Tíminn - 12.04.1990, Blaðsíða 18

Tíminn - 12.04.1990, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 12. apríl 1990 RAÐAUGLYSINGAR Auglýsing um framlagningu kjörskrár við kosningu til kirkjuþings Kjörstjórn við kosningu til kirkjuþings hefur samkvæmt lögum um kirkjuþing og kirkjuráð íslensku þjóðkirkjunnar nr. 48 frá 11. maí 1982 samið kjörskrá vegna kosningar til kirkjuþings, sem fram fer í maí og júní nk. Kjörskráin liggur frammi til sýnis á biskups- stofu, Suðurgötu 22, Reykjavík, og í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Arnarhvoli, Reykjavík, til 9. maí 1990. Jafnframt verður próföstum landsins sent eintak kjörskrárinn- ar að því er tekur til kjósenda úr viðkomandi kjördæmi. Kærur til breytinga á kjörskránni þurfa að hafa borist formanni kjörstjórnar í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu fyrir 10. maí 1990. Reykjavík, 10. apríl 1990. Þorsteinn Sveinsson Guðmundur Þorsteinsson Ragnhildur Benediktsdóttir Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími 678500 Tilsjónarmaður oskast Við leitum að þroskaþjálfa, kennara, fóstrum, eða öðru uppeldismenntuðu fólki til að veita stuðning á heimili í Reykjavík, þar sem er fatlað barn. Upplýsingar veitir Rúnar Halldórsson í síma 678500. LAUGAVEGUR166 LOKAFRÁGANGUR ÞRIGGJA HÆÐA Tilboð óskast í að fullgera húsnæði á 3., 4. og 5. hæð Laugavegs 166 í Reykjavík. Húsnæðið er nú einangrað og múrhúðað að innan og hluti af pípulögn frágenginn. Flatarmál húsnæðisins er um 2000 m2. Verkið skal unnið af einum aðalverktaka. Verktími til frágangs 3. og 4. hæðar er til 1. október 1990 en til frágangs á 5. hæð til 15. febrúar 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, frá miðvikudegi 11. apríl til og með föstudags 27. apríl gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Húsið verður væntan- legum bjóðendum til sýnis miðvikudag 18. apríl og föstudag 27. apríl milli kl. 13 og 15 báða dagana. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R., Borgartúni 7, fimmtudag- inn3.ma( 1990, kl. 11.00. IIMIMKAUPASTOFNUN RIKISINS Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Sí ðumúla 39 -108 Reykjavík - Sími 678500 Félagsráðgjafi óskast nú þegar í fullt starf í Unglingadeild Félagsmálastofnunar. Upplýsingar veitir Snjólaug Stefánsdóttir í síma 622760. Umsóknarfrestur er til 1. maí n.k. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 2. hæð, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39 -108 Reykjavík - Sími 678500 Aðstoð við aldraða í heimahúsum Okkur vantar duglegt fólk til starfa í fjórum af 6 hverfum borgarinnar. Starfið er fólgið í hvers kyns aðstoð við aldraða í heimahús- um, sem nú verður skipulagt út frá félags- og þjónustumiðstöðvum aldraðra í borginni. Nánari upplýsingar veita forstöðumenn og verkstjórar heimaþjónustu á eftirtöldum stöðvum: Bólstaðarhlíð43 sími: 685052 Aflagranda40 sími: 622571 Vesturgranda7 sími: 627077 Norðurbrún 1 sími: 686960 millikl. 10og12 millikl. 10og12 millikl. 10og12 millikl. 10og12 Félagsráðgjafi Félagsráðgjafa vantar til sumaraf leysinga í 3 mánuði á Öldrunarþjónusfudeild Félags- málastofnunar, Síðumúla 39. Starfið er fólgið í persónulegri ráðgjöf og aðstoð við ellilífeyrisþega og aðstandendur þeirra og mati á þjónustu- og vistunarþörf. Upplýsingar veitir Sigurbjörg Sigurgeirsdótt- ir, yfirmaður öldrunarþjónustudeildar, í síma 678500. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 30. maí nk. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til háskóla- náms í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu allt að 20 styrki til háskólanáms í Grikklandi skólaárið 1990-91. Ekki er vitað fyrirfram, hvort einhver þessara styrkja komi í hlut Islendinga. Styrkirnir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla. Umsækjend- ur skulu hafa gott vald á ensku eða frönsku. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í menntamála- ráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, og skulu um- sóknir berast þangað fyrir 26. apríl n.k. Menntamálaráðuneytið 9. april 1990. V£ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Laus er til umsóknar staða deildarstjóra í þjónustudeild almennrar skrifstofu menntamálaráðuneytisins. Verksvið hans er umsjón með rekstri, starfsmannamálum og afgreiðslu ráðuneytisins. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykja- vík, fyrir 7. maí n.k. Menntamálaráðuneytið, 11. aprí 11990. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Staða dósents í eðlisefnafræði við efnafræðiskor raunvís- indadeildar Háskóla islands er laus til umsóknar. Kennsla dósentsins verði m.a. í tilraunaeðlisefnafræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsókn fylgi rækileg skýrsla um vísindastörf umsækjanda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Ennfremur er óskað eftir greinargerð um rannsóknir, sem umsækjandi hyggst stunda, verði honum veitt staðan. Umsóknir skulu sendarmenntamálaráðuneytinu, Söivhólsgötu 4,150Reykja- vík, fyrir 7. maí n.k. Menntamálaráðuneytið, 11.apríl1990. Framhaldsaðalfundur í samræmi við ákvörðun aðalfundar Eignar- haldsfélagsins Iðnaðarbankinn hf., sem haldinn var hinn 17. janúar sl., er hér með boðað til framhaldsaðalfundar í félaginu, sem haldinn verður í Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík, hinn 25. apríl nk. og hefst kl. 16.00. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. ákvæðum greinar 4.06 í samþykktum félagsins. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka, Lækjargötu 12, 2. hæð, frá 18. apríl nk. Ársreikningur félagsins, ásamt tillögum þeim, sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist stjóm félagsins í síðasta lagi 17. apríl nk. Stjórn Eignarhaldsfélagsins Iðnaðarbankinn hf. LATTU Tímann EKKl FUiJGA FRA ÞER ÁSKRIFTARSÍMI 686300 PÓSTFAX TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.