Tíminn - 06.04.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.04.1990, Blaðsíða 8
I 8 Tíminn Föstudagur 6. apríl 1990 Föstudagur 6. apríl 1990 Tíminn 9 Tillaga Sigrúnar Magnúsdóttur í borgarstjórn um athugun vegna hugsanlegra íshafssiglinga: o I mavkX(n am flntnirmackiniim av ■ ««■■■ mw ■*#■■*•■ iw „Borgarstjórn samþykkir að kannaðir verði möguleikar á því að koma upp umskipunar— og fríverslunarhöfn í Reykjavík.“ Þelta er tillaga sem borgarfulltrúi Framsókn- armanna; Sigrún Magnúsdóttir flutti í borgar- stjóm í gær. I greinargerð með tillögunni seg- ir að þær breytingar sem nú em að verða í stjómmálum A—Evrópu og batnandi and- rúmsloft á alþjóðavettvangi muni að líkind- um lciða til stóraukinna viðskipta A—Evr- ópulanda við V- Evrópu og Ameríku. Jafnframt hinum stjómmálalegu breytingum séu siglingar um Norður— Ishaf að verða tæknilega mögulegar í ríkara mæli en áður hafi verið. Bæði séu ísbrjótar öflugri en áður var en einnig séu veðurathuganir og fjar- könnun úr gervitunglum vel á veg komin. Jafnframt taki siglingatækni stórstígum fram- fömm og reynsla af siglingum á norðurslóð- um aukist stöðugt. Það sé því að verða tæknilega mögulegt að halda uppi siglingum um N—Ishafið milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Ueljist siglingar þessa leið að marki þá lægi ísland í þeirri þjóðbraut miðri og því rökrétt að hér risi um- skipunar og fríverslunarhöfn. „Eg álít að þetta sé spuming um að Islend- ingar hafi fmmkvæði í þessu máli. Það er fyrst og fremst þess vegna sem ég flyt tillöguna. Þá tel ég að ekkert sveitarfélag á Islandi geti ris- ið undir stórvirki sem hugsanleg stofhun um- skipunar— og fríverslunarhafhar vegna norð- urleiðarinnar er. Bæði er það vegna þess orðspors sem borgin hefur eftir fund þeirra Reagans og Gorbachevs og vegna þess að hér er einnig allt annað sem til slíks þarf,“ segir Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi. Sigrún sagði að nauðsynlegt væri að líta stöku sinnum upp úr hinu daglega amstri og horfa til framtíðarinnar. Ljóst hlyti að vera að siglingar N-íshafsleiðina em orðnar tækni- lega mögulegar og verða því að vemleika í framtíðinni. Á ráðstefnu um þetta efni sem haldin var í Reykjavík árið 1987 hefði eink- um verið rætt um tæknilega hlið málsins. Nú, tæpum þrem ámm síðar heíði tækninni fleygt enn frekar fram en jafnframt hefðu orðið vemlegar pólitískar breytingar í heiminum. Á ráðstefnunni hefðu menn komist að þeirri niðurstöðu að kalla bæri saman alþjóðlega ráðstefnu um málið til að fjalla um pólitískar og fjárhagslegar hliðar málsins. Signin kvaðst telja að atvinnumáianefnd Reykjavík- ur værí rétti aðilinn til að kanna þetta mál og hugsanlega að boða til nýrrar ráðstefnu um Ishafssiglingar og þátt borgarinnar í þeim. En eftir hverju er að slægjast og hvers vegna ættu kaupskip eða jafnvel farþegaskip að fara að þvælast norður í Ishafið? Lykilorðið hlýt- ur auðvitað að vera hagkvæmni. Sjóleiðin milli Tokyo og London er gríðar- lega löng. Sé siglt fyrír suðurodda Afríku er leiðin 14.700 sjómílur. Sé siglt um Panama- skurð er hún 12.400 sjómílur og 11.100 um Súezskurð. Sé aftur á móti siglt um N—Is- hafið austur með norðurströnd Síberíu er leiðin aðeins 7000 sjómílur. Dr. Þór Jakobsson veðurfræðingur og for- stöðumaður hafisdeildar Veðurstofu Islands hefur um nokkurra ára skeið kynnt þessa hugsanlegu siglingaleið. Hann hefur rannsak- að hugmyndina gaumgæfilega og unnið ötul- lega að því að kynna hana bæði á íslandi og á alþjóðavettvangi. „Þetta er mjög raunhæft ffamtíðarmál. Á vegum Sovétmanna hafa verið miklar sam- göngur þama norðurfrá um áratugaskeið. Þar eru á ferðinni ísbrjótar og flutningaskip og miklir flutningar eiga sér stað milli hafna allt frá Murmansk og austur með Síberíuströnd- um austur til Beringssunds. Hér er því um að ræða ffamlengingu á þeirri starfsemi sem þegar á sér stað verði skrefið tekið til fulls og siglingar hafnar milli Atlantshafs og Kyrra- hafs,“ sagði dr. Þór Jakobsson í gær. Þór seg- ir að nú sé mögulegt að stunda siglingar á leiðinni með hjálp ísbijóta í allt að fimm mánuði á ári. Ef ekki væri hafisinn þá væri þama ein helsta samgönguleið á jörðinni. Spumingin stæði raunverulega um að ráða við hafísinn. „Siglingar þama um em gamall draumur og spumingin er um hvenær verður hægt að fara það greiðlega á milli úthafanna, þá með hjáp öflugra ísbijóta og öflugri og áhrifaríkri sigl- ingatækni, fjarkönnunartækni, veðurtungla- myndum, nákvæmum veðurspám og síðast en ekki síst reynslu. Spumingin er um hve- nær verður reynslan, fjarkönnunartæknin og ísbijótamir samanlagt nógu öflugt til að það borgi sig að stunda þessar siglingar þann tíma ársins sem það er mögulegt," segir Þór. Hann sagði að spumingin stæði fyrst og ffemst um þetta þrennt og mjög mikilvægt væri fyrir okkur Islendinga að fylgjast með og jafnvel vera fyrri til en aðrir að skapa þá aðstöðu sem þarf í tengslum við siglingamar. Verði af þeim verður nauðsynlegt að hafa umskipunarhafnir við sitt hvom enda Ishafs- leiðarinnar þar sem vömm yrði umskipað. Vilji íslendingar taka þátt í þessu hljóti þeir að hafa sjálfir fmmkvæði því ekki sé sjálfgef- ið að ísland hýsi umskipunarhöfnina við vesturenda leiðarinnar. „Það verður sjálfsagt spurt; hvers vegna ekki umskipunarhöfn í Murmansk eða Tromsö? Við getum vitanlega bent á það að við emm nær austurströnd N-Ameríku en það er út af fyrir sig ekki aðalatriðið. Valdimar Kristinsson landffæðingur benti mér á sínum tíma á hversu miklu máli fmmkvæðið skiptir. Það er einmitt áhuginn og fmmkvæðið sem skiptir sköpum. Það er ekki alltaf sem bestu staðimir em valdir fyrir tiltekna starfsemi heldur áhugi og ffumkvæði manna sem veld- Ásgríms- ■ — ~ v í'Wá .... . . .. ur úrslitum,“ sagði Þór. Hann kvaðst því fagna tillögu Sigrúnar Magnúsdóttur í borg- arstjóm og þeim áhuga sem menn hafa al- mennt sýnt málinu. Hann bendir á að nú á tímum örra pólitískra breytinga sé ekki ólíklegt að Sovétmenn sjálfir hafi hug á því að auka flutninga ffá Norður—Síberíu til austurstrandar N—Am- eríku og bara í því ljósi hljóti að verða hent- ugt að hafa friverslunar— og umskipunar- höfn á Islandi, eins konar geymslupláss. Sovéski ísbrjóturinn Ottó Schmit í Reykjavíkurhöfn. Verða þeir fastagestir hér eftir nokkur ár? Á ráðstefnunni haustið 1987 kom fram í setningarræðu Jónu Gróu Sigurðardóttur for- manns atvinnumálanefndar Reykjavíkur að árið 1985 hefðu menn talið að um 16 ísbijót- ar hefðu verið í ferðum við Síberíustrendur og haldið leiðum opnum íyrir um 400 fluln- ingaskipum sem heíðu flutt um 6 milljónir tonna af vamingi. Til samanburðar nefndi Jóna Gróa að heildarvörufiutningar til og frá íslandi það sama ár hefðu numið um 1,4 milljónum tonna. Sovétmenn hafa síðustu ár kannað mjög indkosti og auðlindir Síberiu með tilliti til líuvinnslu, námagraflar og iðnaðar. í ljósi ólitískra breytinga þykjast maigir sjá að við- kipti þeirra við vestræn lönd muni mjög ukast á næstu ámm og vaxtarbroddur þeirra iðskipta verði einmitt í Síberíu. Því hljóti amgöngur og sjóflutningar á Ishafinu og I—Atlantshafinu að aukast verulega á allra æstu ámm. Ekki sé því fráleitt að hugsa sér ð Sovétmenn muni mjög treysta á ámar í Síberíu sem samgöngu— og flutningaleiðir. Þá muni þeir beina sjóflutningum vestur með ströndum Síberíu, vestur með Kolaskaga til Murmansk og þaðan út á Atlantshaf enda er sú leið íslaus að mestu allt árið um kring. Að öllu samanlögðu hljóti Island því að eiga góða möguleika á því að verða eins konar Hong Kong Norðursins þar sem verði frí- verslunarsvæði og umskipunarhöfn eins og tillaga Sigrúnar Magnúsdóttur í borgarráði ýjar að. Ef af slíku yrði þá þykjast menn sjá að mik- il atvinna og umsvif gætu skapast kring um slíka starfsemi. Það yrði svipað með íslend- inga og fátæka bóndann sem átti land sem aðrir bændur fóm um með kartöflur sínar á markað. Af vögnum kartöflubændanna féllu kartafla og kartafla sem sá fátæki hirti og setti niður sjálfúr. Af þessu efnaðist sá fátæki uns sú stund rann upp að hann varð sá ríkasti í sinni sveit. Skömmu fyrir síðustu aldamót sigldi norski .. '' '> fv> ^ 4 •«* * •! mfyt ■ heimskautakönnuðurinn Nansen skipi sínu Fram frá Vardö á Ishafsströnd Noregs í aust- urátt með ströndum Síberíu. Fram sigidi aust- ur til Novo Sibrisk og sveigði þaðan til norð- urs og síðan austurs í átt til Svalbarða. Nokkm síðar sigldi sænska skipið Vega alla leið til Beringssunds. Árið 1932 sigldi rúss- neska skipið Alexander Sibirykov alla leiðina frá Murmansk og út um Beringssund í einum áfanga. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.