Tíminn - 12.04.1990, Qupperneq 9

Tíminn - 12.04.1990, Qupperneq 9
Fimmtudagur 12. apríl 1990 Tíminn 9 þess er hann varð biskup, heldur setti hann þar umboðsmann sinn og hirti tekjuafganginn. Ekki fara margar sögur af því hvemig Jón hefur rækt prestskap sinn. Þó er svo að sjá af nokkrum steíhum og dómum frá prestskaparárum hans að hann hafi gengið rikt eftir því að sóknarbömin ástunduðu hlýðni við kirkju sina og afræktu ekki Guðs boðorð. Níu börn og „sið- ug sómakona“ Nú hefur verið getið þeirra starfa helstra, sem Jóni Arasyni var trúað íyrir, meðan Gottskálk biskup var á lífi. Mega það undur teljast hve skjót- ur frami hans varð og þau trúnaðar- störf mörg og mikil, sem á hann hlóð- ust. Er sú skýring nærtækust að hann hafi verið þeim verðleikum búinn, sem öfluðu honum trausts og trúnað- ar. Þá verður það ekki dregið í efa að hann hafi verið kappsfullur og met- orðagjam og sóst mjög eftir manna- forráðum, enda gætir þeirra eigin- leika mjög i fari hans alla tíð. Eins og nærri má geta hafa vegtyll- ur þessar og yfirgripsmiklu störf gef- ið Jóni ærið fé í aðra hönd, enda hef- ur hann komist í góðar álnir á þessum ámm. Hagkvæmast þótti að veija fé í jarðakaup. Jarðeignir þóttu jafnan besta eignin, því að slegnir peningar vom fáséðir og gjaldeyrir mestmegn- is landaurar, þ.e.a.s. vömr, sem komu í stað peninga. Engin bréf em varð- veitt um jarðakaup Jóns frá þessum tímum, en með vissu hefúr hann komist yfir nokkrar jarðir. Þau boð kaþólsku kirkjunnar að prestar skyldu lifa í ókvæni, höfðu all lengi verið sniðgengin hér á landi. Tíðkaðist að prestar tækju sér fylgi- konur, en sjaldgæfara var að biskupar tækju sér þennan munað. Jón prestur Arason fór að dæmi margra stéttarbræðra sinna og varð fyrir valinu kona sú er Helga hét Sig- urðardóttir. Var hún af mikilhæfú fólki komin og sakar ekki í því sam- bandi að geta þess að foðurbróðir hennar var afi Guðbrands Þorláks- sonar, biskups, svo að synir þeirra Jóns Arasonar og Guðbrandur biskup vom þremenningar. I heimildum er Helga talin „siðug sómakoma“, enda þótt henni hafi orðið það á að gerast legunautur annars prests, áður en hún gekk til fýlgilags við Jón. Með hinum fyrri átti hún eina dóttur bama. Orti sonur þessarar dóttur hennar, Ólafúr Tómasson, hugljúft kvæði um þá biskup og syni hans. Var dóttir Helgu alin upp hjá Jóni, og sýnir það tryggð hans við venslafólk og ættingja, sem svo mjög einkenndi hann. Eftir því sem næst verður komist hófst sambúð þeirra Jóns og Helgu ekki síðar en 1507, er hann fékk Helgastaði, en gæti þó hafa verið heldur fyrr, ef höfð er hliðsjón af því hvenær elstu synir þeirra hófúst til embætta. En það verður ekki rakið á þessum stað. Með þeim Jóni og Helgu tókust góðar ástir, og varð þeim níu bama auðið. Komust sex þeirra til fúllorðinsára. Svo sem hæfa þótti slitu þau Helga og Jón samvist- um er hann varð biskup, en hann galt henni fyrir dygga þjónustu jörðina Halland í Þingeyjarþingi, en hún fékk Hóladómkirkju síðan jörðina í pró- ventu sína. Helga mun hafa borið beinin að Gmnd í Eyjafirði hjá dóttur sinni, Þómnni, þá fjörgömul orðin. Forsjá Hóladóm- kirkju Gottskálk biskup Nikulásson andað- ist í árslok 1520. Þar sem hann hafði mikið dálæti á Jóni Arasyni má telja líklegt að hann hafi haft augastað á honum sem eftirmanni sínum á Hóla- stóli. Gæti sumt og bent til þess að Jón hafi haft nokkum undirbúning að því að geta tekið við biskupsembætt- inu, er sýnt þótti um ævilok Gott- skálks biskups. Þegar eftir lát biskups komu saman nokkrir valinkunnir kirkjunnar þjón- ar úr Eyjafirði og Þingeyjarþingi og samþykktu að fela Jóni forsjá Hóla- dómkirkju. Ekki vora allir prestar í fjórðungnum á einu máli um þá ráð- stöfún, með því að skömmu síðar réðu nokkrir þeirra sunnan Öxnadals- heiðar undir forystu Helga ábóta Höskuldssonar á Þingeymm með sér að fela séra Pétri Pálssyni að Grím- stungum í Vatnsdal hið sama forræði fyrir Hólakirkju og Jóni Arasyni hafði verið veitt. Þeir gátu þó eigi ónýtt ákvörðun stéttarbræðra sinna nyrðra, en hafa viljað draga úr áhrifa- valdi Jóns með tilnefningu Péturs. Þessi skipan mála mun hafa verið næsta einstæð. Hér var einungis um að ræða forsjá í veraldlegum efnum, en ekki andlegum. Fáum sögum fer af samstarfi þeirra tvímenninganna, en trúlega hefúr verið gmnnt á þvi góða, að minnsta kosti lagðist Pétur Pálsson gegn biskupskjöri Jóns síðar. Ekki stóð þessi samvinna þeirra lengi. Vorið eftir, í apríl 1521, var haldin prestastefna á Eyrarlandi í Eyjafirði. Þar var ætlunin að binda enda á forræði þeirra Péturs og Jóns yfir Hólastóli, en ganga þess í stað til biskupskjörs. Af því varð þó ekki í það sinn. Kann það að hafa valdið að prestar norðan Öxnadalsheiðar hafi hvomgir treyst til að hafa í fúllu tré við hina. Var nú forstöðu Hólastóls enn ráðstafað til bráðabirgða og þá með þeim hætti að tveir officiales (þ.e. umboðsmenn biskups) vom settir í biskupsdæmið, Helgi ábóti á Þingeymm sunnan Öxnadalsheiðar og Jón Finnbogason í Múla í Aðaldal norðan heiðar. Hann virðist raunar hafa haft það vald áður frá því í tíð Gottskálks biskups. Um Jón Arason náðist það samkomulag að hann skyldi hafa „fúllkomlegt kirkjunnar vald yfir lærðum og leikum heima á dómkirkjunni og öllum þeim kirkj- unnar málum, sem til kunna að falla millum Ábæjar og Úlfdalafjalla" þ.e. í Hegranesþingi. Að líkindum hefúr Jóni hér verið falið vald sem jafhgilti biskupsvaldi. Péturs Pálssonar er hér að engu getið, en síðla þessa sumars sigldi hann utan til Niðaróss Ögmundi falin forsjá Hólastaðar Haustið 1518 andaðist Stefán Jóns- son, Skálholtsbiskup. Árið eftir var kjörinn til biskups í Skálholtsbisk- upsdæmi kanoki af reglu Ágústínusar og ábóti í Viðey, Ögmundur Pálsson. Komst hann ekki til vígslu fyrr en sumarið 1520. Hlaut hann staðfest- ingu Kristjáns II. 1521, en vígslan dróst úr hömlu til hausts sama ár. Var þá orðið svo áliðið að biskup komst ekki út, en hlaut að eiga vetursetu ut- anlands. Þar sem lát Gottskálks Hóla- biskups hafði nú spurst til Noregs, fólu kórsbræður í Niðarósi og Ólafur Engilbrektsson, erkidjákn, Ögmundi biskupi forsjá Hólabiskupsdæmis, uns nýr biskup yrði kjörinn þar. Þennan vetur hinn sama dvöldust og f Noregi fyrmefhdur Pétur Pálsson og Finnbogi Einarsson, prestur á Gren- jaðarstað. Ekki er fúllvíst hvert erindi þeir áttu á Noregsgmnd, nema það kynni að hafa staðið í sambandi við forræði Jóns Arasonar yfir Skálholts- stóli. Lýstu þeir fúllu samþykki og stuðningi við forsjá Ögmundar bisk- ups yfir Hólastóli, en eigi verður séð hvaðan þeim var komið vald eða um- boð til slíks. En skjótt hlutu þeir umbun þeirrar yfirlýsingar, því að Ögmundur skipaði þá skömmu síðar umboðsmenn sína (officiales) í Hóla- biskupsdæmi, Pétur Pálsson í vestari hluta þess, en Finnboga í hinum nyrðri. Auk þess setti hann Pétur ráðsmann Hóladómkirkju. í skipun- arbréfinu er sá tónn, sem sá einn get- ur talað, er valdið hefur. Til þess að fylgja enn betur eftir hinu nýfengna valdi sínu ritaði Ögmundur um þess- ar mundir klerkum Hólabiskups- dæmis bréf og skýrir þeim frá fúllri forsjá sinni yfir Hóladómkirkju og eignum hennar. Hann biður þá og hraða biskupskjöri sem mest. I bréfi til almennings í Hólabiskupsdæmi lýsir Ögmundur stórri neyð og fjárút- látum, sem hann hafi mátt þola í vígsluforinni og biður hann rétta sér hjálparhönd. Biskupskjör Jóns Arasonar Lítill vafi leikur á því að með þeirri ráðsmennsku sinni, sem nú var getið, hefur Ögmundur farið út fyrir tak- mörk valdsviðs sins. Hann hefur vart haft rétt til að hlutast til um biskups- kjör né til fjáheimtu á hendur Norð- lendingum, heldur hefur honum að- eins verið falin tilsjón með staðnum, eins og venja var, er líkt stóð á, svo sem að visitera biskupsdæmið. Hér hefur Ögmundur bersýnilega ætlað að hafa hönd í bagga með því hver yrði næsti biskup á Hólum. Til þess að styrkja þá ætlun sína hefúr hann gert þá Pétur og Finnboga handbendi sín. Snemma vors 1522 létu þeir í haf og urðu vel reiðfara. Þeir hafa að lík- indum þegar tekið að reka erindi Ög- mundar biskups í Hólabiskupsdæmi. Þau urðu nú viðbrögð klerka í vestari hluta biskupsdæmisins, þeirra sem áður stóðu á móti forræði Jóns Ara- sonar á Hólastóli að þeir skrifúðu stöðunautum sínum norðan Öxna- dalsheiðar og tilkynntu að þeir hefðu valið Jón Arason ráðsmann Hóla- staðar, til þess að vera ofificialis til næstu prestastefnu. Stóð ekki á því að norðanklerkar gyldu jáyrði sitt. Skyndilega vom nú allir lærðir menn í biskupsdæminu einhuga um að lúta forsjá séra Jóns. Þá hefúr ekki fýst þess að eiga Skálholtsbiskup yfir höfði sér né handbendi hans. Er nú ekki að orðlengja það að í ágústmán- uði um sumarið komu 62 klerkar úr Hólabiskupsdæmi saman á Hólum og kusu Jón Arason til biskups. Verður ekki annað sagt en norðlenskir klerk-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.