Tíminn - 12.04.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.04.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 12. apríl 1990 FRÉTTAYFIRUT PEKING — Kínverjar hafa lokað nokkrum bæjum í norðvesturhluta Kína fyrir út- lendingum, eftir að fréttir bárust af blóðugum átökum Kínverja og minnihluta músl- íma á þessum slóðum. Tals- maður héraðsstjórnarinnar í Xinjiang staðfesti, að bæjun- um, sem liggja að „Silkiveg- inum" hafi verið lokað. Hins vegar sagði hann fréttir vest- rænna fréttastofa, um að átök hafi brotist út á milli múslíma og Kínverja í bæj- um nærri Kashgar i síðustu viku og að hermenn hafi ver- ið sendir á staðinn, vera óstaðfestan orðróm. Sam- kvæmt fréttum skutu her- menn fimmtíu manns til bana. MOSKVA — Einn leiðtogi róttækra umbótasinna í sov- éska kommúnistaflokknum, Igor Chubais, hefur krafist þess, að kommúnistaflokk- unum verði skipt upp í tvo flokka, en umbótasinnar hafa orðið fyrir hörðum árás- um íhaldsmanna að undan- förnu. Vildi Chubais stofna nýjan jafnaðarmannaflokk. Chubais sagði árásirnar á Lýðræðislegan grundvöll bera vott um tilraun íhalds- manna til að ná völdum, og þar væri Jegor Ligachev í fararbroddi pólitískra ofsækj- enda. BRUSSEL — Eduard Shé- vardnadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna segir samein- að Þýskaland geta átt aðild að báðum hernaðarbanda- lögunum. BELGRAD — Tólf ráðherr- ar í Kosovo hafa sagt af sér og viröist allt vera að fara I kaldakol í þessu fyrrum sjálf- stjórnarhéraði. Ástæða af- sagnanna er sú, að albanski hluti kommúnistaflokksins greinir á við serbneska hlut- ann um það, hvernig taka skuli á þjóðernisólgunni í héraðinu. BÚDAPEST — Næsta rík- isstjórn Ungverjalands, sem verður ríkisstjórn mið- og hægriflokka, mun æskja þess, að Ungverjar gangi úr Varsjárbandalaginu, en tals- menn flokkanna segja, að það verði að gerast með samningum við Sovétmenn. KATHMANDU - Stjórn- arandstaðan í Nepal hótaö áframhaldandi mótmælum, ef Birandra konungur gefur ekki enn meira eftir í lýð- ræðisátt. Birandra hefur lof- að ritfrelsi og leyft flokkum að starfa. En stjórnarand- staðan vill meira. VATÍKANIÐ - Móðir Theresa hefur látið af störf- um sínum í þágu fátækra og sjúkra á Indlandí vegna heilsubrests. ÍAÐ UTAN Skæruliðar hrinda árásum stjórnarhers Eþíópíu: Gífurlegt mannfall í átökum í Erítreu Skærulióar í Erítreu fullyrða, að þeir hafi fellt um sjöþúsund stjórnarhermenn í hörðum bardögum undanfamar tvær vikur. Segja skæruliðar, að blóðugir bardagar hafi orðið á svæðinu milli Asmara, höfuðstaðs Erítreu, og hafnarbæjaríns Masawa. Stjómarherinn heldur Asmara, en fyrir rúmum mánuði náðu skæruliðar Masawa á sitt vaid. Þjóðfrelsisfylking Erítreu segir, að 5300 stjórnarhermenn hafi fallið í bardögum, sem urðu við Ginda, en stjórnarherinn reyndi að ná þjóðveg- inum, sem tengir Asmara og Masa- wa, aftur á sitt vald á fimmtudegi síð- ustu viku. Þá hafi 1500 stjórnarhermenn fallið við Ginda í fyrradag. Ekki upplýstu skæruliðar eigið mannfall. Ginda er í 2000 metra hæð, þar sem háslétta Erítreu byrjar, en á þeim slóðum hefur viglínan legið, frá því að skæruliðar náðu Masawa á sitt vald í febrúarmánuði. Talsmaður Þjóðfrelsisfylkingar Er- ítreu í London sagðist ekki hafa nægilega góðar upplýsingar um síð- ustu bardaga, en sagði það ljóst, að sóknartilraun stjórnarhersins hafi verið brotin á bak aftur og mannfall hafi orðið mikið. Eftir að skæruliðar náðu Masawa á sitt vald í febrúar, er stjórnarherinn umkringdur sveitum skæruliða og ná einungis tengslum við umheiminn með flugi. Hungursneyð er yfirvofandi á þess- um slóðum, ef ekkert verður að gert. Hins vegar var bifreiðum með hjálp- argögnum hleypt í gegnum víglínuna fyrir hálfum mánuði og var þó nokkr- um birgðum komið til sveltandi fólksins. Þá hefur stjórnin í Eþíópíu átt í frið- arumleitunum við skæruliða í Erítreu og í Tígerhéraði að undanförnu, en lítið hefur mjakast. A meðan er blóði Skæruliöasveitir Þjóðfrelsistylkingar Erítreu segjast hafa fellt 7000 stjórnarhermenn á tveimur vikum. hermanna, skæruliða og óbreyttra borgara úthellt, auk þess sem stríðs- reksturinn eykur hættuna á hungurs- neyð. Fangauppreisnirnar í Bretlandi: Fangavörður gísl fanga í Glasgow Enn standa fangauppreisnir í Bret- landi. í gær gerðu fangar í Shotts, öryggisfangelsinu í Glasgow, upp- reisn og halda þeir fangaverði í gíslingu. í Strangeways fangelsinu norður af Manchester halda harð- vígustu fangarnir enn út, þótt þrír úr hópnum hafí gefist upp í fyrrinótt. Er talið, að fimmtán fangar haldi enn einni álmunni í Srangeways, en ellefu dagar eru liðnir, frá því þeir hófu uppreisnina, sem örugglega hefur kbstað nokkur mannslíf. Fangauppreisnin í Shotts- fangels- inu braust út í íyrrinótt og taka um fjörtíu fangar þátt í henni. Hafa þeir nú eina hæð fangelsisbyggingarinn- ar á sínu valdi. Ekki er vitað um líð- an fangavarðarins, sem er gísl fang- anna, en tveir fangaverðir særðust í átökunum og voru fluttir á sjúkra- hús. Shotts-fangelsið á fátt sameigin- legt með Strangeways fangelsinu, hvað aðbúnað snertir. Það var opn- að fyrir þremur árum og hafa bresk stjórnvöld bent á það, þegar þau ræða um úrbætur í fangelsismálum. Hins vegar er Strangeways-fangels- ið byggt á 19.öld fyrir um níu- hundruð fanga, en tæplega fimm- tánhundruð manns sátu þar inni, er uppreisnin hófst l.apríl. Stjómarkreppa í ísrael: Stjórn Peresar sprakk áður en hún var mynduð Ríkisstjórn sú, sem Shimon Peres formaður Verkamannaflokksins í ísrael hafði talið sig hafa myndað, sprakk áður en þingið í Israel hafði náð að samþykkja hana. Hefur Peres fengið fimmtán daga frest til að mynda nýja starfhæfa meirihluta- stjórn í Israel. Tveir þingmenn úr flokki strangtrú- armanna, en sá flokkur hafði lýst yfir stuðningi við stjórn Peresar, niður- lægðu Peres með því að hætta stuðn- ingi við stjórnina á síðustu stundu. Helsti andstæðingur Peresar, Yitzhak Shamir, er því enn forsætisráðherra Israels. Þingmennirnir tveir, sem báðir eru rabbíar, sögðust ekki geta stutt ríkis- stjórn, sem einnig þurfi að reiða sig á stuðning tveggja Araba, sem tengsl hafa við PLO, Frelsissamtök Palest- ínu. Annar rabbíinn sagði af sér þing- mennsku, en hinn sagðist ætla að greiða atkvæði gegn stjórn Peresar. UMSJÓN: Hallur Maqnússon BLAÐAMAÐy&^ . Sumardagurinn fyrsti OPIÐHÚS Kosningaskrifstofa B-listans í Reykjavík opnar að Grensásvegi 46 fimmtudaginn 19. apríl kl. 14.30-18.00. Veitingar á boðstólum fyrir börn og fullorðna. Gu&mundur G. Þórarlnsson Flnnur Ingólfsson Slgrún Magnúsdóttlr AlfreS Þorsteinsson Hallur Magnússon Áslaug Brynjólfsdóttir Guðmundur Bjarnason Frambjóðendur verða á staðnum. Þingmaðurinn og formaður fulltrúaráðs mæta. Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra mætir á staðinn. ALLIR VELKOMNIR. Foreldrar sérstaklega boðnir velkomnir með börn sín. Leikir - Föndur - Blöðrur Kosninganefndin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.