Tíminn - 07.04.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.04.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. apríl 1990 HELGIN 15 Þeir kalla ekki allt ömmu sína Lethal Weapon 2: Stjömugjöf:###1/2 Aðalhlutverk: Mel Gibson, Danny Glover, Joe Pesci, Joss ackland, Derrick O'cnnor og Patsy Kensit Leikstjóri: Richard Donner. Þeir eru mættir aftur félagarnir Riggs og Murtaugh, í þessari há- spennumynd, sem lætur engan ósvikinn, er á annað borð hefur gaman af hröðum spennumyndum. Þeim félögum er falið að gæta lyk- ilvitnis sem er skotmark útsendara eiturlyfjahrings, er vitnið hefur haft fé af. Þeim félögum finnst sem þeir séu að vinna verk sem er neðan þeirra virðingar og vandalítið, en annað kemur á daginn. Inn í þessa atburðarás fléttast að félagarnir Riggs og Murtaugh eiga að uppræta eiturlyíjasamtök sem stjómað er af vægðarlausum suður-afrískum stjórnarerindreka er nýtir sér frið- helgi sendiráðsmannsins til að hvít- þvo illa fengið fé. Tvíeykið kallar hins vegar ekki allt ömmu sína og lætur til skara skríða. Eins og áður sagði eru félagamir Riggs og Murtaugh mættir hér í sinni annarri mynd, er ber sama heiti. Mynd númer tvö gefur hinni fyrri ekkert eftir, enda tekst þeim fé- lögum vel upp i hlutverkum sínum á rólyndum heimilisfóður og rótlaus- um einbúa, sem saman koma vondu mönnunum bak við lás og slá. Láttu þetta myndband ekki fram hjá þér fara, ef þú á annað borð hefur dálæti á spennu. —ABÓ Notaðu AKEA með öðru úrvals hráefni.... ogútkoman verður frábær! Súkkulaðiterta með rommkremi Léttþeytið 70 g AKRA smjörlíki, 90 g sykur, 90 g púðursykur og 3 egg. Hrærið saman við 150 g hveiti, V2 tsk. natron, 2 tsk. salt, 25 g kakó og 150 g mjólk. Bakið við 190°C í 20 mínútur. Rommkrem Hrærið saman 50 g kakó, 500 g flórsykur og 350 g AKRA smjörlíki og bætið í rommdropum eftir smekk. Skreytið kökuna. Verði ykkur að góðu! SMJÖRLÍKISGERÐ Akureyri Hjartahlý vinnukona og ráðvilltur drengur Clara’s heart: Stjömugjöf =### Aðalhlutverk: Whoopi Goldberg, Niel Patrick Harrís, Micael Ontkean, Kat- hleen Quinlan,, Spalding Gray, Be- veriy Todd. Leikstjórí: Robet Mulligan Hér er á ferðinni ágætis fjölskyldu- mynd, sem er hvort tveggja í senn hugljúf og ágætlega spennandi. Sagan segir frá ungum dreng og fjölskyldu hans og hefst myndi á því að lítil systir drengsins deyr vöggudauða sem hefur i for með sér ýmis tilfinningaleg vandamál fyrir móðurina og hefur áhrif á hjóna- band foreldranna. Upp úr því kemur ný bamfóstra eða vinnukona inn á heimilið, en hér er á ferðinni vel stætt fólk, og á sú barnfóstra eftir að marka djúp spor í líf hins unga drengs. Vinnu- konan, Clara Mayfield, sem leikin er listavel af Whoopi Goldberg, kemur frá Jamaica á sér mjög dular- fulla fortíð og þrátt fyrir ótrúlega afskiptasemi á heimilinu binst hún móðurinni og drengnum sterkum böndum. Síðan greinir myndin einkum frá samskiptum drengsins og vinnu- konunnar, en þau verða brátt mjög þýðingarmikil fyrir þau bæði, ekki síst vegna þess að foreldramir virð- ast nokkuð upptekin af sínum eigin persónulegu vandamálum. Allur leikur í myndinni er mjög góður og spaugilegum köflum flétt- að inn í atburðarásina. Whoopi Goldberg er orðin heimsþekkt fyrir leik sinn í myndinni Colour Purple og því óþarfi að íjölyrða um leik- hæfileika hennar, en Niel Patrik Harris, sem leikur drenginn er ef- laust upprennandi bamastjama, því hann kemst mjög vel frá sinu. Myndin i heild er góð og óhætt að mæla með henni þó í einstaka atrið- um sé farið yfir mörkin og væmnin geri vart við sig. WVRNER stars in hermosl compassionate pcrlórmance since ‘The Color Purple

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.