Tíminn - 06.04.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.04.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur6. apríl 1990 w*m g'huÆ'márnn Þorlákshöfn Halldór Jón Guðni Unnur Ásgrímsson Helgason Ágústsson Stefándsdóttir Almennur fundur meö sjávarútvegsráðherra, Halldóri Ásgrímssyni og alþingismönnum kjördæmisins verður haldinn í Félagsheimilinu, Þorlákshöfn, mánudaginn 9. apríl n.k. kl. 20.30. Allir velkomnir. Framsóknarfólk N-Eystra Ráðstefna til undirbúnings sveitarstjórnarkosningum 1990 Fundarstaður: Skrifstofa Framsóknarflokksins Hafnarstræti 90, Akureyri Tími: Laugardagur 7. apríl 1990, kl. 13:00-18:00 Dagskrá: Kl. u u u u u u u u 13:00-13:30 13:30-13:45 13:45-14:00 14:00-14:15 14:15-14:30 14:30-15:30 15:30-16:00 16:00-16:30 16:30-17:30 17:30 Skráning Setning Hákon Hákonarson, form. KFNE Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga - Tekjustofnar sveitarfélaga Guðný Sverrisdóttir Verkaskipting - skólamál Valgarður Hilmarsson Verkaskipting - heilbrigðismál Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðh. Fyrirspurnir og almennar umræður Kaffihlé Undirbúningur kosninganna Valgerður Sverrisdóttir Fyrirspurnir og almennar umræður Ráðstefnuslit Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðh. Ráðstefnustjóri: Jakob Björnsson Sumarhátíð Framsóknarfélaganna í Árnessýslu verður haldin í Hótel Selfoss, síðasta vetrardag, 18. apríl og hefst með borðhaldi kl. 20.30 stundvíslega. Sigrún Magnúsdóttir Heiðursgestirkvöldsins verðaSigrún Magnúsdóttirog Páll Pétursson. Sönghópurinn Snæfríður og Sníparnir úr Þorlákshöfn skemmta. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. Þátttaka tilkynnist fyrir sunnudagskvöldið 15. apríl í síma 33686, Bjarnþór, 68896, Brynjar, 21025, Sigurbjörg, 21720, Svanlaug, 63307, Þórey. Miðaverð fyrir þríréttaða máltíð og dansleik kr. 3.000,-. Miðavarð á dansleik kr. 1.400,-. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Allir velkomnir. Nefndin Páll Pétursson Reykjavík - Borgarmálefni Fundur verður að Nóatúni 21, laugardaginn 7. apríl kl. 10.30. Fundarefni: málefnaundirbúningur vegna borgarstjórnarkosninga. Allt framsóknarfólk hvatt til að mæta. Frambjóðendur Kópavogur - Opið hús Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin. Upplýsingar um VEDUR - í nýjum símsvörum Hinn 5. apríl 1990 tók Veðurstofa Islands og Póstur og sími sameiginlega í notkun nýja símasvara, þar sem lands- mönnum öllum er í sömu símanúmerum og fyrir sama gjald, boðið að velja milli fimm valkosta með upplýsingum um veð- ur af ýmsu tagi. Þau símanúmer og þeir valkostir sem um er að velja eru sem hér segir: s. 990600: KYNNING og allir valkostir. s. 990601: Veður og veðurhorfur fyrir landið í heild. s. 990602: Veðurspá fyrir einstök spá- svæði á landi og miðum. s. 990603: Veður og veðurhorfur á höf- uðborgarsvæðinu. s. 990604: Veðurlýsing fyrir valdar er- lendar veðurstöðvar. s. 990605: Flugveðurskilyrði yfir íslandi að degi til. Símsvarinn s. 17000 er tekinn úr notkun. Laugardagsganga Hana nú í Kópavogi Vikuleg Laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. Nýlagað molakaffi í upphafi göngunn- ar. „Markmið göngunnar er: Samvera, súrefni, hreyfing. Með hækkandi vorsól hvetjum við alla til að taka þátt í bæjar- röltinu," segir í fréttatilkynningu frá „Hana nú“ í Kópavogi. PÁSKA-BASAR Hringsins Kvenfélagið Hringurinn í Reykjavík heldur sinn árlega PÁSKA-BASAR í Kringlunni, í dag, föstudaginn 6. apríl og laugardaginn 7. apríl. Sýning Skurðlistarskóla Hannesar Flosasonar Sýning á tréskurðarverkum nemenda Hannesar Flosasonar myndskurðarmeist- ara verður í smíðahúsi Hlíðaskóla við Hamrahlíð í Reykjavík laugardaginn 7. apríl kl. 14:00-18:00. Á sýningunni verða menn að störfum við tréskurð. Skurðlistarskóli Hannesar hefur starf- að frá árinu 1972. Bókmenntakynning í Norræna húsinu íslensk bókaútgáfa 1989 kynnt Laugardaginn 7. apríl kl. 14:00 verður kynning í Norræna húsinu á íslenskum skáldverkum sem komu út á sl. ári. Árni Sigurjónsson bókmenntafræðing- ur annast kynninguna og Einar Kárason rithöfundur talar um rithöfundaferil sinn og les upp. Þeir munu flytja mál sitt á sænsku og dönsku, en kynningin er einkum ætluð Norðurlandabúum sem vilja kynna sér íslenskar bókmenntir. Sýning Ragnheiðar í Norræna húsinu Ragnheiður Jónsdóttir opnar sýning á teikningum í Norræna húsinu 7. apríl kl. 15:00. Opið er alla daga kl. 14:00-19:00, en lokað er föstudaginn langa og páska- dag. Ragnheiður hefur haldið tólf einkasýn- ingar, auk þess sem hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima sem erlend- is. Þetta er því 13. einkasýning hennar og að þessu sinni sýnir Ragnheiður teikning- ar - kol á pappír -. Sýningin stendur til 29. apríl. Sýningar á Kjarvalsstöðum 1 vestursal og vesturforsal Kjarvals- staða er yfirlitssýning á verkum Guð- mundu Andrésdóttur. í austursal er sýning Jóns Axels og Sóleyjar Eiriksdóttur. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 11:00-18:00 og er veitingabúðin opin á sama tíma. BÍLALEIGA meö útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öörum Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis interRent Europcar ■llllllllllllll MINNING lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllílllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllM Bergþóra Jónsdóttir Fædd 15. apríl 1906 Dáin 29. mars 1990 Mig langar í nokkrum orðum að minnast hennar ömmu minnar og festa á blað hugleiðingar mínar um hana, sköpunarverkið, Iífið og ást- ina. Hún amma fæddist í Súðavík við Álftafjörð snemma á öldinni. Hún var dóttir Jóns Jónssonar útgerðar- bónda og kaupmanns og Ólafíu Margrétar Bjarnadóttur húsmóður og ólst upp á mannmörgu heimili, í stórum systkinahópi og meðal vinnu- fólks og þeirra sem hún sjálf kallaði gjarnan „kostgangara“ á heimili for- eldra sinna. Ég held að amma mín hafi átt góða daga í æsku og búið við betri kjör en algengt var á þeim tíma. Hún sagði okkur systrunum oft sögur úr Súðavíkinni; sögur af fólkinu, vinnunni, ævintýrum þeirra systranna og tíðarandanum. Jón fað- ir hennar var kominn af alþýðufólki, en Ólafía Margrét, móðir hennar var dóttir Bjarna hreppstjóra í Tröð. Það er eins og stafi einhverj um alveg sérstökum Ijóma af Súðavík æsku ömmu minnar, og þegar ég hverf á vit ímyndunaraflsins og leiði hana um bernskuslóðir, þá finn ég angan af hvítskúruðum gólfum, nýbökuðu „bakkelsi", grasi, saltfiski og sjó; og sé fyrir mér ógnar dugnað og mynd- arskap langafa og langömmu sem staðfestist jafnt í saltfiskstæðum, sem hekluðum dúkum á danska vísu, verslun, saumaskap, heil- steyptu uppeldi stórs barnahóps, bátum; já, dugnaði, örlæti og metn- aði, og mér finnst ég alveg eins geta átt von á að hitta fyrir mér bæði Amaldus, Merrit, forsjálu meyjarn- ar, aulabárðana og Debes vitavörð í íslenskum kapítula turns Heinesens útá heimsenda. Amma átti góða daga í Súðavík. Hún fékk að mennta sig eins og kostur var, - hún fór í „Framhaldið" á ísafirði, fékk meira að segja að læra á orgel, og hló mikið að því seinna, þegar dætur hennar, og við dætradæturnar vorum búnar að vera mörg ár í tónlistarnámi, að þegar hún hafi verið búin að vera örfáar vikur á ísafirði að læra á orgelið, þá hafi pabbi hennar sagt við hana: „Jæja Begga mín, ertu nú ekki að vera fullnuma á orgelið?“. Amma fór líka í Kvennaskólann á Blöndu- ósi og lærði þar listir sem mörkuðu allt hennar líf. Árið 1932 giftist amma afa mínum Ólafi Guðmundssyni spunameist- ara, sem fæddur var að Þyrli á Hvalfjarðarströnd og ættaður úr Flekkudal í Kjós. Þau hófu búskap á Akureyri, þar sem afi vann að því að koma á legg ullarverksmiðjum Gefjunar, en fluttu til Reykjavíkur fyrir lok fjórða áratugarins, þegar afi tók að sér svipað verk fyrir ullarverksmiðjuna Framtíðina. Þau eignuðust tvær dætur, sem báðar eru tónlistarkennarar, Kristínu mömmu mína og Ólafíu Margréti. Barna- börnin urðu ellefu og barnabarna- börnin eru orðin sex. Afi og amma ráku lengi sínar eigin prjónastofur, amma fyrst Dröfn, í samvinnu við systur sína Salóme, og afi og amma seinna saman, prjónastofuna Viðju. Eftir ótímabært fráfall afa, árið 1961, rak amma prjónastofuna af miklum dugnaði, allt fram á miðjan áttunda áratuginn. Skömmu eftir að afi og amma fluttu hingað suður, keyptu þau sér lítinn sumarbústað í landi Kópavogs við Elliðavatn. Þarna var þá hrjóstr- ugt um að litast og lítið um gróður annan en íslenskan melagróður. Þau afi og amma einsettu sér að gera þennan griðastað að lítilli paradís, og hófu stórfellda trjárækt og gróðursetningu alls kyns jurta og blóma. Þau kölluðu staðinn Þyril og þar hefur fjölskyldan öll átt sína hamingjuríkustu daga á hverju sumri í yndislegri gróðurvin. Það var mikið áfall fyrir ömmu og fjölskylduna þegar Ólafur afi minn dó, aðeins fimmtíu og fjögurra ára. Upp úr því flutti amma til okkar og hélt heimili með foreldrum mínum allt til dauðadags. Á hverju sumri þó flutti hún að Þyrli og dvaldi þar sumarlangt við garðyrkju, hannyrðir og heimilisstörf og alltaf fengum við barnabörnin að vera þar hjá henni eins og okkur lysti og í raun áttum við öll okkur þar annað heimili. Amma var mitt þriðja foreldri. Amma var mín besta vinkona. Amma var minn besti kennari. Ég sakna hennar sárt. Hún var einstök manneskja. f mínum augum var hún alla tíð svolítil ævintýraprinsessa. Það stafaði ljóma af henni sjálfri og öllu sem hún gerði. Amma var sköpunarverkið holdi klætt. Hvað sem hún snerti öðlaðist líf á einhvern hátt. Ekki bara fallegu dalíurnar, hnoðrarnir, mururnar og begóníurn- ar, sem hún ræktaði af svo mikilli alúð; ekki bara fallega handavinnan hennar; heldur einnig, og kannski helst, samskipti hennar við fólk. Hún varð alls staðar vinamörg og vinsæl. Hún kunni þá list að gæða mannleg samskipti lífi sem máli skipti. Hún hafði meðfæddan skiln- ing á sköpunarverkinu í hvaða mynd sem það birtist. Hún var eins og Merrit í sögunni góðu, sem snerti regnbogann, fangaði sólina og töfr- aði fram rigningu með því að blása í holan blómstilk. Amma var stórlát og skapmikil og hafði skoðanir á öllu og öllum og var aldrei feimin við að viðra þær. Hún var þó alltaf hreinskiptin og heiðar- leg, og þoldi aldrei að níðst væri á minni máttar. Og hamhleypa til allra verka var hún amma, hvort sem það voru húsmóðurstörf á heimili okkar, vinnan á prjónastofunni, í garðinum að Þyrli eða í fórnfúsu starfi fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Eflaust hefur amma átt hvað mest- an þátt í uppeldi okkar systranna og fyrir það er ég þakklát. Hún var svo skapandi og skemmtileg, - og klók og hafði þá hæfileika sem hver einasti kennari mætti vera sæmdur af. Þegar ég, stelpuhnokki kom inn til hennar að kveldi með einhverja óeirð í mér, í óþreyjufullri bið eftir vori, þá átti hún það til að rétta mér bókarkorn með Passíusálmunum og biðja mig að opna bókina og fylgjast með manninum sem var að lesa í útvarpið og hafa nú eyrun opin fyrir því að hann læsi rétt. Þá var hún ekki aðeins að draga úr mér fýluna og hafa ofan af fyrir mér með einhverju móti. Hún var ekki bara að kenna mér að hlusta og sjá til þess að ég kynntist trúnni og þessum bók- menntum. Hún var ekki bara að hugsa um að ég æfði mig í lestri. Hún var ekki bara að fá mér eitthvert ábyrgðarhlutverk í hendur. Það var eitthvað miklu meira, - einhver alhliða hæfileiki til að skemmta, mennta, þroska, sýna traust og kenna hvað ábyrgð er. Þannig var amma. Hún gerði allt vel sem hún tók sér fyrir hendur. Henni var ógjörningur að kasta hendinni til þess sem hún vann að, hvort sem það var blómarækt, handavinna, matseld, heimilisstörf eða barnauppeldi. Hún kunni það ekki. Hún var fjörug og skemmtileg og þó hún væri komin á níræðisald- ur, þá var hún alltaf ung, bæði í andanum og í útliti. Þessa konu var auðvelt að elska og dá. Og nú, þegar ég sit hér eftir með sorgina og söknuðinn og bíð enn í óþreyju eftir vorinu. sem aldrei hefur virst jafn fjarlægt, þá get ég þó ekki annað en glaðst yfir gæfu minni, og þakkað henni yndislega samveru í þrjátíu og tvö ár, þakkað henni alla þá um- hyggju, hlýju og ást sem hún gaf mér af sínu mikla örlæti. Bergþóra Jónsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.