Tíminn - 12.04.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.04.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 12. apríl 1990 MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsókrtarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar. Auglýsingastjórí: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur Glslason Skrifstofur Lyngháls 9,110 Reykjavfk. Síml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Askrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideiid 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Blaðaprent h.f. Mánaðaráskrift I kr. 1000,-, verð I lausasölu 190,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Páskaboðskapurinn Með deginum í dag, skírdegi, hefst páskahátíð krist- inna manna, sem ekki er aðeins ein af stórhátíðum kirkjuársins, heldur í margra augum mesta hátíðin vegna þess að hún er haldin til minningar um stærsta undrið í öllum kristindómi, þá trú að Kristur hafi ris- ið upp frá dauðum. Svo mikið undur sem þetta er og verður hvorki skýrt með venjulegum rökum né skilið almennum skilningi hefur kristnum mönnum eigi að síður verið sagt að upprisan sé kjarni kristindómsins, undirstöðuatriði trúarinnar. Þrátt fyrir margs konar sundrung munu allar kirkjudeildir heimsins halda fast í upprisutrúna, páskaboðskapinn. Þessa trú játa þeir sem gangast undir skyldur hinnar „frjálslyndu" ís- lensku þjóðkirkju jafnt sem þeir er vilja eiga samfélag í Kristi innan hinnar eldri og íhaldssamari kirkju páfadómsins. Hversu fjarlæg sem íslensk kirkja kann nú að vera miðaldakirkjunni kaþólsku um ytra skipulag, er ná- lægðin við kenningar hennar og trúarboðskap svo mikil að í helgihaldi þeirra daga sem nú fara í hönd, eru sannindi Nikeujátningarinnar frá 325 höfð að leiðarljósi. Þau eru útleggingarefni íslenskra presta á tuttugustu öld af sömu trúarlegu hvötum og verið hafa í hátt á annað þúsund ára: „Kristur var krossfest- ur fyrir oss, píndur og grafinn. Hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum, steig upp til himna, mun aftur koma að dæma lifendur og dauða. Á ríki hans mun enginn endir verða." Um þetta efhi orti Hallgrímur Pétursson Passíusálm- ana, stórbrotna sögu í bundnu máli um þjáningar frelsarans fyrir sjálfa upprisuna. Passíusálmana ættu allir kristnir menn að geta skilið án tillits til kirkju- deildar. Ekki síður virðast íslenskir páskasálmar flytja boðskap serri stenst allar trúarkreddur og mætti syngja í öllum kirkjum heims án þess að spyrja þyrfti hvaðan þeir séu komnir. Páskasálmur sr. Björns Hall- dórssonar í Laufási, stuttur og hnitmiðaður, ortur af skáldi, myndi sóma sér í páfamessu í Péturskirkjunni í Róm eins og hann hefur hljómað í meira en hundrað ár í fátæklegum sveitakirkjum á íslandi: Herrann lifir, höldum páska, hrósum sigri lausnarans. Synd og dauða, sorg og háska sigrum vér í mœtti hans. Höldum lífsins hátíð nú, höndlum nýja von og trú, upp með Jesú önd vor rísi endurfœdd og náð hans lýsi. Þrátt fyrir að allar kirkjur eigi að ná saman í kjarna kristindómsins um guðdóm Krists þ.á m. upprisuna, verður því ekki haggað að íslendingar eru fyrst og fremst bundnir þjóðkirkju sinni. Hún er þeirra þjóð- lega, kristna samfélag. Æskilegt væri að sem fiestir sýndu kirkju sinni ræktarsemi með reglubundinni kirkjusókn árið um kring. En ekki er síst ástæða til að hvetja fólk til kirkjusóknar um páska. Páskar eru með sanni ein hin helgasta hátíð. GARRI Dulmál kratanna l>að blns ekki býrlega fyrlr AJ~ þýðuflokkiuun í íraroboðsmálum um þessar rauodir. Gott þykir ao tiafa liann með upp á atkvæðin en niimia er sinnt um að koma mönnuin hans þar á iista si'in nokkur von er til að þeir nái kosntngu. Nokkra liuggu u telja samsliiifsineiin, scin vcðja á nýja besta, i þvi að íi fram hagstíeða skoðaaakonnun og hafa kullað til Skaís til að staðfesta að Bjarni l\ Magnússon, þriðji raaður á lista Nýs vettvangs, inii kosniiigittgu. Þessu dethir Skáís í hug að spá eftir að kjðrsókn í prófkjðri sýndi að enginn áhugi var fyrir fram- boðinu. Astæðulaust er að ve- féngja að skoðanakönnunin hafi faríð f rum, eu ótrúieg heppnt hef- Ur rikt hvað snertir val á úrluk- iiui, fyrst fyigið náði 12% í kötin- iiuiiuii. hrátt fyrir þessi vœolegu úrslit fyrir Vettvanginn er helst að heyra á Bjarna P. Magmíssyni, borgarfuUtrúa kratanna og eina kratanum framarlega á lisf unuin, að hann ætli að draga sig í hlé. Undrar það engan. Meiri krati fundinn Þessi skoðanakðniuiu var gerð fyrir Pressuna og birtir biaðið á forsiðu að Veltvangurinti fái þrjá meitn kjörna. Það yrðu merkileg úrslit, en það er eins og spáin hali verið gerð tii að gera Bjarna P. ánægðan. I ruuninni keinur eng- um við þessi skrítna spá Skáíss nema iiuiiuin. I»að sýnir að smiðir Vettvangsins vilja halda blekk- iiigiuiiii við Jram yfir kosningar, Og viija tneð eogu móti missa bandingja sinn úr þrlðja sæti. Fn hvað gerir Alþýðuflokkuriim viö þá óanægöii flokksmenn, sem telja að komið hafi verið aftan að sír i proikjörinu? Ljóst ei' að miðað við þá áherslti sem forysta Aiþýðufiokksins lagði á prófkjör- ið og þátttiiku Bjarna P. í þvi, að annað tveggja hafa Alþýðu- ðokksmenn ekki tekið þátt í próf- kjui'inu, eða aðeins Sá arniur, sein iilítur iið Ólína sé nieiri krati ett Bjarni P, Hún hefur að vísu ekk- erí haft af Alþýðuflokknum að segja, nenia setja saman bók uni Bryodísi Schram. Dulnefni á víxl Bluðið Pressan ber Nýjan vetí- vang siiuiiiu vio Alþýðuflokk í skoðauuköniiuiiiiiiii, og er það lieppilega valið (hiinefiii ú vetl- vangtnn með tiliiti tii þriðjasætis listans. Þannig reynir Pressan með hllum raðtim að sannfæra Bjarna P. um að hann sé í fram- boði fyrir Alþýðutlokkimi. I>ess vegna beri hoiium að sitja sem fastast í þriðja sætinu og una þeiin kjöruin aó bjóða sig fram t vonlausu sæti fyfir fjöiflokka- samtðk, sem ganga undír dul- nefniou „Samtðk um nýjan vett- vang", þ.e,a.s. $é thaður kjósandí Alþ.vðuflnkksliis. i raun er vett« vangurinn ekki annað en fram- boð Alþýðiibandalagsins númer tvð t Reykjavik. En þvi verður haldið vanulega leyndu þangað til eftir kosningar. £kki viiutar aú skoðiimiköiiniin Skáiss og Pressunnar spáir fltald- inu síóruœ sigri. Þaf stendur Davíð Oddson í stafni sem ókrýndur konuiigur fyrir liði sinu og fær þrettán fuUtrúa kjðrna, en ekld neroa eUefn eftir aö spáð hefur veriö í óákveðna hðpinn, hvað sem cr nu að inarka það. Við það fær vettvangminn sína þrjá meno og Bjarni P. er orðiuu ðruggur, en Kvennaiistínn einn. Franisókn og Allaballar liá enga kjðrna. Þetta er ævintyra- legur árangur af ekki meira íil- efni. Davíð í fjölskyldunum Mjðg er m'i hnrfiiil sforsignrs íhaldsins í kosningunum. Auðséð er aft fyrirtaeki á borð við Fiug- lciðir og Kiniskip, sem eru í eigu og unisjón tjölskyldnanua fiiiuii- lán, hafa gripið í Davíð eins og guð i fótinn, og iiú liniiir ekki gyllibuðum og auiiiirri meðfero til gieðiatika fyrir borgarstjór- ann. Hann situr 6 hœgri hönd jes- lisauiiu t Fimskip á aoalfuiiduin og þegar Flugieiðir fengu nýja vél frá Bandaríkjunum var borgar- stjórinn og ágæt frú hans flutt fram og til baka i nýjum farkosti, þar sem frúin var látin skyra. Þannig gæta Ijolskyldurnar fiinmtán borgarstjóraos í lofti og á iáði, og tengja hamt við sig. Heist vtldu Eimskip og Flugleiðir geta yfirfært vinsældir borgar- stjórans yfir á sig og fjðlskyld- urnar. Það gæti orðið á kostnað hins almcnna kjósanda ihaldsins. Þessar aðfarir eru heldur óvenju- legar, því fjölskyidúnum hefur þótt nóg að hafa stuðning Sjálf- stæðisflokksins. Nú á að gera flokksforystuna sjiílfa iið lllekk í keðjiuini, $vo það fari ekki á milli mála í hugum kjósenda, að þeir eru að styða Qðlskylduroar fimmtán til enn frekari valda á athafnassviðum landsins. Oarri, ¦ VITT OG BREITT BAKARINN HENGDUR Skipstjóranum á bahamaisku ferj- unni Scandinavian Star hefur nú tekist að finna blóraböggul, sem með lagni væri hægt að gera að sökudólg og kenna um hve margir fórust í brunan- um er farþegaferjan brann. Sam- kvæmt frétturn bar skipstjórinn við yfirheyrslur að sasnskir slökkviliðs- menn hafi staðið rangt að störfum og þvi fór sem fór. Að vísu voru nær 200 af farþegaum skipstjórans látnir þegar sænskir slökkviliðsmenn tóku til starfa um borð í dauðagildrunni, en þetta er góð tilraun hjá skipstjórnaum að koma sök yfir á eitthvað annað en hörmulega illa rekna útgerð og áhafriar sem eng- ann veginn var fær um að fást við þær aðstæður sem upp komu. Eigendur Scandinavian Star eru norskir og skipstjórinn er af sama þjóðemi. Skipið var skráð á Bahama- eyjum og lýtur þarlendum lögum. Dauðagildra Skip sem skráð eru í ríkjum á borð við Bahamaeyjar, Líberiu eða Pan- ama eru undanþegin margs kyns leið- indaákvæðum um lágmarksöryggi og mannréttindi áhafria. Af sjálfii leiðir að þau eru dauðagildrur fyrir það fólk sem álpast um borð sem farþegar eða áhafharmeðlimir. Ahöfh farþegarferjunnar Scandin- avian Star þegar hún brann var að mestu malajar og Portúgalar. Margir þeirra eru óvanir sjómennsku og tungumálakunnátta af skomum skammti. Fyrirskipanir vom gagns- lausar og hver reyndi að bjarga sér eft- ir bestu getu og var skipstjórinn til að mynda langt frá því að vera með þeim síðustu frá borði. Þótt bahamaferjan sigldi á milli hafha á Norðurlöndum hafði skipa- skoðun þar ekkert með skipið að gera og stéttarfélög sjómanna ekki fremur. Kunnáttumenn hafa lýst þessum «wtðððlh'' ^ljim **rj&m ¦ \r I t—mm p^X MíttttUtt . ¦< w.?«^»: tt tttJ %% i%% 5IT —.....' *>- iWXIl'WWAh «T*» manndrápsdalli sem eldgildm og margt fleira var úrskeiðis sem talið er til öryggisbúnaðar meðal siðaðra þjóða. Eldvamarkerfi var ekkert til og viðvörunarkerfi enn síður og áhöfhin kunni ekkert til verka þegar á reyndi. Með nær yfirskilvitlegum hætti voru nær 200 farþegar steiktir lifandi um borð í skipi, sem var með fjarskipta- búnað i lagi, skammt frá landi, á mjög fjölfarinni sjglingaleið í blíðskapar- veðri. Frjálsa samkeppnin sá til þess að allt fór úrskeiðis sem mögulegt var og efht var til mesta sjóslyss i sögu Norð- urlanda á friðartímum. Siðleysi Skipafélög leika það að láta skrá skip sín i ríkjum þar sem engin lög kvaða á um öryggi skipanna né um mannréttindi áhafha. Þetta þykir nauðsynlegt til að geta tekið þátt í fijálsri samkeppni á alþjóðlegum flutníngaleiðum. Mannréttindalausar áhafhir á mann- drápsfleytum er sá gróðavegur sem útgerðarmenn sjá hvað vænstan í samkeppninní um flutningamarkað- ina. Á Islandi hefur bryddað á frjálsri samkeppni á þessu sviði og skipafé- lög hafa verið að reifa möguleika á að láta skrá skipin í skrípalöndum og láta suðausturasíubúa sigla þeim. Er skemmst að minnast að íslensk sjómannasamtök mótmæltu hraðlega öllum hugmyndum um að íslensk far- skip færu að sigla undir fánum þriðja heims ríkja með áhöfhum sem telja hag sínum sæmilega borgið með ör- uggum hrísgrjónaskammti og rekkju- voðum sem ekki næðh um. Á Norðurlöndum eru einhverjir fam- ir að velta fyrir sér að ekki sé allt í sómanum hvað snertir þriðja heims útgerð á skipum í eigu norðurlanda- búa og á siglingaleiðum Norðurálfh. Eftirlit með öryggisbúnaði og mann- réttindum er kannski ekki fráleitt og ekki ætti að saka þótt áhöfh kunni eitt- hvað til þeirra verka sem til falla um borð. Það er ekki allt fengið með þvi að losna við að borga sjómönnum mannsæmandi kaup. En takist að kenna sænskum slökkvi- liðsmönnum um handvömmina fær frjálsa samkeppnin að vera eins sið- laus og efhi standa til og þeir sem hafa lag á að hengja bakara fyrir smið standa uppi vammi firrtir OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.