Tíminn - 07.04.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.04.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 7. apríl 1990 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin f Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gfslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrlmur Gfslason Skrifetofur Lyngháls 9, 110 Reykjavfk. Sími: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttstjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning ogumbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Blaöaprent h.f. Mánaöaráskrift I kr. 1000,- , verð f lausasölu f 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Á uppleið Eftir þriggja ára erfiðleikatímabil í íslenskum atvinnu- og efnahagsmálum eru horfur nú batn- andi. Skýrt er að koma í ljós að opinberar efnahags- aðgerðir, sem hafist var handa um eftir fall ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar haustið 1988, hafa skilað árangri. í þessum efnahagsaðgerðum var megináhersla lögð á að rétta við hag útflutningsgreina og íslensks samkeppnisiðnaðar, enda augljóst að vandi efnahagslífsins lá fyrst og fremst í rekstrar- erfiðleikum framleiðslugreinanna. Á árabilinu 1984-1987 var um að ræða mikinn vöxt í framleiðslu og veltu sem tók að fjara út í ársbyrjun 1987 og var orðið að alvörumáli síðari hluta þess árs vegna síversnandi gengisþróunar og verðlækkana á ýmsum útflutningsafurðum. Undir forystu Porsteins Pálssonar þáverandi forsætisráðherra var alltof seint gripið til gagnað- gerða af hálfu ríkisvaldsins í þessum efnum. Vegna ágreinings um leiðir til bjargar útflutn- ingsframleiðslunni rofnaði stjórnarsamstarf við sjálfstæðismenn haustið 1988. Með nýrri ríkis- stjórn undir forsæti Steingríms Hermannssonar, formanns Framsóknarflokksins, var loks hafist handa um að gera virkar ráðstafanir í efnahags- málum. Sá batnandi þjóðarhagur sem nú er fram undan á að sjálfsögðu rætur sínar í efnahagsað- gerðum núverandi ríkisstjórnar. Án þessara aðgerða hefði atvinnulífið ekki verið við því búið að nýta sér batnandi rekstrarskilyrði sem leiðir nú af hækkun á verði útfluttra sjávar- afurða. í því sambandi skyldu menn minnast þess að haustið 1988, fyrir einu og hálfu ári, lá við rekstrarstöðvun hjá fjölda útflutningsfyrirtækja og gjaldþrot þeirra blöstu reyndar við í stórum stíl. Með skipulegum endurreisnaraðgerðum tókst núverandi ríkisstjórn að bjarga fjárhag útflutn- ingsfyrirtækja úti um allt land, gjaldþrot þeirra voru alger undantekning og ríkisstjórninni tókst að forðast það geigvænlega atvinnuleysi sem annars blasti við. Undir núverandi stjórnarsamstarfi hefur tekist virkt og jákvætt samstarf milli aðila vinnumark- aðarins og ríkisvaldsins um heildstæðar lausnir á vanda þjóðarbúsins, þar sem allir eru m.a. sammála um að nauðsynlegt sé að kveða verð- bólgudrauginn niður hér á landi til þess að tryggja samkeppnisaðstöðu útflutningsins í við- skiptalöndum okkar án sífelldra gengisfellinga, sem jafnframt er augljós hagur launþega, að þeir viti hvert sé verðgildi þeirra peninga sem þeir fá launin sín greidd með. íslenska þjóðin býr við batnandi hag. Við erum á leið upp úr öldudalnum. LEITUN mun að skraut- legra þjóðlífi í álíka fá- menni og býr á íslandi. Skoðanir á mönnum og málefnum eru álíka margar og íbúamir og er oft svo skammt á milli lofs og lasts að á stundum er illt að greina hvort verið er að skammast út í einhver tiltekin atriði eða dást að framkvæmd hinna sömu þátta. Dæmi þar um er til dæmis, að einhveijum þykir nokkuð vel af sér vikið hjá 250 þúsund manna þjóð að halda uppi fimm þúsund manna háskóla þar sem kennar- ar skipta hundruðum. I sömu ræðu er svo gjaman kvartað yfír óþolandi nánasarhætti þegar kemur til opinberra fjárframlaga til sömu stoíhunar, eða stoíhana, því háskólum og háskólastigum fjölgar í réttu hlutfalli við fækk- un starfsfólks í framleiðslu. Námsmenn em í einu atvinnu- stéttinni hérlendis sem það opin- bera reiknar út fyrir hvað þurfa sér til firamfærslu. Svo er leitast við að fullnægja þeim þörfúm eftir því sem þjóðfélagið hefhr bolmagn til. En engin önnur stétt fer fram með slíkri kröfu- hörku til rukkunar á ríkislánum og námsmenn þegar sá gállinn er á þeim, og það er hann oftast nær. Stjórnarandstaða hverju sinni er vön að yfirbjóða ýfrustu kröfur námsmanna og er svo komið að þjóðfélaginu er aldrei þakkað að létta þeim róður- inn,heldur húðskammað fyrir nísku sína. Utgerðarmenn og sjómenn kvarta stómm vegna fiskveiði- kvóta og kenna honum að þeir ráða illa við að greiða ofifjárfest- an flota. En útgerðin hefúr feng- ið kvótan gefins og vill fyrir engan mun missa hann í hendur annarra og þá er ágætt að hafa hann til að vemda fiskistofhana. Tvíátta í flestu Litauðgi skoðana er sjálft menningarlífið. Um skeið hefúr öll leikhúsumræða fjallað um áhorfendasæti og höfundarrétt, þó ekki leikhúsverka heldur leikhúsa, eða öllu heldur Þjóð- leikhússins eins. Svið og leikverk rúmast hvergi i þefrri dramatísku umræðu sem nú stendur yfir um leikhús, þar sem arkitektar leika aðalhlut- verkin og leikarar em utanveltu, nema menntamálaráðherra sem fer stórvel með hlutverk boð- bera æðri mennta og menningar og stórbyggingameistara. Sem endranær em sömu aðilar tvíátta í þessu máli sem öðrum. Allir arkitektamir sem vinna við breytingar á áhorfendasvæði leikhússins skrifa undir bréf til Alþingis þar sem skorað er á þingheim að hætta við fram- kvæmdirnar. Fagurfræðilegar ástæður og rækt við látinn arki- tekt em bomar fyrir því að í frí- stundum vilja mennimir hætta því verki sem þeir sinna af stakri trúmennsku í vinnunni. Fyrir skemmstu supu allar við- kvæmar sálir hveljur út af klámi sem nokkrir femínistar urðu sér úti um og héldu sýningu á fyrir þingmenn. Fjölmiðlaeflið var ekki seint á sér að taka upp þráðinn og tókst að klæmast dögum saman á sýningu þeirra kvenna gegn klámi sem dreifðu og sýndu klám til að sýna að þær væm á móti klámi. Fyrstu lýsingar af sýningu kvennanna bentu til að þeim hafi auðnast að panta sér eintak af myndbandsspólu, sem gerð er af sadistum fyrir þá sem haldnir eru kvalalosta. Eftir skoðun komust konur gegn klámi að því að þetta væri ekki erótik og að Eros væri ekki á spólunni, sem einhverjir smekkmenn í mynd- bandaiðnaði flytja inn og selja konum, sem taka kvalalostann til sýningar fyrir útvalið lið þingmanna og Qölmiðlunga. Ut af subbuskap sem gerður er fyrir öfuguggahátt sadista átti að fara að skilgreina klám og þá datt botninn úr afkomendum þeirra sem átu af skilningstrénu. Glæpir og refsingar Eftir klámbylgu kvenna gegn klámi var boðið upp á listrænar kynfærasýningar í einum menn- ingarlegasta listasal höfuðborg- arinnar. Þar er stútfullt út úr dyr- um alla daga og góðborgaramir drekka í sig sköpunarverk lista- manna. Fréttamenn sjónvarpa og síðan hámenningarrýnar sömu miðla flytja glennt klof og kauðska besefa inn á gafl hvers heimilis og hiksta ekki einu sinni þegar þeir segja neytend- um mælsku sinnar að þetta sé erótík. Fyrir nokkrum vikum var sjón- varpsstjóri kærður, dreginn fyrir rétt og dæmdur fyrir að sýna bíómyndir af kynfærum og geir- vörtum um miðjar nætur. Rétt- lætiskerfið telur rétt að hann borgi fésekt og sitji í tugthúsi fyrir glæp sinn. Öruggur seinagangur Fyrir þrem eða fjórum árum var allt tiltækt lögreglulið höfúð- borgarsvæðisins kvatt út og fór það hamförum um myndbanda- leigur og einhver ósköp af spól- um vom gerðar upptækar. A þeim var hryllingur og klám og guð má vita hvað, að því að sagt var og eins og venjulega vom bestu heimildimar þeir sem aldrei höföu inn á myndbanda- leigu komið. Djöfúlgangur lög- reglunnar var pantaður af bisn- issmönnum sem bám fyrir sig að væm að vemda höfundarrétt. Það mál hefur annars aldrei verið útskýrt og sýnast yfirvöld og dómstólar ekki þurfa að skýra gerðir sínar fyrir svo lítilmótleg- um aðilum og almenningi. Réttarkerfið geymdi spólumar í nokkur ár og fyrir nokkrum dögum var þeim skilað aftur til eigenda og undirbúa þeir nú skaðabótakröfúr á ríkissjóð fyrir greiðasemi yfirvalda við „rétt- hafa“ spólanna. Hvers vegna má núna leigja myndböndin forboðnu út er ekki á dagskrá. Auraleysi að venju Einhver angi dómskerfisins er búinn að geyma spólumar í um fjögur ár. Það er sá tími sem tal- inn er eðlilegur á þeim bæjum til að fella úrskurð. Avallt þegar einhver fúrðar sig á seinagangi í dómsmálum er svarið hið sama; ekki nægir pen- ingar og svo búum við í réttar- ríki. I réttarríki þarf að athuga málin vel og vandlega frá öllum hliðum og ekki hrapa að dóm- um. Em þetta kallaðar vandaðar málsmeðferðir. Séu aurar og eignir í spilinu geta eignabreytingar orðið geig- vænlegar á meðan málin sni- glast gegnum dómskerfíð og heggur þá stundum sá er hlífa skyldi og öfugt, Skilvirkni er hugtak sem aldrei nær inn úr skrápi réttarfarsins. Allt gæti þetta heitið gott og blessað ef allt þetta seinvirka dómskerfi og vönduðu vinnu- brögð tryggðu réttaröryggi. Verkurinn er að það gerist ekki. Ef menn hafa þijósku og nennu til að fylgja sínum málum eftir leika þeir sér að því að fá fjöl- þjóðlegan mannréttindadómstól til að ónýta málsmeðferð ís- lenskra dómstóla. Allt þetta vekur til umhugsunar um hvort réttaröryggi og sein- virkni þurfa endilega að haldast í hendur? Má og má ekki Listamaðurinn Erró er dáður að verðleikum og er þjóðinni sagt að hún standi i óskaplegri þakkarskuld við hann vegna mikillar málverkagjafar. Frægð Errós nær langt út fyrir land- steinana. Meðal dáðustu verka hans eru myndir af mönnum sem listamaðurinn sýnir í annar- legu umhverfí og öðrum félags- skap en þeir eru að öllu jöfnu á myndum og í bióum. Þekkt fólk er t.d. sett inn í mynd með engalbömum Rapha- els þar sem þau eru svo undur- sæt með vængina sína á gull- bryddu skýi. Þjóðhöföingjar og fyrirmenn lenda á táknrænum stöðum i verkum Errós. Fræg er myndin af Maó á Rauða torginu, þar sem hann er greinilega hinn eini og sanni valdsmaður. Bylt- ingarhetjur fyrri áratuga and- skotast með tól sín í véum bandarískrar borgarstéttar. Lítill menningarauki þætti af því að eyðileggja þessi verk Er- rós og myndi einhvers staðar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.