Tíminn - 07.04.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.04.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. apríl 1990 HELGIN 11 „Það var óheillavænleg þróun þegar ríkið hætti að greiða laun kennara við tónlistarskóla og kom þessu yfir á sveitarfélögin" (Tímamynd Pétur). fimm hundruð plötur. En þar er þó íjölbreytt efni að finna — tónlist frá ýmsum tímum og stöku þjóð- lagaplata er þama með, en um tíma fékk ég áhuga á einkum austur - - evrópskum þjóðlögum. Sérstak- lega frá Búlgariu, en þeir em snill- ingar í að semja músík sem hefur kannske bara íjóra tóna. Það væri gott fyrir rokkið hér á landi að læra af þeim hvað hægt er að gera. Kannske opnast leiðin fyrir þessa músik, þegar járntjaldið er að falla. Eg held að tími ameríska létt- metisins sé senn allur. Það hefur dóminerað í 40 ár hér á Vestur- löndum og mér finnst rétt að menn losi sig úr blússkalanum og þess- um stöðluðu „sving — syncopum" og leiti fanga annars staðar. Vara- skeifan hefur verið latneska tón- listin. Að vísu er alltaf eitthvað nýtt að koma frá henni, en spyrja má hvort þessi tvö svið, þ.e Karab- iska hafið, Suður —• Ameríka og Norður Ameríka séu ekki of þröng. Það er svo gífurlega mikið eftir innan Evrópu og svo er það öll Asía. Og nú liggur leiðin í lokasprett keppninnar. Já, og að þessu sinni verður áherslan lögð á norræn tónskáld — fimmtíu prósent spurninganna, held ég. Þetta verða allt orkester- dæmi og hljómsveit á staðnum — sem sagt engin dæmi af plötum. Við megum eiga von á að þetta verði mest glæsileg hljómsveitar- stykki, með eða án sólista, söngv- ara eða einleikara. Við þykjumst hafa reiknað það út, félagamir, að sviðið leyfi ekki kór. Þannig þykj- umst við geta útilokað kórverk! En margt annað getum við ekki úti- lokað. Fyrirkomulagið hefur verið til fyrirmyndar og ég hef ekki heyrt neitt þarna, sem ekki má kalla góða músík. Ég held að það sé Six- ten sem velur spurningarnar, en hann er skólastjóri tónlistarskól- ans í Málmey. Þess vegna er hann „pedagóg" líka og velur því ekki nema góða tónlist. Um framhald á þessari keppni veit ég ekki annað en það að ég hef hlerað að næst verði hún haldin eftir tvö ár að nýju.“ Hér með þökkum við Ríkharði Emi fyrir spjallið. Við óskum hon- um og þeim félögum góðs gengis í keppninni og vonum að þeir haldi áfram að sýna iafn ágæta frammi- stöðu og tii bessa. Kópavogur - kosningastarfið Ákveðið hefur verið að efna til opinna kynninga og umræðufunda um hin ýmsu málefni í húsnæði Framsóknarfélaganna í Hamraborg 5 næstu vikur. Gert er ráð fyrir að allir þeir sem áhuga hafa geti komið skoðunum sínum varðandi málaflokka á framfæri á þessum fundum. Miðvikudaginn 11. apríl 1990 kl. 20.30 Fundur um: Skólamál, íþrótta- og æskulýðsmál og menningarmál. Fimmtudaginn 19. apríl 1990 kl. 20.30 Fundur um: Verklegar framkvæmdir og fjármál bæjarins. Fimmtudagurinn 26. apríl 1990 kl. 20.30 Fundur um: Mótun stefnuskrár fyrir komandi kosningar. Allir velunnarar velkomnir. Framsóknarfélögin í Kópavogi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.