Tíminn - 12.04.1990, Síða 2

Tíminn - 12.04.1990, Síða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 12. apríl 1990 „Jólakrítinni“ velt til páska og „páskakrítinni“ fram að sumarleyfi? Sumarorlofspeningarnir hverfa í páskakrítina Stórmarkaðir og fjöldi annarra verslana auglýstu nýtt „korta- tímabil" í gær. Þar með færðist gjalddagi páskaeggja og ann- ars páskamunaðar fram í byrjun júní. Þar með eru líkur á að orlofsuppbótin gangi upp í greiðslur á „páskaeggjakrítinni11 í staðinn fýrír að fara í sumaríeyfið (sem þá er náttúrlega líka hægt að kaupa út á kort). Ástæðu þessa má m.a. rekja til þess að ýmsir munu ekki meira en svo komnir út úr ,jólakrítinni“, að því er ráða má af orðum fram- kvæmdastjóranna hér fyrir neðan. „Boltinn" verður því að rúlla áffam. Tíminn spurði forstjóra stærstu verslana Reykjavíkur af hveiju þeir ákváðu að lána fólki páskainnkaupin ffam að sumarleyfi? „Fyrst og ffemst er það vegna gíf- urlega margra óska frá viðskiptavin- um. Hingað hefúr hringt mikill fjöldi fólks og spurt og spurt hvort korta- tímabilinu yrði ekki flýtt“, sagði Þröstur Olafsson framkvæmdastj. Miklagarðs og Kaupstaðar. — Það virðist greinilegt að menn hafa ofkeyrt greiðslukortin mjög mikið strax um jólin. Því þá varð satt best að segja mun meiri verslun heldur en búist hafði verið við mið- að við þann samdrátt sem átt hafði sér stað á undan. Fólk hefur síðan verið að reyna að komast úr úr þessu. En þörf fyrir að fá tímabilinu flýtt var núna greinilega heilmikil, sagði Þröstur. Hvað hinsvegar varðar vonir um aukin viðskipti sagði hann það hljóta að fara saman. Viðskiptin aukist vit- anlega kaupi nú einhver páskasteik sem ella hefði ekki átt fyrir henni. „Hjá okkur var það svörun við því DAS húsið vakti alltaf vissan spenning á árum áður. Nú er veglegt einbýlishús aftur orðið aðalvinningur hjá happ- drætti DAS. DAS húsið stendur við Reykjabyggð 18 í Mosfellsbæ. Verðmæti hússins er 17 miiljónir króna. Nýtt happdrættisár að hefjast hjá Happ- drætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna: DAS-húsið er komið aftur „Það er ekkert leyndarmál að okkar hlutur hefur minnkað síðustu árin. Samkeppnin á happdrættis- markaðnum er orðin svo gríðarleg að við höfum átt undir högg að sækja. Til að að halda okkar hlut og auka hann jafnframt höfúm við nú ákveðið að breyta til,“ sagði Sigurður Ágúst Sigurðsson, nýráðinn forstjóri Happdrættis DAS. Nýtt happdrættisár er nú að hefj- ast hjá DAS og sagði Sigurður að í stað þess að halda áfram að vcra með með 7200 blandaða vinninga eins og verið hefði um langt skeið, hefði nú verið ákveðið að fjölga vinningum um tæplega helming án þess að stækka upplag útgefinna miða og koma þannig til móts við viðskiptavini DAS og auka veru- lega vinningslíkur þeirra jafhframt því sem þeir styrki gott og verðugt málefni. Jafnframt því að fjölga vinningum verulega er DAS húsið komið aftur til baka eftir margra ára fjarveru. DAS húsið er að þessu sinni veg- Iegt einbýlishús með tvöföldum bílskúr að verðmæti 17 milljónir króna. Húsið stendur við Reykja- byggð 18 í Mosfellsbæ. Happdrætti DAS er tólf flokka happdrætti og er dregið mánaðar- lega í hverjum flokki fyrir sig og verður DAS húsið dregið úr tólfta flokki í lok happdrættisársins. Þótt húsið sé vissulega glæsilegasti vinningurinn eru einnig góðir vinn- ingar i öðrum flokkum. Þann fjórða maí nk. verður dregið í fyrsta flokki happdrættisársins. Stærsti vinningurinn þá verður Nissan Pathfinder jeppi að verð- mæti 2,5 milljónir króna. Auk hans verða dregnir út fjölmargir bif- reiða—, ferða— og húsbúnaðar- vinningar. Verðmæti vinninga í hveijum flokki er um 23 milljónir króna að meðaltali nema í tólfta flokki. Þar er heildaverðmæti vinn- inga tæpar 40 milljónir. Heildar- verðmæti vinninga í happdrætti DAS er 288 milljónir og 900 þús- und kr. —sá Timamynd; Pjetur. Sigurður Ágúst Sigurðsson er nýr forstjóri Happdrættis DAS við gamla dráttarhjólið. Nýtt happdrættisár er hafið hjá DAS og hefúr vinningum verið fjölgað um tæpan helming frá fyrra ári en miðaupplag er óbreytt Tlmamynd; Aml ÐJama að keppinautar okkar höfðu ákveðið að færa kortatímabilið fram. Þetta var því bara spurning um sam- keppni. Helst hefðum við kosið að halda kortatímabilinu óbreyttu og búnir að ákveða að verða ekki fyrstir til breytinga, en jafnframt að við mundum heldur ekki sitja eftir ef aðrir flýttu", sagði Jón Ásbjömsson forstjóri Hagkaups. Hvað varðar þörf fólks að fresta „páskakrítinni" fram á sumar hafði Jón sömu sögu að segja og Þröstur, þ.e. að frá því fyrir helgi hafi tölu- vert verið um hringingar frá fólki sem spurði um hugsanlega breytingu á kortatímabilinu. En hefur þetta mikil áhrif á við- skiptin? — Ef við hefðum staðið einir eftir með óbreytt kortatímabil hefði það bitnað á okkur. Þegar hins vegar allir færa tímabilið fram eykur það ekki sölu einstakra aðila, sagði Jón. Þannig að páskainnkaupin í heild aukist ekki sem slík? — Jú, það má vel vera að fólk eitt- hvað aðeins meira fyrir páskana fýrir bragðið, en þar á móti dregur þá bara úr kaupum einhvemtíma seinna í staðinn. Þessi reikningur verður á gjalddaga í byijunjúní. - HEI Minnihlutaflokkarnir í Mosfellsbæ með sameiginlegt framboð. Gylfi Guðjónsson segir húsnæðismálin í ólestri: íhaldið hefur ekki mótmælt urðun sorps Allar horfur em á að einungis tveir listar verði í ffamboði í Mosfellsbæ, listi Sjálfstæðisflokks og listi Ein- ingar sem er framboð minnihluta- flokkanna í bænum. Við síðustu kosningar fékk Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag sinn hvom bæjar- fulltrúann og Sjálfstæðisflokkurinn fimm fulltrúa. Framsóknarflokkur- inn tapaði hins vegar naumlega sín- um fúlltrúa. Gylfi Guðjónsson, þriðji maður á lista Einingar segir atvinnu- mál og urðun sorps í Álfsnesi meðal þeirra mála sem nýja framboðið ætl- ar að taka á. „Eining ætlar að vinna kröfhiglega gegn urðun sorps I Álfsnesi. Komið hefur í ljós að í Gufunessorpinu er meiri mengun en búist var við og margt bendir til að það sama verði upp á teningnum í Álfsnesi. Þetta er náttúrulega undirlægjuháttur af meirihluta bæjarstjórnar Mosfells- bæjar að vinna ekki betur gegn þessu en gert hefúr verið. Mengunin á eftir að leggja beint upp í nefið á fólki í fjölmennri neðri byggð Mos- fellsbæjar. Dæmi um undirlægjuhátt- inn er að sameiginleg heilbrigðis- nefnd Mosfellsbæjar, Seltjamamess, Kjósar- og Kjalarneshrepps hefur ekkert ályktað um þetta mál. Mikið vantar á að húsnæðismálin séu með þeim hætti að viðunandi geti talist. Unga fólkið fær ekki þau tækifæri sem það þyrfti að hafa til að reisa sín heimili í Mosfellsbæ og verður því að leita annað. Segja má að í húsnæðismálum ríki nú stöðnun. Að sjálfsögðu hefur verið byggt í sveitarfélaginu á síðustu ámm, en framkvæmdir hafa ekki fylgt þeirri fólksfjölgun sem verið hefur á höf- uðborgarsvæðinu. Aðalskipulagið frá 1983 er úrelt og það verður að endurskoða." Gylfi sagði að eitthvað þyrfti að gera í atvinnumálum og koma þyrfti upp skóla í Reykjabyggðinni. Gylfi sagði að heyrst hefði að meirihluti bæjarstjómar ætli að ráðast í bygg- Gylfi Guðjónsson ökukennari ingu ráðhúss í Mosfellsbæ, en það mun þýða mikið álag á bæjarsjóð samfara örri uppbyggingu íþrótta- mannvirkja. Gylfi sagði Framsóknarmenn í Mosfellssveit ætla að berjast af hörku fyrir því að komast til áhrifa innan bæjarstjómar Mosfellsbæjar. Listi Einingar er þannig skipaður: 1. Halla Jörundardóttir fóstra 2. Oddur Gústafsson deildarstjóri 3. Gylfi Guðjónsson ökukennari 4. Kristín Sigurðardóttir skrifstofu- kona 5. Jónas Sigurðsson húsasmiður 6. Ólafúr H. Einarsson húsasmíða- meistari 7. Sveingerður Hjartardóttir bókari 8. Áslaug Höskuldsdóttir leirlista- kona 9. Pétur Hauksson læknir 10. Ríkharð Öm Jónsson bílamálari 11. Ævar Sigdórsson bifvélavirki 12. Dóra Hlín Ingólfsdóttir rann- sóknarlögreglukona 13. Soffra Guðmundsdóttir hjúkrnn- arfræðingur 14. Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona Efsti maður listans er Alþýðu- bandalagsmaður, annar Alþýðu- flokksmaður, þriðji Framsóknarmað- ur og fjórði Kvennalistakona. -EÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.