Tíminn - 12.04.1990, Síða 5

Tíminn - 12.04.1990, Síða 5
■yyr 'óqfi .<it »uí®tuömmr-: Fimmtudagur 12. apríl 1990 iirirni i *' Tíminn 5 Harðindi og jarðbönn í Skagafirði halda áfram að taka sinn toll: Fylfullar hryssur hrynja enn niður Undanfarnar vikur hafa hross í Skagafirði, einkum fylfuliar hryssur, drepist í hrönnum. Harðindum og jarðbönnum allt frá byijun ársins er einkanlega um kennt Það var engu líkara en skriða færi af stað, þegar þrjár merkar merar drápust að Hólum í Hjaltadal, allar fylfullar eftir stóðhöfðingjann Ljóra frá Kirkjubæ. Tvær þessara mera drápust af meltingarsleni, sem dýra- læknar telja að rekja megi beint til harðindanna. Þrátt fyrir að hryssum- ar hefðu verið í ágætum holdum þá, hefðu efnaskipti þeirra ruglast. Þegar slíkt gerist, sé of seint að bjarga þeim, þegar einkenni loks koma í Ijós. Ein ofannefndra þriggja Hólamera drapst að vísu úr hjartaslagi, að því er talið er, en auk þeirra hefur stóð- hesturinn Vökull og ónefnd hryssa nýlega drepist úr gamaflækju. Síð- asttalda merin var ekki fylfull. En dauðsfoll á Hólum em ekkert einsdæmi þessa dagana í Skagafirði, því að á Svaðastöðum hafa þrjár fyl- fúllar merar drepist og tvær í Smiðs- gerði. Þá hafa merar drepist í Viðvík og á fleiri bæjum. Eftir því sem næst varð komist í gær, höfðu um eða yfir 20 hross drepist í héraðinu frá því um miðjan janúar sl., að langmestu leyti fylfullar merar. Skagfirðingar gerast nú ærið lang- eygir eftir vorinu, en svo virðist, sem það ætli að láta á sér standa. Spáð er kuldum og éljagangi yfir páskana norðanlands og í gær var stórhríð og ófærð víðast hvar norð- anlands. -sá Eignatjón á Akureyri Vemlegt eignatjón var á Akur- eyri um miðjan dag í gær, þegar fárviðri gekk yfir bæinn. Vind- hraðinn fór upp í 81 hnúta um tíma, en það samsvarar 14 vind- stigum. Jámplötur fuku af mjög mörgum húsum og ollu tjóni á bílum og húsum. Af einu fjölbýl- ishúsi fuku allar jámplötur. Lög- reglumenn og björgunarsveitar- menn höfðu í nógu að snúast við að aðstoða fólk og elta uppi jám- plötur. Ekki hefur enn tekist að meta tjónið. Enginn meiddist í óveðrinu. Hins vegar lenti Bandaríkjamaður, sem var að sigla á kajak úti á Eyjafirði í vandræðum.Hann komst ómeidd- ur í land. -EÓ Vegna mikils hvassviðris á Reykjavíkurflugvelli í gaer, þurfti að gripa til þess ráös að binda tvær flugvélar niður og leggja fýrir þær olíubii og stórri hjólaskóflu til að verja vélamar. Flugvélamar tvær voru á leiðinni til Bretíands frá Bandaríkjunum með viðkomu hér á landi. Sú, sem hér sést á myndinni, er af gerðinni Beechcraft, framieidd á fjóröa áratugnum, en hin er af gerðinni Cessna Skyvan. Vindhraðinn á flugbrautinni komst í mestu hviðunum upp f 63 hnúta, eða um 100 km. Vegna veðurhæöar í Reykjavík í gænuorgun og ókyrröar í lofti fram eftir degi, lá innanlandsflug niðri. Tímamynd Ami Bjama Ingiríður sýnd á Tálknafirði Stóra kókaínmálið í sakadómi: Einn átti aö eiga sökina Yfirheyrslur í „stóra“ kókaínmál- inu svokallaða eru hafnar fyrir sakadómi í ávana- og fíkniefna- málum. f framburði eins af þremur forsprökkum í málinu höfðu þeir gert með sér samkomulag um, aö sá er handtekinn yrði, tæki á sig alla sökina, en annar átti að flar- lægja 437 grömm af kókaíni, sem þeir höföu komið fyrir í bankahólfi í Landsbankanum í Mjódd, áður en lögreglan kæmist þangað. Það var hins vegar ekki gerL Þeir félagar höfðu ekki haft banka- hólfið á leigu nema í um hálfan mán- uð, þegar þeir voru handteknir. Engar reglur gilda um, hvað megi geyma í bankahólfúm. Það eina sem þarf, er að greiða ákveðna leigu á ári fýrir hólfið, auk tryggingar, ef lyklar týn- ast. Að öðru leyti skiptir bankinn sér ekki að hólfúnum. Þremenningamir em allir ákærðir fyrir að hafa haustið 1988 flutt kóka- ín til landsins í ágóðaskyni, skipulagt kaupin og íjármagnað. Tveir þeirra hafa játað brot sitt, en sá þriðji neitar öllum sakargiftum. Jón fær aðstoð Guðmundur Einarsson hefúr verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Sigurðs- sonar, viðskipta- og iðnaðarráðherra. Guðmundur er lífeðlisfræðingur og hefiir starfað við kennslu og rannsókn- ir við Háskóla íslands. Hann sat á Al- þingi árin 1983-1987 og varð síðan ffamkvæmdastjóri Alþýðuflokksins. Frá ársbyijun 1989 hefur Guðmundur stundað kennslu við Háskólann. -EÓ Síðast liðið laugardagskvöld ffum- sýndi Leiklistardeild U.M.F Tálkna- fjarðar gamanleikritið „Ingiríður Ósk- arsdóttir, eða Geiri djók snýr aftur", eftir Trausta Jónsson veðurfræðing. Leikstjóri er Þorsteinn Eggertsson, en með hlutverk Geira djók fer Guð- jón Jónsson. Með önnur hlutverk fara Örn Arnarson, Heiðar Jóhannsson, Helga Karlsdóttir, Gestrún Sveins- dóttir, Finnur Pétursson, Stefán Jó- hann Sigurðsson, Lilja Magnúsdóttir, og Snæbjörn Geir Viggósson. Brian Roger Bacon, leikur undir á flygil, en í sýningunni eru sungnir nokkrir helstu söngvamir sem fylgja gaman- leiknum, en þegar hann var frumflutt- ur í Borgarnesi fyrir fimm árum fylgdu söngvamir ekki með. Leikurinn gerist á eyjunni Flæði- skeri, sem er fyrir Vesturlandi, og fjallar um fjárhagsvandræði Magnús- ar Jónssonar, forstjóra Sameinaða gúmmíkompanísins. Inn í söguna fléttast ástarmál Sigríðar mágkonu Magnúsar, sem era vægast sagt flók- in. Það var i vetur, sem leikfélag var stofnað í tengslum við Ungmennafé- lagið á Tálknafirði. Atlantsál Atlantal-aðilarnir sóttu í gær um firmaheitið Atlantsál (á ensku: Atl- antal) til firmaskrár, en það heiti á að nota hérlendis vegna fyrirhugaðs reksturs á álveri. I síðustu viku áttu fulltrúar Atlan- tal-hópsins fund með fulltrúum ís- lenskra stjómvalda og var þar farið yfir þau atriði, sem aðilamir hafa áð- ur haft til umræðu, þ.e. orkuverð, skatta, umhverfismál, og staðsetn- ingu nýs álvers. Þá var einnig ákveðin dagskrá næstu funda. Búist við erfíðri færð um hátíðarnar: Mokað í dag, laugardag og á annan j dag, skírdag, verða helstu vegir mokaðir, þar sem þörf kref- ur að sögn Hjörleifs Ólafssonar hjá Vegagerð ríkisins. Allur mokstur liggur hins vegar niðri á morgun - á föstudeginum langa - þótt veður gerist válynd og leiðir lokist. Aftur verður mokað á laugar- dag, þar sem þörf krefúr, á aðal- leiðum um land allt. Mokstur liggur síðan niðri á páskadag, en verður tekinn upp aftur á öðram í páskum. Fólki er því ráðlagt að vera ekki á ferðinni á fjallvegum föstudaginn langa og páskadag, enda er spáð rysjóttu veðri um páskana um mest allt land. í gær var þokkaleg færð sunnan- lands utan það að rok og hálka var á Hellisheiði og illfært um hana fram yfir hádcgi. Greiðfært var í gærmorgun írá Reykjavík til Skagafjaröar, cn Öxnadalshciöi var ófær vegna hríðar. Um há- degið snerist veðrið þannig, að hægt var að opna Öxnadalsheiði Um tíma, en stórhríð gerði á Holtavörðuheiði. Vegir á Snæfellsnesi og um Strandir til Hólmavíkur voru ill- eða ófærir i gær nema um norð- anvert nesið, en helstu leiðir verða ruddar I dag eins og allar helstu aðalleiðir um landiö. -sá Svona mikill iandbúnaöur? Ferðalag Júlíusar Sólnes um kjördæmi sitt, Reykj aneskjördæmi, hefttr nokkuð verið milli tannanna á fólki, einkumþó fundut; sem hann hélt um atvinnumál i Grindavík á dögunum. Þar sýndi ráð- herrann glærur, sem sýndu atvinnu- vegaskiptmgu í Reykjaneskjördæmi. Þótti mönnum tíðindum sæta ummæli ráðherrans, þegar hann rekur augum í eina línúna á línuriti, sem stóð fyrir landbúnaðarffamleiðslu, en þá á Július að hafa orðið að orði: „Hva, er svona mikiil landbúnaður á Suðumesjum." Einhver benti honum þá á, að Gull- bringu- og Kjósarsýsla heyrði til Reykjajaneskjördtemi. Þessa sögu sel- ur dropateljari þó ekki dýrar, en hann keypti hana. Spakmæli úr Valhöll Dropateljari heyrði á skotspónum nýja útgáfú gamals spakmætis og fýlg- ir sögunni, að þessi nýja útgáfa hafi otðið til í Valhöll, felagsheimili Sjálf- stæðismanna. Spakmælið er svona; Davíð er dropi sem holar Steina. Vísindi efla alia dáö? Fjölmargir eru nú famir að velta fyrir sér vinnubrögðum hjá skoðanakönnun- arfýrirfækiinu SKÁÍS, eflir aö nýjasta könnunin þaðan biitist Pressunni í gær. Almennt er viðúikennt að kannanir Fó- lagsvísindastofnunar beri höfuð og herðar yfir skoðanakannanir á íslandi og virðist SKÁÍS nú hafa viðutkennt forystu Félagsvfsindastofhunar, þvi nú feta þeir i fótspor hennar og reyna að grennslast fyrir um, hvað hinir óákveðmt kjósa. Gallinn er bara sá, að þegar Félagsvísindastofnun spyr um, hvort menn muni heldur kjósa Sjálf- stæðisflokk en einhvem annan, sem byggist á áralangri reynslu af því að fylgi Sjálfstæðisflokks skilar sér betur í könnunum en fylgi annarra flokka, þá spyr SKÁÍS hvort menn muni heldur kjósa Sjálfstæðisflokk, Nýjan vettling eða eitlhvað annað. Engin sérstök rök era fyrir því, að spyija um Nýjan vett- ling scrstaklega (ekki síst á sama tíma og þar stendur yfir prófkjör), enda era á ferðinni ný samtök, sem nær ekkcrt er vitað um. Trú þeirra, sem fylgjast með skoðanakönnunum hefur nú minnkað enn frekar á SkÁIS við þetta. Vesturgötuframboðið Gífúrleg illindi eru nú komin upp meðal alþýðuflokksmanna vegna út- komunnar í prófkjöri Nýs vettlings, en manna á meðal gengur það framboð nú undir naíninu Vcsturgötuframboðið. Er sú nafhgift til komin vegna afskipta þeirra Bryndísar Schram og Jóns B. Hannibalssonar af prófkjörinu, en sem kunnugt er búa þau á Vesturgötunni i Reykjavík. Stuðningur þeirra hjóna við utanflokksmanneskjuna Ólínu Þor- varðardóttur er talinn vitni um að for- maður Alþýðuflokksins og kona hans hafi bcitt sér gegn samílokksmanni sin- um, Bjama P. Tengsl formannshjón- anna við Ólinu liggja hins vegar í gegnum ísafjörð, en Jón B. er sem kunnugt er faxldur í Alþýðuhúsinu þar. Ólína var í M.L þegar Bryndís og Jón voru þar skölameistarar, og maður Ólínu Sigurður Pétursson er sonur stór- kratans og alþýðuforingjans Péturs Sigurðssonar. Þess utan skrifaði Ólína bók um Bryndisi og er það mál manna, að tengingamar vestur á firði séu sterk- ari i hugum formannshjónanna en tengingar við einhvem krata úr Reykja- vík. Birting vill Nýjan vettling Dropateljari heyrir nú úr hetbúðum Birtingarmanna, að þeir muni fylkja sér um Nýjan vettling, þegar að kjör- borði komi, og ætli sér að láta G-list- ann sigla sinn sjó....

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.