Tíminn - 12.04.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.04.1990, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 12. apríl 1990 Tíminn 15 FÓLK wmmESi Ástandssaga: Forboðin ást á hernumdu svæð- unum í ísrael Sennilega hefði handriti að svo fá- ránlegu ástarævintýri jafnvel verið haftiað af forhertustu framleiðendum í Hollywood en ísraelskir fjölmiðlar og aðrir fullyrða að hér sé sönn saga á ferðinni. Abir heitir 19 ára gömul palestínsk fegurðardís sem var ný- komin aftur til mömmu í heimaþorp- ið á vesturbakkanum þegar hún hitti Avi, glæsilegan ísraelskan liðsfor- ingja, sem hafði komið auga á hana þegar hann geystist fram hjá henni í jeppanum sínum. Þar verður ást við fyrstu sýn og talið er farið að berast að hjónabandi. Ef kvikmynd væri gerð eftir þessari ástarsögu endaði hún sjálfsagt vel, þar sem unga ástfangna fólkinu tæk- ist að yfirstíga allar hindranir, s.s. ólíkt þjóðemi, trúarbrögð og pólitík. En lífið er ekki svona einfalt í grimmdinni á hemumdu svæðunum í Israel. Þegar síðast fréttist var svo komið að elskendunum ungu hafði verið út- skúfað úr samfélögum beggja. Avi var Ieystur frá störfúm í hemum meðan hann beið úrskurðar úr rann- sókn hersins á því hversu ^lvarleg brot hans væm á reglum sem banna samneyti við Palestínumenn. Abir var í felum á palestínsku hóteli. ísraelsmaöurinn hefur ekki átt góða daga Saga Avi Marek og Abir Mattar gef- ur sjaldgæfa innsýn í mannlegan harmleik, sem sjaldan sést fyrir hinni hefðbundnu grjótkasts- og óeirða- ímynd „intifödunnar“ svonefhdu, uppreisn Palestínumanna á her- numdu svæðunum í ísrael. Avi Ma- rek er 30 ísraelskur höfúðsmaður í hemum og fótgönguliðsdeildin hans hefúr bækistöðvar í Beit Jalla, þorpi sem mestmegnis er byggt kristnum Palestínumönnum og hefúr verið svo gott sem einangrað þau þrjú ár sem uppreisnin hefúr staðið. Hann hefúr ekki átt ánægjulegt heimilislíf. Fyrir tæpu ári giftist hann miklu eld. i konu, Rivka, og hefur bú- ið í íbúð hennar i líflausu sambýlis- húsi í landnemahverfinu Gilo, rétt fyrir utan Jerúsalem. En þar var þó skárra að vera en í hans eigin hverfi, Shmuel Hanavi, fátæku úthverfi Jerúsalem þar sem íbúamir em flestir Gyðingar frá Arabalöndum. Marek er altalandi á arabisku og frá- sögnum ber saman um að hann hafi fallið fyrir Mattar við fyrstu sýn. Hún hafði hlotið menntun sína í klaustur- skóla í Bethlehem og vann sem bam- fóstra fyrir ferðafólk. Mattar segir að ástin hafi strax orð- ið gagnkvæm. „Já, ég elska hann. Við hittumst fyrst fýrir átta mánuðum og höfúm verið ákaflega hamingjusöm síðan,“ segir hún dreymandi þar sem hún situr í felum á hótelherberginu sínu. Lífið hefur líka verið stúlkunni óblítt og nú á hún von á barni Þaðan hefúr hún útsýni á götu í vest- urhluta Jerúsalem, þeim hluta borg- arinnar þar sem Gyðingar búa. Hún hugsar um hversu lokað líf hennar er orðið. Hún lagar mat á gastæki í her- berginu og finnst hún ekki eiga heúna meðal skemmtiferðamann- anna sem leggja undir sig hóteland- dyrið. Hún er líka gengin þrjá mán- uði á leið með bam Mareks. En Mattar er vön erfiðleikum og segir lífið alltaf hafa verið sér óblítt. Faðir hennar drakk og spilaði fjár- hættuspil þar til móðir hennar fleygði honum á dyr. Sjálf giftist hún 16 ára gömul manni sem átti konu fyrir og fimm böm. Þegar honum var varpað í fangelsi fór hún aftur heim til Beit Jalla, með bam sem hún hafði eign- ast. Marek hóf að stíga i vænginn við hana með því að kalla til hennar úr jeppanum sínum, þegar hún var gangandi á leið til vinkonu sinnar. Skömmu síðar veitti móðir hennar, Nina, því athygli að Mattar var úti á hveiju kvöldi og kom ekki heim fyrr en að morgni. Hún krafði dóttur sína sagna en fékk svarið að henni kæmi ekki við hvar Mattar æli manninn. En Nina tók þá eftir því að þegar her- jeppi stansaði við húsið og flautaði varMattar á bak og burt. „Og jeppinn virtist vera héma öllum stundum," segir Nina mæðulega. Mattar-fjölskyldunni út- skúfað úr Arabasamfé- laginu áður Nina óttaðist að samband dóttur hennar við óvinahermann drægi óæskilega athygli að þeim mæðgum. Fjölskyldunni var þegar útskúfað úr samfélaginu þar sem lifnaðarhættir Ninu þykja ekki samræmast þeim sem tíðkast í sómakæm Arabaþorpi. Hún tekur gjama á móti gestum klædd níðþröngum buxum með hlé- barðamynstri og blúndublússu. Þegar maður Ninu fór að heiman fór hún út að vinna og það er nokkuð sem ekki er litið hým auga í um- hverfinu. Þar að auki keðjureykir hún og átti marga kærasta áður en hún giftist á ný. Ninu sjálfri þykir það ekki tiltökumál og segist aldrei hafa haldið því fram að hún væri jómfrú, hún hafi alltaf átt kærasta. „En það er ekki þar með sagt að ég sé vændis- kona, eins og fólk heldur ffam í þorp- inu. Lítið i kringum ykkur í íbúðinni minni. Ef ég væri hóra heíði ég grætt einhveija peninga. Eg á bara eitt rúm og ekki einu sinni almennilegt bað- herbergi." Lífshættulegt athæfi Nina átti lika samstarf við hemáms- lið ísraelsmanna. Hún segist ekki hafa fúndið til neinnar hollustu við landa sína sem létu hana eiga sig þeg- ar hún stóð ein uppi með sjö böm. Hún fékk um 200 shekel (um 7000 ísl. kr.) hjá lögreglunni í hvert sinn sem hún veitti upplýsingar. En þess- ari upplýsingamiðlun hætti hún þegar intifadan byijaði. Aður en uppreisnin hófst haföi slíkt athæfi í för með sér útskúfun. En nú, þegar unglingar þramma um strætin í eftirlitsferðum og tala um að hreinsa til í palestínsku samfélagi, fylgir því hrein og klár lífshætta. Um 200 Pal- estínumenn hafa verið drepnir fyrir samstarf við óvininn eða vændi. En þó að Nina varaði dóttur sína við að hún stefndi lífi fjölskyldunnar í voða, var það ekki á hennar valdi að afstýra vandræðunum. Astin var óviðráðanleg. „Avi var vitlaus í hana og hún missti stjóm á sér,“ segir Nina raunsæ. Unga parið kom ekki aftur fyrr en eftir að bjart var af degi, eftir að hafa átt saman ástríðufúlla nótt í jeppa Avis. Þá færði Mattar honum kaffi áður en hann mætti til skyldu- starfa með hersveitinni sinni. Mattar-fjölskyldan fór að fá hótanir og ekki bætti Marek úr skák. Hann og hersveitin hans fóru að handtaka unglinganá í þorpinu og lúberja þá. Nina segist halda að hann hafi viljað sýna Mattar hvað hann væri djarfúr. Ráðstafanir Ninu hleyptu öllu í bál og brand Nú var Nina orðin örvæntingarfull og greip til þess ráðs að klaga til lög- reglunnar, auk þess sem hún sendi Abir Mattar er 19 ára palestínsk feguröardís sem varö fyrir því óláni aö veröa ástfangin af ísraelskum hermanni hinni ísraelsku eiginkonu Avis orð um hvemig komið væri. Lögreglan gerði ekkert með klögumál Nínu en Rivka kom í hasti og hélt uppi njósn- um um húsið í arabiska þorpinu. Þeg- ar Avi og Mattar snem aftur eftir æv- intýri næturinnar æddi hún út á götu með eldhúsbreddu reidda á loft. Mattar komst undan í jeppanum en þetta atvik var of áberandi til að hægt væri að þegja það í hel. Herinn leysti Marek frá störfum. Mattar fann blendingshund hangandi á klósetti fjölskyldunnar. Hann var dauður og hékk höfuðið ofan í kló- settskálina. Hún flýði bæinn. Nú snú- ast gómsætustu kjaftasögumar í Isra- el, bæði meðal Gyðinga og Araba, um mál Mattars og Avis. Sér fyrir endann á ástar- ævintýrinu? Mattar segir að þau ætli að gifta sig strax þegar þau bæði hafi fengið skilnað. Hún ætli að taka Gyðingatiú. „Eg get ekki snúið aftur og farið aö búa meðal Araba," segir hún. En hún hefur áhyggjur af því að Avi kunni að snúa við blaðinu þegar hann er aftw kominn til síns fólks. Hann hefúr ver- ið harðlega gagnrýndur í ísraelskum Qölmiðlum. Nú á Marek yfir höföi sér að mæta fyrir ísraelskum herréhi til að útskýra þetta samband sitt við palestínsku stúlkuna. Vöm hans þar er fólgin í því að hann hafi einungis tekið upp samband við Mattar vegna föður- landsástar og áhuga á því að fá hana til starfa sem njósnari. Eins og málin standa nú þykir flestum lítil ástæða til að spá því að þeha ævintýri endi vel. EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mán- aðar. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tímanlega RSK Fi(KISSKATTSTJÓRI ( l >'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.