Tíminn - 12.04.1990, Síða 10

Tíminn - 12.04.1990, Síða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 12. apríl 1990 FRA GRYTU A H0LAST0L m tf •»>’•*’ *Jjf» tiUqa mTttn l rnat (Jnfcj •ífrxíá* '»>1' st'. tfýv | gP9Nt »®t1* ír‘ Am:4 #/(«’»<* -taf5** f íf rti V3ýn>rt J itiíní fr<«(X Í*i4«i»* í* fiits ^«#1^ 2. 1(t<<?fr4.S 5 !jtt('s-w _«-(* ;<erfc|krj(1*rtf* a|-> |j*tn fjÍ»«<í'| -Í^d <í 1> •1 tytám m H*j W' t /««v' «8, (.afa* r- - ; L*m*»*'' * ***tZ |oo ZJ&Zv ■ l ***** ^wm -w AV^ v . * * ^<#«v ^ 'ár*"»«4<v ,2,'^r.^ ‘r-'A /}«urapC Xrw,l m . - „ _ ^ c- Jy n, V*.**,, ííSSr^' ‘Zzrrjr? «**i C2 sr •"* ^ •W'^r ru»*«í,*ö:tB ^ Oimv; U *• fetlcw ^ < ** “ aRÍ- "■ f»-+l£Í £»j ‘. ( Bréf frá Jóni Arasyni varöandi Draflastaöakirkju með innsigli Hólastóls. Bréfið er meö hendi séra Sigurðar, sonar biskups. ar hafi brugðist skjótt og skörulega við utanaðsteðjandi vanda. Ögmundi hitnar í hamsi Þeir atburðir er nú var frá sagt gerð- ust í þann mund sem hinn nývígði Skálholtsbiskup, Ögmundur Pálsson, kom út. Hann hafði orðið síðbúinn úr Noregi og haft viðkomu á Hjaltlandi, til þess að huga að kirkjuhaldi þar. Hann lenti síðan í hinum mestu hrakningum og volki yfir Atlantsála. En Ögmundi Pálssyni var ekki fisjað saman. Hann ftafði reynslu í sæför- um, því að hann hafði forðum verið skipherra á Þorlákssúð, skipi því er Skálholtsstaður hafði í förum milli Ísiands og Noregs. Þegar er Ög- mundur haföi náð landi, mun hann hafa tekið að bera sig eftir björginni nyrðra og krafíst yfirráða yfír Hóla- biskupsdæmi. Prestar fylktu þá enn liði að Hólum og höfhuðu með öllu forræði Ögmundar í sínu biskups- dæmi. Athyglisvert er að nú er séra Finnbogi Einarsson snúinn á sveif með Jóni og er í tölu presta, enda var hann ftændi Jóns og hefur talið væn- Iegra að fylgja honum. í bréfi til kórsbræöra segja prestar að umráð Skálholtsbiskups yfir Hólabiskups- dæmi hafi jafnan gefist illa. Þeir finna Ögmundi það og til foráttu að hann haldi í vörslu sinni fé, sem Norðlendingar hafi safnað til þess, að Guðmundur biskup góði verði tekinn í tölu dýrlinga. Þeir tína það einnig til að Ögmundur hafi skipað menn off- iciales í biskupsdæminu að þeim for- spurðum. Þeir eiga við þá Pétur Páls- son og Finnboga Einarsson. Það má og telja ugglaust að þeir hafi þykkst við fjárbeiðni Ögmundar, sem fýrr getur. Eigi virtist nú blása byrlega fyrir Ögmundi biskupi, en hann lét engan bilbug á sér finna. Var hann staðráð- inn í að una ekki þeim málalyktum, sem orðið höfðu nyrðra, heldur koma í veg fyrir staðfestingu biskupskjörs Jóns Arasonar. Honum hefur hitnað í hamsi er hann vissi hvem hug Norð- lendingar báru til hans. Vasaði í Víóines... Upp frá þessu tóku að magnast svo ýfingar með þeim Ögmundi biskupi og Jóni Arasyni að til vandræða horfði. Jón komst ekki utan þá um haustið, 1522, með því að hinir þýsku kaupmenn urðu síðbúnir, er hann ætlaði með. Stóð skip þeirra uppi í Kolbeinsárósi um veturinn, en tuttugu þeirra höfðu vetursetu að Hólum. Vegna þess dráttar sem varð á utanför Jóns, sá Ögmundur biskup sér enn leik á borði að hefta för hans. I því skyni sendi hann einn klerka sinna norður til þess að lesa áminn- ingar — og jafnvel bannfæringarbréf yfir Jóni. Þegar norður kom brast klerk hug til þess að ríða heim að Hólum, heldur lét staðar numið í Víðinesi, næsta bæ við Hóla og gerði Jóni orð að koma þangað til fundar við sig. Næsta dag eftir sendi Jón einn presta sinna, er Þorsteinn hét, til móts við sunnanklerk. Lét Jón hann klæðast fötum sínum, setti á hann strúthúfu (húfu með bandi undir kverkina) og fékk honum til fýlgdar Ara son sinn. En er fundum þeirra bar saman, hugði sunnanprestur séra Þorstein vera biskupsefnið, laut hon- um, setti hatt sinn í handarkrikann, dró áminningarbréfið úr pungi sínum og fékk Þorsteini, en við það missti hann hatt sinn. Skildu nú prestar að svo búnu, en bréfið sá Jón Arason aldrei. Hann reit þó Ögmundi afsök- unarbréf og skrifaði undir kímilegt erindi, sem hefst á þessum línum: Vasaði í Víðines valinn til að bera skjal, en endar á þessa leið: Setti niður sinn hatt, þá sveininn fann, hann Þorstein. Eru þessi erindi ein varðveitt af heil- um brag. Sá Ögmundur af þessu að hann hafði verið beittur brögðum og varð hinn reiðasti. Næst tók hann sér fyrir hendur að senda séra Pétur Páls- son norður til Hóla. Og er þangað kom var honum fýlgt til stofu, en Jón reið burt af staðnum. Samkvæmt annarri heimild lét Jón taka séra Pét- ur höndum og hafa í haldi í fimm nætur, til þess að koma í veg fyrir að bréf Ögmundar yrði birt sér. í næstu atrennu sendi Ögmundur norður séra Jón Einars- son, prest í Odda, þann hinn sama sem hann studdi síðar til biskups- dóms á Hólum gegn Jóni Arasyni. Jón Arason tók þessum gesti sínum tveim höndum og hélt honum veislu, en ekkert varð úr bréflestri fremur en fýrri daginn. Ögmundur biskup sá nú að við svo búið mátti ekki standa. Nefhdi hann tólf klerka í dóm til að dæma um kærur þær, er hann hafði á hendur Jóni Arasyni. Samkvæmt þeim dómi var Jóni gert að greiða stórfé og taka lausn og skriftir af Ögmundi. Þá var hann og dæmdur ffá umboði og ráðs- mennsku yfir Hólastóli, sem og prestakalli sínu. Flúö utan til vígslu Þeir atburðir sem nú hefur verið greint frá urðu veturinn 1522 — 23. Svo er sagt að nálægt páskum þá um vorið hafi Jón sent svein sinn suður til Skálholts með ffiðmælingarbréf til Ögmundar biskups. Ögmundur á að hafa tekið vel við sendimanni, boðið honum til ölteiti og látið sveina sína hafa ofan af fýrir honum. Morgiminn effir varð sendimaðurinn þess áskynja að Ögmundur var allur á brottu. Hann hafði riðið daginn áður með liði sínu sem leið lá norður að Hólum. En sendimaður var ekki svifaseinn og reið allt hvað af tók á eftir biskupi. Reið hann Ögmund biskup uppi í Mælifellsdal og komst þaðan undan honum allt til Hóla. En er Jóni Arasyni bárust þessi tíðindi fór hann þegar brott af staðnum og hraðaði för sinni sem mest hann mátti að Kolbeinsárósi, þar sem Þjóðveijar þeir sem vetursetu áttu að Hólum voru að búa skip sitt til brott- farar. Hér skall hurð nærri hælum, því að litlu munaði að leiðir þeirra lægju saman er Ögmundur reið heim að Hólum. Þessu næst er frá því að segja að Ögmundur gerði hinum þýsku kaupmönnum orð og lagði blátt bann við að þeir flyttu Jón Ara- son utan. En þeir sendu aftur þau skilaboð að fýrirmæli Ögmundar yrðu að engu höfð, myndu þeir ekki spara blý og púður, ef hann kæmi. Ögmundur bannaði og öllum mönn- um að fá kaupmönnum nokkrar vistir eða veita annan atbeina. Það er nú af Jóni að segja að hann sendi prest sinn er Magnús hét og kunnugur var allri húsaskipan á Hólum heim á staðinn að næturlagi, til þess að lesa stefnu yfir Ögmundi biskupi. Stefndi hann honum fýrir erkibiskup um öll þessi mál. Vissi Ögmundur ekki fýrr en Magnús kom á gluggann og lét stefn- una dynja yfir honum, þar sem hann hvíldi í stofu sinni. Menn ruku nú upp til handa og fóta til þess að hand- sama prest, en hann fékk borgið sér í kirkju og komst síðan undan við illan leik í skjóli myrkurs. Jón Arason og hinir þýsku kaupmenn sáu nú að þeim var ekki til setunnar boðið. Létu þeir í haf, lítt vistum búnir. Þá hrakti fýrir veðri og vindum til Grænlands og síðan aftur til Islands og tóku land á Húsavík. Þeir fengu þar gnótt vista og sigldu til Noregs að því búnu. Biskupinn Eftir brottför Jóns Arasonar var Ög- mundur biskup einráður í Hólabisk- upsdæmi. Þorðu menn ekki annað en sitja og standa eins og hann vildi. Lýsti hann Jón í bann fýrir rán á eign- um dómkirkjunnar og lét að sögn kjósa annan mann, Jón Einarsson, til biskups í hans stað. Óvíst er þó hvort þetta sé rétt. Sendi Ögmundur prest einn til Norðurlanda, sem skyldi reyna að koma því fram við Kristján konung II. að biskupskjör Jóns Ara- sonar yrði ógilt. En hér gripu forlög- in i taumana: Er sendiboðamir komu til Noregs höfðu veður skipast svo að erkibiskup var látinn, en Kristján konungur flúinn úr ríkjum sínu. Við konungdómi í Danmörku tók nú Friðrik I. Gekk Jón á fund hans í Hró- arskeldu í ágúst um sumarið og sam- þykkti hann kjörið þegar í stað. Rit- aði konungur kórsbræðrum í Niðarósi bréf, þar sem hann lagði áherslu á að kosning Jóns yrði tekin gild og bréf sama efhis til lærðra og leikra í Hólabiskupsdæmi. Jón kom heim úr vígsluför sinni vorið 1525 fýriralþing. Hafði honum hlotnast hin mesta sæmd erlendis. Hann haföi áunnið sér hylli Friðriks I. og komist í kærleika við nýjan erkibiskup í Noregi. Á alþingi þetta sumar veitti hirðstjóri honum sýslu- völd í Hegranesþingi og haföi hann þá sýslur í tveimur þingum, með því að hann hélt vöðlaþing (Eyjafjarðar- sýslu) sem hann haföi áður fengið. Að þingi loknu fór hann norður til Hóla og fer ekki sögum af að fundum þeirra Ögmundar hafi borið saman á þinginu. En viðskiptum þeirra var ekki lokið. En áttu þeir lengi eftir að klást um áhrif og völd. Fyrst er tekið var að halla undan fýrir hinum kaþólska sið örlaði á vilja til raunverulegs sam- starfs og samstöðu milli þessara harðjaxla — en það var þá um sein- an. Stjóm Jóns á biskupsdæminu virðist hafa verið átakalaus framan af árum, þótt oft yrði þess vart að hann var harðdrægur er um jarðeignir stólsins var að tefla og þá stundum ekki sann- gjam, eins og best kom fram í hinum alræmdu Teitsmálum. En lengra gefst ekki ráðrúm til að rekja sögu hans hér, enda var ætlun okkar fýrst og firemst að fýlgja slóð þessa óvenjulega drengs frá kotinu Grýtu á Hólastól. Líklega er óhætt að segja að hann hafi verið stórbrotnast- ur allra þeirra biskupa er þetta fom- helga sæti skipuðu í kaþólskum og lútherskum sið. (Byggt á bók Þórhalls Guttormsson- ar, „Jón biskup Arason“) Hin fagra kórkápa Jóns biskups úr rauöu silkiflaueli og meö guiihíöö á börmum, skroytt myndum sex dýriinga.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.