Tíminn - 12.04.1990, Qupperneq 14

Tíminn - 12.04.1990, Qupperneq 14
14 Tíminn Fimmtudagur 12. apríl 1990 Þórarinn Þórarinsson: Víðförull ferðagarpur Sigurður Gunnarsson, fyrrver- andi skólastjóri á Húsavík og síðar kennari í æfinga- og kennslufræði- deild Kennaraháskólans, er einn sá mesti eljumaður sem ég þekki. Honum hefur vissulega orðið að þeirri ósk sem hann orðaði þannig ungur: En þó dimmt sé lífs á leiðum, lífi þrátt ég ann. Og ég bið þig, Guð minn góður: Gerðu úr mér mann. Þessa vísu er að finna í bók Sigurðar í önnum dagsins sem hefur að geyma ýmsar tækifæris- ræður hans, ritgerðir og ljóð. Hún kom út þegar hann var hættur kennslustörfum. Sigurður Gunn- arsson hefur ekki aðeins verið farsæll kennari, heldur lagt á það kapp að koma á framfæri hollu lestrarefni fyrir börn og unglinga. Hann hefur þýtt og fengið útgefnar ekki færri en 50-60 bækur á því sviði. Þá hefur hann þýtt og flutt í útvarp um tuttugu bækur, auk allmargra ferðaþátta. Einnig hefur hann frumsamið einn eða með öðrum nokkrar kennslubækur og unglingasögur. Af frumsömdum sögum Sigurðar hefur sagnaflokk- urinn Frændi segir frá náð mestum vinsældum, en í honum er fólgin mikil fræðsla um umhverfið og ævintýri þess eins og bókatitlarnir benda til, Ævintýri allt í kring, Lífið allt er ævintýri, Ævintýra- heimar. Við þetta bætast allmargar ritgerðir og blaðagreinar sem birst hafa í tímaritum og blöðum. Sigurður hefur kunnað þá list sér til tilbreytingar og hvíldar að fara í gönguferðir og ferðalög heima og erlendis. Um þetta hefur hann haldið ítarlegar dagbækur og samið ritgerðir um sum ferðalögin, þar sem er að finna mikinn fróðleik. Hann hefur gefið vinum sínum kost á því að lesa þessar ritgerðir og njóta þeirra þannig með honum. Að áeggjan þeirra hefur hann gefið út bók, sem er að koma út um þessar mundir, þar sem er að finna nokkurt úrval þessara ferðaminn- inga hans og ber hún nafnið Á flugi og ferð. Formála hennar ritar Grímur Helgason handritavörður, en hann féll frá fyrir aldur fram nokkru eftir að hann skrifaði for- málann og var Sigurði til aðstoðar við prófarkalestur. Grímur var nemandi Sigurðar frá Seyðisfirði Sigurður Gunnarsson. og voru þeir vinir jafnan síðan. Ferðaþættir Sigurðar Gunnarsson- ar í þessari bók ná til margra staða, eins og ferðalags um Hornstrandir, gönguferðar á Heklu og ferðalags til eyjarinnar Krítar, sólarstranda Spánar, Kanaríeyja, Mallorca, ít- alíu, Hollands og Grænlands. Ég álít það gagnlegt fyrir þá, sem fara til þessara staða, að hafa þessa bók Sigurðar með í ferðinni, en fyrir þá sem heima sitja, er hún bæði fróðlegur og skemmtilegur lestur. í niðurlagi formála Gríms að bókinni er ferðaþáttunum og höf- undi þeirra lýst með þessum orðum: „Ferðaþættir þessir bera höfundi sínum gott og glöggt vitni. Ekkert fer framhjá honum. Hugurinn hrífst stöðugt af því sem fyrir augu ber. Hann lærir af öllu og sá lærdómur verður honum efni í frásögn til að færa í letur, bæta við dálitlum fróðleik úr bókum og bæklingum eða með viðtölum, til þess að geta veitt lesandanum stað- betri fræðslu. Honum tekst líka að hrífa lesandann með, fræða hann og gera hann ögn ríkari innra með sér við lestur hverrar frásagnar, líkt og honum hefur tekist það með erindum sínum í útvarp á frum- sömdu og þýddu efni. Hann er aldrei iðjulaus. Ferðirnar verða honum lindir, sem hann eys af aukinni fræðslu og þekkingu og miðlar öðrum." Það mun eftirminnanlegt mörg- um ferðafélögum Sigurðar að hann kann utanbókar og fer með til skemmtunar, flestar frægustu lausavísur þingeyskra alþýðu- skálda eins og Egils á Húsavík, Happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna DAS-HUSIÐ að Reykjabyggð 18, Mosfellsbæ, ertil sýnis með öllum húsbúnaði skírdag, laugardag, páskadag og annan í páskum kl. 13-18. Glæsilegt 2ja hæða einbýlishús með blómaskála og tvöföldum bílskúr, samtals 253 m2 á 17 millj. kr Leiðin er merkt. Steingríms í Nesi, Baldvins á Ófeigsstöðum, Indriða á Fjalli og Guðmundar á Sandi að ógleymd- um Karli Kristjánssyni. Pess er svo að geta, að Sigurður hefur tekið mikinn þátt í félagsmál- um og eytt til þess góðum tíma, t.d. hjá bindindisfélagsskapnum, og hjá samtökum aldraðra. Ungur lærði hann bókband og hefur hald- ið því við stöðugt síðan. Hann á gott og mikið bókasafn og hefur sjálfur bundið inn mest af bókum sínum. Hann hefur ánafnað bóka- safn sitt safninu á Húsavík og mun þannig halda áfram í framtíðinni að veita Húsvíkingum fræðslu og þekkingu. IHIIIHIIIIIIIIIIHI R/FKIJR llllllllllll Forraun forseta George H. Nash: The Llfe of Herbert Hoover. 497 pp, W.W. Norton, £ 17,95. Á Bretlandi kom 1988 út annað af hinum þremur bindum nýrrar ævi- sögu Herberts Hoover, forseta Bandaríkjanna 1928-32. í því greinir frá hjálparstarfi hans í fyrri heims- styrjöldinni. í ritdómi um bókina í Financial Times 28. janúar 1989 sagði: „Herbert Hoover var 1914 fertug- ur námaverkfræðingur, sem komist hafði ágætlega vel áfram, og í London Wall-skrifstofu sinni hélt hann um stjórnartauma í samfellu alþjóðlegra námafyrirtækja. Fyrstu vikur styrjaldarinnar voru Banda- ríkjamenn á Bretlandi ogferðamenn frá meginlandi álfunnar sem á flæði- skeri staddir og voru margir þeirra án peninga og gistirýmis. Á eigin kostnað kom Hoover upp fyrir- greiðslu við þessa lánlausu (stranda- glópa) og sá þeim fyrir handbæru fé, gistingu og heimfari. Upp úr því starfi, sem stjórnað var úr London Wall-skrifstofunni og úr Savoy Hotel, spratt hin óháða Hjálpar- nefnd Belgíu, en í október (1914) varð ljóst, að um veturinn mundi hungur sverfa að 9 milljónum íbúa í hinni herteknu Belgíu og á hertekn- um landsvæðum í Norður-Frakk- landi." „Á því hjálparstarfi sýndust tor- merki. Þýska hemámsliðið neitaði að sjá Belgum fyrir matvælum og bar við, að breska hafnbannið ylli matarskortinum. Og Bretar neituðu að hlaupa undir bagga, því að send matvæli til Belgíu gátu borist til Þýskalands. Á fáeinum vikum sýndi Hoover Þjóðverjum fram á það, að aðstoð við Belga mundi létta vanda Þýskalands, en Bretum fram á hitt, að fyrir sakir aðstoðar yrðu Belgar tregari en ella til að starfa að stríðs- rekstri Þýskalands." „Sakir hlutleysis Bandaríkjanna og í senn fyrir sakir skipulagsstarfs, sem unnið var eftir hendinni, og djarflegs diplomatisks erindrekstrar þessa leikmanns og eindrægni var á komið samvmnu breskra, franskra, bandarískra, hollenskra og útlægra belgískra stjórnvalda. Og frá önd- verðu ári 1915 átti Hoover í kaupum á matvælum og flutningi þeirra með skipum yfir Atlantshafið, sem kaf- bátar herjuðu á, og úthlutaði þeim í Belgíu og Norður-Frakklandi fyrir liðlega £ 1 milljón á mánuði í þrjú ár.“ „Að bakhjarli og helstu hjálpar- hellum í öllu þessu hafði Herbert Hoover House höfuðsmann, ráð- gjafa Wilsons (forseta) í Washing- ton, Walter Hines Page, sendiherra Bandaríkjanna í London, og F.W. Hirst, ritstjóra The Economist.... En peningar til þessa komu að mestum hluta laumulega frá bresku og frönsku ríkisstjórnunum.... Það var kaldhæðni örlaganna, þótt í rauninni ekki undrunarefni, að Hoo- ver, sem 1914 til 1917 var sem af forsjóninni búinn til að takast á við aðsteðjandi vanda, skyldi ekki ná áttum í kauphallarhruninu mikla í október 1929.“ Rýnir

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.