Tíminn - 07.04.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.04.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 7. apríi 1990 FÓLK „VIL LÁTA HUGARFLUGÍÐ RÁÐA EINS OG BARN“ — segir Daniel Day — Lewis, sem hlot- ið hefur Evening Standard verðlaunin fýrir leik sinn í myndinni „My Left Foot“ Daniel Day — Lewis, sem nú hefúr unnið Evening Standard verðlaunin fyrir hlutverk Christy Brown í hinni mögnuðu kvikmynd „My Left Foot“, hefúr sérstök viðhorf til atvinnu sinn- ar. „Ég elska að geta horfið út úr mínu eigin lífi,“ segir hann. „Ég verð að gleyma sjálfúm mér og láta hugar- flugið ráða ferðinni, eins og bömin gera. Ég vil auka skilning minn á eig- in lífi með því að komast inn í tilveru annarra, tilvera sem er innihaldsrík- ari en mín.“ Reyndar hefur þessi sérstaki, ungi leikari þegar kynnst tilveru ýmissa ólíkra persóna. Hann hefur leikið ungan homma í „My Beautiful Laundrette“, sérlundaðan, breskan yfirstéttarmann í „A Room with a View“ og kvensaman, tékkneskan skurðlækni í „Óbærilegur léttleiki til- verunnar". En í „My left Foot“. hefur hann náð lengst. Þar leikur hann rit- höfúndinn Christy Brown frá Dublin, sem aðeins gat skrifað með vinstri fætinum, vegna heilaskaða. Þetta er stórkostlegt hlutverk, þar sem reynir á leikarann bæði andlega og líkam- lega. Frammistaða hans hefúr fært honum viðurkenningu helstu gagn- rýnenda í New York og Los Angeles og hann hefúr verið nefndur til Gold- en Globe verðlaunanna. Líklegt er að hann kunni að hljóta óskarsverðlaun. En þegar við hittum hann augliti til auglitis reynist hann alvörugefinn maður og ólíkur því sem við þekkj- um af tjaldinu. Philip Kaufmann, sem var leikstjóri hans í „Óbærilegur léttleiki tilverunnar", segir hann búa yfir „vissu taumleysi — þótt hann samt sem áður sé mjög ljúflyndur maður.“ „Ég reyni að tileinka mér sjálfs- Þau hlutu verðlaun Evening Standard sem „besti leikarinn" og „besta leíkkonan", Daníel Day - Lewis og Paullne Collins. bjargarhvöt Christy,“ segir hann til skýringar, „löngun hans til þess að bijótast úr viðjunum og þá heiftúð sem til þess þarf. Ég lít ekki á hann sem fatlaðan Iistamann, heldur að- eins sem listamann. Day — Lewis, sem segir um sjálfan sig að hann hneigist til „öfgakenndra tilfmninga“ kveðst laðast að fólki sem á einhvem hátt er hamlað, einhvem veginn af göflunum gengið... ég held að við sé- um það öll, þótt við viðurkennum það ekki.“ Daniel er sonur fyrrum lárviðar- skáldsins C. Day Lewis, sem lést 1972, (Hann notaði einnig dulnefnið Nicholas Blake) og leikkonunnar Jill Balcon. Fram að 12 ára aldri bjó hann í verkamannahverfi í London, því faðir hans var kommúnisti og vildi að hann ælist upp í jafnréttis- anda. Day — Lewis minnist þessara ára sem sæludaga og hve hann tók sér það nærri að verða að fara í heima- vistarskóla og í gjörólíkt umhverfi. „Þegar ég lék í „My Beautiful Laundrette" var ég eiginlega að taka upp þráðinn þar sem ffá var horfið.“ Vegna hvatningar hins kunna leik- stjóra, Sir Michael Balcon, sem fyrst- ur kom Hitchcock á framfæri sem leikstjóra og stjómaði gamanmynd- um í Ealing Studio eftir 1950, lagði hann fyrir sig leiklist. Hann sté fyrst á svið í Old Vic leikhúsinu í Bristol, en birtist svo á sviði í London í „An- other Country". Svo fékk hann smá- hlutverk í myndum á borð við „Ghandi“ og „The Bounty.“ Þegar Daniel lítur til æskuáranna minnist hann þeirra áhrifa sem faðir hans, sem var af írskum ættum, hafði á heimilislífið. „Ég var mjög hand- genginn móður minni og er enn, en áhrif hans vom mjög sterk. Nú þegar hann er allur getur verið að mig langi til að gera meira úr þessum áhrifúm á mig en rétt er. Á suman hátt var hann mér mjög fjarlægur — ég minnist hans ekki sem ímyndar föðurins — en það var andleg návist hans, sem var svo áhrifarík. Finnist mér að mig skorti eitthvað, þá er það andlega hliðin. En hún var hans sterka hlið.“ „Samt var æska mín hamingjusöm," heldur hann áfram. „Ég átti eldri systur, sem ég held að hafi ekki haft minnsta áhuga á mér þar til ég var 12 ára —• og fór að gera af mér ýmis skammastrik. Mér þótti fýrir þessu, því mér fannst hún svo stórkostleg, en henni féll ekki við mig. Kannske var það vegna þess að ég brosti fram- an í alla og komst upp með allt. En þegar hún sá mig lenda í alvöru vand- ræðum tók hún mig í sátt.“ Eftir dauða föður hans, varð afi hans, gyðingur ffá Baltnesku löndun- um, sem flust hafði til Englands, að- alpersónan í Iífi hans. „Ég var honum mjög náinn sem bam,“ segir hann, „en svo kynntist ég honum sem gáf- uðum og hlýjum manni, sem kunni að njóta margs í lífinu og skildi ungt fólk. Hann varð sífellt víðsýnni með aldrinum og ást min á honum fór vaxandi. Þetta var fúrðulegt: Hann ólst upp í Birmingham og ákvað hvað hann vildi, sem var að gera kvikmyndir. Hann fór til London og gerði þær. Hann varð Englendingur og lifði sem slíkur. Hann dvaldi aldr- ei við fortíðina og ég sakna hans mik- ið.“ Daniel Day — Lewis tekur ekkert hlutverk, nema hann telji það henta sér. „Yrði ég að beijast fýrir lífinu og yrði að gera það sem mér væri sagt, mundi ég gera allt ffemur en leika,“ segir hann, því hann ber mikla virð- ingu fýrir skapandi starfi. Þess vegna hefur hann ncitað hlutverkum sem boðist hafa í Hollywood. Hann hefúr einfaldlega ekki á huga á „formúlu“ kvikmyndum, sem lögfræðingar og bókhaldarar vilja gera, menn í jakka- fötum og með bindi. „Ég kalla þá út- fararstjóra. Þeir vita ekkert hvað þeir eiga við mig að gera.“ Hann hlær. Þegar hann tekur að sér hlutverk úti- lokar hann allt annað, þar á meðal sitt eigið líf. „Ég skil það eftir utandyra og byija að vera allt annar maður,“ segir hann til skýringar. Því er ekki furðulegt að þegar hann var að leika í „Óbærilegur léttleiki tilverunnar" komst sú saga á kreik að hann stæði í ástarsambandi við leikkonuna Juli- ette Binoche, meðleikara sinn. „Ég tók hlutverkið einkum vegna þess að ég laðaðist svo að manngerð hennar,“ segir hann. Og eftir að tökunum var lokið óaði honum við að leika í öðmm ástarat- riðum, því honum fannst það ótryggð við ímynd Binoche. Hins vegar fannst honum enginn vandi að kyssa samleikara sinn í myndinni „My Beautifúl Laundrett". „Það virtist alveg eðlilegt að þessir tveir strákar vildu ekki hætta að kyss- at,“ segir hann „og það kemur kyn- ferðismálum ekkert við.“ Daniel hef- ur verið í þingum við leikkonuna Isa- belle Adjani, þótt það hafi verið með mörgum hléum. En um það vill hann ekki tjá sig, heldur brosir breitt. Þrátt fýrir þá viðurkenningu sem hann hefúr hlotið er nafn hans enn ekki á allra vömm. „Fólk þekkir mig ekki á götu og kannski er það vegna þess að ég lít svo tötralega út að það mundi kannski vilja gefa mér fýrir bjórkrús eða tebolla." Hann hlær enn. I fýrra keypti hann hús að hvatningu systur sinnar, gegn betri vitund. f daglega lífinu er Daniel Day — Le- wis mikið yfirvegaðri, en hetja mynd- arinnar „My Left Foot“, Daniel Brown. Hann telur að andúð sín á því að eiga eitthvað kunni að tengjast lífsskoðun föður hans. Hann segir að viðhorf sín til þess að eignast heimili séu reik- andi. „Ég ólst upp á tveimur stöðum — húsinu í Greenwich og í húsi afa og ömmu í Sussex. Þessir tveir staðir vom mitt heimili. Ég þekkti hvert hom, hveija spmngu í málningunni, betur en nokkra manneskju. Og á ein- um degi varð þetta allt að engu þegar nýr eigandi kom til sögunnar. Mér fannst þetta óskiljanlegt ofbeldi. Ég held því að ég sé að reyna að vemda mig gegn því að líta á einhvem stað sem heimili mitt.“ Þrátt fýrir þetta kann hann vel við sig í nýja húsinu. „Mér fellur staður- inn vel. Þama er hljóðlátt, ég get lok- að dymnum og verið einn, því ég þarf á einveru að halda.“ Að vísu vill hann gjama hafa góða kunningja hjá sér, þegar fýlgst er með spennandi fótboltaleik og við önnur áþekk tæki- færi. En í eðli sínu er hann einfari. Hann vill ráða lífsstíl sínum sjálfúr. „Fólk kemur og býður manni hitt og þetta, sem á að gera lífið auðveldara, en ég bægi því frá mér. Sumum finnst þetta einræningsháttur, en svona er ég.“ Ef til vill er erni staðurinn þar sem honum finnst hann eiga heima í hug- arheimi annarrar manneskju, meðan myndavélamar suða. „Stundum finnst mér ég vera mjög gamall og stunum mjög bamalegur. Ég hef enga tilfinningu fýrir aldri mínum og því sem hann táknar.“ Fyrir skömmu varð hann að hætta að leika Hamlet í leikhúsi í London, vegna ofspenntra tauga. „Ég verð stundum gripinn ógurlegu þung- lyndi,“ játar hann. „Þetta er þreyta sem leggst á mig andlega og líkam- lega. Þetta er eins og veiki og enginn veit hve þetta stendur lengi.“ Þegar hann var að leika hinn margþjáða Danaprins varð hann gripinn efa um „þýðingu tilverunnar“. Og líkt og prinsinn leitar hann „allsherjarskýr- ingar“, þótt hann sé viss um að „það er engrn skýring. Og það er eðlilegt“. „En ég er alveg eðlilegur,“ segir hann og brosir. „Eðlilega geggjað- ur!“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.