ffá því að nýtt lyf kom lfam og þar til eftirlík- ing þess kom á markað styttist hér stöðugt. Að koma með miklu ódýrara erlent eftirlíkingalyf á markaðinn þýddi heldur ekkert vegna þess að sjúklingurinn varð að greiða helmingi hærra verð fýrir það, sem fýrr segir. Tuga milljóna gjafir frá ríkinu? „Þessi regla leiddi til þess, að inn- lendu lyfjafýrirtækin gátu selt sína ffamleiðslu á verði sem var aðeins litlu lægra en á erlendu sérlyfjunum í stað þess að þau hefðu, að öllu eðlilegu, átt að vera miklu ódýrari. Munurinn var kannski 25—40% i byrjun en á á svona hálfú ári fóm innlendu lyfin gjaman í nær sama verð og á erlendu ffumlyfjunum. Þegar bent var á þetta gátu menn hins vegar alltaf svarað „en sjúklingurinn borgar helmingi minna Einar Bimir fýrir okkar lyf‘. Það virtist hins vegar engu skipta að rikið borgaði kannski eins mikið fýrir innlenda eftirlikingu eins og erlent ffumlyf — ef ekki meira vegna þess hve hluti sjúklingsins var lítill. Þetta þýddi, á venjulegu máli, að ríkissjóður gaf þessum innlendu lyfja- framleiðendum a.m.k. tugi ef ekki hundmð milljóna króna á þvi 17-18 ára tímabili sem þessi regla gilti. Ætli ein- hver hefði ekki kallað þetta „niður- greiðslur" hefði verið um aðrar ffam- leiðsluvörur að ræða? Verða nú loks að keppa í verði Nú standa þessir menn hins vegar ffammi fýrir því að greiðsla sjúklings er orðin sú sama hvort sem lyf er is-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.