Tíminn - 05.04.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.04.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 5. apríl 1990 Fimmtudagur 5. apríl 1990 Tíminn 11 Ráðstefna um mótun fiskvinnslustefnu á vegum Samtaka fiskvinnslustöðva: Eftir Agnar Óskarsson Þurfum að komast nær neytandanum Samtök fiskvinnslustöðva stóðu fýrír ráðstefnu um mótun fiskvinnslustefríu á dögunum. Hugtakið fiskvinnslu- stefría er nokkuð nýtt af nálinni og komu frummælendur nokkuð inn á það í eríndum sínum. Magnús Gunn- arsson framkvæmdastjóri SÍF komst svo að orði að hugtökin fiskvinnslu- stefría og fiskveiðistefna fælu (reynd í sér leit okkar að skynsamlegrí nýtingu auðæfanna í hafinu umhverfis landið, þ.e. hvemig við hámörkum arðinn af þeim fiski sem veiddur er og hvemig við skiptum verðmætunum sem í auð- lindinni félast á sem réttlátastan hátt milli landsmanna. „Ef fiskvinnslan í landi á að eiga sér ein- hveija lífsvon, í samkeppni við sjófrystar af- urðir og ýmsar aðrar hliðargreinar, þá verð- um við að komast nær neytandanum,“ sagði Tryggvi Finnsson ffamkvæmdastjóri á Húsavík í erindi sínu á ráðstefnunni. Hann sagði að með því að komast nær neytandan- um þá fáist mun hærra verð íyrir afúrðina og þama stórir möguleikar,“ sagði Tryggvi. Hvað markaðsstefnuna varðar sagði Tryggvi að mikilvægt væri að þau þrjú fyrir- tæki sem borið hafa hitann og þungann af markaðsstarfseminni, komi til með að halda áffam og eflast. Sagðist hann vel sjá fyrir sér að þau breyttust úr því að vera fijáls sölu- samtök, yfir í formlegri fyrirtæki, s.s. hluta- félög sem yrði til þess að þau efldust til betra starfs á mörkuðunum. Það að færa sig nær neytendunum kallaði á flóknari pökkun og meiri tæknivæðingu, sagði Tryggvi, sem hlyti að þýða að fyrirtækin verði að samein- ast og stækka. Það gæti hins vegar valdi vandræðum byggðalega, en væri líklega óumflýjanlegt. Magnús Gunnarsson ffamkvæmdastjóri SÍF velti í sínu erindi m.a. upp hugmyndum um hvar íslensk fiskvinnsla mun standa árið 2000, fyrst og fremst til að vekja menn til umhugsunar um framtíðina. Lítum á nokkrar af þessum hugmyndum Magnúsar. Árið 2000 verðum við búin að jafha ágreining okkar við EB og tollamúrar bandalagsins á saltflski, ferskum flökum, síld og öðrum sjávarafurðum verða horfnir. Stefnumörkun um nýtingu fiskistofna sagði Magnús að kæmi til með að skila þeim ár- angri að á íslandsmiðum muni heildaraflinn verða heldur meiri en hann er í dag eða trú- lega um 1900 þúsund lestir. Þá muni með úr- eldingu og endurskipulagningu á flotanum hafa tekist að minnka hann um 30%. Allur flotinn mun koma til með að leggja afla sinn upp hér á landi, þar sem fiskvinnslan veður þá orðin fyllilega samkeppnisfær við erlenda fiskvinnslu og verðlagning sjávarfangs mun ráðast af gæðum og ffágangi aflans ffá fiski- skipunum. í hugmyndum Magnúsar kemur fram að íslensk fiskvinnsla mun um aldamót kaupa inn til fúllvinnslu af erlendum aðilum nokkra tugi þúsunda tonna af ýmsum sjávar- afúrðum til ffamhaldsvinnslu. Þá mun fisk- vinnslustöðvum hafa fækkað verulega með sameiningu og fjárhagslegri endurskipu- lagningu. I staðin koma öflug sjávarútvegs- fyrirtæki með útgerð og vinnslu á breiðum grundvelli og til hliðar við stóru fyrirtækin verða sérhæfð fyrirtæki sem þjóna þá ákveðnum markaði. Að lokum má nefna að niðurfelling tollahindrana mun leiða til þeirrar breytingar að íslensk fiskvinnsla mun í auknum mæli þjóna neytendamarkaði, hvað varðar ferskan fisk, ekki 10 til 15 daga gamlan ísfisk, heldur yrði daglega flogið með ný flök til neytenda. Ólafúr Gunnarsson framkvæmdastjóri á Ólafsvík sagði að eftirtalin atriði skiptu máli við mótum fiskvinnslustefnu. Að nauðsyn- legt væri að skipulega yrði unnið að því á flest öllum þéttbýlisstöðum hringinn í kring um landið yrðu þokkalega sterk fyrirtæki sem gætu á hagkvæman hátt séð fyrir nægj- anlegri atvinnu á staðnum. Þetta sagði hann að hægt væri með samruna fyrirtækja og endurskipulagningu á eftirgjöf skulda. Til að þessi starfsemi geti gegnið þarf hráefúi að vera tryggt til vinnslu og benti hann á að það mætti gera með því að 30% af kvótanum verði í eigu fiskvinnslustöðva. Með þessum ráðum telur Ólafúr að fram náist að verð á fiskiskipum lækkar, sem nú er ekki í neinu vitrænu samhengi við eitt né neitt. Hættan á að missa skip úr byggðalög- um minnkar stórlega og ef svo færi væri auðveldara að fá skip í staðinn, að mati Ól- afs. Þetta hefði einnig í for með sér að meiri líkur væru á að fiskvinnslustöðvar sameinist og nýti sér kvótann sameiginlega, auk þess sem stofna þarf úreldingarsjóð vinnslu- stöðva. Að síðustu nefndi hann að bæta þyrfti samkeppnisstöðu íslenskra fisk- vinnslufyrirtækja gagnvart erlendum fyrir- tækjum og ferskfisk útflutningi. Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri á Neskaupstað sagði að markmið fiskvinnslu- stefnu gætu verið, að framleiða sjávarafurð- ir í hæsta gæðaflokki með sem lægstum til- kostnaði. Að tryggja að hámarks verð fáist fýrir þjóðarbúið úr þeim veiðikvóta sem út- hlutað er hverju sinni. Þá þarf að tryggja eðlilegan rekstrargrundvöll i greininni, þannig að unnt sé að sinna nýsköpun og þró- unarstarfsemi, og efla möguleika á menntun og starfsþjálfún á hinum ýmsu sviðum fisk- vinnslunnar. Og að lokum að viðhalda og efla byggð á þeim stöðum sem best liggja við fiskimiðum landsins. Finnbogi sagði að ljóst væri að hráefnis- gæðin skiptu sköpum í þessu sambandi. Gæði afúrðanna væru aldrei betri en gæði hráefnisins gæfú tilefni til, því væri hér komið að fiskveiðistefnunni. Hann sagði að því væri markviss fiskvinnslustefna óhjá- kvæmilegur þáttur í fiskveiðistefnu sem hefði það að höfúðmarkmiði að hámarka gæði þess afla sem á land bærist. Finnbogi tók sem dæmi loðnuverksmiðj- ur hér á landi, með vísan til að framleiða þyrfti sjávarafúrðir með sem lægstum til- kostnaði. Sagði Hann að þeim hafi fjölgað hér á landi á sama tíma og þeim fækkaði f nágranna löndunum, og væri nú svo komið að samanlögð afkastageta verksmiðjanna væri þannig að þær gætu unnið allan loðnu- kvótann í meðalári á rúmlega tveim mánuð- um. Benti hann á að með einhvers konar úr- eldingarsjóði mætti aðstoða fyrirtæki og einstaklinga við að hætta rekstri ef sýnt þætti að fyrir þjóðarheildina væri það hreinn íjár- hagslegur ávinningur. stöðvamar gætu lifað af á mun minna magni, samhliða því að samkeppni verður meiri um hráefnið. Tryggvi sagðist telja að þrír megin þættir hefðu áhrif á hvemig fiskvinnslustefnan gæti verið og þróast. Þessir áhrifaþættir em ákvarðanir stjómvalda með íhlutun í efna- hagslífinu, hvemig fjármálastofnanimar haga sínum málum gagnvart fiskvinnslunni og hvemig sjávarútvegurinn sjálfúr ætlar að koma sínum málum fyrir. Hann sagði að langt væri síðan eins skynsamlegir samning- ar á vinnumarkaðnum hafi verið gerðir og síðast, og hefði það í for með sér bjartsýni um að betri tíð væri ffamundan. Þá sagði hann að Evrópumarkaðurinn yrði æ mikil- vægari okkur og því þyrfti vel að takast til að gera nýjan samning sem frekar tæki mið af fiskvinnslu en fiskveiðum. Megin markmið- ið yrði að vera að okkar unni fiskur, hvort sem hann væri saltaður, ferskur eða frystur hefði aðgang þar inn og í samkeppnishæfú umhverfi miðað við þær þjóðir sem þar starfa. Fram að þessu hefúr hin hefðbundna fiskvinnsla mikið til verið að vinna í stærri pakkningar, sem síðan eru endurunnar og því ekki nálægt endanlegum neytanda. Tryggvi sagði að ef fiskvinnslan í landi ætti að eiga sér einhveija lífsvon í samkeppni við sjófrystar afúrðir, þá yrðum við að komast nær hinum endanlega neytanda. „Þetta er hin eina lífsvon okkar í ffystingunni og söltun- inni, að komast nær viðskiptavininum með þvj að fúllvinna vöruna meira. Eg sé fyrir mér að ef vel tekst til um samninga við EB og aðrar blokkir er myndast kunna, þá eru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.