Tíminn - 07.04.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.04.1990, Blaðsíða 2
10 HELGIN Laugardagur 7. apríl 1990 kiriri ■ Mnr Sumarhátíð Framsóknarfélaganna í Árnessýslu verður haldin í Hótel Selfoss, síðasta vetrardag, 18. apríl og hefst með borðhaldi kl. 20.30 stundvíslega. Sigrún Páll Magnúsdóttir Pétursson Heiðursgestirkvöldsins verðaSigrún Magnúsdóttirog Páll Pétursson. Sönghópurinn Snæfríður og Sníparnir úr Þorlákshöfn skemmta. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. Þátttaka tilkynnist fyrir sunnudagskvöldið 15. apríl í síma 33686, Bjarnþór, 68896, Brynjar, 21025, Sigurbjörg, 21720, Svanlaug, 63307, Þórey. Miðaverð fyrir þríréttaða máltíð og dansleik kr. 3.000,-. Miðavarð á dansleik kr. 1.400,-. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Allir velkomnir. Nefndin Reykjavík - Borgarmálefni Fundur verður að Nóatúni 21, laugardaginn 7. apríl kl. 10.30. Fundarefni: málefnaundirbúningur vegna borgarstjórnarkosninga. Allt framsóknarfólk hvatt til að mæta. Frambjóðendur að segja bíð ég eftir að aðeins lengra komin sveit fái það í hend- ur. Hver veit nema ég beri þetta upp við Svíana úti, en ein sænsku keppendanna er konsertmeistari í Málmey. í fyrra fékk ég það verk- efni að semja tónlist við leikrit í Iðnó, „Sjang Eng“, eftir Göran Tunström ásamt Hilmari Erni Hilmarssyni. Þessa tónlist spilaði ég með á öllum leiksýningunum í þriggja manna hljómsveit. Annar hef ég mesta löngun til þess að semja söngleik, þar sem tónlistin er ekki algjör þjónustupía eins og í venjulegum leikritum, þar sem ekki má skyggja á leikritið sjálft. Satt að segja er ég að leita að góðu „plotti“ fyrir slíkan leik og Iýsi hér eftir sögu eða ævintýri sem hent- aði. Ég má heldur ekki gleyma því að talsvert hef ég starfað með Agli Olafssyni. Með honum hef ég unn- ið tvo sjónvarpsþætti — prógram á gamlaárskvöldi og og síðan pró- gram við texta Þórarins Eldjárns fyrir um ári. Mörg af þeim verkum sem ég hef samið hafa enn ekki verið flutt, en þó vil ég nefna eitt, sem ég bind talsverðar vonir við. Það heitir „Ljósaskipti“. Það er frá 1985 og mitt fyrsta verk, sem er svona hæfilega nútímalegt, ef svo má segja. Nokkuð hef ég gert af því að stjóma, svo sem M.R. sýningu á Oklahoma!, en ég orkestraði leik- inn fyrir 24 manna band þarna og stjórnaði því. Sannkallað PÁSKATILBOÐ fyrir alla íslenska ostavini 15-20% afsláttur! DALA-BRIE INNBAKAÐUR DALA-BRIE DALAYRJA CAMEMBERT DJÚPSTEIKTUR CAMEMBERT P0RTSALUT GRAÐAOSTUR Birgðu þig upp fyrir páskana í næstu búð Þú hefur verið tónlistarkennari, Ríkharður? Já, ég hef prófað að kenna, var kennari austur á Hvolsvelli einn vetur. Þar kenndi ég fólki frá átta ára aldri til sextugs. Það var þarna lúðrasveit og ég útsetti fyrir hana og nemendur eftir þörfum. Þetta var lærdómsríkt. I þvi sambandi vil ég koma að því hve óheilla- vænleg sú ákvörðun var er ríkið ákvað að hætta að greiða kennara- laun við tónlistaskóla úti á landi og koma því yfir á sveitarfélögin. Þetta var gífurleg afturför, því fyr- irkomulagið þótti til hreinnar fyr- irmyndar, eins og það var. Við vor- um öfundaðir af þessu í öðrum löndum. Sé nokkuð til sem komið getur af stað byggðaröskun í húm- aniska geiranum, þá er það þetta. Það er vonlaust að fátækari og minni sveitarfélög geti staðið að tónlistaskólahaldi af myndarskap. Nú hlýtur þetta að leggjast niður víðast hvar. Þú hefur talsvert ritað um tón- listarefni í blöð og gagnrýnt ýmsa hluti í menningarlífínu? Ég hef stundum ritað greinar og gagnrýni í blöð, svo sem NT og Þjóðviljann og stöku sinnum fyrir Morgunblaðið og fyrir hefur kom- ið að ég hef notað tækifærið til að gagnrýna ýmis fyrirbæri, eins og síbyljustöðvamar, sem mætti kalla skmm og skröltstöðvar, þvi þama er yfirleitt að heyra rokkmúsík af heldur fátæklegum toga. Fyrir vik- ið kynnist unga kynslóðin ekki nema tveimur strengjum á hörp- unni og missir af hinum ljömtíu. Náttúrlega er til góð músík í rokki, en dynamikin í þessum stöðvum, sem einnig dynur á heilsuræktar- stöðvum og víðar, er ekki frjóvg- andi nema fyrir stóra samnefnar- ann. Öll framsækin rokkmúsík á jafn erfitt uppdráttar og alltaf. Því hefur íjölgun stöðvanna ekki tryggt neina raunvemlega fjöl- breytni, eins og menn sáu í hilling- um. Alltaf er horft til þess að skaffa verður nógar auglýsingar og þær nást sennilega ekki nema með því að höfða til breiða samnefnar- ans, sem ég gat um. Þetta er dæmi- gert fyrir allt Halelújað í kring um frelsi ljósvakanna. Hvernig vaknaði músíktaugin í þér til lífsins? „Því miður get ég ekki bent á neitt í þessum tveimur Qölskyld- um mínum, sem tengist tónlistar- áhuga. Það eina sem þessu fólki datt í hug var að senda mann í dansskóla. Af þessu má draga þann lærdóm að oft er erfitt að sjá hjá krökkum hvort svonalagað býr í þeim og hvar hæfíleikarnir liggja. Já, ég hafði sjálfur frum- kvæðið að þvi að hefja námið í Tónlistarskólanum, þá 25 ára og var þá auðvitað allt of gamall. Ég hafði kontrabassann sem höfuð- grein. Ég var að miklu leyti sjálf- menntaður í hljómfræðinni á þeim tíma — menn fengu að hanga þama að miklu leyti eftirlitslausir þá, væru þeir sæmilega skilvísir með skólagjöldin. Það mætti kannske gagnrýna skólann fyrir þetta, en ég bý víst í glerhúsi með mína „námshörku“. Hvað bassann snertir, þá átti ég svona krossviðargarm, frá því er ég var með þeim í „Þrjú á palli“. Bassaganginn hafði ég lært í ýms- um Bach — konsertum og var far- inn að spila þetta mér til ánægju með plötum heima, áður en ég byrjaði í skólanum. En þótt ég væri að læra á bassann var mark- miðið með náminu fyrst og fremst að komast inn í tónsmíðamar. Það er gaman að tónsmíðunum og það merkilega við þær er að eftir því sem árin líða fækkar fmmhug- myndum, en hæfileikinn til þess að vinna úr þeim eykst. Hver veit þvi hvað hefði getað gerst, hefði maður byrjað svo sem tíu ámm fyr. Hvernig stóð á því að þú fékkst slíkan áhuga á tónlistarsögunni? „Það kom eiginlega af sjálfu sér: maður byrjaði að lesa það sem stóð utan á hljómplötuumslögun- um og hlustaði mikið á útvarpið, þ.e.a. segja rás hins hlustandi manns. Hún er sem betur fer með talsvert af klassiskri músík, en núna í seinni tíð þekkir maður svo mikið af því sem spilað er. Þama er orðið svo mikið af „lummum“ og mér finnst að þeir ættu að gera meira af því að grafa fram minna þekkta tónlist. Þetta virðist ekki breytast þótt margir nýir dagskrár- gerðarmenn séu komnir til sög- unnar, einir átta eða níu held ég. Þarna kemur sjálfsagt við sögu sú hugmynd að sækjast skuli eftir „léttri“ klassiskri tónlist og halda menn þá að þekktasta tónlistin sé sú „létta“. Mér fínnst þó komið full mikið af því góða þama. Já, það er rétt. Eg hef verið með útvarpsþætti um klassika músík í útvarpi, var með þátt í heilan vet- ur, sem nefndist „Aftankliður". Hann var nú ekki á góðum tíma, var alltaf settur í skammakrókinn, eins og oft er með klassiska músík. Hann var á sjónvarpsfréttatíma á miðvikudagskvöldum. Þar reyndi ég að kynna ýmis tímabil, eins og Mannheim — skólann og fleira, en hann tengist merkilegu tímabili, þessu gráa svæði í milli barrok- skólans og Vínarklassikurinnar, tímabilinu milli svona 1750 — 60 og 1775. Þama gerðu menn mikið af tilraunum, skemmtilegri og skondinni tónlist, líkt og varð aftur í byrjun þessarar aldar. Það er eftirtektarvert að í keppninni þreifið þið ykkur oft áfram að réttu svari með því að greina stíl ýmissa tímabila og svo framvegis? Já, stundum gefst færi á að velta fyrir sér stíl tónverka sem um er spurt og mætti vera meira af því. Það gefur tilefni til skemmtilegra umræðna og dómaramir gefa stöku aukapunkta, sem fróðleikur er að. Til dæmis komu fram nýjar upp- lýsingar sem þeir í Sovét hafa fundið og varða dauða Tschaikov- sky. En hvað mig varðar þá er ég stundum nauðbeygður til þess að rekja mig svona áfram, því ég hef ekki hlustað jafn mikið og t.d. hann Valdimar. Sérstaklega er hann vel heima í síðrómantískri múslk, síðari helmingi nítjándu aldar, sem höfðar ekki jafn mikið til mín. Það tímabil er annars mjög fyrirferðarmikið I spurningum í keppninni, þvi miður. Mér finnst sviðið hjá þeim nokkuð þröngt. Þeir fara ekki aftur fyrir Palestrina né fram fyrir 1950, en ég er eink- um í eldri tónlist og svo í vaxandi mæli í tuttugustu aldar tónlist. Samt eru örfáar undantekningar, eins og þegar Snorri Sigfússon var að spila Tarot píanóverkið sitt, sem er líklega aðeins fimm ára. Þar fengu bæði Norðmenn og Svía núll — þeir höfðu ekki einu sinni heyrt á tónskáldið minnst, enda yngsta kynslóð tónskálda „tabula rasa“ fyrir þeim. Þetta var þó mjög heppilegt fyrir okkar parta. Nú eru mótherjar ykkar fíestir atvinnufræðifólk í músík. Er það ekki dálítið á kostnað sanngirni? Jú, og þó alveg sérstaklega hvað varðar skandinaviska meistara. Þar er einangrun íslands algjör. Nefni maður danska höfunda eins og Sinding, Kuhlau, Hartmann, Weyse og fleiri, þá er komið að mönnum sem ekki heyrast í út- varpi hér, né fást í hljómplötubúð- unum og heyrast ekki á tónleikum. Þar sem varla hefur brugðist að ein spurning af sex snerti skandina- viska höfunda, þá hefur þetta vissulega verið dragbítur á okkur — svo ekki sé minnst á „professi- onalisma“ þeirra í hinum liðunum, en þetta eru bókasafnsfræðingar, kennarar og atvinnuspilarar eða þá stórsafnarar. Einn Svíanna, Ed- mann, trúði mér fyrir því að hann ætti á níunda þúsund hljómplötur! Hann kemst varla fyrir í íbúðinni sinni. Þetta eru skeinuhættir menn. Nei, ég á ekki sambærilegt safn. Ætli ég eigi sjálfur ekki svo sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.