Tíminn - 12.04.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.04.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. apríl 1990 Tírninn • ? Ef þú ert í vafa þá skaltu ræða við heitnilislækninn. Kostir þess eru að mikilvægt trúnaðarsamband myndast milli þín og heimilislæknisins. Hann svarar spurningum þínum og ræður þér heilt um leið og hann varðveitir á einum stað nauðsynlegar upplýsingar um heilsufar þitt. Komist heimilislæknir þinn að þeirri niðurstöðu að þú þurfir á sérfræðilegri aðstoð að halda vísar hann þér til þess sérfræðings sem líklegastur er til að geta veitt nauðsynlega aðstoð. Vísun frá heimilislækni til sérfræðings er jafnframt upphaf að mikilvægum boðskiptum milli þeirra lækna er um mál þín fjalla, boðskiptum sem geta skipt sköpum þegar mikið liggur við. Heimsókn til heimilislæknis á stofutíma er þér að kostnaðarlausu. HEILSAN ER PÍN DÝRMÆTASTA EIGN HEILBRIGÐIS- 0G TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.