Tíminn - 11.04.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.04.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 11. apríl 1990 Tíminn 13 vrrvrv<w»v9 i «nr Fundir og viðtalstímar á Suðurfjörðum og Höfn Jón Kristjánss. Jón Kristjánsson alþingismaður verður til viðtals og situr fyrir svörum um stjórnmálaviðhorfið á Höfn og Suðurfjörðum sem hér segir: Þriðjudagur 17. apríl Setiö fyrir svörum um stjórnmálaviðhorfið í kaffistofu Hraðfrystihúss- ins kl. 20.30. Miðvikudagur 18. apríl Viðtalstímar á skrifstofu Stöðvarhrepps (gamla bókasafnsherbergið) kl. 10-12. Á Hótel Bláfelli, Breiðdalsvík, kl. 14-16. Setið fyrir svörum um stjórnmálaviðhorfið í félagsmiðstöðinni, Djúpa- vogi, kl. 20.30. Fimmtudagur 19. apríl Viðtaistimi á Hótel Höfn frá kl. 9-11. Allir velkomnir. Jón Kristjánsson Framsóknarfólk, Reykjanesi Ráðstefna til undirbúnings sveitarstjórnarkosningunum 1990 verður haldin þriðjudaginn 17. apríl n.k. kl. 20:00-23:30 i Félagsheimili Framsóknarflokksins í Keflavík að Hafnargötu 62. DAGSKRÁ: Kl. 20:00-20:10 Kl. 20:10-20:30 Kl. 20:30-20:45 Kl. 20:45-21:30 Kl. 21:30-21:50 Kl. 21:50-22:30 Kl. 22:30-23:30 Setning Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga Tekjustofnar sveitarfélaga - heilbrigðismál Jóhann Einvarðsson Verkaskipting - skólamál Níels Árni Lund Fyrirspurnir og almennar umræður KAFFIHLÉ Undirbúningur kosninganna Eiríkur Valsson Fyrirspurnir og almennar umræður Stjórn K.F.R. Ráðstefna um sveitastjórnarmál verður haldin á vegurn Framsóknarflokksins laugardaginn 28. apríl í Reykjavík. Dagskrá auglýst síðar. Framsóknarflokkurinn Kópavogur - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið er í fullum gangi. Opið hús alla virka daga frá kl. 10.00-19.00 laugardaga frá kl. 10.00-13.00. Sími 41590. Framsóknarfélögin í Kópavogi Selfoss - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið f fullum gangi. Opið hús að Eyravegi 15, alla virka daga kl. 16.00-19.00, laugardaga kl. 10.00-13.00. Sími 22547. Allir velkomnir. - Heitt á könnunni. Framsóknarfélögin Selfossi Keflavík Almennur fundur um kosningastarfið verður haldinn í félagsheimilinu, Hafnargötu 62, laugardaginn 14. apríl kl. 11. Allir velkomnir. Stjórnin REYKJANES Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR. SPEGILL mmm Fjölskyldubrúðkaup: „Ég gifti foreldra mína!“ sagði presturinn glaður í bragði eftir athöfnina 1«« Frá fjölskyldubrúðkaupinu: Brúöhjónin Millie og Andy Penrod og sonur þeirra Rod, sem gifti þau, og síðan bama- bamabömin, sem vom „blómastúlka" og „hríngapiltur Það má segja að hjónavígslan hafa verið nokkuð óvenjuleg að ýmsu leyti. í fyrsta lagi voru brúðhjónin að giftast í annað sinn eftir um 30 ára aðskilnað, — í öðru lagi, þá var það sonur brúðhjónanna sem fram- kvæmdi athöfnina. Þá voru það bamabamabömin sem vom til að- stoðar í kirkjunni, lítil blómastúlka og bróðir hennar hélt á giftingar- hringunum. Elsti sonur brúðhjón- anna var svaramaður föður síns og Lori, dóttir Andy brúðguma með annari eiginkonunni, var aðstoðar- kona (matron of honor) stjúpmóður sinnar. Presturinn, sr. Rod Penrod segir þannig frá: „Fólk kímdi í kirkjunni þegar ég sagði við brúðhjónin: Pabbi, vilt þú taka mömmu sem þína löglega eiginkonu? —og svo framvegis..." Hjónin Millie og Andy Penrod höfðu verið í hjónabandi í 13 ár og eignast fjögur böm þegar þau skildu árið 1958. Vinsamlegt sambandi var milli þeirra, þrátt fyrir að bæði gengju aftur í hjónaband. Þau vora t.d. alltaf saman með bömum sínum á jólum og öðram stórhátíðum. En það varð stutt í seinna hjóna- bandinu hjá þeim báðum. Millie var aðeins þrjá mánuði í sambúð við sinn seinni mann og Andy skildi tvisvar á þessu tímabili. En á árinu 1988 fóra þau aftur að vera saman, og komu sér þá saman um að gifta sig á ný. Hjónavígslan fór fram í kirkju sr. Penrod, sem er 39 ára prestur í Coleman, Michigan í Bandaríkjun- um. „Eg hef sjaldan orðið eins glaður og þegar ég var beðinn að framkvæma hjónavígsluna,“ sagði prestur. Þau hittust á „rugby“-leik Allra augu mændu á þau Önnu Bretaprinsessu og Mark, fyrrver- andi eiginmann hennar, þegar þau nýlega hittust á „ragby“-keppni í Cardiff. Þetta var eitt af þeim sérkennilegu atvikum sem geta komið fyrir, þeg- ar farið er eftir gömlum og settleg- um siðareglum, — og sem verður helst við bjargað með hinni yfir- veguðu framkomu, sem ávinnst með áranum hjá þeim sem venjast slíkum reglum. Þama fór fram landsleikur á milli Wales og Skotlands. Anna prins- essa er vemdari Skoska Rugby- sambandsins og kom fram fyrir hönd þess. Hún var því kynnt fyrir heiðursgestum leiksins, — en á meðal þeirra var einmitt Mark Phillips, fyrrverandi eiginmaður hennar og bömin þeirra, Peter, 12 ára og Zara, sem er 9 ára. Þau tóku þessu öll vel, bæði for- eldrar og böm og höföu gaman af atvikinu. Greinilegt er að Mark og bömin heilsa Önnu prinsessu bros- andi og glaðleg. „Það gleöur mig að kynnast yður,“ eða eitthvað álíka er vanalega kveðjan þegar heiðursgestir eru kynntir, — en kannski hafa kveðjurnar orðið eitthvað öðruvísi í þetta sinn, þar sem Anna prinsessa er að heilsa upp á fynv. eigin- mann og bömin sín, Peter og Zöru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.