Tíminn - 06.04.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.04.1990, Blaðsíða 16
ot T 680001 — 686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnorhúsinu v/Tryggvogölu, S 28822 tftBBBR&flUWSKIPTl SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 PÓSTFAX TÍMANS 687691 LONDON - NEW Y ORK - STOCKHOLM DALLAS TOKYO Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tíminn FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra segir beiðni níu alþingis- manna um álit Lagastofnunnar sérkennilega af ýmsum ástæðum: J! -i st u o inr íað o o jt r svari o 1 W ;ís ini háli inr o iálum“ o o Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra segist ekki eiga von á því að Lagastofnun Há- skólans komi til með að svara pólitískum álita- málum, en níu alþingismenn, þar af fimm stjómarliðar hafa óskað eftir umsögn frá H.í. um frumvarp um stjóm fiskveiða. „Lagastofnun var sett á stofn til þess að menn geti leitað til hennar um lögmæti ákveðinna athafna, eða til þess að fá úr því skorið hvort að löggjöf standist ákvæði stjómar- skrárinnar. Ég tel að þetta bréf fari langt út fyrir þann ramrna," sagði Halldór í samtali við Tímann í gær. „Þetta er sérkennilegt bréf af ýms- um ástæðum", sagði Halldór. „Sumir þeirra þingmanna, sem undir það skrifa, voru aðilar að undirbúningi málsins og höfðu þar næg tækifæri til þess að fjalla um hinar ýmsu hliðar þessa máls og reyndar þekkja það býsna vel“ Sjávarútvegsráðherra sagði það rangt, sem fúllyrt er í upphafi er- indisbréfsins, sem þingmennimir sendu til formanna sjávarútvegs- nefhda beggja þingdeilda, að sjáv- arútvegsráðhcrra hafi nánast í hendi sér úthlutun allra veiðileyfa. I fmmvarpinu, sem nú liggur fyrir Alþingi, væri lagt til að lögbinda að langmestu leiti úthlutun veiðileyfa. „Um spumingamar er það að segja að þær em að mestu leyti pól- itísks eðlis og þar á meðal verið að spyijast fyrir um lög sem vom sett Halldór Ásgrímsson fyrir löngu á Alþingi, m.a. lögin um upptöku á ólögmætum sjávar- afla ffá 1976 og löggjöfma um veiðieftirlitsgjald ffá því fyrra,“ sagði Halldór. „Það er ekki gert ráð fyrir því í þessu ffumvarpi að hrófla við þessari eldri löggjöf og auk þess er rétt að taka það fram að ráðherrar hafa ótvírætt með hönd- um eftirlitsskyldur á sínu starfs- sviði. Þeir hafa einnig samkvæmt lögum æðsta úrskurðarvald í mál- um sem undir þá heyra. Síðan er hveijum sem er að sjálfsögðu heimilt skjóta þeim úrskurði til dómstóla.“ - ÁG Reyna til þrautar að semja um verkefni Júlíusar í dag Nú er talið ólíklegt að vemlegum hluta af tilflutningi verkefha til um- hverfisráðuneytis verði ffestað þar til á næsta þingi en í það stefndi á tíma- bili í gær. í dag verður reynt til þraut- ar að ná samningum á milli stjómar og stjómarandstöðu um ffamgang ffumvarps um verkenfni umhverfis- ráðuneytis. Náist ekki samkomulag verður málþófi beytt. Eins og Tíminn skýrði frá í vikunni hafa þingmenn Fijálslyndra hægri- manna og Sjálfstæðisflokksins beitt málþófi við umræður um ffumvarp um breytingar á ýmsum lögum er varða yfirstjóm umhverfismála. Hlé var gert á umræðum sl. þriðjudag, í trausti þess að samkomulag næðist um ffestun á ákveðnum hluta um- hverfismálafrumvarpsins. Svo virðist sem slíkt samkomulag sé enn ekki vonlaust, en það mun skýrast í dag. Júlíus Sólnes, umhverfisráðherra og formaður Borgaraflokksins, var í gær staddur í Genf þar sem hann átti fúnd með umhverfisráðherrum Evrópu- rikja, sem hefst í dag. Tímanum tókst ekki að hafa upp á Júlíusi í gær, en fékk þó þær upplýsingar að utan að ráðherrann hefði flýtt for sinni heim vegna þessa máls og sé hann væntan- fegur um miðjan dag í dag í stað þess að koma á morgun, eins og ráð var fyrir gert í upphafi. „Júlíusararmur- mn“ innan Borgaraflokksins var í gær mjög óhress með þær fréttir að til stæðf aó fresta stórum hluta af verkefnalista umhverfísráðherrans til haustsinli' og- að sögn Guðmundar Ágústssonar formanns þingflokksins er ljóst að ef af verður mun því ekki mætt með þegjandi þögninni. í þessu sambandi hafa menn jafnvel rætt um að hugsanlegt sé að Júlíus Sólnes hóti afögn fái hann ekki sam- þykktan þann verkefhalista sem fyrir liggur í frumvarpinu. Fleiri en einn stjómarliði, sem Tíminn ræddi þetta mál við í gær staðfesti að þessi hótun hefði komið fram áður og ekki verið staðið við hana. Eftir því sem næst verður komist var meiningin að taka út úr umræddu frumvarpi a.m.k. sjö greinar af 22. Þar á meðal er yfirstjóm laga um eyðingu svartbaks, refa og minka. Y firstjóm laga um vamir gegn meng- un sjávar og losun hættulegra efna í sjó. Yfírstjóm laga um Geislavamir ríkisins, Siglingamálastofnun, holl- ustu hætti, heilbrigðiseftirlit og fleira. Þá em jafhframt uppi hug- myndir um að fresta alfarið tilflutn- ingi á verkefnum frá Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins, þar til að lokið hefúr verið við endurskoðun laga um þessar stofiianir sem er fyrir- huguð. En það er ósamkomulag um fleira en verkefhalista Júlíusar Sólness. Samkvæmt ömggum heimildum mun Júlíus leggja það til á fúndi rik- isstjómarinnar á morgun að Páll Lín- dal, flokksbróðir sinn verði fyrsti ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneyt- isins. Þetta telja margir stjómarliðar mjög gróft af Júlíusi og síst til þess fallið að auka veg hans eða ríkis- stjómarinnar. Á það hefúr verið bent að margir mun hæfari en Páll hafí sótt um og nefna þar til menn eins og doktor Bjöm Sigurbjömsson og Her- mann Sveinbjömsson, sem báðir séu hámenntaðir á sviði náttúmvísinda. „Bjöm er nafn sem er eiginlega skal- dall að ganga framhjá,“ sagði einn af viðmælendum Tímans á Alþingi í gær. Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra, og Olafúr G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins áttu óformlegan fúnd í gær, þar sem þeir ræddu kröfúr þingflokks sjálfstæðismanna um frestun á hluta af frumvarpi um verkefni umhverfis- ráðuneytis. Búist er við að þeir hittist aflur fyrir hádegi í dag og þar verði endanlega úr því skorið hvort af sam- komulagi verði eða ekki. - ÁG Afram verkfall í álverinu: HLIF FELLDI Félagsfundur í Verkamannafélaginu Hlíf fór fram I tvennu lagl síðdegis I gær. Hér má sjá félagsmenn Hlífer sem sótfu seinni fundinn, en félagsmenn felldu samninginn. rcmanym) pjetur Starfsmenn álversins sem eru innan vébanda Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði felldu nýgerðan kjara- samning í leynilegri atkvæðagreiðslu í gær. 98 sögðu nei, 77 sögðu já, auðir seðlar voru 4 og einn ógildur. Verkfall heldur því áfram í álverinu. Önnur verkalýðsfélög starfsmanna í álverinu samþykktu samningana og hefur verk- falli hjá þeim verið aflýst. Sigurðúr T. Sigurðsson formaður Hlífar sagðist í samtali við Tímann hafa gert sáttasemjara grein fyrir nið- urstöðu atkvæðagreiðslunnar, svo og framkvæmdastjóra VSÍ og’óskað eftir’ viðræðum hið fyrsta. Áttir þú von á að samningamir yrðu felldri? „Erfið spruning. Já. Þetta em kritískir samn- ingar vegna sérmála Verkamannafé- lagsins Hlífar,“ sagði Sigurðúr. Kemur þetta til með að stöðva álverið? „Ég er búinn að biðja um viðræður, hvert þær leiða veit ég ekki,“ sagði Sigurður. Þegar Tíminn hafði tal af Jakob Möller starfsmannastjóra álversins sagði hann að ekki væri tímabært að tala um hvert framhaldið yrði. „Okkar viðbrögð em bara vonbrigði," sagði Jakob. Áttu von á að þessi niðurstaða komi til með að stoppa álverið? „Von á því á ég auðvitað ekki, en það er ljóst að ve'rkfálfið helduT áfram,“ sagði Jakob. —ABÓ i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.