Tíminn - 07.04.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.04.1990, Blaðsíða 1
fílflf 7,8. APRÍL1990 BBJ§BH&Bmy^SrSS^™' Tónskáld í „Kontrapunkti :íí „Kontrapunktur" nefhist sjónvarpsþáttur, sem sýndur hefur veríð á sunnudögum að undan- förnu, þar sem fjórar Norðurlandaþjóðir, Svíar, Norðmenn, Danir og íslendingar senda fram harðsnúin lið, er reyna með sér í þekkingu á klassiskum tónverkum. íslensku þáttakendumir eru þeir Gylfi Baldursson, heymarkennarí, Rík- harður Örn Pálsson, tónlistarmaður og Valdi- mar Pálsson, kennarí og er ekki ofmælí að frammistaða þeirra hefur vakið athygli — svo ekki sé sagt furðu. Tóndæmin, sem þeir eru beðnir að þekkja, eru ekki af auðveldara taginu í eyrum hvers venjulegs leikmanns og lið þau sem grannlöndin senda fram ekki skipuð nein- um aukvisum: Flest er það hámenntað músík- fólk og yfirleitt á einhvern hátt tengt virðulegum tónlistarstofnunum eða háskólum. Margir hafa látið í Ijós áhuga á að fræðast nánar um keppn- ina og ekki síður um þáttakendur. Fékkst einn þeirra þremenninganna, Ríkharður Öm Páls- son, góðfúslega til að spjalla við okkur um þetta efni nokkra stund. Við spyrjum hann hvenær keppnin hafi farið fram. „Eins og menn kannske muna þá völdumst við þessir þrír til þátt- töku að lokinni útsláttarsamkeppni í Ríkisútvarpinu á síðasta ári," segir Ríkharður, „og það var upp- hafið að þessu. Ég held að við höf- um verið eina landið sem notaði það fyrirkomulag, því t.d. Danirn- ir voru aðeins valdir af einhverjum aðilum. Kannske hefðum við átt að gera athugasemd við þetta, þar sem einn Dananna hafði lært tón- listarsögu hjá dómara keppninnar og verið valinn af honum. Nú, við fórum svo utan til Osló í janúar sl. og þar voru fyrstu tíu þættirnir teknir upp. Við tókum upp tvo þætti á dag, en höfðum eins dags hvíld á milli. Ég hjó eft- ir að Danir byrjuðu fyrstir á að senda þetta út, en Svíar viku síðar. Ég vil þó taka fram að það er ekki búið að ljúka keppninni enn. Við erum á förum út að nýju að ljúka keppninni. Þar verður tveimur þáttum slegið saman í einn langan þátt — eins og hálfs klukkutíma langan, og þar eigum við að mæta Svíum, en Norðmenn mæta Dön- um. Þessi þáttur verður sendur út hálfum mánuði eftir að síðasti þátturinn af hinum tíu hefur verið fluttur, en nú hafa verið fluttir átta. Sá níundi er nú á sunnudag. (Við- tal okkar fór fram í fyrri viku). Nei, ég get ekki sagt þér hvernig leikar standa. Það bannar þagnar- skyldan mér, enda engin ástæða til að eyðileggja spennuna! Já, það er rétt. Það eru tómir karlar í okkar liði, en t.d. aðeins einn karl í danska liðinu. Þeir höfðu nefnilega sett kvóta varð- andi konur í kepnninni, en við fengum víst undanþágu. En hvað okkur varðar þá sé ég enga skýr- ingu á þessu aðra en þá að konur mættu bara ekki í keppnina. Ég gæti hér og nú bent á nokkrar, sem hafði verið tilvalið að hafa þarna með! Það hefur vakið athyglí að þú talar dönsku með miklum ágæt- um? Ég veit um fólk sem hélt að þetta væri danska liðið, þegar þú fórst að svara! „Ja, þótt ég sé fæddur á Akur- eyri, þá fluttist ég snemma til Dan- merkur og ólst þar upp til fjórtán ára aldurs, eða til 1960, en ég er fæddur 1946. Það mun vera skýr- ingin á að málið er mér tamt. Nú, og Valdimar er dönskukennari í Garðabænum, svo liðið er kannske ekki dæmigert fyrir almenna dönskukunnáttu íslendinga. Eign- lega óttast ég að seinna geti orðið erfitt að finna góða dönskumenn til þátttöku — að það geti farið fyrir okkur eins og Finnum, en ég held að tungmálaörðugleikar hafa átt hlut að því að þeir sendu ekki fólk til keppninnar nú. Þeir eru nefnilega að týna sænskunni niður og kynni mín af Finnum benda ekki til mikillar enskukunnáttu. Hvað segirðu mér af skólagöngu þinni? Nú, ég fór ég í Menntaskólann í Reykjavík og lærði þar m.a. latínu í gömlu máladeildinni. Annars er skólaganga mín í hálfgerðum tötr- um, greyið. Eftir menntaskóla fannst mér ég þurfa að fara í nor- rænu og það reyndi ég bæði hér og úti, en stoppaði alltaf á einhverjum fáránlegum fornámskeiðum, eins og málvísindum, sem mér leiddust ákaflega. Eg fór til Danmerkur til þess að losna við þetta en þar tók ekki betra við — „Jespersens Transformations Grammatik"! Þá hefur þú snúið þér að tón- listinni? Já, það er rétt. Þegar ég kom til í Danmörku tók ekki betra viö — „Jespersens Transformations Grammatik". (Tímamynd Pétur) landsins á ný lenti ég í að spila með „Þrem á palli" og lék með þeim í þrjú eða fjögur ár á kontra- bassa. Auk þess útsetti ég dálítið fyrir þá og það voru frumraunirnar á þeim vettvangi. Upp úr því fór ég í Tónlistaskólann með bassann sem aðalgrein. Við það dúllaði ég í ein sjö ár. Um það bil var ég kom- inn með aðra löppina inn í Sinfón- íuhljómsveitina, en datt svo út úr því aftur. Það hefur verið 1978. Þá tók ég til við útsetja dálítið og semja og brá mér í nám í tónlistar- vísindum í Bandaríkjunum. Til- gangurinn með því var aðallega að losna við að sýna fram á píanó- kunnáttu. Þarna var ég i eitt og hálft ár, en samkeppnin þarna var einum of ströng fyrir mína náms- hörku. Skólinn var Indiana Uni- versity í Bloomington, þar sem margir Islendingar hafa verið. En ég fyllti samt upp í margar þekk- ingarlegar eyður þarna. Nú, eftir að heim kom hef ég helgað mig útsetningum og í sífellt meira mæli frumsmíðum. Um tíma var ég að skrifa út raddir, en sem betur fer eru tölvurnar nú í æ meira mæli að leysa menn undan slíkri vinnu. Nei, ég er nú ekki tekinn til við að setja út á tölvu sjálfur, því til þess vantar mig forrit og hljóm- borð. En kannske kemur að þvi þegar tekjurnar vænkast. Segðu mér af frumsmíðum þín- um. Já, ég hef frumsamið talsvert að undanförnu og fengið eitt og eitt verkefni, svo sem kórverk fyrir söngmálastjóra þjóðkirkjunnar. Því er ég að ljúka núna. Svo fékk ég styrk frá menntamálaráðneytinu í fyrra til þess að semja verk fyrir skólahljómsveit. Það er í æfingu norður á Akureyri, en þetta er verk fyrir strengjasveit og ég held að strengjasveitin þar hafi það ekki allt of gott um þessar mundir. Satt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.