Tíminn - 10.04.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.04.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 10. apríl 1990 IÞRÖTTIR HHIIililil,lI.i.......................................................................:!r|,l'l!|l|!|!l!llllllllllllllllllllll;M.|.|h:'1 ............. Staða trygginga- tannlæknis Samkvæmt 44. gr. laga um almannatryggingar skal tryggingaráð ráða tannlækni, sem hafi eftirlit með framkvæmd ákvæða laganna, er lúta að tannlækningum. Hér með er nefnd staða auglýst laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfs- manna. Umsóknir skulu berast skrifstofu forstjóra Trygg- ingastofnunar ríkisins fyrir 21. apríl n.k. Tryggingastofnun ríkisins MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Staöa rektors Tækniskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. maí n.k. Menntamálaráðuneytið, 3. apríl 1990. Sumarhátíð Framsóknarfélaganna í Árnessýslu veröur haldin í Hótel Selfoss, síöasta vetrardag, 18. apríl og hefst meö boröhaldi kl. 20.30 stundvíslega. Sigrún Magnúsdóttir Heiðursgestirkvöldsins verðaSigrún Magnúsdóttirog Páll Pétursson. Sönghópurinn Snæfríður og Sníparnir úr Þorlákshöfn skemmta. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. Þátttaka tilkynnist fyrir sunnudagskvöldið 15. apríl í síma 33686, Bjarnþór, 68896, Brynjar, 21025, Sigurbjörg, 21720, Svanlaug, 63307, Þórey. Miðaverð fyrir þríréttaða máltíð og dansleik kr. 3.000,-. Miðavarð á dansleik kr. 1.400,-. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Allir velkomnir. Nefndin Páll Pétursson ’ mk Unnur Stafánsöóttlr Viðtalstími LFK Unnur Stefánsdóttir, varaþingmaðurfyrirfram- sóknarmenn á Suðurlandi, verður til viðtals miðvikudaginn 11. apríl n.k. kl. 11 -12 í Nóatúni 21. Allir velkomnir. LFK i HAGV \ iVlNWMHA KR-ingar, íslandsmcistarar karla ■ körfuknattleik í úrvalsdeild 1990. Körfuknattleikur - Úrslitakeppnin: BIKARINN í VESTURBÆINN Reykjavík - Borgarmálefni Fundur verður að Nóatúni 21, laugardaginn 7. apríl kl. 10.30. Fundarefni: málefnaundirbúningur vegna borgarstjórnarkosninga. Allt framsóknarfólk hvatt til að mæta. Frambjóðendur Hafnarfjörður - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Hverfisgötu 2$ alla virka daga milli kl. 17 og 19, laugardaga frá kl. 10 til 13.00. Sími 51819. Allir velkomnir, alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin KR-ingar tryggðu sér íslands- meistaratitilinn í körfuknattlcik á laugardaginn er þeir sigruðu Kefl- víkinga 80-73 í þriðja leik liðanna í úrslitakeppninni, en leikið var á Seltjarnarnesi. KR-ingar komu nokkuð á óvart með því að sigra í þremur fyrstu leikjunum. Það voru fyrrum meistarar Kefl- víkinga sem höfðu undirtökin fyrstu mínúturnar á laugardaginn, þeir voru yfir 2-5, KR jafnaði 10-10, en Falur Harðarson kom ÍBK yfir á nýjan leik með þriggja stiga körfu 10-13. Jafnt var 14-14, en KR-ingar sigu fram úr 18-16 þegar 8 mín. voru liðnar af leiknum. Guðjón Skúlason fékk þá sína 3. villu og tæknivillu í kjölfarið og var tekinn út af. Hafði hann þá aðeins skorað 1 stig í leiknum. KR-ingar tóku völdin á vellinum eftir að Guðjón fór út af, náðu um tíma 13 stig forystu, en 7 stigum munaði á liðunum í leikhlé- inu 43-36. Svæðisvörn Keflvíkinga í upphafi síðari hálfleiks náði ekki að rugla KR-inga í ríminu og þeir héldu öruggri forystu allt til leiksloka. Lokatölur voru 80-73. Fögnuður KR-inga var mikinn í leikslok enda 11 ár síðan íslandsbik- arinn prýddi félagsheimilið við Frostaskjól síðast. Liðsheildin hjá KR stóð öll bak við þennan sigur eins og svo oft áður. Þeir Páll, Axel, Guðni, Matthías, Birgir og Anatolij léku allir frábærlega vel og þjálfarinn Lazslo Nemeth er maðurinn á bak við agaðan leik liðsins. Keflavíkurliðið var nokkuð jafnt í þessum leik, en mestu munaði hjá þeim að Guðjón Skúlason var í villuvandræðum og náði sér þar að auki ekki á strik í byrjun leiksins. Einar Einarsson lék vel, svo og Falur Harðarson og Magnús Guð- finnsson átti góða spretti. Sandy Anderson lék vel í vörn og átti mörg fráköst, en sóknin var slök hjá honum. Stigin KR: Páll 15, Axel 14, Birgir 14, Guðni 14, Kovtoum 10, Matthías 10 og Gauti 2. ÍBK: Guðjón 15, Anderson 14, Einar 11, Magnús 11, Falur 9, Nökkvi 7, Sigurður 4 og Ingólfur 2. Góðir dómarar leiksins voru þeir Leifur Garðarsson og Bergur Stein- grímsson. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.