Tíminn - 10.04.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.04.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 10. apríl 1990 Þriðjudagur 10. apríl 1990 Tíminn 9 ■ vargur 200 manns bana þegar hann kv eik ;ti eld í o Sc anc linavian S1 tar ásjó? o Lögregla í Noregi telur sterkar líkur á því að kveikt hafi verið farþegaferjunni Scand- inavian Star aðfaranótt laugardags, en talið er að allt að 135 manns hafi farist í eldsvoð- anum, 345 manns var bjargað. Síðdegis í gær var hins vegar talið að fjöldi hinna látnu gæti verið allt að 200 manns, þar af fjölmörg böm, en böm undir sjö ára aldri vom ekki sérstaklega skráð á farþegalista feijunnar. Bakkafoss skip Eimskipafélags Islands koma að Scandinavian Star á aðfaranótt laugardags, skömmu eftir að eldurinn kom upp og tókst áhöfn Bakkafoss að bjarga 39 manns um borð úr tveimur björgunarbátum og var farið með fólkið til Fredrikstad. Ekki tókst að ná sambandi við skipið í gegnum loftskeytastöð í gærdag. Scandinavian Star var á leið frá Ósló til Fredrikshavn í Dan- mörku þegar eldurinn kom upp, en þá var feijan stödd um 30 sjómílur sunnan við mynni Óslóarfjarðar. Slökkvistarf stóð yfir allan laugardaginn en feijan var dregin til hafnar í Lysekil í Svíþjóð og tókst þá fyrst að slökkva eldinn um borð síðdegis á sunnudag. Sjóréttur vegna eldsvoðans um borð í Scandinavian Star hefst í Kaupmannahöfn á miðvikudag. Flaraldur Kröyer sendiherra íslands í Ósló sagði í samtali við Tímann í gær að ekkert benti til þess að íslendingar hafi verið um borð í Scandinavian Star þegar eldur kom upp í skipinu. Hann segir að enginn hafi gert vart við sig hjá sendiráðinu af íslending- um, sem telji sig eiga ættingja eða aðstand- endur á skipinu, svo talið er nokkuð öruggt að það muni ekki vera. „Það liggur ekki fyr- ir neinn fúllkominn farþegalisti. Komið hef- ur í ljós að fjölmargir hafa pantað undir einu nafni fyrir heila Qölskyldu, eða jafnvel heil- an hóp og hefur verið farið eftir farmiða- pöntununum þar sem farþegalistinn var ekki tæmandi,“ sagði Haraldur. Hann bætti því við að sá farþegalisti sem átti að vera hjá af- greiðslu skipsins í Ósló hafi af misgáningi farið með um borð og sé brunninn. „Þannig að það er engin leið ennþá fyrir lögreglu eða aðstandendur að bera kennsl á mörg af líkun- um,“ sagði Haraldur. Listi með nöfhum þeirra sem komust af hefur verið birtur og hafa starfsmenn sendiráðsins farið í gegnum hann og er enginn Islendingur þar á meðal. Farþegar skipsins voru flestir Norðmenn, Danir, nokkrir Portúgalir, Indveijar og Bandarikjamenn. mt Scandinavian Star var dregin til hafnar í Lysekil í Svíþjóð. Slökkvistarfi lauk síðdegis á sunnudag, en eins og sjá má hefúr eldur náð að fara um allt skipið. Nú er tala látinna farin að nálgast tvö hundurð manns. Aðstoðarlögreglustjórinn í Ósló, Magnar Aukrust sagði á fréttamannafúndi á sunnu- dag að rannsókn þeirra beindist að íkveikju, en sá grunur byggist á frásögnum þeirra sem komust af og svipaðra atvika sem komið hafa upp um borð í feijum, sem sigla um Norðursjó, að undanfomu, en talið er að i a.m.k. einu tilvika hafi verið um íkveikju að ræða. Aðstoðarlögreglustjórinn, segir að enginn ákveðinn sé grunaður, en hins vegar hefúr hann sagt að lögreglan hafi vitni sem segist hafa séð mann kveikja í. Rannsóknarlögreglan vinnur nú að því að bera farþegalista Scandinavian Star saman við farþegalista annarra feija þar sem eldur hefúr komið upp að undanfomu, í von um að finna einhveijar vísbendingar er leitt gætu til niðurstöðu, auk þess sem farþegalistinn er borinn saman við lista yfir þekkta brennu- varga. Þá hafa rannsóknaraðilar verið að yfirheyra áhafnarmeðlimi og þá sem komust af til að komast að raun um hvað gerðist um borð í Scandinavian Star þessa örlagaríku nótt. Yfirmenn norsku lögreglunnar sem vinna að rannsókn á hvort um íkveikju hafi verið að ræða hittust í gær til að gera áætlan- ir um hvaða skref yrði næst stigið í rann- sókninni. Talið er að allt að 135 manns hafi farist. Opinberar tölur segja að 345 manns hafi ver- ið bjargað af brennandi skipinu, 75 manns séu látnir og um 60 manns sé saknað, en ekki er von um að nokkur finnist á lífi. Þar sem böm undir sjö ára aldri vom ekki sérstaklega skráð á farþegalistann eiga björgunarmenn von á að fjöldi látinna eigi eitthvað eflir að hækka. Þegar hafa nokkur böm fundist meðal hinna látnu, en að sögn björgunarmanna em þau ekki mörg. Fjöldi látinna farþega fannst í veitingasal, en auk þess fúndust nokkrir hinna látnu í bílum sín- um, en bannað er að farþegar sofi í þeim. Síðdegis í gær greindi talsmaður lögreglunn- ar ffá því að tala látinna gæti verið allt að 200. Þegar hafa um 100 látnir verið bomir frá borði og ekki er ólíklegt að 50 til 100 manns til viðbótar eigi eftir að finnast látnir. Tals- maðurinn sagði að fólkið hafi reynt að bjarga sér sjálft. „Fólkið' liggur í hrúgu og það er erfitt að gera sér grein fyrir hversu margir þar em. Þar er fjöldi bama,“ sagði Aimo La- óaksonen taismaður lögreglunnar. Lögreglan væntir þess að í dag verði lok- ið við að bera hina látnu frá borði og í ffam- haldi af því ætti að vera hægt að einbeita sér að rannsókn þess hvort um íkveikju hafi ver- ið að ræða. Þegar er búið að flytja mikinn hluta líka þeirra er dóu til Ósló og er lögregl- an með hjálp aðstandenda að reyna að bera kennsl á líkin, sem sum em mjög illa farin. I fféttum í Noregi kom það ffam í gær að tek- ið gæti nokkra daga og jafnvel vikur að bera endanlega kennsl á öll líkin. Að sögn Haraldar Kröyer sendiherra er fólk í Noregi mjög harmi slegið, en þetta er versta sjóslys Norðmanna í þeirra siglinga- sögu. I gær var aflýst útisamkomum í tilefni af 9. apríl, en þá gerðu Þjóðveijar innrás í Noreg í síðari heimssfyrjöldinni, en hins vegar fór hátíðleg minningarathöfn í tilefni dagsins fram í konserthúsinu í Ósló i gær- kvöldi. Skipstjóri Scandinavian Star, Hugo Lar- sen staðhæfir að kveikt hafi verið viljandi í skipinu. Að sögn aðstoðarlögreglustjórans í Ósló kemur það fram í framburði þeirra sem komust af að eldur hafi logað í fatnaði eða líni á göngum skipsins skömmu áður en eld- hafið gaus upp. Fulltrúar rannsóknaraðila i Lysekil, sem rannsakað hafa feijuna segja að tveir eldar hafi gosið upp með nokkurra mín- útna millibili. Sá fyrri kom upp á gangi milli káeta bakborðsmegin á biladekki, en kveikt hafði verið í rúmfatnaði. Farþegum tókst að ráða niðurlögum hans. Seinni eldurinn kom upp í káetu á hæðinni fyrir ofan bíladekkið. Spumingar hafa vaknað um öryggisráð- stafanir um borð í Scandinavian Star. Norska lögreglan telur að ef öryggisreglum um borð í ferjunni hefði verið fylgt út í ystu æsar, þá hefði glundroðinn um borð ekki orðið eins mikill. Öryggiseftirlitsmenn telja að ef ör- yggismálin hefðu verið í lagi, þá hefði að- eins verið um eld á einangruðu svæði að ræða, sem auðveldlega hefði átt að vera hægt að ráða niðurlögum. Norskur ferðamaður Eli Kvale Nielsen sem komst af, segir að ekkert skipulag hafi verið um borð þegar eldurinn gaus upp. „Við þurftum sjálf að finna björg- unarvestin.“ Þá komu einnig upp tungumála- erfiðleikar þar sem áhöfnin samanstóð af portúgölsku- og spænskumælandi fólki. Annar maður sem komst af segist ekki hafa heyrt í neinni viðvörunarbjöllu og þegar hann hafi reynt að ýta á viðvömnarhnappinn, hafi ekkert gerst. Hann segist hafa farið að næstu viðvörunarbjöllu, en þar hafi víramir einir staðið út. Talsmaður útgerðar Scandin- avian Star, en skipið mun hafa verið í sigl- ingum fyrir félagið í sex daga, segir hins vegar að áhöfnin hafi verið þjálfuð og ensku- mælandi. Norsk og dönsk siglingamálayfir- völd segja að öryggiskerfi skipsins hafi ekki verið skoðað þar sem Scandinavian Star sem skráð er á Bahama, var nýkomið til siglinga á þessum slóðum. Norskar fréttastofúr segja að óreiða hafi verið um borð í Scandinavian Star. Ahöfnin illa þjálfúð, margir ekki tekið þátt í brunaæfingu, né heldur björgunarbáta- æfingu, þannig að þeir kunnu ekki að losa björgunarbátana eftir að búið var að láta þá síga niður með fólkið innanborðs. I fréttaskeyti frá Reuter í gær er haft eftir einum af yfirmönnum norska björgunarliðs- ins að klukkutíma eftir að ósk um aðstoð barst, hafi þau skilaboð borist að allir farþeg- ar væm úr hættu og ekki hafi verið vitað að meiriháttar slys hafi orðið fyrr en eftir fjóra tíma. Sænskt dagblað greinir frá því að ástæður þessa kunni að liggja í því að skip sem kom að til bjargar hafi ekki vitað um hversu margir hafi verið um borð í Scandin- avian Star, og því hafi staðan í fyrstu verið vanmetin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.