Tíminn - 11.04.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.04.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminrv Miðvikudagur 11. apríl 1990 Miðvikudagur 11. apríl 1990 Tíminn 9 -- 450 ár liðin frá því Oddur sat í fjósinu yfir guðsorði Á morgun, 12. apríl, em 450 ár liðin frá fyrstu útgáfu Nýja testamentisins á íslensku í þýðingu Odds Gottskálkssonar. Sr. Sigurður Pálsson segir í eftirmála endurútgáfu Nýja testamentis Odds 1940, að um sé að ræða mesta viðburð í sögu kristninnar, fyrir utan kristnitökuna sjálfa. Enn- fremur segir, að eins og kristnitakan varð grund- völlur kristnihalds í landinu, varð útgáfa Nýja testamentisins homsteinn hinnar evangelísku trú- ar. Til að minnast og þakka útkomu Nýja testa- mentis Odds árið 1540, þá verður helgistund í Hallgrimskirkju á vegum Hins íslenska Biblíufé- lags klukkan níu árdegis á morgun, skírdag. Að ósk biskups, herra Olafs Skúlasonar forseta Hins íslenska Biblíufélags, annast helgistundina sr. Jónas Gíslason, vigslubiskup og varaforscti HÍB, ásamt prestum og organleikara Hallgrímskirkju. Lesið verður upp úr þýðingu Odds Gottskálks- sonar í Hallgrímskirkju. Bók þessi er fyrir margra hluta sakir merkileg. Talið er að Oddur hafi ekki verið nema liðlega tví- tugur þegar hann vann að þýðingunni sem tók þijú ár. Eftir það fór hann með hana utan til prent- unar og kostaði hann hana að mestu sjálfur að því er talið er. Engin íslensk bók var þá til á prenti svo vitað sé, og hefur hann þvi orðið að láta smíða stafi og ákveða maigt sem sérstakt var fyrir ís- lenska tungu. Herra Olafur Skúlason biskup íslands sagði í samtali við Tímann, að í raun væri það kraftaverk að Oddur skuli hafa afrekað þetta á sínum tíma. .Auðvitað er það rómantíkin, að hann hafi þýtt Nýja testamentið úti í íjósi í Skálholti, án þess að biskupinn mætti vila af og slær það sérstökum bjarma yfir þetta verk,“ sagði herra Olafur. Hann sagði að afrekið væri alveg ómetanlcgt og ekki aðcins fyrir þá kynslóð sem eftir siðaskiptin tók á móti Nýja testamentinu, heldur fyrir íslendinga upp fiá þeirri stundu. Þýðing Odds á Nýja testa- mentinu er að mestu tckin inn í Guðbrandsbiblíu frá 1584, eða 44 árum seinna, þannig að stofninn er frá Oddi í þýðingu Guðbrands. Sem kunnugt er gerði ríkisstjómin það að til- lögu sinni að nú verði farið að þýða Gamla testa- mentið og tengja það þúsund ára affnæli kristni- tökunnar árið 2000. Alþingi samþykkti þessa tillögu og verður til þessa starfs látið renna sem nemur tvennum árslaunum prófessora á ári, þar til verkinu er lokið. Ætlunin er að þýðingu Gamla testamentisins verði lokið 1999. Herra Ólafur sagði að gaman væri að skoða afrek Odds í sam- anburði við þýðingu Gamla testamentisins, þó svo að það væri mun stærra í sniðum. „I dag ætl- um við okkur tíu ár til verksins með tvo fasta starfsmenn, en Oddur Gottskálksson gerði þetta raunverulega á hlaupum og án nokkurra þeirra hjálpaigagna sem við höfum aðgang að nú í dag. Með hliðsjón af því, sjáum við hversu ótrúlegt af- rek hans hefur verið,“ sagði herra Ólafur. Ljósprentun þessarar fyrstu útgáfú kom út á vegum Munksgaard í Kaupmannahöfh 1933 með formála eflir Sigurð Nordal. í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Nunksgaards er sýning í anddyri Landsbókasafnsins um þessar mundir á ljósprentunum hans, m.a. á Nýja testamenti Odds frá 1540. Árið 1940, þegar 400 ár vom liðin frá útkomu Nýja testamentis Odds, kom út á vegum Jóhannesar Sigurðssonar prentara, kver með völdum köflum Nýja testamentisins í þýðingu Odds. Hafsteinn Guðmundsson teiknaði titilblað og síöuumgjörðir og sr. Sigurður Pálsson ritaði eftirmála. Árið 1988 kom út afar vönduð útgáfa af Nýja testamenti Odds með nútímastafsetningu. Bókin kom út á vegum Lögbergs - Sverris Krist- jánssonar- í samvinnu við Hið íslenska Biblíufé- lag, Kirkjuráð og Orðabók Háskólans. Þar rita inngang Sigurbjöm Einarsson, Guðrún Kvaran, Gunnlaugur Ingólfsson og Jón Aðalsteinn Jóns- son. Nýja testamentið, „homsteinn hinnar evangel- ísku trúar,“ eins og sr. Sigurður Pálsson komst að orði 1940, hefur viðstöðulaust komið út á ís- lensku í 450 ár og aldrei í stærri upplögum en nú. I áratugi hafa Gídeonfélagar gefið Nýja testa- mcntið öllum 10 ára skólabömum í landinu, sem nam samtals 4500 bókum á sl. hausti, auk þess sem Nýja testamentið er við rúm á öllum sjúkra- húsum, svo og í fangaklefúm, á hótelum og víðar. Oddur Gottskálksson var stórættaður, sonur Gottskálks Nikulássonar Hólabiskups og Guð- rúnar Eiríksdóttur Loftsdóttur ríka. Óvíst er um fæðingarár Odds, sumir fræðimenn segja hann fæddan árið 1500, en aðrir ekki fyrr en 1515. Hann er talinn hafa alist upp í Noregi að mestu, jafhvel frá sex ára aldri, þar sem hann var þá hjá foðurbræðrum sínum. í Noregi hóf hann nám, er hann hélt síðan áfram í Danmörku og Þýskalandi. Af Oddi fór það orð að hann væri mjög vel lærð- ur á latínu, þýsku og dönsku, auk þess sem hann mun hafa verið söngmaður mikill. Ekki er með fullu vitað hvenær Oddur Gott- skálksson kom til íslands að nýju, en það mun hafa verið fyrir 1536, og gekk hann þá í þjónustu Ögmundar biskups Pálssonar í Skálholti. Ög- mundur biskup, var mjög andvígur hinni nýju Lúthersvillu, sem svo var kölluð af kaþólskum mönnum og var Oddur þvi að fara í felur með þýðingu sína. Hjá Ögmundi biskup hóf Oddur þýðingu Nýja testamentisins veturinn 1536 til 1537 og vann hann að þýðingunni á palli í íjósinu. Sr. Sigurður Pálsson segir í eftirmála 1940 að þar hafi Oddur setið við þýðingar vegna hlýinda og líklega einnig til að verða síður á vegi biskups. „Saga þessi er cftirtektarverð, þvi það er ósjaldan, sem útbreiðendur Guðs ríkis hafa átt við þessu lík kjör að búa. Til þess hefur Oddur og fundið, því eftir honum er haft, „að Jesús lausnarinn hefði verið lagður í einn asnastall, ai nú tæki hann til að útleggja og í móðurmáh að snúa hans orði í einu fjósi.“,“ segir í eftirmálanum. Oddur Gottskálksson lauk þýðingu Matteus- aiguðspjalls á pallinum í fjósinu. Hins vegar er ekki vitað hvar hann hefur unnið það sem eftir var af þýðingunni, en haustið 1559 var hann kominn til Kaupmannahafnar með þýðinguna fullgerða. Þar lagði hann hana fyrir konung og fékk bréf hans með heimild til að prenta bókina og selja. Líklegt er að þá þegar hafi verið tekið til við að prenta bókina, og var prentuninni lokið 12. apríl vorið eflir. Vorið eftir kom Oddur til íslands að nýju með Nýja testamentið í farteskinu. Hvað þýðinguna varðar telja fræðimenn að mál hennar standi fyllilega jafnfætis öðru því sem þá var ritað á íslandi. Oddur varð síðan einn af helstu frumheijum siðaskiptanna á Islandi, þó hann hafi ekki viljað vígjast til prests. Eftir að Gissur Einarsson varð biskup studdi hann Odd á allan hátt. Var biskupi það mikilsvert að Oddur gæti unnið að bókaút- gáfu, þar sem hann hafði nægan annan starfa. Eins og áður sagði þáði Oddur aldrei vígslu, þrátt fyrir beiðni biskups, heldur hélt hann presta til að þjóna embættum sínum. Árið 1543 kvæntist Oddur Þuriði og eignuðust þau einn son, Pétur. Oddur var kosinn lögmaður norðan og vestan á Islandi árið 1552 og fékk hann Hegranesþing og Reynistaðarklaustur ári síðar og fluttist hann þá þangað. Hann sat hins vegar ekki lengi í embætti, þar sem hann féll af hesti sínum í Laxá í Kjós, á leið til alþingis 1556 og lést síðar sama dag. Hann var fluttur til Skálholts þar sem hann var jarðaður nærri Gissuri biskupi. Hið íslenska Biblíufélag sem annast alla út- gáfu Biblíunnar í heild svo og Nýja testamentisins verður 175 ára þann 10. júlí nk. Að sögn herra Ól- afs Skúlasonar er meiningin að halda upp á þau tímamót í Skálholti. „Þá ekki síður með tilliti til þess að í Skálholti vann Oddur að þýðingu sinni. Við tengjum á Skálholtshátíð tímamótin að útgáfú Odds að Nýja testamentinu og 175 ára afmæli Biblíufélagsins, sem er elsta starfandi félag á ís- landi,“ sagði herra Ólafur. Eftir Agnar Óskarsson Hugmynd Bjama Jónssonar listmálara af Oddi Gottskálkssyni þar sem hann sítur viö þýðingu á Nýja testamentinu í fjósinu f Skálholti. Myndin var máluð fyrir Biblíufélagið 1986.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.